Morgunblaðið - 20.01.1979, Page 18

Morgunblaðið - 20.01.1979, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 1979 „Ég gefst ekki upp þótt á móti blási” Tónleikar veröa haldnir í dag í Félagsstofnun stúdenta til heiöura Árna Björnssyni tónskáldi. Árni hefur samiö fjöldann allan af verkunra alveg frá dægurlögum til klassískra verka. Áriö 1952 varö hann fyrir slysi sem olli því aö hann gat ekki helgað sig Þessu starfi eins og hann haföi ætlaö sér en Þrátt fyrir mikla sjúkdómserfiöleika semur Árni ennþá tónverk. Er Þess skemmst aö minnast aö áriö 1966 hlaut lúörasveitarmars hans, „Gamlir félagar“, viöurkenningu Félags íslenskra lúörasveita. — Rætt við r Arna Björnsson tónskáld Árni er fæddur í Lóni í Kelduhverfi 23. des. 1905. Alla tíð hefur tónlistin átt huga hans allan. Sem ungur drengur átti hann að sitja yfir kindum en átti það til að koma hlaupandi heim um miðjan dag og setjast viö orgelið. Hann hafði þá gleymt því að til voru kindur. Síðar er annar eldri bræðra hans átti að undirbúa Árna fyrir menntaskólanám fannst bróðurnum undirbúningurinn ekki ganga nógu vel. „Ég get ekkert að þessu gert“, sagði Árni þá. „Það eru ekkert nema nótur í höfðinu á mér.“ Árni býr nú í Reykjavík ásamt konu sinni, Helgu Þor- steinsdóttur. Þau eiga tvær uppkomnar dætur, Katrínu og Björgu sem búsett er í London. Blaðamenn litu við hjá Árna og konu hans og töluðu við þau um tónlistina, ævistarf Árna. „Ég kom hingað til Reykjavík- ur þegar móðir mín dó, árið 1928, og fór þá strax að læra hjá Páli Isólfssyni. Ég hafði þá þegar ákveðið að helga mig tónlistinni algjörlega. Fyrst lærði ég á píanó og orgel en tók síðan til við flautuna," segir Árni. „Það var þannig að Páll ætlaði að halda tónleika og hann vantaði annan flautuleikara. Oddgeir Hjartarson var þá sá eini hér á landi sem kunni að spila á flautu en á tónleikunum þurfti 2 flautur. Páll kemur þá til mín og segir: „Árni, þú spilar á flautu, þú getur allt.“ Og það varð úr að ég fór að læra á flautuna og spilaði á tónleikun- um. Það gerðist margt skemmti- legt á þessum árum. Við borðuð- um nokkrir hjá konu nokkurri sem seldi fæði. Einu sinni er við vorum þar saman komnir m.a. ég, Baldur Pálmason og Ólafur Jóhann Sigurðsson, segja þeir við mig: „Árni, þú ert ekkert tónskáld." Ég fer auðvitað að reyna að bera hendur fyrir höfuð mér og segja þeim að ég sé víst tónskáld. „Jæja, sýndu það þá,“ segja þeir. Ég fer þá inn í herbergi við hliðina og sem lag og leik það fyrir þá. Þeir viðurkenndu þá, að ég væri líklega tónskáld. En svo vantaði mig textann við lagið en vinur minn Björn Haraldsson gerði hann síðar fyrir mig. Þetta lag varð síðan vinsælt á Hótel Borg þar sem textinn er um Gyllta salinn á hótelinu. Lagið heitir „Að ganga í dans“.“ (Þess má geta að í haust er væntanleg ævisaga Árna sem Björn Har- aldsson ritar). „Árni vann sjálfur fyrir sér meðan hann var að læra. Hann vann bæði við kennslu og einnig hljóðfæraleik. Á sumrin fóru þeir 4 saman norður í land til þess að vinna sér inn peninga með því að spila á síldarböllun- um,“ segir Helga. „Það er nú líka dálítið merki- legt að Árni komst í gegnum tónlistarskólann án þess að eignast hljóðfæri. Hann keypti sér að vísu píanó en varð að selja það fljótt aftur þar sem hann hafði ekki efni á að leigja herbergi fyrir það um sumarið." Sinfóníuhljómsveit var aðaláhugamálió „Aðaláhugamálið hjá okkur sem á þessum tíma vorum að læra tónlist