Morgunblaðið - 05.01.1979, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 05.01.1979, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 1979 11 jarðveg, sem gerir það að verkum, að sandfok er a.m.k. heft, sagði María. Á þessum slóðum var vor um mánaðamót október og nóvember. Sólin skein hvern dag, en ekki heitara en svo, að maður þurfti jafnan að hafa með sér peysu eða stormjakka. Ekið var suður eftir Atlants- hafsströndinni. En við sjóinn er mikið af mörgæsum og vernduð svæði fyrir þær, segir María. Þær unga út í desember og lágu því á eggjum á þessum tíma. í janúar og febrúar má sjá þarna 7 milljónir mörgæsa spígspora um, en þá halda þær til sumardvalar á Suðurskautslandinu. — Mörgæsirnar eru svo fallegar og reisn yfir þeim, þar sem þær ganga, tvær og þrjár saman, frá hreiðrunum, að sjónum, til að bleyta sig og ná í æti. Karlinn og kvenfuglinn skiptast á um að liggja á eggjunum, sem er eins gott, því máfurinn er þarna alls staðar og ekki óhætt að víkja af þeim. Það kom fram, að einnig stafar hætta af þotum og þyrlum, sem fljúga yfir svæðin. Þrýsting- urinn frá þeim sprengir eggin, og þar sem flugvellir eru settir niður í nánd og þotuflug leyft flýja fuglarnir. — Við sáum líka mikið af dauðum mörgæsum í Punta Tombo, sem er langt norðan við Commodoro Rivadavis, þar sem olía fannst nýlega bæði á landi og í sjó, þegar borað var eftir vatni. Var það eitt af viðfangsefnum ráðstefnunnar, hvernig hægt væri að draga svo úr hættunni af olíuleka og olíusmiti við slíka vinnslu, að ekki eyðilegði dýralífið. Eitt af því sem rætt var um, var með hvaða hætti komið yrði í veg fyrir að tankar og annar út- búnaður væri skolaður út í vatn og sjó. En olíuvinnslan er syðst í fylkinu, við strönd Atlantshafsins. — Norðarlega skagar út í Atlantshafið Valdesskaginn, þar sem er verndarsvæði og ákaflega auðugt og skemmtilegt dýralíf, segir María. Þar eru til dæmis sæfílarnir, risastórir selir, sem taka nafn af stórum rana, sem þeir hafa. Þeir eru líka með þykkan skráp eins og fílar. Þarna lágu þeir á ströndinni í hlýjunni og jusu með rananum og hreifunum yfir sig mölinni til að kæla sig. Hvert karldýr hefur 10—12 konur. Og mæðurnar yfirgefa kópana eftir 30 daga. Þá verða þeir að bjarga sér sjálfir og fara um í hópum. — Sæljónin aftur á móti hafa kópana með sér í eitt ár, heldur María áfram. Sæljónin eru miklu fallegri en sæfílarnir, en þau sáum við líka á Valdesskaga. Sæljón voru strádrepin af Evrópumönn- um, eftir að þeir komu til Ameríku, en nú eru þau alfriðuð í Argentínu og að vissu marki í Norðurpólslöndunum. Þetta eru stórkostleg dýr, skrokkmikil og alveg eins og ljón, þegar þau rísa upp. Þarna sáum við hval alveg uppi við landið, þar sem það er friðað. I rauninni er stórkostlegt að geta séð þessi dýr svona í sínu náttúrulega umhverfi, ekki inni- lokuð í dýragörðum. Friðaður refur og fjárbúskapur Á Valdesskaga er refurinn líka friðaður, enda má ekkert villt dýr drepa þar. En þarna er fjárbúið, sem María kom á. Það er innan friðaða svæðisins, þar sem það var þar fyrir og ekki hefur verið fjármagn fyrir hendi til að kaupa það. Búið fær því að vera þarna áfram, en ekki má stækka það eða reisa nýbyggingar nema með leyfi. Enda sagði bóndinn henni, að mikil afföll væru ekki á fé af völdum refsins. Þótt hann taki kannski 10—20 lömb á ári, þá sjái ekki högg á vatni, þegar um 48 þúsund fjár er að ræða. Á Valdesskaga kvaðst María hafa séð lítil lamadýr, háfætta héra og fjöldann allan af fuglum. í vík við skagann er alfriðuð fugla- eyja. Um stórstraumsfjöru er hægt að ganga út í hana, en það er ekki lengur leyft. Nú er verið að koma upp í landi góðum sjónauk- um, svo fólk geti þaðan fylgst með fuglalífinu í eynni án þess að valda truflun. Þarna eru tugir tegunda. Annars staðar, inni í landi, sáu gestirnir svan, sem var að því leyti sérstæður að hann var bæði hvítur og svartur á lit. En á þeim stað var líka mikið af flamingóum. Ferðafólkið ók um Valdesskaga í bílum, en annars sagði María Finnsdóttir að stefnt væri að því þarna sem og víða annars staðar að takmarka bílaumferð í þjóð- görðum og á friðuðum svæðum. Og þótt nauðsynlegt væri að komast akandi á vissa staði, þá væri leyfður ökuhraði í lágmarki, og miðað að sem mestri gangandi umferð. Væri stefnt að því að hafa engin mannvirki, hvorki hótel né þjónustumiðstöðvar, inni í þjóð- görðum, heldur fyrir utan og bægja þeim frá sem aðeins vilja þjóta í gegn í bílum. 