Morgunblaðið - 20.01.1979, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 20.01.1979, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 1979 15 BLÓM VIKUNNAR UMSJÓN: ÁB. ® \§sg/ Blárunni Plumbago Capensis BLÁRUNNI er ættaður lengst sunnan úr Afríku, frá Kaplandi, en hefur um langan aldur verið ræktaður í Evrópulöndum, á Norðurlöndum þó nær eingöngu sem stofu- eða gróðurskálaplanta. Eins og lög gera ráð fyrir er þessi suðræna jurt í mesta máta sólelsk og stórir suðurgluggar þar sem mikillar birtu og hlýju nýtur eru yndi hennar og eftirlæti. Fái hún ekki nóga hlýju á hún það til að fella lauf. Vöxturinn er léttur og hættir til að verða nokkuð renglulegur nema eitthvað sé að gert, t.d. má stinga í pottinn lítilli grind eða prikum til stuðnings. Með því að stýfa hana rækilega má fá vöxtinn þéttari og runnakenndari. Blárunni er blómsæll mjög og sitja blómin í allstórum klösum á stönglunum, blá á lit eins og nafnið gefur til kynna. Til eru þó tegundir með hvítum blómum og rauðum, en þær eru mjög fágætar á norðurslóðum. í Danmörku og sennilega víðar um Norðurlönd gengur jurt þessi undir nafninu BLÝRÓT. Blómgunartíminn er langur, frá því snemma sumars og allt fram í nóvember og allan þann tíma -má halda jurtinni vel útlítandi og snyrtilegri og þá fyrst og fremst með því að fjarlægja blómin jafnóðum og þau visna, hún kemur örugglega með önnur í staðinn. Blárunninn þarf mikla vökvun yfir blómgunar- tímann og þá einnig vikulega áburðargjöf, og með góðri meðferð getur honum orðið langra lífdaga auðið. Eitthvað hefur blárunni verið ræktaður hér á landi en mun þó fremur sjaldgæfur. H.L. A ROKSTOLUM ________HANNES_________ HÓLMSTEINN GISSURARSON: John Kenneth Galbraith kvarðinn á þarfir og óskir, einstaklinganna, því að þarfirn- ar séu „búnar til“ eða „mótaðar" af stórfyrirtækjunum með aug- lýsingum, þær séu „gerviþarfir". En í þessari kenningu felst vantraust á neytandann, huga hans er líkt við deigan leir, sem framleiðendurnir móti, en hann er ekki talinn sjálfstæður ein- staklingur. Eg held, að auglýs- ingar „búi til“ þarfir í sama skilningi og áróður „býr til“ skoðanir auglýsingar eru stund- um ófullkomnar, en þær eru þó upplýsingar til neytendanna. Og engum lýðræðissinna kemur til hugar að banna allan áróður, þótt áróður sé stundum vafa- samur. Benda má á tvær óvé- fengjanlegar staðreyndir til viðbótar. Önnur er, að stórfyrir- tækjum hefur stundum ekki tekizt að selja einhverja vöru þrátt fyrir miklar auglýsingar. Hin er, að neytendur í alræðis- VANDRÆ ÐABARN H AGFRÆ ÐINNAR John Kenneth Galbraith er vandræðabarn hagfræðinnar. Hann beitir varla fræðilegum vinnubrögðum, en bækur hans eru metsölubækur, allir þekkja hann, hann er „celebrity", al- vitringur fjölmiðlanna eins og Arnold Toynbee og Bertrand Russell voru, fenginn til þess að segja skoðun sína á öllum málum. Síðasta bók Galbraiths, Öld óvissunnar (The Age of Uncertainty), sem Var gefin út á íslenzku 1978, sýnir það betur en flestar aðrar bækur hans, hvers vegna hann nýtur bæði mikilla vinsælda almennings og lítillar virðingar hagfræðinga, en hún er samin upp úr efni þáttanna, sem sjónvarpað var fyrir nokkru. Bókin er vel skrifuð og skemmtileg, Galbraith er mjög fyndinn, þótt fyndni hans sé reyndar í ætt við illkvittnina. En hann beitir brögðum, dregur upp skrípamyndir af mótherjum sínum, bendir á þessar skrípa- myndir og skellihlær, er ófræði- legur í verri merkingu orðsins, ónákvæmur og ósanngjarn. Bók Galbraiths ber undirtitil- inn: Ilugmyndir hagfra'ðinnar og áhrif þeirra — en hún er ekki um hugmyndir hagfræð- innar, heldur