Morgunblaðið - 11.01.1979, Blaðsíða 44
í sérverzlun með^
iitasjónvörp og hljómtæki.
FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR 1979
Flugleiðin Island — Glasgow — Danmörk:
Bretar þrengja kost
FI úr 3
ÞAÐ MIJN vera ákveðið af hálfu
brezkra flugmálayfirvalda að frá
1. apríl n.k. fá Flugleiðir lcyfi til
aðeins tveggja áætlunarflugferða
í viku til þess að taka farþega um
burð á leiðinni Glasgow —
Kaupmannahöfn. en um iangt
árabil hefur Flugfclag íslands
flogið þrjár ferðir vikulega á
þessari leið. Reykjavík. Glasgow.
Kaupmannahöfn og öfugt.
2 ferðir
Bretarnir vilja íslendinga út af
þessari leið, þ.e. bei'num farþega-
flutningum milli Bretlands og
Danmerkur. Flugleiðir geta þó
flogið þarna á milli oftar en
tvisvar, en þá án þess að taka
farþega um borð í Glasgow til
Kaupmannahafnar eða frá Kaup-
mannahöfn til Glasgow.
Veiðiréttindi Færeyinga við ísland;
50% skerðing á
loðnuveiði Færey-
inga-14% á þorski
SAMKVÆMT nýju samkomulagi íslendinga og Færeyinga geta
Færeyingar veitt 17500 tonn af loðnu hér við land á þessu ári og 6000 tonn
af þorski í stað 35 þús. tonna af loðnu á s.l. ári og 7000 tonna af þorski, en
heildarkvótinn á bolfiski er óbreyttur, 17. þús. tonn. Veiðar Færeyinga á
íslandsmiðum eru stór þáttur í veiðum þeirra og t.d. voru bolfiskveiðar
Færeyinga á íslandsmiðum um 20% af heildarafla þeirra og loðnuaflinn s.l.
ár var 30% af heildarafla þeirra til löndunar í Fuglafirði. Þá var
endurnýjaður samningur um gagnkvæmar kolmunnaveiðar þjóðanna.
Atli Dam lögmaður Færeyinga
sagði í samtali við blaðamann Mbl. í
gær, að það væri ekki spurning á
þessu stigi málsins hvort þeir væru
ánægðir með aflakvótann, heldur
hitt að það væri mikilvægt fyrir þá
að hafa samning. „Við vildum stærri
kvóta," sagði Atli, „en erum ánægðir
með að hafa samning. Það er rétt hjá
báðum þjóðum að hafa sáttmála og
við vonum að breyttar aðstæður til
hins betra í framtíðinni geti orðið
okkur til góðs í sambandi við
veiðiheimildir."
Pétur Reinert sjávarútvegsráð-
herra Færeyja sagði í samtali við
blaðamann Mbl. að það væri mjög
slæmt fyrir útvegsmenn og sjómenn
í Færeyjum að veiðiheimildir þeirra
við ísland væru þrengdar, „og það
þýðir mikla erfiðleika fyrir okkur,"
sagði Pétur, „því þetta er svo stórt
hlutfail af okkar veiðum. En við
vonum að staða stofnsins lagist
aftur og að þá hækki hlutfall okkar á
ný-“
„Samband okkar við Færeyinga er
sérstaks eðlis og það eru hagsmunir
okkar að halda sa.nbandi við þá og
samvinnu," sagði Benedikt Gröndal
utanríkisráðherra um samninga.
Kjartan Jóhannsson sjávarútvegs-
ráðherrS sagði í samtali við Mbl. um
samningana: „Hér er um að ræða
endurnýjun á samningi þar sem
dregið er úr veiðum. Ég sagði á þingi
LÍU að láta ætti vera að endurnýja
samninga í óbreyttri mynd því draga
þyrfti úr veiðum. Þessi niðurstaða er
í samræmi við það. Forsendur loðnu-
og þorskveiða eru breyttar frá því
sem áður var og þar sem við hlítum
sjálfir aflatakmörkunum í þeim
efnum lögðum við áherzlu á þann lið
samninganna. Það eru skiptar
skoðanir á því hvort ætti að semja
eða ekki og víst væru meiri takmark-
anir æskilegri fyrir þorskinn og
loðnuna, en þetta er spor í rétta átt
að vernda fisktegundir sem harðast
á okkur brenna."
Sjá „Mjög hert cftirlit með
veiðum Færeyinga“ á bls. 2.
-
' e~ '
*****>-. ■ ...
Ljósm. Emilía.
Stólalyftan í Bláfjöllum var formlega vígð í gær. Lyftan, sem er mikið og glæsilegt
mannvirki, er langafkastamesta og best tæknilega útbúna skíðalyfta hér á landi. A
mesta hraða getur lyftan flutt 980 manns á klst. Sjá frétt á bls. 27.
