Morgunblaðið - 05.01.1979, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 05.01.1979, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 1979 13 Bókmenntlr eftir ÆVAR R. KVARAN oft með því að segja, að hún „tali“ við jurtirnar sínar. Það sem hér er um að ræða er flutningur hugsun- , ar til blómsins eða jurtarinnar — kærleikshugsunar. — Hér — eins og alls staðar annars staðar í lífinu, er máttur kærleikans að verki. Þetta er nú þegar búið að sanna vísindalega með því að fela ákveðnu fólki ákveðnar hraðvax- andi jurtir til mismunandi meðferðar að þessu leyti: Þær sem hlúð er að með jákvæðum og hlýjum hugsunum vaxa fljótar og betur en hinar, sem ekkert er að þessu leyti sinnt, þótt þær njóti að öllu öðru leyti sömu vaxtar- skilyrða. Og vitanlega er um sama máttinn að ræða, þegar sjúklingur er læknaður með huglækningu. Það er kærleikurinn sem vekur gróðrarmáttinn. Þetta er reyndar grundvallarhugsun allra höfunda hinna miklu trúarbragða heimsins: að beina athygli mannsins að mætti kærleikans. En við tuttugustu aldar menn þurfum að láta „sanna“ þetta fyrir okkur vísindalega, þótt hver sem er geti auðveldlega gengið úr skugga um það með því einu að reyna það sjálfur. Þótt lærðustu menn nútímans viðurkenni fúslega að mannshugurinn sé okkur mikill leyndardómur, þá hafa þær til- raunir sem vísindamenn hafa staðið fyrir um hann leitt í ljós, að hugur mannsins býr yfir ótrúlegu og áhrifamiklu afli, sem veldur sýnilegum áhrifum á menn, dýr og jurtir og jafnvel svokallaða „dauða" hluti. (Hreyfiaflið). Til þess að minna lesendur ennþá einu sinni á mikilvægi þessarar bókar, get ég ekki stillt mig utn að rekja hér úr henni íslenska vísindalega tilraun, sem þeir gerðu í sameiningu Þorsteinn Þorsteinsson lí'fefnafræðingur og dr. Erlendur Haraldsson, höfundur bókarinnar. í bókinni segir svo frá tilrauninni: „Ögn af geri var sett í vatn sem í voru nokkur næringarefni. Blanda þessi var hrist uns efnin höfðu leyst vel upp i vatninu. Síðan var blöndunni hellt í 20 tilraunaglös þannig að í hverju þeirra voru 20 millilítrar. Með tilviljunaraðferð var glösunum síðan skipt í tvo jafnstóra flokka. Annar flokkur hinna 10 glasa fékk sérstaka meðferð, en hinn var einungis notaður til samanburðar. Meðferðin var í því fólgin að nokkrir menn, alls 7, voru fengnir til að koma og einbeita sér einn í senn hver að 10 tilraunaglösum. Til þess höfðu þeir 10 mínútur. Þeir máttu gera hvað sem þeir vildu í huganum, en þeir urðu að sitja við borð sem öll 20 glösin stóðu á í tveim rekkum. Ekki máttu þeir snerta glösin; þau 10 sem þeir áttu að einbeita sér að stóðu fyrir framan þá, en saman- burðarglösin til hliðar, en þó ekki svo nálægt að um merkjanlegt hugstreymi gæti verið að ræða sem áhrif kynni að hafa á blöndunina i glösunum. Tilgangur tilraunarinnar var að athuga hvort vöxtur gersins yrði hraðari í þeim glösum sem mennirnir ein- beittu sér að en í samanburðar- glösunum." Það yrði of langt mál hér að rekja þetta frekar orðrétt, en það nægir að segja hér frá því, að