Morgunblaðið - 20.01.1979, Page 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 1979
Utgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjórn og afgreiösla
Auglýsingar
hf. Arvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Björn Jóhannsson.
Baldvin Jónsson
Aðalstræti 6, sími 10100.
Aðalstræti 6, sími 22480.
Áskriftargjald 2500.00 kr. á ménuði innanlands.
I lausasölu 125 kr. eintakið.
Heimastjóm
í Grænlandi
Með miklum meirihluta atkvæða samþykktu grannar okkar,
Grænlendingar, heimastjórn í landi sínu, sem væntanlega
verður áfangi á leið þeirra til fulls sjálfstæðis. Anker Jörgensen,
forsætisráðherra Danmerkur, hefur lýst sig ánægðan með úrslit
kosninganna, sem leiddu til þessarar niðurstöðu. Astæða er til að
fagna þessum áfanga í sögu og þjóðlífi granna okkar og árna þeim
velfarnaðar á vegi heimastjórnar.
Samskipti grannþjóðanna, Grænlendinga og íslendinga, hafa ekki
verið mikil, þó vaxandi hafi farið í seinni tíð. Með heimastjórn í
Grænlandi er ástæða til að vona, að breyting verði hér á, bæði
varðandi menningarleg tengsl og viðskipti hvers konar, sem góðir
grannar rækta sín á milli. Viðskipti milli íslendinga og
Grænlendinga eiga að geta aukizt verulega en til þess að svo megi
verða þurfa reglulegar samgöngur að komast á milli landanna.
Eyjólfur Konráð Jónsson, alþingismaður, fagnar samningum og
samstarfi við Færeyinga um hafréttarmál í Mbl. í gær. Hann telur
nauðsynlegt að taka upp nánara samstarf fiskveiðiþjóðanna við
Norður-Atlantshaf: Islendinga, Færeyinga, Norðmanna og Græn-
lendinga, um verndun og hagnýtingu auðæfa hafs og hafsbotns — á
sameiginlegu hagsmunasvæði. Auðæfi hafs eru undirstaða
velmegunar í bráð og lengd hjá þessum þjóðum öllum. Það er því rík
ástæða til að taka undir orð þingmannsins um ræktun vináttu og
samstarfs þeirra eins og kostur er.
Grænlendingar hafa um flest sérstöðu í hópi þjóðanna við
Norður-Atlantshaf. Þeir eru fámenn þjóð í stóru og sérstæðu landi.
Islendingum ber að rétta þeim bróðurhönd og ljá þeim lið, eftir því
sem óskir þeirra standa til og eigin geta leyfir.
Morgunblaðið árnar Grænlendingum heilla með heimastjórn og
lætur í ljós vonir um, að þjóðlíf þeirra megi dafna og blómgast:
menningarlega, efnahagslega og á sviði almennra þegnréttinda. Veri
þeir velkomnir í hóp þeirra þjóða norðursins, sem nú þurfa að taka
höndum saman um varðveizlu sameiginlegra hagsmuna og
gagnkvæmt samstarf á fjölmörgum sviðum.
Bitið í skjaldarrendur
Benedikt Gröndal, utanríkisráðherra og formaður Alþýðuflokks-
ins, greindi frá því á fundi með fréttamönnum í Svíþjóð, þar sem
hann var í opinberri heimsókn, að komist íslenzka ríkisstjórnin ekki
að samkomulagi um langtíma áætlun í efnahagsmálum fyrir 1.
febrúar n.k. væri hún fallin. Fari svo sagði ráðherrann, veit ég ekki
hvað við tekur, en nýjar kosningar þurfa ekki endilega að vera eina
lausnin. Hann talaði ekki um, hverjar samkomulagslíkur væru, en
sagðist vera búinn undir hvað sem er.
