Morgunblaðið - 05.01.1979, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 05.01.1979, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 1979 Jonnson er EnKÍnn hcfur oftar vcrið kjörinn íþróttamaður ársins cn Vilhjálmur Einarsson er hlaut titilinn alls fimm sinnum. A þcssari mynd cru forcldrar Vilhjálms að fagna honum er hann kom heim frá Ólympfuleikunum í Melbourne lííófi cn þar hlaut hann silfurvcrðlaun í þrístökki. (Ljósm. Mbl. ÓL. K.M.) — Jú. það cr rctt. KKÍ hefur borist skcyti frá ABA (Amcrican Baskcthall Acossiation). scm staðfcstir að Stewart Johnson heíur ekki áhuKamannaréttindi í körfuholta ok cr því ólöglcKur lcikmaður. Auk þess hefur KKÍ. eftir því sem 6« best veit. afturkallað kcppnisleyfi hans. sajíði SÍKurður Jónsson. stjórnar- maður í körfuknattleiksdcild Fram í viðtali í fíær. Mál þetta er m.a. tilkomið af því, að allir erlendu leikmennirnir r Ólga hjá Tottenham Einhvcr óljja virðist vcra í hcrbúðum Tottcnham þessa dajj- ana ojí það nýjasta sem brýst upp á yfirborðið. er deila milli framkvæmdastjórans. Kieth Burkinshaw. og tcnjjiliðsins snjalla. Glen Hoddle. Hoddle þykir eitt af meiri efnum í ensku knattspyrnunni ojí þe«ar Tottenham var að vinna sij; upp í fyrstu deild síðastliðið keppnistímabil, lék kappinn svo vel, að flestir orðuðu hann við enska landsliðið. Það sem af er þessu keppnistímabili hefur hins vejjar ekki gengið eins vel, einkum þó vegna þess, að Burkinshaw hefur iðulega látið piitinn leika í framlínunni ásamt Colin Lee. Þetta varð að gera til þess að pláss væri fyrir Osvaldo Ardiles í liðinu og einnig Ricardo Villa endrum og eins. Hvað um það, þá fór snilli Hoddles hrakandi og hann var settur úr liðinu. Hann heimtaði samstund- is sölu, en stjórinn kvað þvert nei við því, hvað svo sem úr verður. Fýrr í vetur kom upp deila milli Burkinshaw og Gerry Armstrong, sem er landsliðsmið- herji Norður-íra. Armstrong mun vera liðtækur varnarmaður að auki og Burkinshaw hafði meiri áhuga á að nota kappann sem slíkan. Armstrong til mikill- ar gremju. Hann heimtaði sölu, stjórinn sagði nei og þessar vikurnar er Armstrong miðherji varaliðs Tottenham. En sæti sínu í landsliðinu hefur hann haldið. u hér á landi verða að vera áhuga- menn og geta framvísað alþjóðleg- um skírteinum því til sönnunar. Talið var að Ármenningurinn Stewart Johnson væri ekki hand- hafi slíks korts og eftir að Fram og Ármann höfðu leikið í 1. deild, kærðu Framarar leikinn á framangreindum forsendum. Ár- menningar svöruðu um hæl, með því að kæra Framarann John Johnson fyrir að hafa ekki fengið skriflegt keppnisleyfi. Um þetta sagði Sigurður: — Ef að John Johnson er ólöglegur vegna skorts á slíku leyfi, þá eru allir útlending- ar sem leika hér á landi það einnig, því að enginn þeirra hefur hlotið formlega slíkt le.vfi. Skeytið sem borist hefur segir m.a., að Johnson hafi verið atvinnumaður síðustu 8 eða 9 árin og hann hafi cnn ekki hlotið áhugamannarétt- indin á ný. Því get ég ekki ímyndað mér annað en að kærumálið sé þar með til l.vkta leitt, en það hefur le’gið í salti hjá dómstólnum í heilan mánuð. — Ég reikna ekki með því að þetta gangi afturábak, þ.e.a.s. að allir leikir Ármanns til þessa verði dæmdir ógildir. Til þess að svo yrði, hefðu öll liðin orðið að kæra Ármann innan vissra tímamarka. Fram var eina liðið sem það gerði, sagði Sigurður að lokum. Hvað verður annars með Stewart Johnson er ekki gott að segja. Hann mun geta keypt áhugamannaréttindi, en það ku kosta drjúgan skilding. Auk þess vrði vart hægt að ganga endanlega frá slíku fyrr en á áliðnum vetri. Þá má ekki gleyma því, að Johnson meiddist illa á auga fyrir skömmu eins og frá var skýrt og