75 millj. ára gamall steinskógur. Sunnarlega í héraðinu og inni í landi var komið í þjóðgarðinn Sarmiento, sem á engan sinn líka. Þar eru steingervingar 75 milljón ára gömul tré, talin vera frá þeim tíma er Suður-Ameríka og Afríka voru að skiljast að. En samkvæmt flekakenningunni voru þessar heimsálfur áður eitt land, er skildust að um Atlantshafs- Sæfflar eru risastórir selir, sem taka nafn af stórum rana. Þeir hafa líka þykka húð eins og fflar og lágu á ströndinni í hlýjunni og jusu yfir sig með rananum og hreifunum mölinni til að kæla sig. Steindar leifar af 75 milljón ára gömlum skógum eru í þjóðgarði einum í Argentínu. sprunguna, sem m.a. liggur gegn um Island. Eftir að hafa skoðað steindu trén, var ferðinni haldið áfram í vesturátt, allt til Andesfjalla. — Það var eins og að koma í aðra veröld, segir María, eftir að hafa ekið dag eftir dag gegn um hálfgerða eyðimörk. I Andesfjöll- um eru fornar indjánabyggðir. Þar er m.a. þjóðgarður, og liggur leiðin að honum yfir vötn og því farið á bátum. — Fjöllin eru mjög há og jökull á fjallatindum. Þau spegluðust í vatninu. Ég hefi komið í Kletta- fjöllin og svissnesku Alpana, en þetta er ennþá stórkostlegra segir María. Hitabeltisgróður er þarna í rakanum. Maður gengur eftir stígum milli bambustrjáa. Um þrjú þúsund ára gömul tré eru þar, um 30 metra há og 3 metrar á þykkt. Utan við þjóðgarðinn er þarna í fjöllunum skíðamiðstöð með lyftum og öðru og hægt að vera þar á skíðum allt árið. — Við bjuggum í bænum Esquel og fórum þaðan til að skoða skíðastaðinn. Mér varð það á að ætla að ganga frá, þar sem við vorum að fara gegn um skóg, en hrópað var í ofboði á eftir mér. Bannað var að ganga um skóginn og raunar hættulegt, því þarna við landamæri Chile og Argentínu er hernaðarsvæði. Var mikið talað um hugsanleg átök milli þessara þjóða. M.a. eru deilur um 3 klettaeyjar í Atlantshafinu, sem Chilebúar ágirnast, en Argentinumenn vilja ekki missa af hernaðarástæðum. Argentínumenn eru líka nú fyrst að vakna til vitundar um auðlindir hafsins og kemur það inn í deiluna. Þeir hafa alltaf haft svo mikið kjöt og lagt rækt við það, að þeir hafa lítið sinnt sjósókn. En það mun vera að breytast. Ofgnótt og fátækt — Frá Klettafjöllunum áttum við að fljúga þvert yfir landið til höfuðborgar héraðsins og þaðan til Buenos Aires, hélt María áfram frásögn sinni. En þá breyttist skyndilega veðrið^ sem fram að því hafði verið sól og blíða, en svalt á nóttunni. Við urðum því að aka af stað um klukkan 4 síðdegis og aka alla nóttina fram á næsta dag. Og hvergi á leiðinni veitingastofa, þar sem hægt var að fá sér að borða. Þetta ferðalag var mjög fróðlegt, því eftir að hafa setið í fjórrétta máltíðum með ofgnótt af öllu, upplifðum við nú í þessu óundir- búna ferðalagi þvílíka fátækt, að mat var hvergi að sjá. Við komum i verzlanir, sem voru óhreinar og næstum tómar. Við gátum náð í epli, ost og súkkulaði á bensín- stöðvum. Þetta hafði þeim mun meiri áhrif á mann, að í síðasta áfangastað höfðum við setið dýr- lega matarveislu á hótelinu okkar með íburðarmiklu hlaðborði og sóunin svo mikil að afgangarnir höfðu ekki einu sinni verið teknir af borðinu. Morguninn eftir, þegar við komum niður í morgunverð stóð hraðborðið sem næsta ósnert. Svo illa var þar farið með matinn. — Mismunur á lífskjörum er greinilega ákaflega mikill í þessu landi. Og stjórnmálaástandið ótryggt. Alltaf er verið að skipta um stjórn og því fylgir jafnan, að skipt er um alla embættismenn. Rán og gripdeildir eru miklar í Buenos Aires. Og fjöldi manns hverfur án þess að nokkur viti hvað af þeim verður. Sjöstirnið og Fjósakonurnar í norðri — Þegar við ökum þarna þvert yfir landið erum við fyrir sunnan miðbaug, segir María. Um nóttina sá ég allt í einu á himni Fjósakon- urnar og Sjöstirnið, sem maður hér á Islandi sér hátt uppi á himninum í suðri. En nú voru þessa stjörnur í norðri og virtust eins nálægt og Pólstjarnan er hér hjá okkar. Jú, jú, ég þekkti þær strax. En því miður sá ég ekki Pólkrossinn, sem er stjörnukross yfir Suðurpólnum. Athugaði ekki að svipast um eftir honum fyrr en of seint og enginn benti mér á hann. Það var mjög gaman að aka þarna í myrkrinu, því stjörnurnar sér maður aldrei í ljósadýrðinni inni í borgum. — Þetta var stórkostleg ferð, sagði María í lok samtalsins. Og ég sé svo sannarlega ekki eftir því að hafa lagt fé og fyrirhöfn í hana. Raunar kvaðst hún aldrei sitja sig úr færi að kynnast löndum og þjóðum. Til dæmis fór hún um ein jól suður til Eþíópíu í heimsókn til íslenzku trúboðanna þar. Og hafði þannig tækifæri til að sjá hvernig fólkið í landinu lifir og kynnast menningu þess og siðum. E.Pá. í janúar og febrúar má sjá 7 millj. mörgæsa spígspora um á Atlantshafsströnd Argentínu. Þá eru ungarnir komnir úr eggjunum og brátt heldur hópurinn til sumardvalar á Suðurskautslandinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.