Morgunblaðið - 05.01.1979, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 05.01.1979, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 1979 Óli Páll Kristjáns- son — Minning Fæddur 19. maí 1928. Dáinn 29. desember 1978. Kveðja frá starísíólki Eðlisíræði- og tæknideildar Landspítalans. í nokkur ár hefur það verið ósk Eðlisfræði- og tæknideildar Land- spítalans að fá að ráða ljósmynd- ara á ljósmyndastofu, sem heyrir undir deildina. Ljósmyndarinn sem hefur starfað þar sl. 20 ár hefur lengi verið alltof önnum kafinn, enda spítalinn stækkað margfalt á þessu tímabili. Auk þess hefur með vaxandi rann- sókna- og fræðslustarfsemi, eins og á að vera á háskólasjúkrahúsi, sífellt aukist þörfin fyrir mann sem á útlendu máli er nefndur „medical artist" og fullvinnur teikningar eftir frumdrögum ann- arra, t.d. línurit og aðrar niður- stöður rannsókna og skýringa- myndir af tækjum og rannsókna- aðferðum. Menn með þetta starf eru á velflestum háskólasjúkra- húsum erlendis. Hér á landi eru menn sem sameina þetta tvennt, ljósmyndun og „medical art“, ekki á hverju strái. Það var því mikill fengur fyrir okkur, þegar loks fékkst heimild til þess að ráða Óla Pál til starfa á Landspítalann. Að vísu gilti sú heimild ekki nema í þrjá mánuði, en við höfðum von um að fljótlega gæti orðið um fastráðn- ingu að ræða. Óli Páll hóf störf hjá okkur 21. september sl. I nóvember sam- þykkti læknaráð Landspítalans á fjölmennum fundi einróma áskor- un til stjórnarnefndar ríkisspítal- anna um fastráðningu hans. Ekki er ástæða til að efast um góðan vilja stjórnarnefndarinnar, en mál sem þessi eru ekki leyst í einni svipan, síst nú þegar háværar raddir eru uppi um að draga þurfi úr umsvifum opinberra fyrir- tækja. Fastráðning var ekki feng- in, aðeins framlenging í þrjá mánuði. Sá sem þetta ritar kynntist Óla Páli ekki náið þann stutta tíma sem hann vann hjá okkur. Það gat þó ekki farið fram hjá neinum, hve framkoma hans var í senn fáguð, hógvær og einlæg. Þau okkar sem þekktu hann vel kenna hann einkum við ljúfmennsku, sam- viskusemi og nákvæmni í vinnu- brögðum. Til hans var leitað af öllum deildum spítalans. Ýmsir þurftu meira á aðstoð hans að halda en ég. Eitt síðasta verk hans var þó að gera skýringarmynd af rannsóknartæki eftir mjög ófull- komnum frumdráttum mínum. Þá fann ég hvern listamann ég átti að. Tillögur til úrbóta settar fram í senn af hógværð og myndugleika þess sem kann sitt fag. Tveim dögum áður en hann lézt sýndi hann mér teikninguna fullunna og ljósmyndaða. Hún verður ekki gerð betur. Ekki er myndin aðeins tæknilega svo vel unnin, að þar kemur hvert atriði sem skýra þarf svo vel fram á sinn einfalda hátt að ekki verður um villst, heldur er einnig á myndinni allri það listræna yfirbragð, að unun er á að horfa. Hefur það ekki lítið gildi í fræðslu, að myndir séu þannig úr garði gerðar að þær fangi augað. Við sem unnum með Óla Páli eigum erfitt með að sætta okkur við að hann sé ekki lengur meðal okkar. Skarð hans verður vand- fyllt. Eysteinn Pétursson. Þótt Óli Páll hafi kennt nokkurs lasleika síðustu dagana, sem hann lifði, þá fór hann til vinnu sinnar að morgni dags 29. des., en hann vann við ljósmyndadeild Land- spítalans. Er þangað kom, hné hann niður meðvitundarlaus og þó allt væri þar til reiðu, sem til bjargar mætti verða, var hann látinn innan stundar. Sláttu- maðurinn slyngi gerir ekki alltaf boð á undan sér. Óli Páll fæddist 19. maí 1928 í Húsavík. Foreldrar hans voru Rebekka Pálsdóttir og Kristján Ólafsson. Óli mun snemma hafa sýnt óvenjulegar gáfur og stefndi að bóknámi og sat um tíma í Menntaskólanum á Akureyri. Þar sem hann var jafn fær til hugar og handar, þá vendir hann sínu kvæði í kross, er honum bauðst tækifæri til að læra ljósmyndaiðn og fluttist hingað til Reykjavíkur og hóf nám á barnaljósmyndastofu