Morgunblaðið - 05.01.1979, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 05.01.1979, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 1979 15 Þetta gerðist 5. janúar 1978 — Jimmy Carter Banda- ríkjaforseti heimsótti Normandy í Frakklandi þar sem yfir 900 Bandaríkjamenn eru íírafnir og sagði í því sambandi að sjálfstæði Evrópu yrði ekki framar ógnað. 1976 — Suður-Afríkustjórn leyfir aftur sjónvarp í landinu eftir að það hafði legið niðri í nokkur ár. 1973 — Regluleg vopnaleit á farþegum bandarískra flugfé- laga hafin. 1972 — Breskum hermönnum gefið aukið svigrúm til að skjóta á skæruliða sem hætta gæti stafað af. 1969 — Sovétmenn senda fyrsta geimfarið í átt til Venusar og ráðgert að það kæmi til reiki- stjörnunnar fjórum mánuðum seinna. 1961 — Herforingjastjórnin í Perú lét handtaka hundruð manna sem voru ákærðir fyrir að vera kommúnistar. 1917 — Herir taka Dobrudja- svæðið í Rússlandi. 1899 — Aguinaldo hershöfðingi krefst þess af Bandaríkjamönn- um að Filippsreyjar hljóti þá þegar sjálfstæði. 1895 — Eðlisfræðingurinn þýzki Wilhelm Roentgen tilkynnir um uppgötvun.röntgejigeisians. 1809 — Bretar og Tyrkir undir- rita samkomulag um 'yfirráð yfir Dardanellasundi. 1762 — Elíasabet keisaraynja í Rússlandi devr og við tekur Pétur II. 1177 — Svisslendingar sigra heri Burgundymanna og fella Karl mikla í orustunni við Nancy. Afmæli dagsins: Konrad Adenauer kanslari Þýzkalands (1876—197(51 Juan Carlos kon- ungur Spánar (1937 — ). Orð dagsins: Aðlögun að ríkj- andi aðstæðum og skoðunum er fangelsun frelsis og framfara, vaxtar og þroska. — John F. Kennedy, bandarískur forseti (1917-1963). Fljúgandi furdu hlutir yfir ísrael Þorlákshöfn og nágrenni: Hátíðarmess- ur fjölsóttar Þorlákshöfn. 4. jan. Tel Aviv, 4. janúar. AP. ísraelska fréttastofan Hebrew telur sig hafa áreiðanlegar heimildir fyr- ir því að fjöldi ísraels- manna hafi séð óþekkta fljúgandi furðuhluti á síð- ustu dögum og kemur það í kjölfar frétta frá Ástralíu þar sem fljúgandi furður hlutir voru festir á sjón- varpsfilmu í desember s.l. Flest tilfellin í ísrael koma frá Jerúsalem að sögn fréttastofunnar. Blað- ið Yediot Aharnonot í Jerúsalem segir í frétt sinni í morgun að tilkynn- ingar fólks þess efnis að það hafi séð fljúgandi furðuhluti hafi borist því löngu, áður en fréttirnar frá Ástralíu bárust til ísraels. HÉR liðu jól og áramót í ró og friði. Á jólum var eindæma blíða í veðri, áramótin aftur á móti hvít og tignarleg. Á aðfangadag klukkan 18 var aftansöngur í barnaskólanum, sóknarpresturinn sr. Tómas Guðmundsson, predikaði fyrir Tullu húsi, Söngfélag Þorláks- hafnar ásamt barnakór söng undir stjórn Ingimundar Guð- jónssonar. Þetta var indæl hátíðarstund en öll höfum við sjálfsagt fundið að það er kirkja á staðnum sem við þráum innst inni til að koma saman í á svona stundum og með sameiginlegu átaki mun það takast áður en langt um líður. Á jóladag klukkan 14 var guðsþjónusta í Strandarkirkju í Selvogi. Sr. Tómas Guðmundsson predikaði og Söngfélag Þorlákshafnar söng. Kirkjan var fullsetin, Um áramót var svo hátíðarguðs- þjónusta í Hjallakirkju í Ölfusi, þar sem sóknarprestur- inn sr. Tómas minntist þess sérstaklega að 50 ár eru