Nýbyggingargjald ríkissjóðs:
Getur orðið rothögg á ýms-
ar byggingarframkvæmdir
— segir Birgir ísleifur Gunnarsson borgarfulltrúi
„ÞAÐ eru geysilegar upphæðir
sem lenda á byggjendum og þeir
þurfa að snara þessum pcningum
út þannig að búazt má við að
þetta verði rothögg á ýmsar
framkvæmdir í Reykjavík og
annars staðar á landinu." sagði
Birgir ísleifur Gunnarsson
Flugleiðir:
Bjóða í farþegaflug á
F okkerum 1 Jemen og Líbýu
FLUGLEIÐIR hafa sent tilboð til Jemcn og Líbýu um farþegaflug á
Fokker-flugvélum, en beiðnir um tilboð þar að lútandi komu frá
þarlendum aðilum fyrir nokkru. Tilboðið til Líbýu varðar farþegaflug í
2—3 mánuði nú í vetur, en tilboðið til Jemen miðast við a.m.k. eitt ár. í
báðum tilvikunum er um að ræða íslenzkar áhafnir á vélunum og fleira
íslenzkt starfsfólk. Tilboð Flugleiða um flug í Jemen miðast við að félagið
fái fleiri flugvélar og eru þau mál nú í athugun. M.a. hafa Flugleiðir spurt
dómsmálaráðuneytið að því hvort eldri Fokker Landhelgisgæzlunnar sé til
sölu. en svar hefur ekki borizt ennþá.
Samkvæmt upplýsingum Harðar
Sigurgestssonar framkvæmdastjóra
hjá Flugleiðum miðast tilboðið til
Jemen við eitt ár til að byrja með og
1—2 vélar auk aðstoðar við rekstur
farþegaflugs þar í landi. Hörður
kvað beiðni um tilboð í þetta
farþegaflug hafa komið í framhaldi
af flugi Arnarflugs með pílagríma,
en með þessu kvað Hörður félagið
vilja reyna að auka á fjölbreytni í
rekstrinum. Tilboðið til Jemen er þó
háð því, að Flugleiðir fái fleiri
Fokker-vélar, því í þetta verkefni
yrðu ekki teknar þær vélar, sem
fljúga nú innanlands. Hörður sagði,
að ef önnur vél Landhelgisgæzlunnar
væri ekki föl þá yrði kannað með
flugvélar utanlands.
Þorsteinn Thorlacius, fulltrúi hjá
Flugleiðum, sagði í samtali við Mbl. í
gær, að beiðni um tilboð í farþega-
flug í Líbýu hefði borizt milli jóla og
nýárs og væri búið að senda tilboð
um vél með áhöfnum. Kvað Þor-
steinn svars að vænta alveg á
næstunni því þetta flug væri áætlað
nú í vetur, en þá er frekar möguleiki
fyrir flugfélagið að taka einhverja af
vélunum í innanlandsfluginu til
skammtímaflugs utan innanlands-
leiða.
borgarfulltrúi í samtali við Mbl. í
gærkvöldi um hið nýja nýbygg-
ingargjald ríkisstjórnarinnar. en
Birgir ísleifur á sæti í Skipulags-
nefnd Reykjavíkurborgar. Gjald-
ið snertir allar byggingar nema
íbúðarhúsnæði og á það að
greiðast að fullu áður en
byggingarleyfi er veitt. en gjaldið
miðast við 2% af kostnaðaráætlun
við byggingu og samkvæmt
hinum nýju lögum rikjandi
stjórnvalda verður það reiknað út
eftir rúmmetraskrá sem Ilag-
stofan á að gefa út tvisvar á ári.
„Þetta nýbyggingagj ald,“ sagði
Birgir Isleifur," slagar hátt í
helminginn af gatnagerðargjaldi,
sem mörgum hefur reyndar þótt
nóg um, en á meðan við sjálf-
stæðismenn fórum með stjórn
borgarinnar var leyft að greiða
það gjald í þrennu lagi eða á
löngum tíma þótt byggingarfram-
kvæmdir hæfust. Undanfarin ár
hafa þeir sem byggja atvinnuhús-
næði kvartað yfir gatnagerðar-
gjöldunum og við dreifðum
greiðslu þeirra á tvö ár eða í
áfanga ef um áfangabyggingar var
að ræða. Nú á að greiða þetta nýja
gjald áður en byggingarleyfi er
veitt og ég óttast stórlega að þetta
dragi úr byggingarframkvæmdum,
sérstaklega varðandi iðnað og um
leið eykur það atvinnuleysi
iðnaðarmanna og annarra sem
farið er að brydda á meðal
iðnaðarmanna sérstaklega."
Nýbyggingagjaldið getur þýtt
æði stórar upphæðir fyrir þá sem
byggja og er blaðinu kunnugt um
að eitt fyrirtæki í borginni sem er
að láta gera teikningar að stóru
verksmiðjuhúsi en getur ekki
skilað teikningum fyrir 15. þessa
mánaðar er nýju lögin ganga í
gildi, þarf að greiða 14 milljónir
króna í nýbyggingargjald ríkis-
stjórnarinnar. Á fundi byggingar-
nefndar í dag liggja fyrir mörg
mál vegna þessara nýju laga en
aðilar sem hyggja á byggingar-
framkvæmdir hafa lagt mikið
kapp á að fá afgreiðslu áður en
þessi nýja skattheimta tekur gildi
í næstu viku.