óvíst er hve liðtækur körfuboltamaður hann verður þegar upp frá þeim meiðslum verður staðið. Ferill Stewart Johnsons á Fróni hefur sannarlega verið stormasamur til þessa. — gg. • Stcwart Johnson skorar körfu í lciknum umdcilda gegn Fram. Nú hefur það verið staðfest. eftir kæru Fram. að Johnson hefur ekki áhugamannaréttindi. ólöglegur! íþróttafólki ársins FLESTAR ef ekki allar frétta- stofur hamast þessa dagana við að velja íþróttamcnn ársins. AP er þar engin undantckning. en frétta- stofan kaus nýverið Nancy Lopez íþróttakonu ársins. Ifver er Nancy Lopcz? Góð spurning. Hún cr mikill golflcikari og hún hiaut eigi færri en 336 stig af 412 mögulegum í kosningu AP. fjölgar Þetta er í fyrsta skiptið síðan 1966, að golfleikari hreppir titil þennan hjá AP. Þess má geta, að pólska frétta- stofan PAPI kaus fyrir skömmu sovéska hástökkvarann Valdimar Jatsjenkó íþróttamann ársins fyrir sína hönd og fréttamanna sinna. „íþróttamaður ársins 1978“ útnefndur í dag I dag munu samtök íþróttafréttamanna tilkynna úrslit í hinni árlegu kosningu sinni á ..íþróttamanni ársins 1978“. betta er í 23. skipti scm samtökin gangast fyrir slíku kjöri. Það var fyrst árið 1956 sem íþróttamaður ársins var útncfndur og þá var Vilhjálmur Einarsson kjörinn. en það var einmitt sama ár og hann hlaut silfurverðlaun sín í þristökki á Ólympíuleikunum í Melbournc í Ástralíu. Hingað til hafa 16 íþróttamenn hlotið umræddan heiðurstitil og hinn veglegi vcrðlaunagrip sem honum fylgir. Enginn hefur verið kjörinn oftar íþróttamaður ársins en Vilhjálmur Einarsson er hlotið hefur titilinn alls fimm sinnum. 1956. 1957.1958.1960 og 1961. brír íþróttamenn hafa hlotið útnefningu oftar en einu sinni. Valbjörn Þorláksson 1959 og 1965. Guðmundur Gíslason 1962 og 1969. og loks Hreinn Ilalldórsson 1976 og 1977. Hlutur frjálsíþróttamanna hefur verið áberandi bestur í kjörinu um íþróttamann ársins. Alls hafa frjálsíþróttamenn verið kosnir 12 sinnum. Knattspyrnumenn, handknattleiksmenn og sundmenn þrívegis og einu sinni hefur körfuknattleiksmaður hlotið titilinn. Aðeins ein kona hefur hlotið titilinn, Sigríður Sigurðardóttir handknattleikskona úr Val, sem kosin var árið 1964, en það ár varð íslenska kvennalandslið Norðurlandameistari í handknattleik, og átti Sigríður ekki minnstan þátt í því. Fyrirkomulag kosningarinnar hjá íþróttafréttamönnum er þannig að hver fjölmiðill hefur yfir einum atkvæðaseðli að ráða og ritar á hann nöfn 10 íþróttamanna. Hlýtur efsti maður 10 stig, næsti 9 stig, og svo koll af kolli. Til þessa hafa eftirtaldar íþróttamenn hlotið titilinn íþróttamaður ársins: 1956 Vilhjálmur Einarsson ÍR frjálsar íþróttir 1957 Vilhjálmur Einarsson ÍR frjálsar íþróttir 1958 Vilhjálmur Einarsson ÍR frjálsar íþróttir 1959 Valbjörn Þorláksson ÍR frjálsar íþróttir 1960 Vilhjálmur Einarsson ÍR frjálsar íþróttir 1961 Vilhjálmur Einarsson ÍR frjálsar íþróttir 1962 Guðmundur Gislason ÍR sund 1963 Jón Þ. Ólafsson ÍR frjálsar íþróttir 1964 Sigríður Sigurðardóttir Val handknattleikur 1965 Valbjörn Þorláksson ÍR frjálsar iþróttir 1966 Kolbeinn Pálsson KR körfuknattleikur 1967 Guðmundur Hermannsson KR frjálsar íþróttir 1968 Geir Hallsteinsson FH handknattleikur 1969 Guðmundur Gíslason ÍR sund 1970 Erlendur Valdimarsson ÍR frjálsar íþróttir 1971 Hjalti Einarsson FH handknattleikur 1972 Guðjón Guðmundsson ÍA sund 1973 Guðni Kjartansson ÍBK knattspyrna 1974 Ásgeir Sigurvinsson Standard Liege knattspyrna 1975 Jóhannes Eðvaldsson Celtic knattspyrna 1976 Hreinn Halldórsson KR frjálsar íþróttir 1977 Hreinn Halldórsson KR frjálsar íþróttir 1978 ? ? ? ? ? 1 ? ? ? ? - ÞR.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.