Morgunblaðið - 11.01.1979, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR 1979
27
fjallsbrúninni. Valdimar Örn-
ólfsson rennir sér brosandi úr
og lyftuverðir fylgjast
öllu.
Elín Pálmadóttir, fyrrverandi formaður Bláfjallanefndar, og
núverandi formaður, Gestur Jónsson, hýr í bragði og augsýnilega
ánægð með þann áfanga sem náð hefur verið. Elín vann ötullega að
framgangi mála varðandi lyftuna meðan hún var formaður.
fara með lyftunni upp á topp og
skoða allar aðstæður.
Keyptur hefur verið mjög
vandaður snjótroðari og á hann
ýmsir aukahlutir, m.a. plógur til
að gera göngubrautir, og ýtutönn
til að ýta snjó. Þá hefur verið
keyptur voldugur vélsleði til að
flytja fólk sem slasast kann í
skíðabrekkunum. Bílastæði eru
mikil og góð í Bláfjöllum og
vegurinn hefur verið endurbættur
verulega.
Þrátt fyrir að mikið verk hafi nú
þegar verið unnið á Bláfjallasvæð-
inu eru enn mörg verkefni óleyst.
Verkefni næstu ára eru meðal
annars að lýsa brekku þá, sem
stólalyftan stendur við, byggja
þjónustumiðstöð, stökkpalla og
fleira mætti telja.
- Þ.r.
Lyftan er hið mesta mannvirki og stórkostlegt átak hefur verið gert
fyrir skfðaíþróttina, svo og allan almenning sem hana stundar.
Gerbreytir lyftan allri aðstöðu fyrir skiðafólk í Bláfjöllum.
Opnunartími lyftna
Opnunartími lyftna Bláfjallanefndar verður sem hér segir:
Laugardaga, sunnudaga og frídaga kl. 10.00-18.00
Mánudaga og föstudaga kl. 13.00-18.00
Þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga kl. 13.00-22.00
Verð aðgöngumiða
Verð aðgöngumiða í lyftur Bláfjallanefndar eru sem hér segir:
Ferðamiðar:
1 ferð fullorðnir kr. 80.00
1 ferð börn kr. 40.00
I stólalyftu er tvöfalt gjald.
Selt er minnst fyrir kr. 400.00 hjá fullorðnum og kr. 200.00 hjá
börnum.
Dagkort:
Dagkort gilda virka daga frá kl. 13.00-18.00
Fullorðnir kr. 1.600.00
Börn kr. 800.00
Árskort:
Fullorðnir kr. 23.000.00
Börn kr. 11.500.00
Árskortin gilda eingöngu í dráttarlyftur Bláfjallanefndar.
Handhafar þessara árskorta fá aðgang að stólalyftu á hálfu verði.
Börn teljast þeir unglingar, sem fæddir eru 1963 og síðar.
inusé
hálfu
nauðsynjar þess, að gerður sé
frekari reki að máli þessu." Bréfið
er dagsett 29. desember 1978.
• Verölagsstjóri slapp
meö skrekkinn
Morgunblaðið ræddi við Örn
Johnson til þess að fá nánari
upplýsingar um það, hvað honum
hafi gengið til með upphringingu
sinni til Ólafs síðastliðið sunnu-
dagskvöld. Örn kvað sér hafa
gengið það eitt til að hann hefði
viljað vekja athygli á málinu að
nýju. Verðlagsstjóri hefði verið
búinn að mæla með hækkun fyrir
dagblöðin úr 100 krónum í 110
krónur, síðdegisblöðin hefðu
hækkað í 125 krónur og brugðist
þar með hart við. Þau hefðu haft
alla pressuna á bak við sig og lagt
fram öll gögn í málinu. Þetta væri
sérstakt mál, mörg fyrirtæki
hefðu barizt við verðlagsstjóra, en
aldrei náð svo langt að verða kærð.
Kvað Örn það byggjast fyrst og
fremst á því að verzlunarfyrirtæki
vildu ekki standa í eilífu stríði við
verðlagsstjórak því að lentu þau
upp á kant við embættið, gerðist
nákvæmlega hið sama og fyrir
þeim, sem lenda upp á kant við
starfsmenn í tollinum — þeir fá
ekki aðstoð við eitt eða neitt. Örn
sagði að þótt málið hefði verið
látið niður falla hefði verðlags-
stjóri að sínu viti sloppið með
skrekkinn í þetta skipti, án þess að
borgararnir fengju vitneskju um
það, hvernig opinber starfsmaður
getur haft í hendi sér atvinnutæki-
færi mörg hundruð manna og
gjörsamlega lagt þau í rúst með
einni ákvörðun án röksemda.
