Morgunblaðið - 11.01.1979, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR11. JANÚAR 1979
35
umHORP
Umsjón: Tryggvi Gunnarsson og Anders Hansen.
„Afturvirk skattalög hafa
nokkuð tíðkast hér á landi, en
það er þó munur á þeim og
afturvirku skattalögunum sem
ríkisstjórnin setti með bráða-
birgðalögum í haust. Þau
skattalög sem áður hafa tíðkast
mætti kalla „hálfgildings" aft-
urvirk sem felst í því að
breytingar á skattalögum hafa
verið gerðar um áramót, í lok
„Setning afturvirkra
laga er brot á megin-
reglu réttarríkisins“
— Er slík lagasetning brot á
hugmyndinni um réttarríkið?
„Með því að setja íþyngjandi
afturvirk lög er verið að þver-
brjóta eina meginreglu réttar-
ríkisins. Regluna sem kölluð
samræmi við hagsmuni og
þetta tvennt getur raunar
stangast algjörlega á. Réttlæti
bannar að lög séu afturvirk, en
einhverjir hagsmunir eða nauð-
syn geta krafist þess.
í lögfræði er það kennt að
stjórnskipunarlög séu ekki
aðeins þau ákvæði sem prentuð
eru í stjórnarskránni. Ólafur
Jóhannesson heldur því fram í
bók sinni Stjórnskipun
íslands. sem er kennslubók við
lagadeild Háskólans, að til séu
grundvallarreglur sem ekki séu
skráðar í stjórnarskránni en
njóti eigi að síður verndar 79.
greinar hennar. Dæmi um slíka
reglu er sjálf þingræðisreglan
og reglan um að dómstólar meti
gildi laga. Armann Snævarr
Réttlæti bannar að
lög séu afturvirk
Garoar Gisiason borgar-
dómari. Garóar stundaði fram-
haldsnám { róttarheimspeki
vió Oxfordháskóla og hann er
stundakennari í almennri Iðg-
fræói vió Háskóla íslands.
vinni hann að því leyti fyrir
ríkið. Á sama hátt má segja að
þegar menn eru farnir að
greiða 70% tekna sinna til
ríkisvaldsins að þá séu þeir
orðnir þrælar þess.
Til eru þeir sem halda þvl
fram að ríkið hafi engan rétt til
að taka meiri peninga af
mönnum en þarf til að halda
þjóðfélaginu gangandi, til þess
að halda uppi lögum og reglu,
samgöngukerfi skólum og
spítölum. Að ríkið hafi engan
rétt til þess að taka af mönnum
fé umfram lágmarksþarfir
þjóðfélagsins. Þessi kenning er
mjög umdeild og felst höfuð
gagnrýnin í því að ríkið eigi
einnig að sjá fyrir þeim sem
ekki geta séð fyrir sér sjálfir.
Þessu er ég sammála en þar tel
ég að einnig eigi að setja
mörkin og fæ því til dæmis ekki
séð að niðurgreiðslur á land-
búnaðarvörum og styrkir til
iðnaðar eða lista falli innan
þessa ramma, svo dæmi séu
tekin."
þess tímabils er menn öfluðu
teknanna. Menn vissu að þeir
áttu eftir að fá þennan skatt og
borga hann og höfðu nokkra
hugmynd um hvað hann yrði
hár þegar álagningin kæmi.
Þetta getum við kallað „hálf-
gildings" afturvirkni, sem í
raun ætti ekki að tíðkast, en
verðbólgan og launahækkanir
eru sú ástæða sem allir viður-
kenndu að væri fyrir hendi, auk
annarra sjónarmiða.
En að taka nýjan skatt af
mönnum eftir að álagning
hefur farið fram er eðlismunur
og hrein afturvirkni.
Það sem réttlætir tekju og
eignarskatt yfirleitt er að menn
ráða því sjálfir hvort þeir afla
hárra tekna eða ekki og að þeir
vita, að því meiri tekna sem
þeir afla, þeim mun hærri
verður tekjuskatturinn. Aftur-
virkni býður ekki upp á siíkt.
Þar er verið að taka fjármuni
af fólki sem líkja mætti við
eignarnám, sem fara verður
eftir 67. grein stjórnarskrár-
innar".
Þannig komst Garðar Gísla-
son að orði við blaðamenn
Umhorfssíðunnar um aftur-
virku skattalögin sem ríkis-
stjórnin stóð fyrir í september.
