Morgunblaðið - 05.01.1979, Side 23

Morgunblaðið - 05.01.1979, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 1979 23 Hjónaminning: Guðrún HaUdórsdóttir og Sigfús Magnússon Guðrún Halldórsdóttir húsmóðir í Hlíðardal var fædd 14. júlí 1902 en lést hinn 21. desember 1978. Foreldrar hennar voru hjón- in Ingunn Pálsdótir og Halldór Bjarnason, Akri, Húnavatnssýslu. Sigfús Magnússon eiginmaður Guðrúnar fæddist 22. nóvember 1896 en lést 17. maí 1973. Börn þeirra eru Magna, Ólafur og Jóna. Hún iést 26. desember 1962. Dætur Sigfúsar af fyrra hjóna- bandi: Guðrún er lést 8. febrúar 1963 og Guðný, sem búsett er erlendis. Fyrri kona Sigfúsar hét Guðný Pétursdóttir. Hún dó í blóma lífsins. Hjónin Guðrún og Sigfús ólu upp Magnús Gústafsson og Sigrúnu Gunnarsdóttur, dóttur Jónu. Þegar litið er í bók minninganna og lesnar eru línur liðinna daga og stunda verða myndirnar greini- legar eins og veruleiki dagsins sem við lifum í dag. Nokkur blöðin viljum við lesa aftur og aftur, eins og börnin, sem vilja heyra aftur og aftur sömu söguna. Þar eru ýmis þáttaskil gleði og sorgar. Við hverfum inn í hverja mynd og verðum á ný hluttakendur þess er var. Á heimilinu í Hlíðardal stóð allsnægtaborðið í sínum töfra- ljóma. Það borð var hverjum til reiðu sem á þurfti að halda, þar kom aldrei neinn vandalaus, en ef þann bar að garði, sem var allslaus til sálar og líkama var hann kominn heim og sárin tóku að gróa. Aðalgræðarinn var húsmóðirin Guðrún. I arf hafði hún tekið góða eiginleika frá foreldrum sínum sem hún svo þroskaði þannig að úr varð af- bragðsmaður, sérkennileg töfrandi kona. Persónuleiki svo staðfastur í sinni veru að aldrei lét hann glepjast af glysi tímanna. Aðal- atriði lífsins voru skýr í huga hennar og alla tíð unnið að því marki að varða veginn fyrir unga og aldna. Það voru margir er litu vonar- augum að Hlíðardal, þar á meðal dýrin. Þar var öllum gert jafn hátt undir höfði, jafnvel þeim smæstu af smáum. Árum saman þá var farið inn í Hlíðardal að finna fólkið þar, til að láta liggja vel á sér og njóta ylsins sem þar var að finna. Við fórum til að sjá Ingunni frænku okkar og láta hana blessa okkur og brýna fyrir okkur vináttu hvers til annars. Og svo til að vera með fólkinu öllu. Svo seinna með litlu börnin til að sýna þeim dýrin sem áttu heima á þeim bæ og reyna að lofa þeim að vera manneskjur. Þau fóru líka í kálgarðinn til systranna Guðrúnar og Sigríðar til að fá að sjá hvernig maturinn óx úr jörðunni og blómin, sóleyjarnar og fílarnir, uxu í friði við húsvegginn. Karl Eldar Minningarorð Látinn er í Reykjavík vinur minn Karl Eldar. Eftir langa og stranga sjúkdómslegu lést hann hinn 19. desember s.l. Þegar ég hugsa aftur til þeirra ára sem ég fékk að njóta vinfengis hans kemur mér mörg gleðistundin í huga, ætla ég hér að reifa nokkrar hugrenninga minna. Karl Eldar fæddist í Reykjavík 27. september 1918. Hann ólst upp ásamt systur sinni Stellu M. Jónsdóttur í skjóli móður sinnar Auðbjargar Jónsdóttur að Lauga- vegi 27 hér í borg. Auðbjörg vann sem straukona og hafði fjölskyld- an viðurværi sitt af þeirri iðju. Fátæktin kvaddi oft dyra á heimilinu og þurftu því systkinin að byrja brauðstritið snemma. Ungur að árum eignaðist Karl flutningabifreið og vann við vöru- flutninga í nokkur ár. Árið 1949 hóf hann störf hjá Áfangis- og tóbaksverzlun ríkisins. Lengst af starfaði hann þar sem bílstjóri en gerðist síðan lagermaður. Á bíl- stjóraárum sínum kynntist hann fjölda fólks og þótti alltaf glaður og reifur. En starfskrafta hans naut ekki eins lengi við og menn hefðu kosið. Karl var hamingjusamur mað- ur. Hinn 16. október 1954 kvæntist hann Jóhönnu Ottósdóttur, þýsk- ættaðri sómakonu. Hún lifir mann