Morgunblaðið - 20.01.1979, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 1979
5
Þjóóin var blekkt________
— snúum vörn í sókn
Sjö fundir Sjálfstæðisflokksins
víðs vegar um landið um helgina
Sjálfstæðisflokkurinn efnir til
fjögurra funda víðs vegar um
land í dag og þriggja funda á
morgun, sunnudag. Fundirnir
eru liður í fundarherferð flokks-
ins sem haldin hefur verið undir
kjörorðinu „Þjóðin var blekkt —
snúum vörn í sókn“, en alls verða
36 fundir haidnir vítt og breitt
um landið. Fundirnir eru öllum
opnir og að loknum framsögu-
ræðum verða frjálsar umræður
og fyrirspurnir.
Stykkishólmur
Fundurinn í Stykkishólmi hefst
klukkan 14 í dag í Lionshúsinu.
Ræðumenn á fundinum verða
Kjartan Gunnarsso’n lögfræðing-
ur, sem sæti á í miðstjórn
Sjálfstæðisflokksins, og Þorvaldur
Garðar Kristjánsson alþingis-
maður.
Patreksfjörður
Á Patreksfirði hefst fundurinn
einnig klukkan 14 í dag í Skjald-
borg. Þar tala þeir Matthías A.
Mathiesen alþingismaður og Pétur
Sigurðsson fyrrverandi alþingis-
maður.
Skagaströnd
Þeir Eggert Haukdal alþingis-
maður og Ellert B. Schram
alþingismaður verða ræðumenn á
fundinum á Skagaströnd.
Fundurinn hefst klukkan 14 í
dag, laugardag, og verður hann
haldinn í Félagsheimilinu Fells-
borg.
Eyrarbakki
Þá er fundur á Eyrarbakka í
dag, hann hefst klukkan 14 í
félagsheimilinu Stað.
Framsögumenn á fundinum
verða Friðrik Sophusson alþingis-
maður, Guðmundur Hallvarðsson
formaður Sjómannafélags
Reykjavíkur og Ólafur G. Einars-
son alþingismaður.
Búðardalur
Á morgun er svo fundur í
Búðardal. Hann hefst klukkan 14 í
Dalabúð.
Ræðumenn verða Kjartan
Gunnarsson lögfræðingur og Þor-
valdur Garðar Kjartansson al-
þingismaður.
Bfldudalur
Á morgun, sunnudag, er einnig
fundur á Bíldudal. Hann hefst
klukkan 14 í félagsheimilinu
Baldurshaga.
Ræðumenn verða Matthías Á.
Mathiesen alþingismaður og Pétur
Sigurðsson fyrrverandi alþingis-
maður.
Blönduós
Þá er fundur á Blönduósi á
morgun, hann hefst klukkan 14 í
Félagsheimilinu.
Ræðumenn verða Eggert Hauk-
dal alþingismaður og Ellert B.
Schram alþingismaður.
Kjartan
Gunnarsson
Pétur
Sigurðsson
Friðrik
Sophusson
Þorvaldur Garð-
ar Kristjánsson
Eggert
Haukdal
Guðmundur
Hallvarðsson
Matthías Á.
Mathiesen
Ólafur G.
Einarsson.
Átökí
F.U.F.
í Reykja-
vík
ÁTÖK eru hafin í Félagi ungra
framsóknarmanna í Reykjavík
vegna aðalfundar félagsins sem
verður haldinn þann 31. janúar
næstkomandi. Er ljóst að tvö
framboð munu koma fram f
formannskjöri, en ekki er ljóst
hvort einnig verða átök um önnur
stjórnarsæti.
Jósteinn Kristjánsson sjúkra-
liði verður í framboði til for-
manns, en enn er ekki ljóst hvort
núverandi formaður F.U.F.,
Björn Líndal laganemi, muni
gefa kost á sér til endurkjörs.
Állavega mun þó eitthvert fram-
boð til formanns koma frá
núverandi stjórn. og hefur verið
rætt um Jón Geir Hlynason í því
sambandi, fari svo að Björn gefi
ekki kost á sér.
Að baki framboði Jósteins
Kristjánssonar standa ýmsir
aðilar innan félagsins sem verið
hafa óánægðir með störf F.U.F.
undanfarin ár, og vilja nú freista
þess að gera þar á breytingu.
Að stjórnarframboðinu standa
auk stjórnarinnar Eiríkur Tómas-
son, formaður Sambands ungra
framsóknarmanna og fylgismenn
hans, Guðmundur G. Þórarinsson
og fleiri. Þess má -geta að þeir
Guðmundur G. Þórarinsson og
Jósteinn Kristjánsson eru hálf-
bræður.
Síðastliðið ár hefur verið
nokkuð stormasamt innan Félags
ungra framsóknarmanna í Reykja-
vík, einkum vegna deilna um ágæti
ýmissa „hreinsunaraðgerða" sem
Björn Líndal hefur beitt sér fyrir.
Sáttanefnd í deilu
FÍA og Flugleiða
í SAMRÆMI við ákvæði 3. gr. laga
nr. 33/1978 um sáttastörf í vinnu-
deilum hefur félagsmálaráðherra í
dag skipað sáttanefnd til þess að
vinna að lausn deilu þeirrar, sem nú
er milli Félags íslenskra atvinnu-
flugmanna og Flugleiða h.f.
í nefndinni eiga sæti Brynjólfur
Ingólfsson ráðuneytisstjóri, Guð-
laugur Þorvaldsson háskólarektor og
Hallgrímur Dalberg ráðuneytis-
stjóri. — (Frétt t'rá félagsmálaráðu-
neytinu).
Viö erum hræddir um að tilboð þetta standi
stutt og því miður verður það ekki endurtekið
vegna þess að það eru aðeins til
25 SKODA 120 L AMIGO á þessu
lága verði. Sölumenn okkar veita
allar nánari upplýsingar.
Auöbrekku 44-46, Kópavogi,
sími 42600.