Morgunblaðið - 11.01.1979, Síða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR 1979
Óperugleði í
Háskólabíói
ÓPERUGLEÐI hoft í Iláskóla-
hiói lauKardax 13. janúar kl.
15.00. Fluttar vorða aríur og
samsönKvar úr óporum og
óporottum. þar á moðal úr
Töfraflautunni oftir Mozart.
Carmon Bizots. Ævintýrum
Hoffmanns og Góncvieve de
Bramhant oítir Offonbach og
Loðurblökunni cftir Strauss.
Tónloikarnir oru mcð óvcnju-
logu sniði. oru okki í venjulegu
konscrtíormi. cn kaflarnir.
som toknir oru úr verkunum.
oru sottir á svið og söngvarar
oru í tilheyrandi loikbúningum
miðað við hlutvork. Engin
hljómsvoit loikur moð. cn spil-
að or undir á píanó og annast
Carl Billich og Ólafur Vignir
Albortsson undirloik.
Gestur á „Gloðinni" vorður
Guðrún A. Símonar. on kynnir
or María Markan.
Allur undirbúningur og efnis-
val er í höndum Sigríðar Ellu
MaKnúsdóttur, sem jafnframt
tekur þátt í tónleikunum, en
aðrir söngvarar, sem koma
fram, eru Elín Sigurvinsdóttir,
Elísabet ErlinKsdóttir, Svala
Níelsen, Már Mafjnússon, Sig-
urður Björnsson, Símon
VauKhan og þrjár ungar söng-
konur, Berglind Bjarnadóttir,
Sigrún K. Magnúsdóttir og
Signý Sæmundsdóttir.
Söngmál á islandi flókin
í stuttu rabbi við Sigríði Ellu
sagði hún meðal annars: „Komið
var að máli við mig, hvort ég
vildi halda einsöngstónleika, en
þar sem góðir aðilar vildu
gjarnan standa að þessum tón-
leikum og greiða fyrir þá laun,
fannst mér sjálfsagt að fá fleiri
til liðs við mig, þar sem
skemmtilegra er að syngja fleiri
saman.
Ég vissi afskaplega lítið, hvað
beið mín, þegar ég byrjaði á
þessu. Söngmál á Islandi virðast
vera afar flókin, en maður er
vanur því í útlöndum, ef haft er
samband við söngvara, að hann
segi já takk og bregðist glaður
við. Ég þurfti að leita dálítið
eftir söngvurum og velta efnis-
skránni rækilega fyrir mér, en
það er mestur vandi að setja
saman efnisskrá eins og í þessu
tilviki, þegar eingöngu er spilað
undir á píanó. Reynt er að velja
þannig að verkið missi ekki gildi
sitt og einnig að allir geti notið
sín í sem bestu ljósi.
Samvinnan við söngvarana
hefur verið einstök. Þeir hafa
allir lagt sig fram og er mjög
gott að vinna með íslenzkum
söngvurum, þeir kunna sitt. Ég
er nú á leiðinni til frekari starfa
í útlöndum, en vonast í framtíð-
inni til að eyða fríunum mínum
hér og fái þá tækifæri til að
syngja.
Simon Vaughan, eiginmaður
Sigríðar, er einn þeirra, sem
þátt tekur í tónleikunum. Hann
er brezkur og hefur starfað víðs
vegar í heimalandi sínu og
sungið bæði í oratoríum og
óperum, þar á meðal Papageno í
Töfraflautunni, sem hann hefur
fengið hvað mest lof fyrir. Hann
vann á sínum tíma Richard
Tauber-verðlaunin í Englandi.
Af nógu að taka
„Mér finnst þetta afskaplega
skemmtilegt uppátæki,“ sagði
Svala Níelsen, er samband var
haft við hana. „En ef eitthvað á
að gerast í söngheiminum hjá
okkur, verðum við að gera það
upp á eigin spýtur. Ég hef
ákaflega gaman af þessu, þetta
er aukastarf hjá mér, maður
hleypur í þetta. Ef tækifæri,
tími og stuðningur væri gefinn,
þá er ég viss um að söngvarar
myndu gera fleira af þessu tagi,
því af nógu er að taka og
söngvarar okkar margir. Ljóm-
andi gott samstarf er milli
söngvara og áhuginn mikil!
enda stendur óperutónlistin
þessu fólki næst.
Söngurinn er hjá mér áhuga-
mál, þár sem ég vinn við annað
og hef alltaf gert, en söngurinn
stendur næst hjarta mínu, og ég
mun reyna að vinna að þessum
málum, meðan ég hef vilja og
getu til. Tónlistin lifir ekki án
söngs, og ég vona að þeir íhugi
það gaumgæfilega, sem eitthvað
vinna að þessum málum.“
Þrjár ungar söngkonur
Þrjár ungar söngkonur koma
einnig fram á konsertinum.
