Morgunblaðið - 05.01.1979, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 05.01.1979, Blaðsíða 31
31 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 1979 Öruggur sigur ÍR- inga í gærkvöldi ÍR-ingum tókst í gærkvöldi það sem mörg lið hafa reynt, en fáum tekist það sem af er keppni í úrvalsdeildinni í körfuknattleik, en það er að vinna sigur á íslandsmeisturum KR. Sigur ÍR-inganna í gærkvöldi var raunar aldrei í hættu, þeir léku allan leikinn af skynsemi, flönuðu ekki að neinu, sem er meira jen sagt verður um KR liðið. Leiknum lyktaði með sigri ÍR-inga, 89-76, en í hálfleik var staðan 41-27 fyrir ÍR. ír-ingar byrjuðu leikinn af miklum krafti og komu KR-ingum, að því er virtist, í opna skjöldu með ákveðni sinni. Var staðan að liðnum fimm mínútum orðin 11-2 þeim í vil. Tóku KR-ingar þá leikhlé og mættu að því loknu tvíefldir til leiksins og innan tveggja mínútna hafði þeim tekist að jafna. En ÍR-ingar voru ekki á því að gefa sig, náðu þeir brátt upp fyrra forskoti sínu og héldu því til loka hálfleiksins. Voru KR-ingar í þessum leikkafla með afbrigðum mistækir, sérstaklega þó Jón Sigurðsson, en honum virtist með öllu fyrirmunað að koma boltan- um í körfuna. Jón fann sig aldrei í leiknum og minnist ég þess ekki að hafa séð hann svo daufan í vetur. í síðari hálfleiknum reyndu KR-ingar allt hvað þeir gátu til að vinna upp forskot ÍR-inga, en tókst það aldrei og varð munurinn á liðunum aldrei minni en 9 stig, en leiknum lauk einsog áður segir með 13 stiga sigri ÍR, 89-76. Ekki verður annað sagt en að IR-ingar hafi verið vel að þessum sigri komnir. Þeir börðust allan leikinn af miklum krafti og uppskáru eftir því. Paul Stewart leikur nú með liðinu að nýju og átti hann mjög góðan leik og stýrði liði sínu af ákveðni. Kristinn Jörundsson lék að sama skapi skínandi vel í gærkvöldi, en Kristinn er einn af þessum leik- mönnum, sem aldrei gefast upp, þó ekki blási byrlega. Jón bróðir hans lék einnig vel. Stefán Kristjánsson er leikmaður, sem gæti náð langt ef hann hleypti í sig meiri hörku, því hann hefur að öðru leyti allt það til brunns að bera, sem prýðir góðari körfuboltamann. KRi Árni Guðmundsson 1. Birgir Guðbjörnsson 1. Einar Bollason 3, Eiríkur Jóhannesson 1, Garðar Jóhannsson 1. Gunnar Jóakimsson 2, Jón Sigurðsson 2. ÍRi Erlendur Markússon 2, Jón Jörundsson 3, Kolbeinn Kristinsson 2, Kristinn Jörundsson 3, Sigurbergur Bjarnason 2, Stefán Kristjánsson 2. „Jæja piltar. nú er ég hættur í alvörunni“ Ali loks hættur? ÞAÐ VERÐUR vart talið nema með stjarnfræðilegum upphæðum öll þau skipti sem Muhammed Ali, heimsmeistarinn í hnefaleikum, hefur tilkynnt að hann hafi lagt hanskana á hilluna fyrir fullt og allt. Mummi vann þá fádæma afrek fyrir skömmu að verða eini maður- inn sem unnið hefur heims- meistaratitilinn þrívegis. Það var skráð í mannkynssöguna þegar hann vann Leon Spinks á stigum fyrr í vetur og varð þar með heimsmeistari í þriðja skiptið. KR-liðið hefur með leik sínum í gærkvöldi án efa valdið stuðnings- mönnum sínum miklum vonbrigð- um. Léku flestir KR-inga langt undir getu í gærkvöldi. Frammi- stöðu Jóns Sigurðssonar er áður getið og munar vissulega um minna en þegar slíkur snillingur sem Jón er finnur sig hvergi í leiknum. John Hudson skoraði að venju drjúgt, eða um helming allra stiga KR-inga, en gerði sig þó sekan um mikið af mistökum, sem eru næsta sjaldséð hjá þessum leikmanni. Einar Bollason stóð sig best KR-inga að þessu sinni, reyndi eftir mætti að drífa félaga sina áfram, en það stoðaði lítt. Seint ætlar Einar þó að láta af eilífum mótmælum við dómarana, sem aldrei kann góðri lukku að stýra eins og hann veit eflaust best sjálfur. KR-ingar þurfa mikið að lagfæra leik sinn á næstunni ætli þeir að halda í íslandsbikarinn. Stigin fyrir KR: Hudson 38, Einar Bollason 14, Jón Sigurðsson 9, Gunnar Jóakimsson 6, Árni Guðmundsson 4, Garðar Jóhanns- son 3 og Eiríkur Jóhannesson 2. Stigin fyrir ÍR: Paul Stewart 27, Kristinn Jörundsson 20, Jón Jörundsson 19, Kolbeinn Kristins- son 9, Stefán Kristjánsson 8, Sigurbergur Bjarnason 4, Erlend- ur Markússon 2. Dómarar voru Ingi Gunnarsson og Þráinn Skúlason og dæmdu þeir leikinn heldur illa. STAÐAN Staðan í úrvalsdeild L U T Stigatala Stig KR 10 7 3 921-801 14 Valur 9 6 3 778-780 12 UMFN 10 6 4 983-943 12 ÍR 9 5 4 793-750 10 ÍS 8 2 6 682-738 4 Þór 10 2 8 786-931 4 * farnir að berja augum hina svoköll- uðu Mótabók HSI. frekar en aðrir handknattleiksunnendur. Þetta rit hefur þó komið út síðustu árin og er auðvitað algerlega nauðsynlegt. ekki síst fyrir þá sem þurfa að fylgjast með handboltanum vinnu sinnar vegna. þ.e.a.s. íþróttafrétta- mennirnir. Þegar þessi bók kemur ekki út, vilja hlutirnir æxlast þannig, að eina auglýsingin bregst, sem hand- boltaleikir fá. Þannig hafa iþrótta- fréttamenn ekki hugmynd um það í dag hvaða leikir eru á dagskrá á allra næstu dögum. 