Morgunblaðið - 05.01.1979, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 05.01.1979, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. JANUAR 1979 19 Rannsóknar- lögreglan fór 37 sinnum út á land sl. ár Rannsóknarlögregla ríkisins sendi iögreglumenn í 37 skipti út á land á sl. ári, sem var fyrsta heila starfsár stofnunarinnar. Alls voru sendir 65 lögreglumenn og þeir unnu 1641 vinnustund. Þeir sinntu hinum margvíslegustu verkefnum, rannsök- uöu afbrot, slysfarir, bruna og fleiri málaflokka, sem falla undir hina nýju sstofnun. Glatt á hjalla í Garðinum á þrettándanum Garöi 14. janúar SJÖ félög í þorpinu ætla að standa fyrir álfabrennu á þrettándanum ef veður leyfir. Hefst skemmtunin við barna- skólann klukkan 18 en þaðan á að fara í blysför upp á íþróttavöll. I blysförinni verða kóngur og drottn- ing ásamt púkum og álfum. Þá er einnig áætlað að hljóðfæraleikarar gangi fyrir blysförinni. Um klukkan 18.30 verður kveikt í bálkesti á íþróttavellinum og verður þar dansað og sungið. Þá verður einnig flugeldasýning. Um kvöldið verður hjónadans- leikur í samkomuhúsinu á vegum hjónaklúbbsins og kemur fjögurra manna band frá Reykjavík til að halda uppi gleðskapnum. Fréttaritari. Sáttasemjari: Fundur með aðilum verzl- unarinnar TORFI Iljartarson sáttasemjari sagði í samtali við Morgunblaðið að hann hygðist halda fyrsta samningafundinn með verzlunar mönnum og kaupmönnum um mið- bik næstu viku, en í dag er ákveðinn fundur með Bandalagi háskólamanna. Frá einni af aðalgötunum í Lissabon. Vörður efnir til Portúgalsferðar LANDSMÁLAFÉLAGIÐ Vörður efnir í þessum mánuði til ferðar til Portúgals, en félagið hefur síðan árið 1973 skipulagt utanlands- ferðir í samvinnu við Ferðaskrifstofuna Úrval. Hilmar Guðlaugsson er formaður ferðanefndar Varðar og greindi hann í spjalli við Mbl. frá væntan- legri ferð: — Félagið hefur reynt að gefa fólki tækifæri á ódýrum utanlandsferðum og hefur þátttaka í þeim aukist ár frá ári síðan þær hófust árið 1973, og fóru t.d. nokkuð á annað þúsund manns með árið 1976. Við höfum einu sinni áður skipulagt hópferð til Portúgals, í febrúar 1977. — Ferðin að þessu sinni hefst 14. janúar og stendur í 12 daga. Innifalið er auk flugferðanna gisting og fæði á hóteli og ein skoðunarferð um Lissabon. I þessari ferð er lögð áherzla á skoðunarferðir fremur en að dvelja á bað- ströndum, enda er veðrið á þessum árstíma mjög svipað því sem gerist á beztu sumar- dögum hér hjá okkur. Skipu- lagðar verða skoðunarferðir um Lissabon m.a. í frægt spilavíti og fleiri merka staði. Hilmar Guðlaugsson s^gði að lokum að ferðaskrifstofan Úrval veitti nánari upplýsingar um ferðina og skráði fólk til þátttöku og yrði íslenzkur fararstjóri með í ferðinni, en skrifstofa Varðar veitir einnig nánari upplýsingar. Rangfærslur og pólitískt siðleysi MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi tilkynninx frá Rauð- sokkahreyfinjíunni. „Ársfjorðungsfundur Rauðsokka- hreyfingarinnar, haldinn 28. des. 1978, átelur harðlega þær rangfærsl- ur og það pólitíska siðleysi sem fram kemur í samþykkt Æskulýðsráðs Reykjavíkur frá 18. þ.m., um að víta Rauðsokkahreyfinguna vegna vínveitinga á árshátíð hennar í Tónabæ þann 4. nóv. s.l. Þegar Tónabær var tekinn á leigu voru engir samningar geröir, hvorki munnlegir né skriflegir. á milli Æskulýðsráðs og Rauðsokkahreyf- ingarinnar aðrir en þeir að hreyfing- in greiddi umsamda leigu og skilaði húsnæðinu í sama ástandi og hún tók við því, sem hún og gerði. Lögreglustjóraembættið í Reykjavík gaf út vínveitingaleyfi á Tónabæ í tilefni af hátíðinni og vissi þar af leiðandi ekki að bann væri við vínneyslu í húsnæðinu þegar það væri í útleigu svo að vart er hægt að ætla að Rauðsokkahreyfingin búi sjálfkrafa yfir þeirri vitneskju. Vikuna fyrir hátíðina voru fulltrú- ar hreyfingarinnar í daglegu sam- bandi við starfsfólk Æskulýðsráðs og framkvæmdastjóra þess, Hinrik Bjarnason, sem hefði verið í lófa iagið að tilkynna þeim að vínneysla væri óheimil í húsinu, enda hafði Æskulýðsráði ekki veriö gefið neitt tilefni til að ætla að ekki yrðu vínveitingar á dansleiknum um kvöldið. Verður ekki annað séð en að illa hafi verið staðið að útleigu Tónabæjar af hálfu Æskulýðsráðs og getur Rauðsokkahreyfingin engan veginn sætt sig við að afglöp embættismanna þess verði færð á hennar reikning. Vinnubrögð fulltrúa Sjálfstæðis- flokks og Alþýðuflokks í Æskulýðs- ráði í máli þessu verða ekki skilin öðruvísi en sem frekleg árás á Rauðsokkahreyfinguna. Fordæmir fundurinn harðlega að þeir skuli misnota vald sitt til að koma höggi á pólitískan andstæðing og reyna að sverta hann í augum almennings þegar þeir ættu með réttu að beina sjónum sínum að eigin mistökum.'1 Portúgal M.s. „Grundarfoss" fermir vörur í Lissabon til íslands 15. janúar 1979. Umboösmenn: Keller Maritima Ida, Praca D. Luis 9, Lissabon. Telex 12817 — Sími 669156. H.F. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS. Músikleikfimin hefst fimmtudaginn 11. janúar. Tími fyrir byrjendur og framhalds- nemendur. Kennt verður í húsi Jóns Þorsteinssonar Lindargötu 7. Kennari Gígja Hermannsdóttir. Upplýsingar og innritun í síma 13022. Keramiknámskeið Innritun í síma 51301. Keramikhúsid h.f., (Lísa Wíum), Reykjavíkurvegi 68, Hafnarfiröi. í óskilum er í Ásahreppi Rangárvallasýslu Ijósrauö hryssa 3ja vetra ómörkuö meö jarpt hestfolald. Veröa seld 20. janúar n.k. Hreppstjórinn. Reykingavarnir á vinnustöðum Samstarfsnefnd um reykingavarnir óskar aö komast í samband viö áhugamenn um reykinga- varnir á vinnustööum m.a. vegna undirbúnings undir reyklausan dag 23. janúar. Þeir sem áhuga hafa eru beönir um aö setja sig sem fyrst í samband viö skrifstofu nefndarinnar í Lágmúla 9, simi 82531. Samstarfsnefnd um reykingavarnir. Hressingarleikfimi fyrir konur Kennsla hefst aftur mánudaginn 8. janúar í leikfimisal Laugarnesskóla. Fjölbreyttar æfingar — músik — slökun. Innritun og upplýsingar í síma 33290. Ástbjörg S. Gunnarsdóttir íþróttakennari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.