Morgunblaðið - 20.01.1979, Síða 1

Morgunblaðið - 20.01.1979, Síða 1
40 SIÐUR OG LESBOK 16. tbl. 66. árg. LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 1979 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Eldfjall á Mars — Þetta er staersta eldfjall sem vitað er um, Olympíufjallið svonefnda á norðurhluta plánetunnar Mars. Myndin var tekin úr bandaríska geimfarinu Víkingi. Gígur fjallsins er um 80 kílómetrar í þvermál. íslamskt lýðveldi í uppsiglingu í Iran -segir Khomaini Teheran, París, Aswan, 19. janúar. Reuter. AP. MILLJÓNIR manna gengu í dag um götur í borgum í íran til að fagna brottför keisarans og krefjast þess að komið verði á fót í landinu hreinni stjórn í anda múhameðstrúar. Trú- arleiðtoginn Khomaini, sem býr í útlegð í Frakklandi, sagði í dag að með mótmæl- um sínum undanfarna mán- uði hefði almenningur 1 íran komið keisaranum úr landi og sýnt að hvorki keisarinn Líbanon: Israelsmenn ráðast á búðir skæruliða Tel Aviv, New Yorlt, 19. janúar AP — Reuter ÍSRAELSKI herinn gerði snemma í morgun óvænta árás á tvetinar búðir palestínskra skæruliða í Suður-Líbanon. Pal- estínumenn svöruðu í sömu mynt síðar í dag og skutu eldflaugum á ísraelska landamærabæinn Kir- at Shmona. í New York ákvað ryggisráf 3 Sameinuðu þjóðanna í dag að framlcngja dvöl gæzlu- liðs S.Þ. í Lfbanon um fimm mánuði. 8 V-Þýzkaland: Sjónvarpsþœtti mót- mœltmeð sprengjum Karlsruhe, 19. janúar. Reuter. SPRENGJUR ollu í gærkvöldi miklu tjóni á útsendingar- möstrum v-þýzka sjónvarpsins í Kobienz og Nottuln, meðan verið var að sýna upphafsþátt- inn í bandarískri þáttaröð, þar sem fjallað er um örlög Gyð- inga á tímum nasismans í Þýzkalandi. Ríkissaksóknarinn í Karls- ruhe, Kurt Rebmann, sagði í dag að talið væri að öfgasinnaðir hópar manna yzt til hægri væru valdir að skemmdarverkum þessum, vegna andstöðu við efni sj ón varpsþáttanna. I Koblenz varð að hætta sjónvarpsútsendingum í um klukkustund vegna sprengingar- innar og gert er ráð fyrir að fullnaðarviðgerð á mastrinu taki langan tíma. Frásagnir ísraelsmanna og Pal- estínuaraba af atburðunum í Líbanon í morgun stangast mjög á. Israelsmenn segjast hafa gereyði- lagt báðar skæruliðabúðirnar og fellt 20—25 skæruliða, en Palest- ínumenn segja að 16 hafi fallið. Israelsmenn segja að enginn hafi fallið og aðeins einn særzt úr þeirra röðum, en skæruliðarnir halda því fram að 60 -Israelsmenn hafi látið lífið og hafi ísraelski herinn orðið að senda þyrlur á vettvang til að koma liðsafla sínum og hinum föllnu á brott. Atökin í S-Líbanon í dag eru hin mestu sem orðið hafa þar um slóðir sl. tíu mánuði, en Palestínu- arabar hafa undanfarið staðið fyrir sprengjuárásum á ýmsa staði í ísrael. Er aðgerð ísraelsmanna í dag talin svar við þeim árásum. Talsmaður Palestínuaraba sagði í dag að þeir myndu halda árásum sínum áfram tvíefldir eftir það sem gerst hafði í dag. Hyggjast stórauka aðstoðina við Tyrki Bonn, 19. janúar. AP — Reuter STÓRVELDIN fjögur Bandarikin, Bretland, Vestur-Þýzkaland og Frakkland hafa' hyggju að stórauka efnahagsaðstoð sína við Tyrki að því er haft var eftir talsmanni stjórnarinnar í Bonn í morgun. Að sögn talsmannsins var ákvörðun um þetta tekin á sam- eiginlegum fundi efnahagsráð- gjafa landanna í vjkunni. Ástæður fyrir ákvörðuninni eru af sér- fræðingum aðallega taldar þær að stórveldin telja Tyrkland sitt síðasta vígi í Miðausturlöndum. Hugmyndin um aukna efna- hagsaðstoð til handa Tyrkjum var fyrst reifuð á Guadeloupe-fundi þeirra Carters, Callaghans, né stjórn hans væri