útreikningur leiddi í ljós að vöxtur gersins í glösunum sem mennirnir reyndu að „magna“ með huga mót voru sex þroskaheft börn á dagheimilum en 18 á leikskólum. í þessu sambandi er rétt að taka fram, að sá 24 barna hópur, sem samþykkt félagsmálaráðs fjallar um, eru mun erfiðari tilfelli en þau, sem dagvistarstofnanir hafa getað sinnt hingað til. Þroskaheft börn eru mjög misjafnlega á sig komin en það skal undirstrikað að í þessari tillögu er verið að fjalla um erfið tilfelli, sem krefjast sérþjálfaðs starfskrafts. Forsenda þess að hægt sé að taka á móti þessum börnum á almennum dagvistarheimilum er sú, að þessi viðbótarstarfskraftur fáist. Sérþjálfun fósturs í samþykkt félagsmálaráðs er því gert ráð fyrir því að 23 fóstrur að minnsta kosti verði þjálfaðar sérstaklega til meðferðar þroska- heftra barna eftir ákveðinni nám- skrá samhliða starfi. Ennfremur að í almennu námi fóstra verði sérstaklega gert ráð fyrir umönn- um þroskaheftra barna og að fóstrunám og nám þroskaþjálfa verði meira samræmt en hingað til. Þar til námi fóstra verði breytt er gert ráð fyrir að hverju dagheimili, er tekur tvö þroska- heft börn, verði tryggður einn sérþjálfaður starfskraftur til viðbótar fyrra starfsliði og hverju þroskaheftu barni tryggð umönn- un á dagvistarheimilinu sem svari til hálfu starfi fóstru. Þá er og fjallað um sérfræðilega þjónustu og lokagreiningu og skipulagningu hæfingar þroska- heftra barna úti á almennum dagvistarstofnunum, sem leitað verði eftir hjá starfsliði þeirra stofnana, sem þeim málum sinna nú, og að dagvistarstofnunum á vegum Reykjavíkurborgar verði tryggður aðgangur að sérfræði- legri þjónustu félagsráðgjafa, sálfræðinga og lækna. Annar kaflinn í samþykktinni lýtur að ráðstöfunum til hjálpar foreldrum þroskaheftra barna til Markús Örn Antonsson að annast þau á heimilum sínum, og gerðar ákveðnar tillögur þar um: I samvinnu við Tryggingastofn- un ríkisins verði staðið að útgáfu upplýsingarits með tæmandi upplýsingum til foreldra þroska- heftra barna um réttindi slíkra barna til bóta og allrar þjónustu. Tekin verði upp aukin samvinna við samtök foreldra þroskaheftra barna með almennri ráðgjöf og þátttöku í hópstarfi þeirra. Á vegum Reykjavíkurborgar verði rekin heimilishjálp, sem leyst geti foreldra þroskaheftra barna af um skemmri tíma. Jafnframt verði sköpuð aðstaða til að foreldrar þroskaheftra barna geti tipkið orlof til jafns við aðra. í tillögunni, sem hér liggur fyrir til afgreiðslu er ákveðið lagt til að þessi þjónusta verði veitt á upptökuheimilinu við Dalbraut, sem tæki þá þroskaheft börn til skammtíma vistunar ef foreldrar óskuðu að njóta orlofs án þess álags, sem oftast fylgir uppeldi barnanna. Þá segir ennfremur í hinni sínum varð marktækt meiri en vöxtur gersins í hinum glösunum sem aðeins voru notuð til saman- burðar. Það sannaðist því, að hugurinn hefur áhrif á lífrænt efni. Hug- rænn máttur örvaði efnabreyt- ingar. Og ekki var heldur með því öll sagan sögðr- .