1. deildin liggur í láginni, en til eru deildir sem heita 1. deild kvenna og 2. deild karla o.fl. HSI-mönnum til hróss(?) hafa þeir uðum sneplum, sem ná fáeinar vikur fram í tímann hver snepill. Nú hefur það hins vegar gerst, að síðasti snepill hefur runnið skeið sitt á enda en nýr snepill hefur ekki sézt. í millitíðinni gætu þess vegna farið fram ýmsir leikir án þess að fréttamenn hafi hugmynd um. Þetta er að sjálfsögðu afleit frammistaða hjá HSI, því að enginn fer að sjá handboltaleik sem hann hefur ekki hugmynd um að á fara fram. Ef HSÍ-menn eru inntir eftir bókinni, er svarið: „Heyrðu, hún er alveg að koma. Já Mótabókin, hún kemur í lok vikunnar". Og allt þar fram eftir götunum. Þetta er svartur blettur á mótanefnd HSÍ. — gg/þr. Nýlega tilkynnti hann í ??? þúsund- asta skiptið, að hann myndi aldrei berjast framar. Þrátt fyrir allt sem á undan er gengið, er meiri ástæða til að taka kappann alvarlega nú heldur en áður. Það felst í því, að hann er tæplega 37 ára gamall og er búinn að klifa alla hugsanlega tinda sem hnefaleikamaður getur hugsan- lega klifið. I 59 slagsmálum sem atvinnu- maður, hefur Ali unnið 56, en tapað aðeins 3. Og allir sem unnið hafa hann einu sinni hafa tapað fyrir honum næst þegar þeir hafa rekist hvor á annan í hringnum. Landsliðseinvaldurinn í hand- bolta, Jóhann Ingi Gunnarsson, hefur valið 16 leikmenn sem teflt verður fram gegn Pólverjum í landsleikjunum tveim um helg- ina. Allir nema fjórir leika ýmist með Val eða Víkingi. Eftirfarandi leikmenn fá að glíma við pólsku snillingannai Olafur Benediktsson Val, Jens Einarsson IR, Brynjar Kvaran Val, Árni Indríðason Víking, Olafur Jónsson Víking, Páll Björg- vinsson Víking, Viggó Sigurðsson Víking, Ólafur Einarsson Víking, Axel Axelsson Dankersen, Ólafur H. Jónsson Dankersen, Bjarni Guðmundsson Val, Þorbjörn Guð- mundsson Val, Þorbjörn Jensson Val, Steindór Gunnarsson Val, Stefán Gunnarsson Val, Jón Pétur Jónsson Val. Þeir Brynjar Kvaran, Þorbjörn Jensson, Stefán Gunnarsson og Jón Sigurðsson var óvenju daufur í leiknum í ga>r. Mótabók HSI??? ^ Hvað er nú það?! EKKI ERU íþróttafréttaritarar mjatlað í fréttaritarana handskrif- S ! ! I Ísland-Pólland um helgina: Síðasti prófsteinn- inn fyrir Baltic Cup Jón Pétur Jónsson leika ekki fyrri leikinn, en koma hins vegar inn í þann síðari. Árni Indriðason er fyrirliði. Um pólska liðið er það að segja, að með því koma hingað til lands allir sterkustu leikmenn þess og mun liðið dvelja í Vestmannaeyj- um fram að landsleikjunum. Er fyrirhugað að liðið leiki æfingar- leiki gegn Eyjaliðunum Þór og Tý. Áður hafa íslendingar og Pól- verjar leikið 11 landsleiki, þessir verða númer 12 og 13. íslendingar hafa 5 sinnum sigrað, en Pólverjar 6 sinnum. Síðast áttust þjóðirnar við á móti einu í Frakklandi fyrir skömmu og máttu þeir pólsku þá þakka fyrir að sigra landann með eins marks mun, en íslendingar höfðu einu marki yfir í hálfleik. Leikurinn í Frakklandi var vel leikinn og harður mjög. Kom mest á óvart, að markamaskínan Jerzy Klepel skoraði aðeins 1 mark í leiknum, en það er 10-12 mörkum minna en hann er vanur. Og markið skoraði hann úr horninu er íslendingar voru einum færri á vellinum. En maður kom í manns stað og illa gekk að hemja Alfred Katuzinski, sem skoraði 7 mörk bæði með langskotum og gegnum- brotum. Hann leikur í peysu númer 13 og ættu áhorfendur að gefa honum góðan gaum, svo og Marek Panas, leikmanni númer 4, sem er talinn mjög sterkur, Markvörður Pólverja er einnig athyglisverður náungi, en hann hefur krækt sér í viðurnefnið „Akrobat". Áhorfendum verður því boðið upp á eitthvert það besta sjónar- spil sem völ er á í handbolta í dag og hljóta að fjölmenna í Höllina. Þáttur áhorfenda er alltaf jafn mikill og mikilvægur, ekki síst þegar leikið er gegn slíku stórveldi í handknattleik sem Pólland er.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.