Signý Sæmundsdóttir, Sigrún K.
Magnúsdóttir og Berglind
Bjarnadóttir.
Aðspurð kvaðst Signý hafa
verið við söngnám í 2 ár hjá
Elísabetu Erlingsdóttur eins og
þær stöllur hennar Berglind og
Sigrún, í Tónlistarskólanum í
Kópavogi. En hún er einnig við
nám í tónmenntadeild Tónlist-
arskólans í Reykjavík.
Berglind Bjarnadóttir byrjaði
söngnám 16 ára í Tónlistar-
skólanum í Kópavogi og útskrif-
aðist þaðan á sl. ári. Sagði hún
að til stæði að fara út fyrir
landsteinana til frekara náms
en ekki væri ráðið hvort yrði
fyrir valinu Svíþjóð eða Þýzka-
land. Sigrún K. Magnúsdóttir
hefur verið í söng í 6 ár. Eftir
nám hér dvaldist hún í ár við
Tónlistarháskóla í Vín undir
handleiðslu Svanhvítar Egils-
dóttur. Hún er nú við nám í Osló
í tóniistarfræðum.
Fleiri söngleiki
Már Magnússon tenór sneri
sér að sögnum í Vín 1968 og lauk
prófi þar á sl. ári. Hefur hann
meðal annars sungið sem
Pygmalion í óperunni Hin fagra
Galathee eftir í Vín. Hann
hefur þegar haldið tvenna sjálf-
stæða tónleika.
Aðspurður um væntanlegan
konsert á laugardag sagði hann
meðal annars: „Þetta er mjög
gaman og mikil og sönn ánægja
að taka þátt í þessum flutningi.
Hins vegar mætti hafa stöðugri
flutning á söngleikjum í Þjóð-
leikhúsinu. Einnig mætti koma
til opinber aðstoð við söngvara
og þeir sýna meiri samstöðu."
Skemmtilegt framtak
„Þetta er ákaflega skemmti-
legt framtak," sagði Elísabet
Erlingsdóttir form. Félags ís-
lenzkra einsöngvara. „Þetta er
reyndar í fyrsta skipti, sem
þetta er gert á slíkan hátt, þar
sem í sumum atriðunum verðum
við í leikbúningum og setur það
vonandi skemmtilegan svip á
tónleikana. Það er ekki svo oft,
sem tækifæri gefst til þess að
syngja saman. Ég held, að
grundvöllur sé fyrir flutningi
sem þessum, allir vilja vinna
saman og hafa virkilega ánægju
af þessu.“
Efnilegt fólk
„Þetta er nýtt hér,“ sagði
María Markan, sem er kynnir á
tónleikunum, „og vel til þess
fallið að reyna þetta og sjá til
hvernig gengur. Ég vona að
okkur verði vel tekið, þetta er
ungt og efnilegt fólk og verður
að þreifa fyrir sér. Undir-
búningur er í góðum höndum
hjá Sigríði og áhuginn
brennandi hjá þessu fólki öllu
saman. Öll viðleitni er góð og
allur stuðningur líka.“
Spor í rétta átt
„Það er gaman að prófa þetta,
það er ólíkt því, sem við höfum
gert áður, mér finnst þetta spor
í rétta átt,“ sagði Elín Sigur-
vinsdóttir. „Ahugi fyrir söng
virðist hafa aukist mikið og ég
vona að framhald verði á
óperuflutningi sem þessum, þó
vandamál séu mörg hvað varðar
aðbúnað söngvara. Mér finnst
það ætti að vera hægt, af nógu
er að taka.“
Góö byrjun
„Ég er með sér prógram,"
sagði Guðrún Á. Símonar, sem
er heiðursgesturinn á tónleikun-
um. „Ég ætla að syngja tvö lög
ítölsk, annað frá Napólí eftir
Curtis og hitt, sem sjaldan
heyrist, A1 di la eftir Donida. Nú
á ég bráðum 40 ára starfsafmæli
og syng ekki einn falskan tón.
Mér finnst að óperur eigi rétt á
sér, ein, tvær eða þrjár, alveg
eins og leikhús, og vona að það
verði án rifrildis. Við eigum
góða söngvara bæði yngri og
eldri og ég vona að áframhald
verði á óperugleði eftir þessa
tónleika, sem mér finnst vera
mjög góð byrjun," sagði Guðrún
í lokin.
Tónleikarnir hefjast eins og
áður segir á laugardag, Miða-
sala er í bókaverzlunum Lárusar
Blöndal.
Signý, Már, Elín, Simon, Sigurður, Sigrún, Berglind, Svala og Sigríður Ella á æfingu. Carl Billich
leikur undir.
