Morgunblaðið - 05.01.1979, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 1979
Sæljónin voru strádrepin aí Evrópumönnum eftir að þeir komu til Ameríku, en nú eru þau alfriðuð í Argentínu. Þetta eru stórkostleg dýr, skrokkmikil og
alveg eins og Ijón, þegar þau rísa upp, segir María
Með mörgæsum, sæljónum
og sæfílum í Argentínu
Viðtal við Maríu Finnsdóttur
Fjarlæg lönd og kynni aí þeim haía löngum haft aðdráttarafl fyrir
íslendinga. Og því meir sem þau eru lengra í burtu og meira framandi.
Tækifæri til að láta slíka drauma verða að veruleika bauðst í haust
Maríu Finnsdóttur hjúkrunarkonu. alveg óvænt. Hún lét ekki á sér
standa og hélt af stað suður og vestur um hnöttinn okkar.
Staðnæmdist ekki fyrr en um 60 lengdargráðum fyrir vestan ísland og
álíka langt sunnan við miðbaug sem Frakkland er norðan hans. Nánar
til tekið í Argentínu í Suður-Ameríku, þar sem hún komst í návígi við
mörgæsir, sæljón og sæffla, ásamt ýmsu öðru fróðlegu enda tilefnið
fimmta alþjóðiega ráðstefna um náttúruvernd og ferðamál í
Argentínu.
María skýrði okkur í upphafi viðtals frá því hvernig þessa reisu bar
að. Hún hafði á leið sinni heim frá Skotlandi á árinu 1976 sest í flugvél
við hlið ungverskrar flóttakonu, sem reyndist vera prófessor í
umhverfisfræðum við háskólann í Buenos Aires.
María Finnsdóttir milli tveggja argentínskra ferðafélaga
sinna. í baksýn er fjallið, sem hefur að geyma 75 milljón ára
gömul steind tré.
Þegar í ljós kom, að María þessi
Buchinger var á leið á alþjóðlegu
ráðstefnuna um umhverfismál í
Reykjavík, sýndi María auðvitað
mikinn áhuga. Þegar þar kom
umræðum þeirra að leiðinlegt væri
að koma í land, búa á hóteli og
sækja ráðstefnu, án þess að fá
tækifæri til að kynnast fólki þar
fyrir utan, bauð María þessari
Argentínukonu heim til sín upp á
hangikjöt og skyr. Hún varð svo
hrifin af hangikjötinu að hún vildi
fá framleiðsluuppskrift sem María
kvaðst raunar ekki hafa haft á
reiðum höndum. Þegar hún kom
svo til Argentínu var nafna
hennar Buchinger farin að ræða
við valdamenn þar í landi um að
Argentínumenn tækju upp háttu
Islendinga og framleiddu hangi-
kjöt úr sínu lambakjöti, sem mikið
eru um þar í landi.
Kvaðst María hafa af tilviljun
komið á fjárbú á Valdesskaga, þar
sem raunar er þjóðgarður, í þann
mund sem verið var að rýja féð.
Það er ekkert smáhandtak, þar
sem bóndi hefur 48 þúsund fjár á
búi sínu. — Aldrei hefi ég séð slík
vinnubrögð, segir María. Þarna
stóðu 12 manns með rafmagns-
klippur og hver þeirra afgreiddi
1500 kindur á dag. Þetta gekk eins
og á færibandi. Einn batt lappirn-
ar á kindunum og lagði þær fyrir
rúningsmennina, og tveir eða þrír
drengir fjarlægðu frá þeim reifin,
rúlluðu þeim saman og hlóðu upp.
Kappið var eins og á síldarplani á
Islandi á síldarárunum.
María Buchinger tók sem sagt
umsvifalaust ástfóstri við hangi-
kjöt og vildi innleiða það í sínu
landi. En skyr vann ekki hug
hennar, eins og Polunins og konu
hans. En Polunin sá, sem stóð
fyrir umhverfisráðstefnunni á
Islandi og hefur gefið út bók um
hana. Hjón voru þarna líka mætt á
ráðstefnunni í Argentínu og sögðu
allt fullkomið á Islandi, skyrið þar
með.
Skógum eytt og
landíö blæs upp
En víkjum að ráðstefnunni í
Argentínu um náttúruvernd og
ferðamennsku, sem stóð dagana
21. október til 4. nóvember í haust.
