Morgunblaðið - 05.01.1979, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.01.1979, Blaðsíða 1
32 SÍÐUR 3. tbl. 66. árg. FÖSTUDAGUR 5. JANUAR 1979 Prentsmiðja Morgunblaðsins. íran efst á baugi á leiðtogafundi á Guadeloupe Pointe-a-Pitre. Guadeloupe. 4. jan. — AP. AFP Stjórnarleiðtogar Bandaríkj- anna, Bretlands, Frakklands og Vestur-Þýzkalands heíja tveggja daga viðræður í Saint Francois á frönsku eynni Guadeloupe á Kara- biska-hafinu á morgun. föstudag. Hittast þeir þar í boði Valery Giscards d'Estaings forseta Frakklands. Leiðtogarnir komu allir til Guadeloupe í gær, en þeir eru, auk franska forsctans, Jimmy Carter Bandaríkjaforseti, James Callaghan forsætisráðherra Bret- lands og Helmut Schmidt kanslari V estur-Þýzkalands. Dagskrá viðræðnanna hefur ekki verið birt, en Giscard d'Estaing forseti hefur skýrt frá því að hér verði um að ræða „leiðtogafund til að meta ástandið í heiminum". Öeirðiroghand tökur á Spáni Madrid. 4. jan. — AP. Rcuter. CONSTANTINO Ortin Gil hers- höfðingi, yfirmaður hersins í Madr id, sem skotinn var til bana þar í borg, var jarðscttur í dag. Að kirkjuathöfn lokinni átti að flytja líkið í bifreið til kirkjugarðs í útjaðri Madrid, um 3 kflómetra leið, en foringjar úr hernum tóku kistuna og báru hana á herðum sér, og fylgdu kistunni um 2.000 öfgasinnaðir hægri menn, hróp- andi vígorð gegn Böskum og yfirvöldum. Síðar í dag skýrði lögreglan frá því að hún hefði handtekið átta menn, sem grunaðir eru um að hafa staðið að morðinu. Voru þeir teknir við vegatálma um 100 km fyrir norðan Madrid. Allir eru þeir Baskar, og meðal þeirra fjórir þekktir leiðtogar Baska. Kveðjuat- höfnin fór fram í kirkju aðalherbúð- anna í Madrid, og voru nokkrir blaðamenn viðstaddir. Segja þeir að meðan á athöfninni stóð hafi ýmsir herforingjanna hrópað að Manuel Gutierrez Mellado varnarmálaráð- herra og krafizt þess að hann segði af sér. Á meðan gengið var til kirkjugarðs hrópaði mannfjöldinn vígorð, þar sem þess var krafizt að ríkisstjórn segði af sér og herinn tæki völdin. Þá brenndu öfgasinnar rauð og hvít flögg Baska, gengu með útrétta hægri handleggi á fasista- vísu og kröfðust aðgerða gegn Böskum og einingar Spánar. Fjöl- mennt lögreglulið kom í veg fyrir alvarlega árekstra. Ortin Gil hershöfðingi var 63 ára. Hann var skotinn til bana í gær, miðvikudag, fyrir utan heimili sitt í Madrid, og hafa samtök Baska, ETA, játað á sig morðið. Samtökin stóðu einnig að morði á lögreglu- manni í Malaga, á sólarströnd Spánar, og var útför lögreglumanns- ins einnig gerð í dag. Fjölmenni var við útförina, og einnig þar voru hrópuð vígorð gegn stjórninni og þess krafizt að herinn tæki völdin í landinu. Talsmenn ETA hafa skýrt frá því að þessi tvö fyrstu morð nýja ársins séu aðeins upphafið að vopnuðum átökum gegn spánska hernum. Hann bætti því við að í símtali hans og Carters forseta í október hefði verið um það rætt að gott væri að leiðtogarnir hittust til að ræða mál eins og breytingar á valdajafnvæginu í heiminum, SALT-viðræðurnar við Sovét- stjórnina, breytingar á stöðunni gagnvart Kína og ófriðarástandið í Mið-Austurlöndum. Siðan hefði