Guðrúnar Guðmundsdóttur og lauk þaðan prófi og jafnframt úr Iðnskólanum með afburðaeinkunn. I Iðnskólanum kynntist hann konuefni sínu, Astu Halldórsdótt- ur, sem var við hárgreiðslunám, og giftu þau sig haustið 1953 og fluttu vorið eftir norður til Húsavíkur, þar sem þau unnu bæði að sínum iðngreinum í 5 ár. Að þeim tíma liðnum sneru þau aftur til Reykja- víkur, og setti Óli Páll sig þá niður hér með ljósmyndastofu sína, sem hann starfrækti í 10 ár. Öll vinna Óla Páls einkenndist af einstakri t Þökkum innilega auösýndasamúö og vinarhug viö andlát og útför GUÐLAUGAR STEFÁNÍU JONSDÓTTUR Ingibjörg Jónsdöttir, Guðný Jðnsdðttir og fjölskylds. Faöir okkar t MAGNÚS STURLAUGSSON, fyrrum bóndi, Hvammi í Dölum, andaöist 2, janúar. Börnin. t KRISTÍN PÁLSDÓTTIR, lést aö Hrafnistu 3. þ.m. Fyrir hönd aöstandenda. Baldvin Msgnússon. Móöir okkar og tengdamóöir, ÞÓRDÍS GUNNARSDÓTTIR frá Eyrarbakka, veröur jarösungin frá Eyrarbakkakirkju laugardaginn 6. janúar kl. 1.30. Ingibjörg Jðhannsdðttir, Bjarni Jóhannsson, Guðrún Þorvaldsdðttir, Jðhann Jóhannsson, Ragna Jðnsdðttir, Katrfn J. Jacobssn, Egill Á. Jacobsen, barnabörn og barnabarnabörn. t Viö þökkum af aihug öllum sem vottaö hafa okkur samúö og vinarhug viö fráfall og útför fööur okkar. tengdafööur og afa INGVA HANNESSONAR Hlíöageröi við Vatnsveituveg Pðtur Ingvaaon, Elín Halldórsdóttir, Ingibjörg Ingvadóttir, Dagbjartur Jónsson, Steinunn Ingvadóttir, Sæmundur Jónsson, Eygló Ingvadóttir, Elfar Haraldsson. t Þökkum innilega auösýnda samúö viö fráfall og útför eiginmanns míns, fööur, tengdafööur og afa, JÓNS VIGFÚSSONAR, Reynimel 52, Sigurlaug Guðmundsdðttir, Esther og Raymond Miller, Sigurlaug Halldðrsdðttir, Jðn og Rangkene Miller. t Innitegar þakkir fyrir auösýnda samúð og vinarhug viö andlát og jaröarför DANÍELS JÚLÍUSSONAR, Syðra-Garðshorni, Svarvaðardal. Anna Jðhannsdðttir börn og tengdabörn. vandvirkni. Hann var þó alveg sérstaklega laginn við að fást við börn. Ljósmyndari Þjóðleikhúss- ins var Öli Páll um árabil. Fyrir um það bil 8 árum bilaði heilsa hans, svo hann treysti sér ekki til að reka stofu sína áfram. Undirritaður var þá svo heppinn að fá hann sem starfsmann og má segja að þá hæfust kynni okkar fyrir alvöru. Betri starfsmann var ekki hægt að hugsa sér. Ég held að öllum hafi liðið vel í návist hans og ég er sannfærður um að hann hefur aldrei viljandi gert neitt á hlut nokkurs manns. Er Óli Páll hætti störfum hjá mér að fjórum árum liðnum, saknaði ég hans mikið. Óli Páll starfaði mikið að hagsmunamálum stéttar sinnar, var formaður Ljósmyndarafélags íslands um árabil og gegndi öðrum störfum í þágu stéttar sinnar. Ljósmyndarastéttin er stolt af að hafa átt slíkan ágætis fagmann og góðan félaga og sendir konu hans og börnum samúðarkveðjur. Óli Páll var mikill dýravinur og formaður Hundavinafélags íslands var hann um tíma. Einnig úr þeim hópi er hugsað hlýtt til hans og fjölskyldu hans. Óli Páll og Ásta áttu þrjár dætur, elzt er Erla, búsett í Englandi, en var í heimsókn um jólin með dóttur sinni, eins og hálfs árs, Natalie Ástu, Sólveigu og Björg. Sonur Bjargar var skírður á annan í jólum og hlaut hann nafn afa síns, Óli Páll. Fjölskylda mín sendir Ástu, dætrum þeirra, tengdasonum, barnabörnum og Geir, bróður hins látna, innilegar samúðarkveðjur. D«yr fé, deyja frændr, deyr sjalfr et sama, en orðstfrr deyr aldrifd hveims sér góðan getr. (Úr Hávamálum) Guðmundur Hannesson. Margt þótt sé í heimi hart, hopar vonin eigi. Bak við myrkur blátt og svart bjarmar af nýjum degi. Þannig kvað Kristján Ólason, hinn listfengi hagyrðingur. Ósjálf- rátt leitar þessi staka á hugann þegar sonur Kristjáns, Óli Páll, ljósmyndari, er skyndilega fallinn frá. En hann lést að morgni 29. des. s.l. er hann var að starfi á Landspítalanum. Óli Páll vr fæddur á Húsavík 19. maí 