hleypidóma hans sjálfs. Röksemdir hans fyrir þessum dómum eiga sennilega að felast í mörgum illkvittnislegum sögum um mótherja hans. Og hann gerir þeim upp annarlegar hvatir eða heimsku. Hann segir svo um Davíð Ricardo: „Hann skrifaði mjög nytsamlegar ráð- leggingar til að lina þjáningar hinna ríku vegna óhamingju hinna fátæku." Og hann segir svo um bræðurna John Foster og Allen Dulles: „Eins og bent hefur verið á, voru ekki allir sammála um, hversu fljótur John Foster Dulles væri að hugsa og hversu skýrt hann gerði það. Heilinn í Allen olli engum slíkum vandamálum." Tvær kenningar Galbraiths — sem hann hefur einnig komið orðum að í Iðnríki okkar daga (Teh New Industriel State), sem á íslenzku 1970 — má greina innan um allar sögurnar. Onnur kenningin er sú, að munurinn á austrænu skipulagi og vestrænu sé miklu meiri í orði en verki, því að hvort tveggja sé iðnskipu- lag. Hann tekur sér stöðu við Berlínarmúrinn og segir, að þróunin hafi farið fram úr kenningum Adams Smiths og Karls Marx: „Eg hef lengi verið þeirrar skoðunar að í þraut- skipulögðum iðnríkjum, hvort sem þar er rekinn markaðs- eða miðstjórnarbúskapur, sé til- hneiging í átt til samruna. Ef þörf sé fyrir stál eða bifreiðar í miklum mæli, muni þessi til- hneiging hafa áhrif á allt samfélagið, hvort sem það er í Magnitorgorsk í Ráðstjórnar- ríkjunum eða Gary í Indiana. Ef þetta er rétt, er Berlínarmúrinn ekki lengur vettvangur sögulegs munar.“ En hvers vegna reyna menn að flýja undir kúlnahríð róttæklinganna frá Austur- Berlín til Vestur-Berlínar? Og hvers vegna reistu rót- tæklingarnir múrinn? Berlínar- múrinn er auðvitað til marks um þann eðlismun, sem er á alræðisskipulagi og lýðræðis- skipulagi, og iðnvæðingin breyt- ir litlu um þann eðlismun. Samrunakenningin er einnig mjög hæpin frá fræðilegu sjónarmiði, þótt merkari hag- fræðingar en Galbraith, svo sem Jan Tinbergen, taki undir hana með honum. Hin kenningin er sú, að markaðurinn sé ekki rétti mæli- ríkjunum „þurfa" þær vörur (það er: spyrja eftir þeim), sem sagt er, að „búnar séu til“ þarfir fyrir í lýðræðisríkjunum — hljómplötur, jórturleður, nælon- sokka, snyrtivörur o.fl. — eins og íslenzkir sjómenn vita vel, sem siglt hafa til alræðisríkj- anna, svo sem Ráðstjórnarríkj- anna. En ekki eru þessar þarfir þeirra „búnar til“ með auglýs- ingum. Eða hvað? Sennilega halda margir íslendingar, að * Galbraith sé frjálslyndur maður, því að hann er bandarískur hagfræðingur, og þeir eru flestir ekki róttækir, en svo er þó alls ekki. Galbraith er ríkisafskiptasinni og leiðir sömu rökin að ríkisafskiptum og aðrir ríkisafskiptasinnar: Rauði þráðurinn í bók hans er sá, að hann sé sjálfur í hópi útvalinna, sem viti betur en aðrir menn, hvað sé þeim hollt og hvað ekki, að hann komi auga á þróunina og sé að afhjúpa það, sem þeim sé hulið. En með því að hann er bæði friðsamur maður og vel að sér, er hann ekki byltingar-sam- hyggjumaður (sósíaldemókrat). En hroki er ekki geðfelldur, og Galbraith beitir þvi sama bragði og margir aðrir samhyggju- menn til þess að falla öðrum í geð — að fá lesandann til þess að halda það, að hann,lesandinn sjálfur, í hópi útvalinna (eins og brezki stjórnfræðingurinn Kenneth Minogue bendir á í skarplegri grein uni bók Gal- braiths í desemberhefti Encounter 1977). Hann býður lesandanum með sér í skemmti- lega ferð um lönd hugmynd- anna, þannig að þeir geti hlegið saman að heimsku annarra, hann skjallar lesandann. En reynslan er ólygnust um það, að í ríki, sem útvaldir stjórna eru margir kallaðir, en fáir útvaldir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.