Morgunblaðið - 05.01.1979, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 05.01.1979, Blaðsíða 8
8 Svæðamótið ekki haldið hér á landi SVISSNESKA skáksam- bandið hefur tilkynnt að það hafi fengið tilboð um mótshald svæðamótsins í skák, sem Svisslendingar áttu kost á og verður það að öllum líkindum haldið í Luzerne. Þar með er slíkt mótshald á vegum Mjölnis úr sögunni. „Við erum út af fyrir sig ekkert óánægðir, þótt svona hafi farið, þar sem mótshald sem þetta er gífurlega umfangsmikið fyrir- tæki,“ sagði Haraldur Blöndal formaður Mjölnis í samtali við Mbl. í gær. „Við höfðum unnið talsvert undirbúningsstarf, því að við vorum staðráðnir í að halda mótið, ef til okkar kasta kæmi. Það héfur lengi verið að brjótast um í okkur að halda alþjóðlegt skákmót og spurningin nú er hvort og þá hvernig þessi undirbúnings- vinna nú getur nýtzt okkur til annars en þessa millisvæðamóts." Fundur um hleðslu loðnuskipa FUNDUR um hlcðslu loðnuskipa verður haldinn á Hótel Loftleið- um f dag með yfirmönnum og öðrum skipverjum á loðnuflotan- um, útvegsmönnum og ýmsum aðiium sem málið varðar, en þar verða til umræðu hugmyndir og tillögur um hleðslutakmarkanir á loðnuskipum frá þvi sem tíðkast hefur undanfarin ár. Til fundarins er boðið af Far- manna- og fiskimannasamband- inu, Siglingamálastofnun ríkisins, Sjómannasambandinu og Lands- sambandi- íslenzkra útvegsmanna. Þar verða m.a. til umræðu reglur sem Hjálmar Bárðarson siglinga- málastjóri hefur gert í samvinnu við nokkra skipstjóra um hleðslu- mörk og einnig ýmis önnur atriði sem varða öryggi sjómanna og skipa. Páll Ásgeir sendiherra ÁRNI Tryggvason sem hefur gegnt sendiherrastörfum í Osló siðan árið 1976 mun á næstunni flytjast til starfa í utanrikisráðuneytinu. Ákveðið hefur verið að Páll Ásgeir Tryggvason taki við starfi sendi- herra í Osló. Páll Ásgeir Tryggvason hefur starfað í utanríkisráðuneytinu í 30 ár. Hann hefur í tæp 11 ár veitt forstöðu varnarmáladeild utanríkis- ráðuneytisins og verið formaður varnarmálanefndar. Hann var skip- aður í sendiherraflokk á síöastliðnu ári. Páll Ásgeir Tryggvason MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 1979 Nýársprédikun sr. Péturs Sigurgeirs- sonar vígslubiskups í Akureyrarkirkju „Þegar átta dagar voru liönir og hann skyldi umskera, var hann látinn heita JESÚS, eins og hann var nefndur af englinum, áöur en hann var getinn í móöurlífi. “ Lúkas 2,21. Við upphaf ársins 1909, fyrir réttum 70 árum, orti séra Matthías Jochumsson minnis- vert kvæði, er hann kallar: Nýárshringing. Hringið þér, klukkur, hvellt og ótt, hljóðöldur bifi foldarhring Gamla árið fer til Guðs í nótt, gerið þrumandi samhringing. I dag hringja klukkur lands- ins inn árið 1979. Héðan úr turni Akureyrarkirkju, næst húsi skáldsins Sigurhæðum, berast nýárshljómar yfir byggð og bæ. Fagnað er nýju ári. Komi það verð og tímabær. Fegurra eða stærra hlutverk er ekki hægt að gefa neinni þjóð í nýársgjöf. Við erum hvött til þess að sýna börnunum meiri aðgæzlu hafa aðgát í nærveru þeirra og hjálpa þeim til þess að búa sig sem best undir æviskeiðin. Þá er þar fyrst til að taka, að hvert barn á óskoraðan rétt til lífs, ekki aðeins þegar það hefur litið dagsins ljós, heldur á meðan það er fóstur í móður- kviði. Boðorðið brýnir það fyrir okkur, og virðingin, lotningin fyrir lífinu, sem er aðalsmerki Sr. Pétur Sigurgeirsson megum aldrei granda. Oft gat þjóðin með Guðs hjálp sigrast á' erfiðleikum og þess vegna lifir hún í dag. Þjóðin lifði af skort, fátækt, linnulítil harðindi drep- sóttir og hamfarir náttúrunnar. Þá lærðu landsmenn það, sem þeir kunna um Guð, og hvernig þeir eiga að gera kröfur til sjálf sín. Ennþá er þjóðinni vandi á höndum.. Efnahagsvandinn og verðbólgan er á allra vitorði. Þjóðin hafði í fullu tré við sínar fyrri þrautir. Eftir er að vita, hvort hægt er að segja hið sama um þjóðarvandann, sem að dyrum steðjar nú. Ef Islending- ar mæta vandanum á sama hátt og áður með