sinn. Þeim varð tveggja barna auðið, Ottós Karls og Auðbjargar Stellu. Áður hafði Karl eignast son, Gunnar. Öll eru börnin nú komin á legg. Ottó starfar hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur, Stella á Hótel Sögu og Gunnar er sjómaður í Keflavík. Árið 1956 fluttu þau Karl og Jóhanna heimili sitt á Fornhaga 17 hér í borg. Leiddi það til kynna okkar en ég ólst upp í því sama húsi. Við börnin í húsinu sóttum mikið inn á heimili þeirra. Var okkur tekið þar með hlýju og þótti ávallt gott að leita þangað. Þarna áttum við bestu trúnaðarvini okkar. Þau hjónin voru miklir barnavinir og höfðu skapað traust og hlýlegt heimili, enda hefur þar ætíð verið afar gestkvæmt. Karl var vel haldinn á vini sína og átti marga. Hann var þeim sérstaklega góður sem minna máttu sín, einnig var hann dýra- vinur. Ekki höfðu Karli verið ætluð mörg ár við góða heilsu. Árið 1973 hófust veikindi hans. I fyrstu voru batahorfur góðar en á annan veg lyktaði. Skyndilega hrakaði hon- um mjög og varð hann nær rúmfastur vegna lömunar. Vart er unnt að leggja þyngri byrðar á einn mann, þó tók Karl þessu af •karlmennsku. Eftir fimm ára legu var hann orðinn all þrekaður, þrátt fyrir einstaka hjúkrun og fórnfýsi fjölskyldu sinnar. Sjúk- dómurinn dró Karl til dauða hinn 19. desember s.l. Eg vil votta ættingjum Karls öllum dýpstu samúð mína, konu hans Jóhönnu og háaldraðri móð- ur, Auðbjörgu, sem sér nú á bak syni sínum. Óska ég þeim öllum guðs blessunar. Sæmundur Þorsteinsson. Það var eins og sálarfriðurinn og æðruleysið yrði lengi með okkur þegar heim var komið. Og það var farið aftur og aftur. Stundum fórum við fjögur, tvær fullorðnar manneskjur og ein lítil, og þá tókum við með okkur besta vininn okkar, lítinn ferfætling, sem átti fólkinu í Hlíðardal líf sitt að launa. Sigfús Magnússon stýrimaður, heimilisfaðir í Hlíðardal, verður okkur öllum ógleymanlegur vegna þess elskulega viðmóts er hann sýndi okkur, heimilisvinum. Það var karlmannleg rósemi er ein- kenndi alla hans framkomu. Systkini Guðrúnar, Ólafur og Sigríður, bjuggu einnig sínu búi í Hlíðardal. Þeirra makar voru Jónína Ásmundsdóttir og Einar Guðbrandsson. Þessi þrjú heimili mynduðu eina órofa heild. Sú mynd mun lifa í hugum okkar alla tíð. Fyrir allt hið liðna þökkum við í dag, ættingjar og vinir. Móðir mín þakkar vináttu og hjálp þegar hún stóð með barnahópinn sinn föður- lausan. Með æðruleysi og rósemi hugans kveðjum við Guðrúnu Halldórsdóttir. Blessuð sé minning hennar. . Birna Jonsdottir. I lok aðventu lézt hér í bæ Guðrún Halldórsdóttir í Hliðar- dal. I bernsku minni var Hlíðar- dalur eitt fáeinna húsa við Kringlumýrarveginn, sem þá voru í sveitinni dágóðan spöl utan bæjarins. Þarna var þá viða rekinn nokkur búskapur og voru garðar bæjarbúa í næsta nágrenni austan vatnsgeymisins gamla. Fyrir- vinnurnar sóttu þó aðallífsbjörg sína til bæjar og sjávar. Á þessum tíma bjuggu í Hlíðar- dal systkinin Guðrún, Sigríður og Ólafur með fjölskyldum sínum. I þessu húsi var mannlíf allt fagurt og gott þar að vera. Hjá Guðrúnu frænku minni og eiginmanni hennar, Sigfúsi Magnússyni dvaldi ég oft langtímum saman og lengi síðan var ég þar tíður gestur. Samskipti fjölskyldnanna þriggja voru einstæð. Þetta var friðarins og eindrægninnnar hús. Þar var ekki streitan, en lífið leið sinn hæga, kyrrláta og glaðværa gang. Hjónaband Guðrúnar og Sigfúsar var hið farsælasta. Þau voru mjög samhent við stjórn heimilisins, og svo blítt var eðli þeirra, að þau máttu ekkert aumt sjá. Þannig laðaðist að heimili þeirra margt umkomulaust fólk. Sumir dvöldu þar langtímum saman sem heimilisfólk án nokkurs endur- gjalds og þótti húsbændum það sjálfsagt. Guðrún í Hlíðardal var mikil