velkom- in í íran. Sagði Khomaini að lögmæt þjóðaratkvæða- greiðsla hefði farið fram á götum úti í mótmælaaðgerð- unum og vilji fólksins komið ótvírætt fram. Khomaini sagðist reiðubúinn að snúa aftur til írans, þegar rétta stundin rynni upp, en aðstoðar- menn hans sögðu að brottför Khomainis byggðist fyrst og fremst á því hvenær öryggi hans í Iran væri ekki hætta búin. Khomaini er sagður reiðubúinn til að eiga fund með Ramsey Clark fyrrum dómsmálaráöherra Banda- ríkjanna, en hann hefur verið í Iran nokkra undanfarna daga ásamt tveimur bandarískum há- skólamönnum. Ekkert opinbert samband hefur verið milli Banda- ríkjastjórnar og Khomainis. íranskeisari var í dag í Aswan í Egyptalandi og átti hann bæna- stund með Sadat Egyptalandsfor- seta. Hvorugur leiðtoganna ræddi við fréttamenn, en síðar hittu þeir Gerald Ford, fyrrum Bandaríkja- forseta, sem nú er á ferð í Egyptalandi. Búizt er við að keisarinn haldi um helgina til Marokkó í boði Hassans konungs, en haldi síðan til vesturstrandar Bandaríkjanna, en þar mun hann dvelja fyrst um sinn. Bandaríkjastjórn hefur lokað einni hlustunarstöð sinni í íran, sem notuð er til að fylgjast með eldflaugatilraunum Sovétmanna, en starfrækslu annarrar slíkrar stöðvar veröur haldið áfram. Verkfallið óbreytt í Bretlandi London, 19. janúar. Reuter. AP. BREZKIR ráðherrar beindu þvf enn í dag til leiðtoga verk- fallsmanna að þcir hliðruðu til og leyfðu flutning á helztu nauðsynjum og viðkvæmum varningi til þess að ekki kæmi tii neyðarástands f landinu. Leiðtogar flutningaverkamanna og annarra verkfallsmanna hafa ekki gefið ákveðin fyrirheit um að slaka á aðgerðum sfnum, en þó er e.t.v. talið að þeir muni reyna að haga aðgerðum si'num þannig að þær bitni ekki á aðilum, sem ekki eiga beina aðild að vinnudeilunni. Talsmenn brezka íhaldsflokks- ins hafa harðlega gagnrýnt Callaghan forsætisráðherra fyrir að lýsa ekki yfir neyðarástandi eða kveðja til herinn. Skoðana- könnun sem birt var í dag sýnir að íhaldsflokkurinn hefur bætt við sig fylgi meðal kjósenda að undanförnu og hefur nú fylgi 49% kjósenda, en verkamanna- flokkurinn hefur fylgi 41.5% kjósenda. Skærur á landamærum Thailands og Kambódíu Bangkuk. New York. 19. janúar. AP. Reuter. ÁTÖK URÐU í dag milli thailenzkra landamæravarða og hermanna frá Kambódíu Thailandsmegin við landamæri ríkjanna, að því er lögreglan í Thailandi skýrði frá. Var skipzt á skotum í' um ti'u mínútur, en ekkert mannfall varð. Ekki er ljóst hvort um var að ræða hermenn fyrri eða núverandi stjórnar í Kambódíu. Bardagar geisa enn innan landa- mæra Kambódíu milli fylgis- manna stjórnar rauðu khmeranna og hinna nýju valdhafa. Var í dag barizt á allstóru svæði í landinu og notuðu hermenn nýju stjórnarinn- ar m.a. langdrægt stórskotalið. í New York átti Shianouk fursti fyrrum þjóðhöfðingi Kambódíu samtal við Vance utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, en ekki var látið uppi hvað þeim fór í milli. Shianouk liggur enn á sjúkrahúsi í New York. Schmidts og D‘estaing fyrir nokkrum vikum. Þá var haft eftir talsmanni Vestur-þýzku stjórnarinnar að stórveldin hefðu í hyggju að reyna að fá aðrar vestrænar þjóðir til að feta í fótspor þeirra með aukinni aðstoð við Tyrki. Ekki voru neinar tölur gefnar upp en að mati sérfræðinga er hér um að ræða tugi milljarða dollara. „ísfugl“ — Kynjamynd þessi varð til á trjágrein í Sviss í frostinu á dögunum. Þótti þetta að sönnu vera skrýtinn fugl, enda úr vatni einu saman.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.