1928 og stóð því á fimmtugu er hann lést. Hann var sonur hjón- anna Rebekku Pálsdóttur, bónda að Bakka við Húsavík, og Kristjáns Ólasonar, úr Keldu- hverfi í N-Þing. Var Kristján snjall hagyrðingur og kunnur víða fyrir stökur sínar sem Bókaútgáfa Menningarsjóðs gaf út árið 1963 undir nafninu Ferhenda. Bróðir Óla Páls er Geir Kristjánsson, rithöfundur, búsettur í Reykjavík. Óli Páll ólst upp við mikið ástríki á heimili foreldra sinna, Brimnesi, á Húsavík. Húsbóndinn var glettinn og gamansamur en húsfreyjan afar hlédræg en hjartahlý með afbrigðum eins og þeir vissu best sem gerst þekktu til. Þar var ekki auglýst þegar að þeim var vikið sem höllum fæti stóðu í lífinu. Mun Óli hafa erft margt frá báðum. Hann brá oft fyrir sig góðlegri glettni, var einstakt prúðmenni, glaður í hógværð sinni en hógvær í gleði sinni. Bjartur var hann yfirlitum, svipfríður. Góður félagi. Snemma kom í ljós að Óla Páli var ýmislegt til lista lagt. í báðum ættum hafa verið ýmsir hagleiks- og hæfileikamenn á mörgum sviðum. Óli Páll var flinkur teiknari og málaði snotrar myndir. Músikalskur mjög og starfaði um skeið í karlakór og kirkjukór á Húsavík. Vel var hann íþróttum búinn. Lagði stund á frjálsar íþróttir um skeið. Vakti athygli er hann sigraði í langstökki og þrístökki á drengjameistaramóti Islands árið 1947. Óli Páll lauk gagnfræðaprófi frá Menntaskólanum á Akureyri. Starfaði síðan fáein ár hjá Kaupfélagi Þingeyinga. Fór til Reykjavíkur um 1950 og gerðist nemi í ljósmyndaiðn og sérhæfði sig í gerð barnaljósmynda. I Reykjavík kynntist hann Ástu Halldórsdóttur sem síðar varð kona hans. Þau voru gefin saman árið 1953. Árið 1954 flytjast þau til Húsavíkur þar sem Óli Páll setti á fót ljósmyndastofu og fetaði þar í fótspor Eiríks Þorbergssonar, afa- bróður síns, sem stofnaði og starfrækti þar ljósmyndastofu fyrir og eftir aldamótin síðustu. Arið 1959 flytjast Ásta og Óli Páll til Reykjavíkur og þar stofnaði hann sína eigin ljósmyndastofu. Um árabil tók hann ljósmyndir fyrir Þjóðleikhúsið. Þótti Óli Páll góður ljósmyndari. Það var eðli hans að flýta sér hægt en leggja meira kapp á að vanda verk sitt sem best. Fékk hann orð fyrir að vera mjög natinn og nostursamur við frágang mynda sinna. Eftir að hafa starfrækt ljósmyndastofuna um nokkur ár tók Öli Páll að kenna til lasleika sem leiddi til þess að hann varð að ganga undir allmikla aðgerð á sjúkrahúsi. Var hann lengi að ná sér og mun raunar aldrei hafa gengið heill til skógar eftir það. Varð hann að hætta starfrækslu ljósmyndastofu sinnar en vann þó lengst af eftir þetta við ljósmyndagerð hjá ýms- um að svo miklu leyti sem heilsan leyfði. Seinast starfaði hann við Landspítalann og þar hné hann niður við starf sitt 29. des. s.l. Ásta og Óli Páll eignuðust eina dóttur, Björgu, og ólu upp tvær kjördætur, Erlu og Sólveigu. Foreldrar Óla Páls eru báðir látnir. Rebekka lést fyrir einu ári en Kristján fyrir nokkrum árum. Bæði dvöldu sín síðustu ár í Reykjavík. Góður drengur er genginn, hugljúfur þeim sem honum kynntust. Þannig minnast Hús- víkingar hans með þakklátum huga. Jafnframt senda þeir að norðan hlýjar kveðjur suður yfir fjöll til þeirra sem um sárast eiga að binda, Ástu og dætranna þriggja Svo og bróðurins Geirs. Þeir biðja þann sem gaf og tók að veita þeim styrk með þá fullvissu í huga að þótt skugga hafi dregið yfir um sinn þá muni minning um góðan dreng lýsa og verma og bak við myrkur bjarma af nýjum degi. Sigurjón Jóhannesson. Afmælis- og minnmgar- greinar ATHYGLI skai vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verð- ur grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði. að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfs- formi eða bundnu máli. Þær þurfa að vera vélritaðar og með góðu línubili.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.