• Blööin vega ótrúlega
pungt í vísitölu
I samtali forsætisráðherra og
Arnar sagði ráðherrann að vel
gæti verið að, að verðlagsnefnd
hætti að skipta sér af verðlagi
blaða, en ef slíkt ætti að koma til,
yrði nefndin sem slík að taka þá
ákvörðun. Hins vegar væru blöðin
undir verðlagseftirliti vegna þess,
„að þau vega svo ótrúlega þungt í
vísitölu og þess vegna er nú verið
að halda þessu niðri.“ Örn kvaðst
líta svo á að þetta skipti engu í
þessu tiltekna máli. Verðlagsnefnd
hefði á þessum tíma ákveðið að
skipta sér af þessu, ákveðið 110
krónur fyrir eintakið, sem
síðdegisblöðin hefðu haft að engu.
Því þyrfti að fá dóm í málinu um
það hvort ákvörðun verðlagsstjóra
hefði verið rétt á þessum ákveðna
tíma, þegar ákvörðunin var tekin.
Með ákvörðun saksóknara fær
hins vegar verzlunin í landinu ekki
dóm á störf verðlagsstjóra og
verðlagsnefndar.
Morgunblaðið spurði Svavar
Gestsson, viðskiptaráðherra, hvort
hann teldi mögulegt, eins og fram
kom hjá Ólafi í útvarpinu, að
verðlagsnefnd hætti afskiptum af
verðlagi blaða. Svavar sagði að
blöðin væru undir verðlagsákvæð-
um og í gildi væru lög um
kjaramál, sem ríkisstjórnin hefði
sett í haust. í einni grein laganna
væri kveðið á um, að engin vara
eða þjónusta mætti hækka án þess
að stjórnvöld legðu blessun sína
yfir það. Það ákvæði hlyti að
ganga yfir blöðin eins og annað.
„Hitt er aftur annað mál,“ sagði
Svavar, „að ég hef alltaf verið
þeirrar skoðunar sjálfur og er það
enn, að blöðin eigi að verðleggja
sig sjálf, þau hafi hagsmuni af því
að gæta þess, að fara ekki of langt
í hækkunum á þjónustu sinni. Því
hef ég talið að þau ættu að vera
þarna fyrir utan. Við höfum ekki
skipt okkur af verðlagningu á
bókum og það hefur heyrzt hjá
mörgum, að það orki tvímælis
gagnvart ákvæðum stjórnarskrár-
innar að skipta sér af verðlagn-
ingu á dagblöðum eins og stjórn-
völd hafa neyðzt til að gera. Blöðin
vega ótrúlega þungt í vísitölunni.
Ég minni og á það, að þegar
síðasta hækkun átti sér stað fór
. hún að heita mátti afskiptalaust í
gegnum viðkomandi stofnanir."
é „Rak upp stór augu“
Svavar kvað ekki hægt að taka
neitt út úr vísitölunni öðru vísi en
að beita löggjafarvaldinu, eða að
ná um það samkomulagi milli ríkis
og verkalýðshreyfingar. Hafi
menn verið tregir til að krukka í
vísitöluna með þessum hætti. Þvi
sagðist hann tæplega hafa trú á að
menn yrðu ýkja hrifnir af því.
„Mín skoðun er þó sú, að eðlilegast
væri að blöðin væru bæði utan
verðlagsákvæða og utan vísitölu."
Um ákvörðun ríkissaksóknara
sagði viðskiptaráðherra: „Ég lít
það alvarlegum augum, eins og
einn maður sagði hér forðum, og
ég rak upp stór augu, þegar ég
frétti af þessu. Ég hef ekki sjálfur
fengið gögn í hendur, þannig að ég
veit ekki á hvaða forsendu sak-
sóknari byggir þetta. Það er
augljóst mál, að verðlagsnefnd og
ríkisstjórn eru bærir aðilar til
þess að ákveða tiltekið hámarks-
verð á vöru og þjónustu sam-
kvæmt kjaramálalögunum, sem ég
minntist á áðan, þannig að það
vekur furðu mína, að þessi skuli
vera niðurstaða saksóknara. Ég
hef hins vegar ekki skoðað gögn
málsins, en ég mun kynna mér
þau.“