hjálp Guðs og með því að gera fyrst og fremst kröfur til sín, þá er þess að vænta að þjóðin eigi líf og sjálfstæði fyfir höndum. Ágætust auðnan þér upp lyfti, biðjum vér meðan að uppi er öll heimsins tíð. (Bjarni Thorarensen) „Sendu okkur frið” blessað til þín, áheyrandi minn. Opnist þér á þessum nýárs- degi engu síður eins og fyrr, ætíð Drottins náðar — dyr. Blessan hans og blíðu góðra manna Nýja hljót og nýjan hag, nýárs þennan átta — dag. Nýársdagur var oft áður nefndur átta-dagur, eins og Eggert Ólafsson nefnir hann hér í fyrirbæn sinni. Nýárstextinn er sömu merkingar: „Þegar átta dagar voru liðnir ...“ Þá gerðist það, að nýfæddur Kristur var umskorinn að sið þjóðar sinnar og honum gefið nafnið Jesús, eins og fyrr hafði verið minnst á, að hann skyldi heita. -ooo- Textinn er ekki lengri, reynd- ar þetta eina orð Jesús, sem þýðir Drottin frelsar, hjálpar. Þegar við segjum eða skrifum nýtt ártal, er full ástæða til þess að staldra við og íhuga, hvað í því felst. Mikill áhrifavaldur var og er höfundur kristinnar trúar. Áður var tíminn reiknaður frá byrjun Rómaborgar í hinum rómverska heimi og frá upphafi Olympíuleikanna í þeim gríska. Þessari viðmiðun var allt í einu rutt úr vegi, því að Kristur var orðinn þungamiðja sögunnar og burðarás tímans. — Því er það hann, sem kemur fram í þessum tölum. Á bak við alla sögu er lifandi veruleiki sem ekki er hægt að neita. Fyrir það erum við þó hvorki skrefi fjær eða nær honum í afstöðu okkar til hans. Hann verður að geta tjáð sig, sagt vilja sinn, sem skiptir öllu máli, þegar um það er að ræða að fylgja honum. Því sagði hinn kunni Biblíuskýrandi og fræðimaður, William Barclay: „Fyrsta skrefið til Jesú er að gefa honum tækifæri til að segja sitt orð.“ Á nýársdegi erum við á sjónarhóli, rennum huganum yfir liðna tíð og fram á veg. Þó er það svo, að lítið sjáum aftur, ekki fram, skyggir skuld fyrir sjón. En hvers óskum við af hinu nýja ári? Hvernig vonum við, að það verði? Hvað ber það í skauti sínu? Hvert bendir Jesús við þessar dyr? - OOO - Árið 1979 skal helgað barninu. Svo mæla Sameinuðu þjóðirnar fyrir. Ákvörðun sú er þakkar- hvers manns, talar ávallt sama máli. Guð hefur í manninum skapað eilífa, undursamlega lífveru, sem er kölluð til jarðar- innar í þeim tilgangi að um- myndast til sinnar æðstu full- komnunar. Svo segir Hómelíu- bók: „Maðurinn er svo skapaður af almáttugum Guði, að hann mætti andlega lifa í augliti og í löguneyti engla Guðs.“ Það skal því engan undra, þó Kristur sjái í barninu meiri blessun og stærra fyrirheit en nokkur annar. Hann líkti börnunum við guðsríkið, og bað menn taka mið af sálargöfgi þeirra og sakleysi til réttrar áttar inn í ríki sitt. Jesús kom til að skapa barninu heim til að lifa í lækna þjóðarmein. Þess þurfti sannarlega við. Myrkrið hefur ekki tekið á móti ljósinu og maðurinn á til bæði gott og illt. Við merkjum það í máli nýársklukkunnar, að sumt þarf að hringja út, annað að hringja inn: Hringið út kúgun, hel og bál hrópandi mismun ríks og snauðs, samhringið burtu svik og tál, saklausra smán og vöntun brauðs. Stórt er ætlunarverk þessa árs. Á hverjum hálftíma fæðast um 7000 börn á jörðinni. 1 þriðja heiminum búa hundruð milljóna barna við mikinn skort. I löndum allsnægtanna er þján- ing barnanna af öðrum toga spunnin. Þar sem skuldbindandi reglur vantar, sem börnin geta miðað líf sitt við, lenda þau í siðferðilegu tómarúmi. Lífið verður þeim tilgangslaust og þau lenda á valdi vímugjafa, sem bíður öllum hættum heim. Við svo búið má ekki lengur standa. Hér verður að reisa rönd við voðanum, eins og sjálfsagt er talið að gera fyrir hvern annan veikan gróður, svo að hann eyðileggist ekki. Barnið elur í brjósti sínar óskir, vordraum. Og við munum.komast að raun um, að heimur þess er fagur, friðheldur og réttlátur. - OOO - í bókinni „Menn og rnúrar" er sagt frá hörmungum seinni heimsstyrjaldar í Þýskalandi. Höfundur segir þar frá litlu barni, sem fann sig knúið til að rita bréf, sem barst í hendur bókarhöfundar, en stílað var til jólasveinsins. Greinilega var barnið að gera sínar fyrstu tilraunir til stafagerðar. Þar var mynd af jólatré, og undir því stóðu þessi orð: „Sendu okkur frið.