mannkostakona. Hún var gædd sterkri skaphöfn og var harðgreind. Hún var ljúflynd og glettin, velviljuð mönnum og málleysingjum og hollráð öllum þeim, sem til hennar leituðu. Allt veraldarprjál og sýndarmennska voru henni fjarri skapi. Hún verður aldrei talin hégóma- manneskja. Hún var einlægur dýravinur og lánlaus heimilislaus dýr annaðist hún sem sín eigin. Sigfús Magnússon, sem lengi var stýrimaður og skipstjóri á togur- um, er nú látinn fyrir fáeinum árum. Hann var karlmenni, hæg- látur og greindur, en spaugsamur og kátur í vinahópi. Allir vildu hann að vini eiga svo sem eigin- konu hans. Að honum löðuðust börn. og hann kunni alltaf frá mörgu að segja. Hann var drengur hinn bezti, vakinn og sofinn í að sjá stóru heimili sínu farborða. Hann vílaði ekki fyrir sér að stýra skipi sínu til Englands á mestu hættutímum stríðsins og gleðiríkir voru endurfundirnir heima. Á heimili hjónanna bjó einnig móðir Guðrúnar, Ingunn Páls- dóttir, nú löngu látin. Þær mæðg- ur voru um margt líkar. Ingunni var dýravernd hjartansmál. Mér er i fersku minni þegar hún, öldruð konan, eyddi löngum stundum í símahringingar, og tíðar heimsóknir niður í þing til að telja alþingismenn á að setja mannúðlegri lög um meðferð dýra. Hún var mikil og einlæg trúkona óþreytandi í leit sinni að líkn til handa öllu, sem lífsanda dró og . átti undif högg að sækja. Það er ekki ofmælt, að margir geti tekið undir orð mín um hin látnu hjón í Hlíðardal. Á þessum tímum sjálfshyggjunnar áttu þau sér fáa líka. Börnum þeirra, mínum gömlu leikfélögum, minni elskulegu Sigríði frænku svo og öllum aðstandendum sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Bjarni Jónsson. SVAR MITT Q| EFTIR BILLY GRAHAM aift «rl Spurning ein hefur verið ofarlega í huga mér upp á síðkastið. Getur óskilgetið barn komizt inn í guðsríkið? Þetta hefur valdið mér áhyggjum, vegna þess að maður, sem mér er kær, fæddist utan hjónabands. Hvers vegna ekki? Þetta var synd foreldranna, ekki óskilgetna barnsins. Barnið ber enga ábyrgð eða sök, þó að það sé óskilgetið. Biblían segir: „Allir hafa syndgað", og ég finn hvergi í Nýja testamentinu, að það skipti Guð máli, að því er varðar hjálpræðið, hversu háttað var fæðingu okkar í þennan heim. Sannleikurinn er sá, að Guð lætur sig meir varða endurfæðingu okkar, eða nýja fæðingu, heldur en komu okkar í heiminn. í hans augum er ekki til „hefðarfólk". Ég er viss um, þegar um sáluhjálp okkar hvers um sig er að ræða, að Guð spyr ekki, hvort forfeður okkar hafi verið í hópi fyrstu og frægustu landnemanna eða ekki. Hins vegar brennur honum í mun, að við verðum „skilgetin börn“ hans fyrir endurlausnarkraft frelsarans. í rauninni er ekki um nema eitt að ræða. Jesús sagði: „Enginn getur séð guðsríkið, nema hann endurfæðist." Þarna eru rætur sannrar ættgöfgi: Endurfæðingin. Ég sé, að þér hafið hugarfar Krists, því að þér segið, að maður, sem fæddur sé utan hjónabands, sé yður hjartfólginn. Biblían segir: „Guð auðsýnir kærleika sinn til vor, þar sem Kristur er fyrir oss dáinn, meðan vér enn vorum í syndum vorum" (Róm. 5,8). Dyrnar standa því opnar jafnvel foreldrum óskilgetinna barna, götustúlkum og hórkörlum. En að sjálfsögðu segir hann við hvern og einn: „Ég sakfelli þig ekki heldur. Far þú, syndga ekki upp frá þessu" (Jóh. 8,11). Styrkið og fegríð líkamann a Ný 4ra vikna námskeið hefjast 8. jan. FRÚARLEIKFIMI — mýkjandi og styrkjandi. MEGRUNARLEIKFIMI — vjgtun — mæiing — holl ráó. SÉRTÍMAR fyrir konur sem vilja léttast um 15 kg eða meira. Innritun og upplýsingar alla virka daga kl. 13—22 í síma 83295. Sturtur — Ijós — gufuböð — kaffi — nudd JúdódeUd Ármanns Ármúia 32.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.