svo bætzt við ófremdarástandið í íran. Talsmaður Carters forseta, Zbigniew Brzezinski, skýrði blaða- mönnum í Washington frá því að á fundinum í Saint Francois hygðist Carter ítreka stuðning sinn við íranskeisara, og benda á þá hættu á auknum áhrifum Sovétríkjanna, sem kæmi i kjölfar þess ef keisar- inn léti af völdum. Sagði Brzezinski að hinir leiðtogarnir þrír væru sammála Carter um mikilvægi íranskeisara fyrir Vesturveldin, bæði vegna viðskipta Irans við Vesturveldin, og vegna olíukaupa Vesturveldanna frá Iran. Hætt væri við því að Iran sneri baki við Vesturveldunum ef keisarinn færi frá. Margir leiðtogar múhameðs- trúarmanna, sem eru andvígir keisaranum, eru einnig andvígir allri nýsköpun, og kenna vestræn- um áhrifum um breytingar til þess verra, að þeirra dómi, á undanförn- um árum. AP-símamynd. Valery Giscard d'Estaing forseti við komuna til Guadcloupo í ga*r. Y f irmaður hersins er farinn úr landi Keisarinn farinn frá Teheran Teheran. íran. 4. jan. — AP — Reuter MOHAMAD Reza Pahlavi írans- keisari og fjölskylda hans héldu í dag á brott frá höfuðborginni Teheran með þyrlu, en staðhæft er að þau komi þangað á ný á morgun. Ekki hefur verið skýrt frá því hvert keisarafjölskyldan fór. en sögu- sagnir eru um að ferðinni hafi verið heitið til borgarinnar Jajroud. um 70 km fyrir austan Teheran. þar sem keisarinn ætli að hvflast í einn eða tvo daga. Er þetta fyrsta ferð keisarans frá Tcheran í marga mánuði. Áður en tilkynnt var um brottför keisarans var skýrt frá því að yfirmaður hersins þar í landi, Gholamli Oveissi hershöfðingi, hefði sagt af sér og farið úr landi með samþykki keisarans. Oveissi, sem einnig hefur haft yfirumsjón með að herlögum sé framfylgt í Teheran hefur verið mjög andvígur því að dr. Shapur Baktiar yrði falin stjórnar- myndun í Iran, en Baktiar var í dag formlega skipaður forsætisráðherra landsins. Undanfarna viku hefur orðrómur verið á kreiki um að keisarinn héldi úr landi um skeið sér til hvíldar, en hann hefur átt erfiða mánuði í heimalandi sínu, og á meðan reyndi ný ríkisstjórn undir forsæti Baktiars að koma á friði í landinu. Lífstíðar fangelsi Ekki eru allir ánægðir með þessa skipan mála. Trúarleiðtoginn Aya- tullah Khomaini, sem situr í útlegð í París, en hefur gífurleg áhrif í heimalandi sínu, íran, sagði á fundi með blaðamönnum í París í dag að keisarinn og nánasta fjölskylda hans væru öll glæpamenn, og þeim bæri því að refsa samkvæmt lögum Dagblað alþýóunnar Islams. Aðspurður hvaða refsingu hann ætti við, sagði Khomaini að fjölskylduna bæri að dæma í að minnsta kosti lífstíðarfangelsi, auk þess sem allar eignir, sem fjölskyld- an hefði svikið út úr þjóðinni, yrðu gerðar upptækar. Búizt er -’ið að dr. Baktiar leggi ráðherralista sinn fram um helgina, og verður þá þingið að samþykkja hann. Ekki er reiknað með neinum erfiðleikum í því sambandi þar sem báðar deildir þingsins hafa sam- þykkt þá ráðstöfun keisarans að fela Baktiar stjórnarmyndunina. Eftir skipan Baktiars í embætti forsætisráðherra hefur dregið veru- lega úr óeirðum í íran, og þegar leið á kvöldið var ekki vitað til þess að neins staðar væru óspektir. Vietnam að leggja Kambódíu undir sig Banííkok og Pekintt. 