/
S.I.S. er stærsta fyrirtæki
landsins með 1414 starfsmenn
SAMBAND íslenskra samvinnu-
félaga er stærsta fyrirtæki lands-
ins, Póstur og sími er annað stærsta
og Flugleiðir eru þriðja stærsta
fyrirtæki á íslandi, samkvæmt skrá
er tímaritið Frjáls verzlun heíur
birt. Er í skránni, sem unnin er út
frá gögnum Hagstofunnar, reiknað
út frá slysatryggðum vinnuvikum
og meðalfjölda starfsmanna. Miðað
er við árið 1977.
Hafa verður í huga þegar litið er á
stærð fyrirtækjanna, að þessi við-
miðun kann að vera gagnrýnisverð,
og hugsanlega hefði átt að leggja
annan mælikvarða á stærð þeirra.
Til dæmis gæti velta þeirra verið
réttari mælikvarði, þótt ekki sé hann
einhlítur heldur. Þá er einnig sá
annmarki hér á, að þær tölur sem
byggt er á frá Hagstofunni eru ekki
endanlegar, en ekki er þó talið að
endanlegar tölur muni breyta röð
fyrirtækjanna.
Fram kemur, að hjá tíu stærstu
fyrirtækjum landsins vinna um 11%
af vinnandi fólki í landinu. Hjá 100
stærstu fyrirtækjunum vinnur hins
vegar líklega um 27 til 28% vinnandi
fólks í landinu.
Listi sá, sem Frjáls verzlun birti,
fer hér á eftir:
Fyrirtæki Tryggðar Meðalfjöldi
vikur starfsmanna
1. Samhand íslenskra samvinnufélaga 73.546 1.414
2. Póstur og sími 70.358 1.353
3. Flugleiðir 70.205 1.350
4. Eimskipafélag íslands 50.899 978
5. Kaupfélag Eyfirðinga Akureyri 47.949 922
6. Landsbankinn 40.004 769
7. íslenska Álfélagið 35.612 685
8. Sláturfélag Suðurlands 28.700 551
9. íslenskir Aðalverktakar 22.287 429
10. Útgerðarfélag Akureyrar 22.009 423
11. Skeljungur 13.554 261
12. Norðurtanginn h.f. ísafirði 13.303 256
13. Olíufélagið h.f. 13.205 254
14. Mjólkursamsalan 13.082 252
15. Kaupfélag A-Skaftfellinga 12.945 249
16. Álafoss 12.845 247
17. Slippstöðin Akureyri 12.788 246
18. Kaupfélag Borgfirðinga 12.267 236
19. Kaupfélag Árnesinga 12.051 232
20. Kaupfélag Skagfirðinga 11.841 228
21. Olíuverslun íslands 11.479 221
22. Síldarvinnslan Neskaupstað 11.455 220
23. Meitillinn Þorlákshöfn 11.153 214
24. Þormóður Rammi 10.883 209
25. Búnaðarbankinn 10.724 206
26. Áburðarverksmiðja rikisins 10.575 203
27. Sementsverksmiðja ríkisins 10.498 202
28. Útvegsbankinn
29. Reykjalundur
30. ísbjörninn
31. Bæjarútgerð Hafnarfjarðar
32. Haraldur Böðvarsson og Co.
33. Hampiðjan
34. íshúsfélag Bolungavíkur
35. Vélsmiðjan Héðinn
36. Hagkaup (Pálmi Jónsson)
37. Fiskiðjan hf. Vestmannaeyjum
38. Hraðfrystihús Eskifjarðar
39. íshúsfélag ísfirðinga
40. Breiðholt h.f.
41. Freyja h.f. Suðureyri
42. Kirkjusandur
43. Fiskiðjusamlag Húsavíkur
44. Kaupfélag Héraðsbúa
45. Kassagerð Reykjavíkur
46. Kaupfélag Þingeyinga
47. Árvakur (Morgunblaðið)
48. Bæjarútgerð Reykjavíkur
49. Hafskip h.f.
50. Þorgeir og Ellert, Akranesi
51. Seðlabanki íslands
52. Kaupfélag Rangæinga
53. Mjólkurbúa Flóamanna
54. Ishúsfélag Vestmannaeyja
55. Stálvík, Hafnarfirði
56. Hjálmur h.f. Flateyri
57. K.R.O.N.
58. íslenskt Verktak
59. Kaupfélag Dýrfirðinga
60. Ölgerðin Egill Skallagrímsson
10.066 194
9.609 185
9.293 179
9.247 178
9.245 178
9.167 176
9086 175
8.900 171
8.576 163
8.450 162
8372 161
8.308 160
8.177 157
8.153 157
7.989 154
7.884 152
7.823 150
7.785 150
7.595 146
7.355 141
6.934 133
6.921 133
6.882 132
6.752 130
6.727 129
6.470 124
6.359 122
6.215 120
6.208 119
6.087 117
6.065 117
6041 116
5.991 115