María Buchinger skrifaði til Is-
lands og bauð Maríu Finnsdóttur
þátttöku, taldi það tilboð geta
fallið undir áhuga hjúkrunarkon-
unnar á áhrifum umhverfis á
geðheilsu fólks. Hún var einn af
skipuleggjurum þessarar ráð-
stefnu, sem m.a. fjallaði um
gróðureyðingu og gróðurvernd.
Sjálf ráðstefnan og ferðalögin í
Argentínu eru mikið niðurgreidd
af argentínska ríkinu, þótt ferða-
kostnaður frá Islandi væri á
kostnað þátttakanda. Og María
greip tækifærið. — Maður verður
alltaf að velja og hafna, sagði hún.
Og ég vil heldur fara eina svona
ferð en 3—4 Spánarferðir til að
liggja á strönd. Slíku hefi ég
raunar ekki áhuga á.
Og hvað sá hún svo?
Næstsyðsta héraðið í Argentínu
heitir Chubut og er í Patagóníu.
Það teygir sig langleiðina suður
undir Suðurskautssvæðið og hefur
upp á fleira að bjóða og fjölbreytt-
ara náttúrulíf en flestir aðrir
staðir. M.a vegna áhuga fylkis-
stjórans á landvernd var efnt til
þessarar ráðstefnu í þessu héraði,
að því er María segir. Ferðuðust
ráðstefnugestir um allt fylkið í
hálfan mánuð.
— Þetta er ekki mikið ferða-
mannahérað ennþá, útskýrir
María. En þar eru verndarsvæði
og þjóðgarðar og landið sjálft
víðast mjög hrjóstrugt og við-
kvæmt. Og því þótti ástæða til að
fjalla um það hvernig eigi að
vernda það og halda því ósnortnu,
um leið og svæðin séu opnuð til
skoðunar. Það sem hér er verið að
gera, fellur því mjög að þessu
verkefni, og ég fékk með mér frá
Landvernd myndaflokkinn um
uppblástur og endurvinnslu lands,
sem gerður hefur verið með
textum um það sem hér er verið að
gera í landverndarmálum og sýndi
hann ásamt myndum úr þjóðgörð-
um okkar og vernduðum svæðum.
Þetta vakti mikla athygli og María
Buchinger hefur fengið þennan
myndaflokk til notkunar í
Argentínu. Brasilíumennirnir
báðu líka um hann í sama skyni.
Argentínumenn hafa af því
miklar áhyggjur hvernig nú er
verið að höggva skóga og eyða
landi þeirra. Einn ráðstefnugesta
sagði Maríu að í sínu héraði væri
aðeins 1% eftir af skógunum.
Brasilíuhópurinn hafði þar mikið
til mála að leggja, að því er María
sagði. Sögðu Brasilíumennirnir að
nú, þegar búið væri að ganga
nærri skógum í Suðaustur-Asíu
fyrir heimsmarkaðinn, þá beindist
skógarhöggið að Suður-Ameríku.
Og þar sem stjórn Brasilíu leggi
allt kapp á hagvöxtinn, þá sé lagst
á skógana. En þegar sé komin
fram reynslan af því að höggva
skóga niður og ryðja fyrir akra.
Þetta land henti illa undir þá, og
eftir verði hvorki skógar né akrar,
heldur aðeins uppblásið land.
— Þetta hefur gerst hér hjá
okkur á íslandi og það er að gerast
í Brasilíu, og víða annars staðar í
heiminum, segir María.
Mörgæsunum stafar
hætta af potum
og pyrlum
I Patagóníu í Argentínu, sem
María ferðaðist um, blása stöðugt
þurrir staðvindar frá Atlantshaf-
inu og allt vestur að Andesfjöllum,
sem gnæfa vestast í landinu, þar
sem það liggur að Chile. En í
Andesfjöllunum blása aftur á móti
rakir vindar og þar er því mikill
hitabeltisgróður. Þar sem ráð-
stefnan um umhverfismál og
ferðamál hófst í höfuðborg héraðs-
ins Rawson, norðarlega á austur-
ströndinni og ráðstefnugestir
fluttu sig í áætlunarbílum milli
staða um héraðið allt, kynntust
þeir vel landsháttum. — Landið er
að mestu hálfgerð eyðimörk, segir
María. Þurr leirjarðvegur, lítill
gróður, aðeins lágvaxið kjarr og
því ágætt beitiland fyrir kindur og
nautgripi. Nema í dölum meðfram
ám, þar sem eru áveitur, og vestur
í fjöllunum.
— Við ókum klukkutímum
saman gegn um þurran leir-