Alþýðuflokkurinn hefur fyrr látið frá sér fara upphrópanir og
yfirlýsingar af þessu tagi, sem runnið hafa út í sandinn, samhliða
því, sem þingflokkur Alþýðuflokksins hefur samþykkt hvaðeina, sem
hann hefur harðast talað gegn. Minna má á bráðabirgðaráðstafanir í
efnahagsmálum í september sl., enn einar bráðabirgðaráðstafanir í
desember sl. og loks afgreiðslu fjárlaga, sem endaði í algjörri
eftirgjöf Aiþýðuflokksins. Alþýðuflokkurinn hefur breytzt í nokkurs
konar tvíhliða fyrirbæri. Önnur hliðin, ágreiningshliðin, snýr út í
þjóðfélagið í áróðursglugga flokksins, hin hliðin, hlið eftirgjafar,
hefur snúið — þrátt fyrir allt — að Ólafi Jóhannessyni,
forsætisráðherra og formanni Framsóknarflokksins.
Yfirlýsing Benedikts Gröndal hefur þó e.t.v. meira gildi en hinar
fyrri, sem flestar hafa verið gefnar af minni spámönnum flokksins,
sem reynzt hafa meiri í orði en á borði. Einnig sökum þess, að hún er
gefin á erlendri grund, sem naumast verður skoðuð sem
áróðursvettvangur leikhússdeildar flokksins.
Enn lifa nokkrir dagar þess mánaðar, sem spannar gefin
tímamörk til samkomulags innan ríkisstjórnarinnar, að sögn
formanns Alþýðuflokksins. Þess er því ekki langt að bíða að aftur
reyni á, hvað er að marka stóru orðin forvígismanna þessa flokks.
Formaður hans beit í skjaldarrendur á blaðamannafundi úti í
Svíþjóð, þar sem falli ríkisstjórnar var spáð eftir fáeina daga, ef
samkomulag hefði ekki tekizt um frambúðarstefnu í efnahagsmálum
fyrir nk. mánaðamót. Spurningin er einfaldlega sú, hvort hugrekki,
sýnt úti í Svíþjóð, lifi af komandi mánaðamót heima á Islandi.
Birgir ísl. Gunnarssont
Yfirlit yfir álögur
vinstri meirihlutans
Undanfarnar vikur hafa birzt
hér í Mbl. fréttir og greinar um
þær miklu skattahækkanir, sem
vinstri meirihlutinn í Reykjavík
hefur samþykkt á borgarbúa.
Hefur þetta efni birzt jafnóðum
og skattahækkanirnar hafa ver-
ið samþykktar. Til glöggvunar
verður hér birt skrá yfir þær
hækkanir á gjöldum, sem sam-
þykktar hafa verið, en stór hluti
þessara gjalda er á fasteigna-
gjaldaseðlunum, sem verið er að
bera út þessa daga.
Fasteigna-
skattur
Fasteignaskattur er lagður á
allar fasteignir, þ.e. hús og
eignalóðir, og reiknast sem
ákveðin hlutfallstala af fast-
eignamati. Aðalregla laganna er
sú, að lagt skuli 0,5% á íbúðar-
húsnæði, en 1,0% á fasteignir í
atvinnurekstri. Sveitarstjórnum
er þó heimilt að veita allt að
25% afslátt eða leggja 25% á
ofangreindan grunn. Á s.l. ári
veitti borgin tæplega 20% af-
slátt og lagði á íbúðarhúsnæði
0,421% og á atvinnuhúsnæði
0,842%. Nú hefur verið sam-
þykkt að fella niður afslátt á
íbúðarhúsnæði og leggja 25%
álag á fasteignaskatt atvinnu-
húsnæðis. Álagningarprósentan
á íbúðarhúsnæði verður því
0,5% en 1,25% á atvinnuhús-
næði. Þetta þýðir 807 millj. kr. í
auknar álögur á borgarbúa.
Fasteignaskattur af íbúðarhús-
næði hækkar um 68,6% að
meðaltali, en af atvinnuhúsnæði
um 110,8%.
Lóðarleiga
Lóðarleiga er það endurgjald,
sem borgin innheimtir af þeim,
sem tekið hafa á leigu lóðir hjá
borginni til að byggja á húseign-
ir. Lóðarleiga vegna íbúðarhúsa-
lóða verður óbreytt, en lóðar-
leiga vegna atvinnuhúsnæðis
Birgir ísleilur Gunnarsson
hækkar úr 0,58% af fasteigna-
mati í 1%. Heildarhækkun á
lóðarleigu eftir slíkt húsnæði
verður 144,8% og er þá hækkun
vegna fasteignamats á milli ára
meðtalin. Aukaálögur vegna
þessa eru 70,6 millj. kr.
