Morgunblaðið - 05.01.1979, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 05.01.1979, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 1979 29 -fj W „ VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 0100 KL. 10— 11 ^ FRÁ MÁNUDEGI um svæði einnar útsölu áfengis- verslunarinnar. í kringum þessa verslun var svo mikil umferð að upp undir hálfan tíma tók það mig að komast á bíl út af bílastæði og að aka smá vegarspotta sem ekki tekur nema 1—2 mínútur að aka við venjulegar aðstæður. Þetta umferðaröngþveiti tafði mjög ferðir mínar og var það bagalegt þar sem haldin var veisla þar rétt hjá og þurfti oft að komast að og frá þessu svæði vegna ýmissa hluta. Ég veit ekki glöggt hvað gera mætti við þessu ástandi en mér er það ljóst að ekki er hægt að ein verslun tefji umferð svo geysilega á litlu svæði ékki síst ef vera skyldi um algjört neyðartilfelli að ræða fyrir bifreið að komast leiðar sinnar. Mér er einnig sagt af fólki sem býr í námunda við þessa tilteknu verslun að á föstudögum sé umferð hátt upp í það að vera eins mikil og hún var síðasta laugardag síðasta árs. Guðrún. • Viðbjóður Fyrir jólin var í sjónvarpinu bók nokkur, „Tvíbyttnan“ auglýst mikið sem bók handa unglingum og efalaust hefur hún verið ætluð til jólagjafa. Nú vill hins vegar svo til að bók þessi er hin svæsnasta klámbók og hefði ég ekki trúað því áður en ég las þessa bók að nokkrum manni gæti komið til hugar að setja annan eins viðbjóð á prent. Svo langt gengur höfundur samt að engin persóna bókarinnar er eðlileg, allir eru meira eða minna bilaðir. Svo er þessi bók auglýst sem unglingabók og það fólk sem ekki veit hvað hér er um að ræða hefur vafalaust keypt hana handa ein- hverjum unglingum í þeirri góðu trú að bókin væri góð og gild. Ég hef ekki vitað til annars en að klámmyndir væru flestar bann- aðar börnum yngri en 16 ára en ,í þessu tileflli er klám auglýst við hæfi unglinga. Það hlýtur að vera skylda þeirra sem ákvarða aldurs- takmarkanir að fylgjast með því einnig að unglingum sé ekki boðið upp á slíkan viðbjóð á öðrum vettvangi. Það er ekkert athuga- vert þótt eðlilegt kynlíf beri á góma í bókum fyrir börn og er slíkt ekki nema sjálfsagt í mörgum tilfellum og ef um slíkt hefði verið að ræða í tiltekinni bók myndi ég ekki hafa gert hana að umtalsefni hér. En í „Tvíbytnunni“ er alls ekki um eðlilegt kynlíf að ræða heldur aðeins viðbjóð. Móðir. • Mjög gott skaup Ýmsar raddir hef ég heyrt um það að áramótaskaup sjónvarpsins hafi verið slæmt og ekki náð tilætluðum árangri þ.e.a.s. að gera gys að ýmsum þáttum þjóðlífsins. Ég er algjörlega ósammála þessum röddum þar sem mér fannst skaupið mjög gott, betra en oft áður og ekki missti það marks á mínu heimili þar sem fólk á öllum aldri skemmti sér vel við að horfa á skaupið. Hluta af áramótaskaupi út- varpsins heyrði ég einnig og fannst það ekki vera síðra en það í sjónvarpinu. Yfirleitt var ég mjög ánægð með dagskrár ríkisfjölmiðlanna yfir hátíðarnar. Jólastundin okkar var sérstaklega góð og kvikmyndir voru vel valdar og við hæfi allra. Það sama er að segja um útvarpið, þar voru þættirnir bæði fróðlegir og skemmtilegir og við flestra hæfi. - Anægður neytandi. HÖGNI HREKKVÍSI % £<s> mi jK'mtérrm / " 33? SIGGA V/öGA fi 1/LVERAU jazzEnLLedCskóLi búpu ^ líkom/feckt j.s.b. W Dömur athugió Byrjum afftur efftir jólafrí 8. janúar. * Líkamsrækt og megrun fyrir dömur á öllum aldri. * Morgun- dag og kvöldtímar. * Tímar tvisvar eða fjórum sinnum í viku. * Sérstakur matarkúr fyrir Þær sem eru í megrun. * Sér flokkur fyrir pær, sem vilja rólegar og léttar æfingar. Vaktavinnufólk athugió „lausu tímana“ hjá okkur. * Sturtur — sauna — tæki — Ijós. * Munið okkar vinsæla sólaríum. * Byrjenda, framhalds- og lokaðir flokkar. * Hjá okkur skín sólin, allan daginn, alla daga. * Upplýsingar og innritun í síma 83730. njpa no>18Cp©nnoazzDr Iþróttafélag kvenna Leikfimi hefst hjá félaginu mánudagin 8. jan. í Austurbæjarskóla kl. 6 s.d. Rýtmisk, afslöppunar og þjálfunarleikfimi. Kennari veröur Rósa Þórisdóttir Uppl. í síma 14087 og 29056. Stjórnin. Frá Menntaskólanum við Hamrahlíö LOK HAUSTANNAR - UPPHAF VORANNAR Dagskóli: Vorönn hefst mánudag 8. janúar. Stundatöflur veröa afhentar kl. 9.00. Kennsla hefst á hádegi. Öldungadeild: Einkunnir veröa afhentar og prófúrlausnir sýndar kl. 13.00 föstudag 5. janúar. Brautskráning stúdenta hefst í hátíöasal skólans kl. 15.00 sama dag. Kennsla á vorönn hefst samkvæmt stundaskrá mánudag 8. janúar. Rektor. Kennsla hefst j þriöjudaginn i 9. janúar. uJ Upplýsingar í síma ^ 72154. L BflLLETSKÓU sigríðar ÁRmflnn SKÚLACÖTU 32-34 WL 0/tYli<b óí x ^ % o^m of^iL S'tm ö?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.