Garðar er sérmenntaður í
réttarheimspeki og okkur lék
forvitni á að kynnast viðhorf-
um hans til lagasetningar af
þessu tagi og skattamála al-
mennt. Garðar Gíslason er
borgardómari og stundakenn-
ari í almennri lögfræði við
lagadeild Háskólans.
hefur verið „legalitetsprinsipp"
eða um lagaáskilnað, en hún
krefst þess að íþyngjandi regl-
ur verði að setja með settum
lögum af hálfu löggjafans og
þær þurfa að vera almennar og
skýrar vegna þess að þeim er
ætlað að hafa áhrif á hegðan
ákveðins hóps manna. Aftur-
virk lög geta ekki, eðli sínu
samkvæmt haft áhrif á hegðun
manna og eru því andstæð
meginsjónarmiðum um réttlæti
og sanngirni — réttarríkið
gildir ekki þar sem sett eru lög
um liðna tíma. Afturvirk lög
eru afsakanleg ef um neyðar-
ástand er að ræða eða mjög
óvenjulegar aðstæður eins og
til dæmis í stríðslokin, en engin
slík rök voru færð fram af
stjórnvöldum er setning um-
ræddra laga var til umræðu,
enda var ekki um neyðarástand
að ræða frekar en endra nær
hér á landi“.
heldur því fram að reglan um
bann við afturvirkum lögum sé
meginregla í íslenskum rétti og
það er almenn skoðun meðal
lögfræðinga. Lagasetningar-
valdið virðir og þessa megin-
reglu yfirleitt í lagasetningum
sínum.
Þó að dómstólar hafi hingað
til látið löggjafann um mat á
„brýnni nauðsyn" og „almanna-
þörf“ þá hefur engin regla
skapast um þetta atriði. Það
hefur hingaö til ekki verið vitað
til þess að löggjafinn hafi sett
hrein íþyngjandi afturvirk lög,
en nú er spurning hvort þessi
regla hafi ekki verið brotin.".
Um mörkin milli
einstaklinga
og ríkisvalds
„Hafi reglunnar um
bann við afturvirkni
einhverntíma verið
þörf, þá er það nú“
„Réttlæti þarf ekki
alltaf að vera í
samræmi við hagsmuni“.
— Því hefur verið haldið
fram að þegar dæma á um
hvort afturvirk lög fái staðist
verði að meta tvennt, annars-
vegar hagsmuni borgaranna og
hinsvegar nauðsyn stjórnend-
anna. Telur þú að fleira komi
til greina og er ekki „nauðsyn
stjórnendanna" nokkuð teygj-
anlegt hugtak?
„Jú, ég tel að þarna komi
fleira til greina. Sanngirnis-
sjónarmiðið hlýtur að vega
þarna þungt á metunum. Rétt-
læti þarf ekki alltaf að vera í
— Þá hefur því verið haldið
fram að vegna breyttra þjóð-
félagsaðstæðna sé reglan um
bann við afturvirkni laga ekki
eins mikilvæg og áður. Hvað
segir þú um þessa röksemd?
„Ég tel að hafi reglunnar
einhverntíma verið þörf þá sé
það nú, á tímum síaukinna
ríkisafskipta".
— Telur þú ekki að reglunnar
væri betur gætt með ákvæði í
stjórnarskránni svo sem tveir
þingmenn Sjálfstæðisflokksins
hafa lagt til á Alþingi?
„Það er alveg sjálfsagt að
setja regluna í stjórnarskrána,
en ég tel að hún sé samt sem
áður gildandi grundvallarregla
á sama hátt og þingræðisreglan
og reglan um að dómstólar meti
gildi laga.“
„Aukin skattheimta
eykur skattsvik“
— Hvaða tryggingu hafa
menn fyrir því, ef unnt er að
setja afturvirk skattalög, að
ríkið setji ekki afturvirk lög á
öðrum sviðum?
„í 67. grein stjórnarskrárinn-
ar er bannað að taka eignir af
mönnum nema almenningsþörf
krefjist og komi fullt verð fyrir.
Við getum tekið dæmi. Ef nú
væru sett lög um meiri sölu-
skatt af hlutum sem keyptir
voru 1978 — er það ekki hrein
eignaupptaka? Þetta tel ég
hliðstætt því sem gerðist með
bráðabirgðalögunum í haust.
En ef lög fara útfyrir reglur
stjórnarskrárinnar þá hefur
dómstóll vald til að meta það.
Þetta er grundvallarregla sem
ekki er í stjórnarskránni, en er
eigi að síður varjn af 1.
meðgreiðn 79. greinar."*
— Er ekki ríkið komið býsna
langt í skattheimtunni þegar
einstaklingur samkvæmt hæsta
núverandi skattþrepi, eftir
bráðabirgðalögin, greiðir
50—70 krónur af hverjum
hundrað sem hann aflar í beina
skatta og þarf einnig að borga
ríkinu mjög stóran hlut þeirra
30—50 sem eftir eru í formi
söluskatts og allskyns annarra
skatta?