Aðstöðugjöld
Aðstöðugjöld eru lögð sem
ákveðin hlutfallstala á útgjöld
fyrirtækja og er álagningin
mismunandi eftir atvinnugrein-
um. Sjálfstæðismenn hafa á
undanförnum árum hlíft ýmsum
greinum, einkum þeim sem
tengdar eru nauðþurftum
almennings. Vinstri meirihlut-
inn hefur nú samþykkt að fara
með allt upp í hæsta lögleyfðan
topp. Það þýðir m.a. auknar
álögur á rekstur fiskiskipa,
fiskiðnað, kjötiðnað, tryggingar-
starfsemi, útgáfustarfsemi og
matsölur. Ennfremur á mat-
vöruverzlanir, en þar er hækk-
unin nálægt þreföldun frá því
aðstöðugjaldi, sem gilt hefur.
Samtals mun þetta hafa í ,för
með sér auknar álögur að
fjárhæð 757 millj. kr.
Kvöld-
söluleyfi
Allir þeir sölustaðir í borg-
inni, sem hafa fengið heimild til
að reka kvöldsölur, hafa þurft
að greiða sérstakt leyfisgjald í
borgarsjóð. Þetta gjald var 50
þús. kr. á s.I. ári. Nú hefur verið
ákveðið að hækka það í 240 þús.
kr., þ.e. næstum fimmföldun á
gjaldinu. Það mun gefa í auknar
tekjur um 18,7 millj. króna.
PóUinn á ísafirdi:
Nota rafeindavog við
innviktun á óunnum físki
FRAMKVÆMDASTJÓRI Pólsins
á ísafirði Ásgeir Erling Gunnars-
son. hafði samband við blaðið
vegna viðtals við Rögnvald Ólafs-
son hjá Raunvísindastofnun há;
skólans í útvarpi nýlega. f
viðtalinu lét Rögnvaldur að því
liggja að á vegum raunvísinda-
deildar væri verið að vinna
brautryðjendastarf á sviði raf-
eindavoga á Islandi.
Hið rétta í
málinu er. að Póllinn h.f. á
Isafirði hóf að hanna rafeindavog
til notkunar við innvigtun á
óunnum fiski fyrir Ilraðfrysti-
húsið Norðurtanga h.f. á árinu
1977. Vogin var tekin í notkun í
júlí á síðasta ári og hefur reynst
mjög vcl. Vogin. sem komið er
fyrir við lyftumótor sem flytur
hráefnið frá fiskmóttöku að
flökunarvélasal skráir hverja
viktun á strimil á skrifstofu
fyrirtækisins, ásamt upplýsing-
um um fisktegund.
Nú er í framleiðslu hjá fyrir-
tækinu Völundi í Vestmannaeyj-
um flokkunarvél fyrir fisk, sem
fara á til Neskaupstaðar. Við
flokkunarvélina verður tengd
Her sést skrifstofustúlka Pólsins lesa aí strimli síritans á
tölvuvoginni, en unnt er að lesa af vigtinni jafnóðum á skrifstofu
fyrirtækisins. Ljósm. íllfar.
un á þessum tækjum til handa.
fiskvinnslufyrirtækjunum fer
fram samkvæmt óskum kaupenda
og byggir á nánu samstarfi
tæknimanna framleiðendanna og
fagfólki kaupenda.
Sú spurning hefur því vaknað
hér vestra, hvort þar sé best
nýttur mannafli Raunvísinda-
stofnunar háskólans og almannafé
við að hanna og framleiða tækni-
búnað sem þegar er í notkun
hérlendis smíðaður af innlendum
fyrirtækjum.
Úlfar.
tölvuvog frá Pólnum h.f., sem
skráir sjálfvirkt hverja viktun inn
á sérstaka vinnslutölvu. Öll hönn-