var að stofna hér sinfóníuhljómsveit. Við litum á það sem köllun okkar. Við reyndum af og til að koma saman hljómsveit og héldum tónleika 1—2svar á ári en alltaf Árni Björnsson og kona hans, þeirra hjóna í Reykjavík. strandaði allt á peningamálun- um. Við spiluðum þó á þjóðhá- tíðinni á Þingvöllum árið 1930 og var Þjóðhátíðarkantata Páls aðalviðfangsefnið. Það var eins og áhugi almenn- ings á stofnun sinfóníuhljóm- sveitar glæddist eftir flutning- inn á þjóðhátíðinni en þó var' hljómsveitin ekki formlega stofnuð fyrr en árið 1950.“ „Það voru erfiðir tímar á þessum árum, peningarnir voru svo til engir, en skemmtilegur tími var þetta. Ég vildi ekki skipta á þessum árum fyrir nokkra peninga,“ segir Helga og- brosir við endurminningunni. „Þeir stóðu allir svo mikið saman við að koma hljómsveit- inni á laggirnar. Alltaf voru einhverjir listamenn að æfa sig hér með Árna og nú á síðustu árum gerðu ungu hljómlistar- mennirnir í' Sinfóníuhljómsveit- inni það líka að koma hingað einu sinni í viku að æfa, það var okkur mjög mikils virði. Árni á afmæli á Þorláksmessu og við héldum alltaf mikla veislu þá sem oft stóð fram undir morgun. Þangað komu alltaf allir vinir Árna og það var mikið um að vera allan tímann. Einu sinni man ég eftir því að þegar líður á veisluna sest Albert Klahn við píanóið og spilaði „Heims um ból“ mjög veikt. Allir sungu undir, blíðlega og fallega. Ég hef aldrei heyrt þennan sálm sunginn af eins mikilli innlifun og tilfinningu og þá. Þegar hætt var að syngja og einhver ætlaði að tala, sagði Karl 0. Runólfsson: „Ó, gefið mér þessa stund svolítið leng- ur.“ Þetta var alveg dásamlegur tírni." Brúðkaupsferðin „Arið 1941 var farið með Ilclga Þorsteinsdóttir, á heimili Ljósm. Emilía. Nitouche norður í land og þótti það mikið þrekvirki á þeim tíma. Ég spilaði undir í óperett- unni og fór því með. En daginn áður en við fórum giftum við Helga okkur þannig að þessi ferð var okkar brúðkaupsferð," segir Árni. „Og þegar við komum heim buðum við öllum vinum okkar í veislu, við héldum brúðkaups- veisluna þá,“ segir Helga. Árni, þú starfaðir líka í revíunum? „Já,“ segir Árni og hlær. „Það var ógleymanlegur tími. Hann Alfreð heitinn Andrésson var alveg einstakur maður. Það hlógu alltaf allir að honum en sjálfum stökk honum aldrei bros á vör. Hann þurfti ekki annað en að láta sjá sig, þá hló fólkið. En sá maður sem ég sem mest eftir frá þessum árum er dr. Victor Urbancic. Hann var kennari minn og nánasti sam- starfsmaður. Ég hef aldrei kynnst neinum manni sem svo gott er að starfa með. Það snart mig mjög þegar ég frétti andlát hans.“ Þú lærðir líka eitthvað er- lendis? „Jú, ég fór til Manchester árið 1944. Ég tók þá fyrir flautuna, píanóið og tónsmíðarnar. Ég ætlaði aðeins að vera þar í 1 ár en komst að því að skólinn var 3ja ára en ég lauk honum samt á 2 árum. Við fórum 3 saman út, ég, Andrés Kolbeinsson og Egill heitinn Jónsson. Fyrst bjuggum við úti í bæ þar sem við leigðum okkur herbergi en senni vetur- inn bjuggum við á stúdenta- garði. Þetta var á miðjum stríðsárunum og mikill skortur í Englandi. Við þurftum að kaupa okkur sérstaka skömmtunar- seðla og fengum ekki nema 1 kolafötu á viku. Við reyndum því að fara í bíó til að fá á okkur hita þegar kaldast var. Annars var þetta ágætur tími. Ég kom síðan heim 1946 og tók til við kennslu auk þess að spila í Sinfóníuhljómsveitinni eftir að hún var stofnuð. Ég stjórnaði líka LúðrasVeitinni Svan í 1 ár.