Morgunblaðið - 11.01.1979, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR 1979
15
Stjórn BHM:
Ekkert mark tekið á
tiUögum visitölimefndar
BANDALAG háskólamanna mót-
mælir harðlega því, að þak skuli
vera haft á vísitölugreiðslum —
segir í ályktun írá Stjórn BHM. í
ályktuninni segir að neíndar-
menn í nefnd. sem kannar breyt-
ingar á vísitölukerfinu hafi verið
sammála um að hlutfallslegar
verðbætur kæmu á öll laun og
segir að vandséð sc hver tilgang-
ur nefndarinnar sé, þegar
ákvarðanir séu teknar þvert ofan
í tillögur nefndarinnar.
Ályktun stjórnar BIIM er
svohljóðandii
Nefnd sem ríkisstjórnin skipaði
hinn 26. september s.l. til að gera
tillögur um endurskoðun viðmið-
unar launa við vísitölu, lagði fram
drög að áliti í nóvember s.l. Þar er
m.a. fjallað um svonefnt þak á
verðbætur. Þar er bent á að þakið
kemur mjög misjafnlega niður á
hinum ýmsu launþegahópum en
talið er að engir félagsmenn ASI
verði fyrir skerðingu vegna þaks-
ihs, en hins vegar 80% félags-
manna BHM. Þá er bent á að
vegna þess hve launakerfin í
landinu eru sundurleit og hve
sömu heildarlaun fyrir sama
vinnutíma myndast með margvís-
legum hætti feli núgildandi regla
um þak á verðlagsbætur í sér
mismunun milli manna, sem ann-
ars sæta sömu eða hliðstæðum
kjörum. Niðurstaða álitsdraganna
er sú að greiða skuli hlutfallslegar
verðbætur eins á öll laun ef sama
regla eigi að gilda fyrir alla í þessu
efni.
Nokkrir nefndarmanna lögðu
fram bókanir þar sem gerðar voru
athugasemdir við ýmsa af þeim 8
tillöguliðum sem fram komu í
margnefndum drögum. Enginn
gerði þó athugasemd við lið þar
sem lagt er til að verðbætur
greiðist sem hlutfallslegar bætur á
öll laun. Virðast fulltrúar í
vísitölunefnd því vera sammála
um þennan lið. Þrátt fyrir þetta
ákvað rikisstjórnin í lögum nr.
103/1978 um tímabundnar ráð-
stafanir til viðnáms gegn verð-
bólgu að ákvæði um þak skyldu
haldast óbreytt.
Bandalag háskólamanna mót-
mælir því harðlega að slíkar
ákvarðanir skuli vera teknar utan
við vísitölunefnd og þvert ofan í
fyrstu tillögur nefndarinnar, enda
vandséð hver tilgangur slíkrar
nefndar er ef ekkert mark er tekið
á tillögum hennar.
Vinnuslys
VINNUSLYS varð í fyrirtækinu
Ýtutækni í Hafnarfirði á þriðju-
daginn. Starfsmaður fyrirtækisins
vann að því að raspa hjólbarða
fyrir sólningu og vildi þá svo illa
til að raspurinn fór í vinstri hendi
mannsins og slasaðist hann mikið
á hendinni.
AUGLYSIN'CASIMIN'N ER:
22480
jUergnnbfatiib
Rakarastofan
Klapparstíg
Klapparstíg 29,
sími 12725.
ptnrgíiiEÍífaírlli
óskar eftir
blaðburðarfólki
AUSTURBÆR:
□ Baldursgata
□ Hverfisgata 63—121
□ Skipholt 1—50.
VESTURBÆR:
□ Nýlendugata
□ Grenimelur 26—49
□ Hávallagata
□ Garöastræti
□ Túngata
UPPL. I SIMA
35408
L—— i — ii. *~**" i) ■ - - ==Ji ^—1 —1 — E
Við bjoðum lika
allttil
I
pípulagna
Ifyrsta lagi:
JÁRNRÖR OG TENGI
til vatnslagna, ásamt
GLERULLARHÓLKUM
og öðru tilheyrandi efni.
( öðru lagi:
HITAÞOLIN FRÁ-
RENNSLISRÖRog tengi
úr plasti.
( þriðja lagi:
PLASTRÖR OG TENGI
til grunnlagna.
(fjórða lagi:
DRENLAGNIR OG TENGI
úr plasti.
f fimmta lagi:
PLASTRÖR OG TENGI
til kaldavatnslagna.
í sjötta lagi:
DANFOSS HITASTILLA
1
í sjöunda lagi:
ÞAKRENNUR ÚR PLASTI.
Þar sem fagmennirnir
verzla er yður óhætt.
BYGGINGAVÖRUVERZUJN BYKO
KÓPAV0GS SF
NÝBÝLAVEGI8 SÍMI:41000
bat,-
Peysur á alla fjölskylduna.
Bútar og garn. Allskonar fatnaöur.
Opiö 1—6
LESPRJ0N H.F., Skei(an6