liðin síðan kirkjan var endurbyggð af trésmíðameistaranum Kristni Vigfússyni á Selfossi. Kirkjan var vígð árið 1928 í þeirri mynd sem hún er í dag. Söngfélag Þorlákshafnar söng undir stjórn Ingimundar Guðjónssonar en hann er formaður sóknarnefndar Hjallakirkju. Áramótadansleikur var haldinn í félagsheimilinu og fór hann mjög vel fram. — Ragnheiður. Mafíuforingjar dæmdir á ítaliu Varaforseti ASÍ: Umbæturnar eru lög- in um uppsagnar- frest og veikindadaga Reggio Calabria, Ítalíu 4. janúar. — Reuter TUTTUGU og átta Mafíu- foringjar voru í dag dæmd- ir til allt að 11 ára fangels- isvistar í réttarhöldum sem eru talin þau fyrstu sem raunverulega gera atlögu að starfsemi Mafíunnar á Suður-Ítalíu, segir í frétt- um frá Reggio Calabria í dag. Á meðan á mánaðarlöngurr réttarhöldunum stóð voru mafíu foringjarnir ákærðir fyrir að beit; ýmsa aðila í iðnaði og verzlui ERLENT Evrópa: 12 milljónir manna at- vinnulausir árið 1990 ZUrich, 4. janúar. UM 12 milljónir manna á at- vinnualdri í Evrópu munu verða atvinnulausar árið 1990 sam- kvæmt athugunum sem Efna- hagsmálastofnunin í Basel í Sviss hefur nýverið gert. í athuguninni fyrir árið 1979 kemur fram að veruleg aukning mun verða á atvinnuleysi nema verulegar breytingar verði gerðar á skipulagi vinnutíma og verk- stjórnunar. — Þá segir að árið 1983 verði um 7.5% Evrópubúa atvinnulausir og árið 1990 verði talan komin í 9.1% sem þýði að um 12 milljónir manna verði atvinnu- lausir. þvingunum og sagt var að þeir stjórnuðu hreinlega öllum fjár- málum á svæðinu í nágrenni Reggio Calabría. Þá voru kapparn- ir ákærðir fyrir ýmiskonar ofbeld- isverk á undanförnum árum. Þyngsta dóminn fék Girolamo Piromalli, öðru nafni Don Momo, höfuð ættarinnar, sem ræður ríkjum í Reggio Calabria, eða 11 ára fanegelsisvist. — Allir lýstu hinir dæmdu því yfir að þeir myndu áfrýja dóminum til hæsta- réttar. Þá hefur blaðið Haarezt það eftir þremur sjónarvottum, þar á meðal lögreglumanni, að í fyrra- kvöld hafi borist eftir himni hlutur sem líktist tígli og var rauður, blár og fjólublár að lit. Hafi hluturinn breytt lit sínum stöðugt og að lokum horfið. — Lögregla neitaði í fyrstu að kanna málið neitt frekar en lét þó undan um síðir og bað flugher landsins að kanna málið. Ekkert kom út úr þeirri könnun. ,,ÉG Á þarna við lögin um uppsagnarfrest og veikindadaga, sem eru geysileg bót, sérstaklega þeim sem verr eru settir," sagði Snorri Jónsson, varaforseti ASÍ, þegar Mbl. spurði hann hvaða „mikilsverðar félagslegar umbæt- ur" sem „hafa þegar verið sam- þykktar á alþingi" hann ætti við í yfirliti sínu um árið 1978 í áramótablaði Morgunblaðsins. „Þetta eru atriði sem við höfum lengi verið á eftir í samningum, en aldrei hafa náðst fram,“ sagði Snorri. „Og ég tel það afar mikils virði að þau skuli nú hafa fengizt.“ Mbl. spurði Snorra, hvort verka- lýðsforystan væri orðin óþolinmóð að bíða þeirra félagslegu umbóta, sem rikisstjórnin hét í sambandi við 1. desember. „Ekki segi ég það nú,“ sagði Snorri. „Við höfum loforöin og sumt hefur verið lagt fram og annað er á leiðinni. En um útkomuna vil ég ekkert segja fyrr •en allt saman er komið í gegn.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.