því tveir þeirra manna, sem þátt tóku í þessari tilraun höfðu sinnt huglækningum og einn hefðbundnum lækningum. Og það kom í ljós að áhrif þessara þriggja manna voru meiri en áhrif hinna fjögurra! Kaflar þessarar ágætu bókar gefa best yfirlit um efni hennar í heild, en þeir eru þessir helstir: Um hvað er bókin? Hvernig var könnunin framkvæmd? Hverju trúum við? Hversu trúaðir erum við? Hver eru kynni landsmanna af dulrænni starfsemi? Hver er reynslan af huglæknum? Hver er hin dulræna reynsla af fyrirbærum þessa heims? Hver er hin dulræna reynsla af fyrirbærum frá öðrum heimi? Hver er reynslan af látnum? Hvað er dúlarsálarfræði? Og hver hefur ekki áhuga á að fá þessum mikilvægu spurningum svarað? Ef dæma má eftir þeirri könnun sem bókin sjálf fjallar um: flestir íslendingar. Þetta er með allra merkilegustu bókum sem út hafa komið í langan tíma. Sá sem þetta hripar færir því höfundi og öllum þeim sem að þessum rannsóknum hafa staðið bestu þakkir, og þá ekki síður bókaforlaginu Sögu, sem gefur bókina út. Stórmerkileg og athyglisverð bók. ítarlegu samþykkt félagsmálaráðs, að stefnt skuli að því, að dvöl þroskaheftra barna á sérstofnun- um verði með þeim hætti, að hún nýtist foreldrum til vinnu utan heimilis. Leitað verði eftir því við Trygg- ingastofnun ríkisins, að hún greiði útgjöld foreldra þroskaheftra barna, sem standa í beinu sam- bandi við fötlun barnanna. í þriðja kafla samþykktar félagsmálaráðs segir að lokum: Félagsmálaráð beinir þeim tilmælum til borgarstjórnar, að hún beiti sér fyrir lagabreytingum í þá átt, að sjúkratryggingar greiði þann kostnað við dvöl þroska- heftra barna á almennum dag- vistarstofnunum, sem er umfram meðalkostnað vegna dvalar barna almennt. Forsenda fyrir þátttöku sjúkratrygginga er, að viðkomandi barn hafi verið metið svo þroska- heft að taka þurfi sérstakt tillit til þess á almennri dagvistarstofnun hvað snertir starfsmannahald og aðbúnað. Breytt viðhorf Ég tel mig ekki þurfa fara öllu fleiri orðum um þessa tillögu. Ég undirstrika aðeins að það er i samræmi við breytt og æskileg viðhorf samtímans að þessi hópur meðborgara okkar sé hafður eins virkur í lífi og starfi samfélagsins og unnt er: Þess vegna er það líka tekið fram í niðurlagi tillögunnar, að borgarstofnanir, sem vinna að málefnum barna, hafi með sér samstarf um að ofangreindu markmiði verði náð. Oft er mikil hjálp í því fólgin fyrir þroskaheft börn að fá að umgangast heilbrigð börn og heilbrigð börn þurfa að læra að umgangast hin þroskaheftu. Þessi, sambúð er foreldrum þroskaheftra barna mjög mikilvæg. Vegna þess eindregna stuðnings, sem tillögur þessar hlutu hjá fulltrúum allra flokka í félags- málaráði á sínum tíma, vænti ég þess að borgarstjórn muni ein- róma staðfesta samþykkt félags- málaráðs. ENDURÞJALFUN FYRIR DALE . CARNEGIE FELAGA Haldið verður Endurþjálfunarnámskeið fyrir Dale Carnegie Félaga laugardagana 13., 20., 27. janúar og 3. febrúar kl: 9:30—12:00 f.h. Viöfangsefni: ★ Aukinn kraftur. Sá kraftur sem hjálpar okkur þegar mest á reynir. Kraftur sem heldur okkur gangandi, þegar aörir í kringum okkur