“ Þurfti aö læra allt aftur, nema tónlistina Þjóðleikhúsið var stofnað árið 1950 og var fyrsta verkið sem þar var sýnt „Nýársnóttin" eftir Indriða Einarsson en Árni samdi tónlistina við verkið. Hann starfaði síðan við Þjóð- leikhúsið þar til hann varð fyrir slysi árið 1952 sem kom í veg fyrir að hann gæti helgað sig tónlistinni eins og hugur hans stefndi til. „Við höfum alltaf talað af mikilli hreinskilni um þetta slys,“ segir Helga. „Það gerðist 13. júní árið 1952. Árni fór til að spila á síðustu tónleikunum sínum með Sinfón- íuhljómsveitinni þar sem hann var á förum til Vínarborgar. Hann hafði meira að segja keypt farseðilinn og ætlaði að helga sig algjörlega tónsmíðum og hætta hljóðfæraleiknum. Glaðari mann hef ég sjaldan séð en þann sem gekk út úr dyrunum það kvöldið. En svo gripu örlögin svo hastarlega inn í. Við vorum 3 mánuði í Kaup- mannahöfn þar sem Árni gekk undir 6 skurðaðgerðir á höfði. Það hafði blætt inn á heilann og hann hafði misst málið og lamast. Eftir aðgerðina fékk hann strax málið aftur en varð að læra allt upp á nýtt, það eina sem var óskert voru tónlistar- hæfileikarnir. Þetta var óskap- lega erfiður tími.“ Var með ósperu í smíöum „Ég var byrjaður að semja óperu þegar þetta gerðist," segir Árni. „Textinn var eftir Guð- mund Daníelsson og var gerður upp úr Gunnlaugs sögu orms- tungu. Mig hafði lengi langað til að semja óperu um þetta efni.“ Árni semur enn lög. Hann situr við skrifborð sitt og nóturnar fljúga á blaðið, hann þarf ekki einu sinni að athuga hvort þær hljóma saman með því að spila á hljóðfæri með. Þær hljóma saman í höfðinu á honum og það er nóg. Árni spilar einnig við messur á Landspítalanum á hverjum sunnudegi og síðasta aðfanga- dagskvöld spilaði hann við messur á 3 stöðum. „Ég gefst ekki upp þótt á móti blási“ voru lokaorð Árna og eru það orð að sönnu. r.m.n. Þorsteinn Pálsson. s.u.s. með opið hús í dag Stjórn Sambands ungra sjálf- stæðismanna hefur opið hús í Sjálfstæðishúsinu Valhöll við Háaleitisbraut 1 í dag klukkan 11.30 til 14. Er þetta nýmæli í starfsemi S.U.S., en ætlunin er að hafa opið hús í Valhöll á laugar- dögum í vetur ef vel tekst til. Gestur fundarins í dag verður Þorsteinn Pálsson fyrrverandi ritstjóri Vísis, og mun hann ræða um íslenska fjölmiðla og störf sín sem ritstjóri dagblaðs. Stríðsmynd í Austur- bæjarbíói Austurbæjarbíó sýnir um þess- ar mundir kvikmyndina Forhert- ir striðskappar og mcð aðalhlut- verkin íara Bo Svenson, Peter Ilooten, Fred Williamson o.fl. en leikstjóri er E.G. Castellari. Myndin segir frá flokki banda- rískra hermanna, sem er myndaður af mönnum sem eiga yfir höfði sér margvíslegar sakar- giftir, en tekst að sleppa lausum í Frakklandi í síðari heimsstyrjöld- inni meðan Þjóðverjar hafa landið á valdi sínu og tekst með samstöðu sinni á þessum örlagastundum að ná til svissnesku landamæranna. Vængir fljúga Flugfélagið Vængir mun fljúga samkvæmt áætlun næstu daga, þrátt fyrir aðgerðir flugmanna hjá Flugleiðum sem cru í Félagi fslenskra atvinnuflugmanna. að því er Jónas Sigurðsson hjá Vængjum tjáði Morgunhlaðinu í gær. Sagði hann að flogið yrði á öllum áætlunarleiðum félagsins, og auk þess tæki félagið að sér leiguflug eftir því sem óskir kæmu fram um. Því væri það ekki rétt sem segði í forsíðufrétt Þjóðvilj- ans í gær, að allt innanlandsflug félli niður.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.