„Þessi spurning er efnislega
hversu langt á ríkið að seilast í
vasa einstaklinganna, hvar
sétja eigi mörkin milli ein-
staklinga og ríkisvalds. Það má
segja að þegar ríkisvaldið tekur
10, 20 eða 30% af tekjum
manna í formi skatta, að þá
— Telur þú að kröfur fólks til
ríkisvaldsins um opinber
afskipti á öllum sviðum og
slagorðin um „félagslegar
lausnir" séu í raun krafa um
auknar skattaálögur?
„Það er alveg klárt að fólk
getur ekki bæði greitt stóran
hlut tekna sinna til ríkisins og
leyst málin sjálft. Þess vegna er
það í sjálfu sér ekki óeðlilegt að
fólk leitar til ríkisvaldsins
vegna þess að ríkið er alltaf að
skipta sér af fleiru og fleiru.
Afleiðingin er síðan útþensla í
ríkiskerfinu sem síðan krefst
aukinnar skattheimtu, sem
kallar á meiri kröfur og koll af
kolli.“
— Hvaða áhrif hefur aukin
skattheimta á skattsvik?
„Ég tel að það séu viss
takmörk sem skattheimta á
hvern einstakling má ekki fara
yfir. Þessi takmörk felast í því
að þegar vissu stigi er náð fer
skattheimtan að hafa óæskileg
áhrif á skattgreiðandann. Ég
get tekið undir það sem Sveinn
Jónsson hefur bent á að fólk
bregðist við á þrjá vegu, sumir
reyna að berjast áfram, aðrir
hreinlega gefast upp og enn
aðrir freistast til að svíkja
undan skatti."
— Hvert er álit þitt á
hugmyndum nokkurra Álþýðu-
flokksmanna á þingi um sér-
stakan skattadómstól til að
fyrirbyggja skattsvik?
Sérstakir dómstólar hafa
aldrei bætt, neitt. Ef menn telja
að málin gangi of hægt ættu
menn að stefna að því að bæta
almennu dómstólana.“
G.S.G./H.L.
Gróska í f élagslífi á Sauðárkróki
SAMGÖNGUR við Sauðárkrók
hafa verið erfiðar á þessu ári
sakir snjóþyngsla. og hafa til
dæmis ekki komið bifreiöar
þangað frá Reykjavík síðan fyrir
áramót, að því er Guðjón
Sigurðsson fréttaritari Morgun-
blaðsins sagði í samtali við blaðið
í fyrradag. Sauðkræklingar hafa
þó tkki verið alveg einangraðir
frá umheiminum, því að Flug-
félag íslands heldur uppi sam-
göngum við Sauðárkrók fjórum
sinnum í viku.
Atvinnuástand hefur verið
nokkuð gott á Sauðárkróki í vetur.
Togararnir fiska nú fyrir heima-
markað og skapa því atvinnu í
frystihúsunum. Frá Sauðárkróki
eru gerðir út skuttogararnir
Drangey, Hegranes og Skafti.
Aflinn skiptist milli þriggja húsa,
tveggja á Sauðárkróki og eins á
Hofsósi. Ekki hefur því orðið
atvinnuleysi á Króknum í vetur að
sögn Guðjóns.
Félagslíf á Sauðárkróki hefur
löngum verið líflegt yfir vetrar-
mánuðina, og er veturinn að þessu
sinni þar engin undantekning.
Mikið er um árshátíðir hinna
ýmsu félaga og þorrablót. Af
félögum sem -starfa á Sauðárkróki
má nefna Lions, Rotary, Stanga-
veiðifélag, verkalýðsfélög og leik-
félag, en auk þess eru ýmis
fyrirtæki með skemmtanir fyrir
starfsfólk sitt. Þá er nýbúið að
stofna Kiwanisklúbb á Sauðár-
króki, þannig að ekki virðist
skorta fjölbreytni í félagslífi
bæjarins. Ibúar kaupstaðarins eru
nú rúmlega 2000 talsin®
Þá hefur leikfélagið starfað af
miklum krafti undanfarin ár, og er
nú í bígerð að setja upp nýtt leikrit
þegar líður á veturinn. Þá fer að
styttast í sæluvikuna sem er
landskunn gleði. Verður hún
trúlega síðari hlutann í mars.
Veðurfar hefur verið framúr-
skarandi gott á Sauðárkróki í
vetur að sögn Guðjóns, alveg
þangað til nú eftir áramótin, þá
setti niður talsverðan snjó, þó að
ekki sé hann neitt óvenjulega
mikill á skagfirskan mælikvarða.
Framan af vetri hefur jafnvel
verið óvenjusnjólétt austur með,
til dæmis í Fljótum, þó að þar sé
nú allmikill snjór.
Spörum
ekki
ökuljósin