“ Barnaárið, sem nú er upp runnið, felur í sér meiri hvatn- ingu til friðar en áður hefur þekkst, að nú komi friðarár. Um það biður móðir með barni sínu og þá bæn felum við Jesú í hendur. Snemma á liðnu ári var móðir í fjarlægu landi að búa sig undir það að taka á móti syni sínum, — en í stað þess að mæta honum lifandi var henni færður hann skotinn til bana í líkkistu. Vopnuð árás var gerð á flugvél- ina, sem hann var í, með þessum afleiðingum. Þegar móðirin tók á móti kistu sonar síns, varð henni að orði í örvæntingu sinni:“ „Hvernig gátu þeir skotið saklausan, óvarinn son minn?“ Stöðugt hrópa foreldrar í harmi og sorg: Hvernig er þetta hægt! Hví verða börn okkar að þola þessi endalok? I tvær milljónir ára, eða svo lengi sem mannlíf hefur þróast á jörðinni, hefur villimannstól- inu verið teflt fram til að halda frið. Afleiðingin í dag er sú, að vopnið hefur með aukinni tækni og vísindum orðið enn villi- mannlegra, og hefur hert tökin svo fast á heimskringlunni, að henni bjargar ekkert nema að snúa við. Var það ekki Kristur sem sagði: .. .nema þér snúið við. „Slíðra þú sverðið." “Sigra illt með góðu“ — Það er nýja leiðin kennd í 2000 ár, sem er stuttur sögulegur mælikvarði. Um þessar leiðir á heimurinn að velja, — hvor skyldi valin vegna barnanna, vegna alls sem lifir? — En svo segja þeir, sem vit hafa á, að ekkert val sé hægt að réttlæta, því haldi vígbúnaðar- kapphlaupið áfram, þessi skrúfa, sem á að tryggja friðinn eigi jörðin ekki annað fyrir hendi en að týna tölunni í hafi hnatta og sólkerfa. - OOO - Enn er eitt af árum íslands að hefjast. I bænarorðum Eggerts Olafssonar fyrir landi og lýð og við þekkjum betur en þau sem áður voru flutt, nefnir hann „Island ögrum skorið," sem blessar okkur fyrir skikkan Skaparans. Miklar þakkir höf- um við fram að færa fyrir handleiðslu Guðs gegnum árin. Og hér eignuðumst við frelsið til orðs og æðis, fjöreggið, sem við -OOO- Síðast en ekki síst er þetta ár guðsríkis. Um það er ekki að efast. „Verði gróandi þjóðlíf með þverrandi tár, sem þroskast á guðsríkisbraut, segir söngur alþjóðar. Guðs er landið, sem hann gaf og tíminn, sem hann skapar, dag í senn, — eitt augnablik í einu. Þetta er sjálfgefið en má þó sízt niður falla að minnast á. Menn vita af tilveru Guðs og nálægð hans, og þó vill efinn hafa sitt svigrúm. Þetta er mannlegt. En þó verður efinn að láta sig, þegar trúin verður honum yfirsterkari. Eg las fyrir jólin örfá orð um þennan stóra sannleik, þar sem Hannes Pétursson er á eintali við Guð og trúir honum fyrir hugrenningum sínum. Ei hálfa leið nær hugsun mín til þín: Eg skynja þig en eg skil þig ekki. afneitun mín og hik er ígrundun um þig. Mín innsta hugsun er á heimferð til þín — og þó innan þín sem ert allar strendur. Mislengi er líf vort í hafi. Skáldið Göethe fann hinar sömu forsendur fyrir tilveru Guðs og hvernig við getum upplifað hann sem veruleika í okkur sjálfum: Göthe sagði: Lifði ekki máttur Guðs í okkur, hvernig gæti þá hið guðlega hrifið okkur?" -OOO- Suður hjá Via Appía, veginum til Rómaborgar er lítil kapella. Hún heitir Quo va dis? Hvert ætlarðu? Sagt er, að þar hafi lærisveinninn mætt Kristi í sýn og þá áttað sig, hvert hann ætti að halda. Við stöndum við áraskiptin líkt og í musteri með yfirskrift- inni: Hvert ætlarðu? Áraskilin, gefa okkur nafnið Jesús og hann leiðir okkur inn um náðardyr. Eftir hans orði samhringjum við nýja árið inn. Hann setti lítið barn mitt á meðal læri- sveina sinna. Hann sagði: Minn frið gef ég yður. Hann lagði þessarri þjóð veg inn á guðs- ríkisbraut. Göngum inn um dyr ársins með gleði, djörfung og trú. Guð fylgi okkur til fyrirheitanna í Jesu nafni. Amen

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.