4. jan. AP. Rcutcr. YFIRVÖLD í Kambódíu héldu því fram í dag að þeim hefði tekizt að draga úr sókn skæruliða og inn- rásarhersveita frá Vietnam. Útvarpið í höfuðborginni Phnom Penh segir að frá því að á jóladag hafi her Kambódíu tekizt að fella 14 þúsund hermenn óvinanna, auk þess sem 84 skriðdrekar hafi verið eyðilagðir. og tvær herþotur skotn- ar niður. Sagði útvarpið að sovézk-smíðaðar herþotur frá Viet- nam hefðu gert loftárásir á borgir og bæi í Kambódíu, og valdið dauða fjölda óbreyttra borgara. Eru Vietnamar nefndir „grimmúðlegir erki-slátrarar“. Fram til þessa hafa Kínverjar aðeins birt fréttir frá Phnom Penh um átökin í Kambódíu, en í dag sagði „Dagblað alþýðunnar" í Peking ítarlegar frá átökunum, og sakaði Vietnama um að hafa hafið allsherj- arstyrjöld í þeim tilgangi að leggja Kambódíu undir sig. Sagði blaðið að Kambódíumenn væru ákveðnir í að berjast til þrautar. Áður hafa Kínverjar lýst ótta við að hörð átök hæfust milli Kambódíu og Vietnams strax og þurrkatíminn hæfist. Þá er haft eftir ráðamönnum í Peking að þeir telji ekki útilokað að innrásar- liðinu og skæruliðum tækist að ná ýmsum stórborgum Kambódíu á sitt vald, þar á meðal höfuðborginni Phnom Penh, en fátt manna býr nú í borgunum, og Kambódíuher gripi þá til skæruhernaðar gegn óvinunum. Yfirvöld i Kambódíu hafa óskað eftir því að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna ræði innrás Vietnama, og er búizt við að svo verði gert í næstu viku, þegar sendinefnd frá Kambódíu kemur væntanlegaa til New York. Kambódia hefur ekki fastafulltrúa hjá SÞ. Talsmaður Vietnams hjá SÞ neit- aði í dag ásökunum Kambódíu um að Vietnam hefði ráðizt gegn Kambódíu, en sakaði hins vegar Kambódiu um árásaraðgerðir í landamærahéruðum ríkjanna. í frétt „Dagblaðs alþýðunnar“ í Peking segir að Vietnamar hafi nú lagt út í allsherjarstyrjöld gegn Kambódíu vegna þess að þeim hafi mistekizt að leggja landið undir sig um áramótin 1977—1978. Þetta sýni og sanni að Vietnam, með stuðningi Sovétríkjanna, sé í greipum stríðs- æsingamanna og ógni friði og öryggi í Suðaustur-Asíu. Óvissa um olíuna Þrátt fyrir stjórnarskiptin hefur ekki tekizt að koma olíuvinnslu í samt lag. Starfsmenn við olíuiðnað- inn gerðu verkfall í fyrra mánuði til að knýja keisarann frá völdum, og þrátt fyrir áskoranir frá nýju ráðamönnunum og frá Mehdi Bazar- gan, talsmanni Khomainis trúarleið- toga, ríkir enn nokkur óvissa um viðbrögðin. Áður en til átaka kom í Iran nam olíuframleiðslan þar um 6 milljónum tunna á dag, en vegna verkfalls starfsmanna féll fram- leiðslan niður í 200—250 þúsund tunnur. Að sögn nemur innanlands- notkunin allt að því 900 þúsund tunnum á dag, og hélt talsmaður olíuiðnaðarins því fram í dag að starfsmenn hefðu fallizt á að auka afköstin þannig að fullnægja mætti innanlandsþörfinni. Um útflutning yrði alls ekki að ræða fyrst um sinn. Talsmaður andstæðinga keisarans orðaði þetta þannig: Starfsmennirn- ir hefja ekki útflutning á olíu fyrr en þeir hafa flutt keisarann út.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.