eru aö gefast upp. ★ Verömæti starfsins. Hvernig viö getum orðiö verömætari einstaklingar og nýtt betur tíma okkar. ★ Skapandi samstarf. Hvernig viö getum fundiö styrk í erfiöum vandamálum og byggt á þeim styrk í samstarfi. ★ Viöhorf. Sá hæfileiki aö stjórna betur viöhorfi okkar og fá aukiö traust annarra. ★ Mannleg samskipti. Sá hæfileiki aö skilja aöra betur og vinna í samræmi og hafa jákvæö áhrif á aðra. ★ Stööugur proski. Aöferö til aö stjórna lífi okkar og geta mælt sjálf hvort viö séum á réttri leið. Þátttaka tilkynnist í síma 8 24 11. Stjórnunarskólinn, 7 34 52 Inga, 5 20 45 Kristín (Eftir kl. 5). SAMVINNUNEFND D.C. KLÚBBANNA. DALE CARNEGIE FÉLAGAR — Muniö árshátíöina 6. janúar í Átthagasal Hótel Sögu. Miðar í Ljósborg sími 2 88 44 eöa viö innganginn. Boröhaldiö hefst stundvíslega kl. 19:30. DALE CARNEGIE ST ARFSÞ JÁLFUNAR NÁMSKEIÐ verður haidiö fyrir Dale Carnegie Félaga — Fimmtudagskvöld 5 skipti kl. 19—21.00. Efnisyfirlit: ★ Hvernig muna á mannanöfn. ★ Aö skilja sjálfan sig og aöra betur. ★ Aö gera starf sitt skemmtilegra. ★ Hvernig viö getum auöveldaö skoöanaskipti. ★ Hvernig viö getum auösýnt einlæga viöurkenningu. ★ Hvernig viö eigum aö bregöast vinsamlega viö kvörtunum. ★ Hvernig viö getum oröiö virkir hlustendur. ★ Mikilvægi þess aö spyrja viöeigandi spurninga. ★ Aö skilja betur mikilvægi eldmóösins. ★ Hvernig viö getum lifaö og starfaö árangursríkara með ööru fólki. Innritun og upplýsingar í síma 8 24 11 Stjórnunarskól- inn, 7 34 52 Inga og 5 20 45 Kristísn (Eftir kl. 5.) SAMVINNUNEFND D.C. KLÚBBANNA. DALE CARNEGIE STJÓRNUNAR- NÁMSKEIÐIÐ hefst 30. janúar — Þriöjudaga kl. 14.00—18.00. 13 LykilatriAi sem rædd eru í Dale Carnegie Stjórnunarnámskeiöinu 1. Hvernig á aö byggja upp árangursríka áætlun. 2. Hvernig á aö skipuleggja til aö ná árangri. 3. Skipulagning og áætlun forgangsatriða á mánuöi, vikur og daga. 4. Hvernig á aö stýra framkvæmd að settu marki. 5. Hvernig á aö skipta verkum réttilega og setja upp árangursríkt eftirlit. 6. Hvernig á aö samræma störfin og byggja upp samvinnu. 7. Hvernig á aö leysa vandamál og taka ákvaröanir meö innbyggöu mati til aö tryggja arðsamar ákvaröanir. 8. Hvernig á aö byggja upp starfsfólkiö, tryggja vöxt og framfarir og koma í veg fyrir stöönun. 9. Hvernig á aö gera starfsmennina ábyrga og meta árangur. 10. Hvernig á aö stjórna meö tilgangi og byggja upp þýöingu starfsins. 11. Hvernig á aö halda góöum starfsanda milli deilda fyrirtækisins. 12. Framtíöaráætlanir og leiðir til aö tryggja framgang þeirra meö skipulagningu, áætlunum og eftirliti. 13. Eftirlit og áætlun til aö tryggja þaö aö hugmyndirnar sem koma fram í námskeiöinu séu framkvæmdar. Þessi lykilatriöi eru nokkur af 36 grundvallaratriöum árangursríkrar stjórnunar sem kennd eru í Dale Carnégie Stjórnunarnámskeiöinu. Þessi grundvallaratriöi eru sett fram á skýran hátt, svo auðvelt er aö koma þeim strax í framkvæmd. Innritun og upplýsingar í síma ö 24 STJ0RNUNARSK0UNN Konráð Adolphsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.