Morgunblaðið - 20.01.1979, Side 22
22 - MOftGUNBLAÍ)!}), LAU«ARDAGUR 20. JANÚAR 197!»
Lúðvik Jósepsson formaður Alþýðubandalagsins:
Með sparnaði og verðmæta-
aukningu má bæta 50 millj-
örðum við hagkerfið á ári
„í OKKAR efnahaKsmálatillöjí-
um ber hæst hajíræðintfu í at-
vinnuveKunum. hetri fjárfestin«-
arstjórn ug sparnað í hinu
aimenna rekstrarkerfi. Að mínu
mati væri hæjít með því að
framkvæma þessar tillögur að
spara og auka á verðmætin í
hajíkerfinu. sem ncmur 50
milljörðum króna á einu ári,“
sa»?ði Lúðvík Jósepsson formaður
Alþýðubandalajísins er Mhl.
spurði hann í uær um efnahatfs-
málatillÖKur Alþýðubandalatfsins
sem lagðar voru fram á ráðherra-
ncfndarfundi í gær.
„I þessum tillöffum okkar
hytfgjum við á þremur grundvall-
aratriðum,“ satrði Lúðvík. „Þau
crut full atvinna, minnkandi
verðb<')lt;a og verndun umsamins
kaupmáttar og síðan auknintf
hans eítir því sem tök verða á.
Eitt stærsta málið er fjárfest-
ingarstjórnin. Við leggjum til að
stofnuð verði deild í framkvæmda-
stofnun ríkisins til að semja
fjárfestingaráætlanir og hafa með
höndum eftirlit með því að eftir
þeim sé farið.
Eitt veigamesta málið í tillög-
unum að mínu mati er hagræðing í
atvinnurekstrinum. Við leggjum
til að útvegaðir verði þrír milljarð-
ar til að auka framleiðnina í
fiskiðnaði og almennum iðnaði um
10—15%. Þessa þrjá milljarða
viljum við láta taka úr gengis-
munarsjóði, en þar var áætlað að
rynnu í sérstakan hagræðingar-
sjóð 1,2—1,3 milljarðar, sem við
viljum taka einn af. Annan
milljarð viljum við taka af ráð-
gerðri fjáröflun til stuðnings
iðnaðinum og síðan útvegi ríkið
lán, sem nemur einum milljarði.
Þetta fé viljum við nota til véla- og
tækjakaupa og skipulagsþáttarins.
10—15% markinu í sjávarútvegi
mætti auðveldlega ná með því að
koma öllum frystihúsarekstrinum
upp á það stig, sem nokkur beztu
frystihús okkar eru rekin á. Slík
framleiðsluaukning i frystiiðnað-
inum næmi á ári 10—15 milljörð-
um króna, eða svo ég noti saman-
burð, sem allir þekkja: 10%
framleiðniaukning í fiskiðnaði
jafngildir 40% í kaupgjaldslið.
Framleiðnin í okkar iðnaði er
ennþá verr stödd en í fiskiðnað-
inum og þar er því hægt að vinna
inn ennþá hærri fjárhæðir.
Það er mín skoðun að verði
tekizt á við þetta verkefni eigi
auðveldlega að vera hægt að lyfta
framleiðninni í þessum tveimur
þýðingarmestu atvinnugreinum
svo að þær legðu þjóðarbúinu til
20—30 milljarða króna til viðbót-
ar.
Þriðja meginmálið í tillögum
okkar er að knýja fram sparnað í
almenna rekstrarkerfinu, bæði
með rækilegri endurskoðun á
opinbera kerfinu og einnig öðrum
mikilvægum rekstrargreinum. Eg
nefni til bankareksturinn, vá-
tryggingafélögin, olíudreifinguna,
vöruflutninga að og frá landinu,
tryggingastofnunina og spítala-
reksturinn, menntamálin, land-
helgisgæzluna, Hafrannsókna-
stofnunina og Póst og síma.
Þessar tillögur okkar Alþýðu-
bandalagsmanna um langtímaað-
gerðir í efnahagsmálum ganga í
grundvallaratriðum í aðra átt en
tillögur annarra stjórnarflokka.
Höfuðatriðið hjá hinum hefur
verið og er ennþá glíma við
vísitöluútreikning, að ná fram
stöðvun kauphækkana, að ákveðá
almennan samdrátt í hagkerfinu
með minnkandi lánum eða hækk-
andi vöxtum eða niðurskurði í
almennum framkvæmdum. Allt
eru þetta neikvæðar tillögur, sem
leiða til átaka á vinnumarkaðnum
ogjafnvel atvinnuleysis.
Okkar tillögur ganga í þveröf-
uga átt. Þær miða að því að auka
það sem verður til skiptanna. Við
erum ekki fyrst og fremst að velta
því fyrir okkur hvernig eigi að
miðla erfiðleikunum niður á
launafólk, atvinnurekstur eða
opinberar félagslegar fram-
kvæmdir. Okkar tillögur miða
fyrst og fremst að því að við
vinnum okkur upp og fram úr
vandanum."
Aðspurður um stefnu Alþýðu-
bandalagsins í vaxtamálum sagði
Lúðvík að í efnahagsmálatillög-
unum væri almennt talað um
lækkandi vexti með lækkandi
verðbólgu. Mbl. spurði hann þá
álits á tilíögum framsóknarmanna
í vaxtamálum og sagði Lúðvík að
hann teldi þær ekki fara langt frá
því sem hann gæti fellt sig við. „Ég
get vel hugsað mér 7—8% vexti og
verðtryggingu á lánum til lengri
tíma en 6 mánaða."
Varðandi tillögur í vísitölumál-
inu sagði Lúðvík að nú væri að
störfum nefnd sem endurskoðaði
vísitölumálið og vildi Alþýðu-
bandalagið bíða eftir niðurstöðum
hennar. Mbl. spurði, hvort Al-
þýðubandalagið gæti fallizt á að
óbeinir skattar og niðurgreiðslur
yrðu teknar út úr vísitölunni, eins
og framsóknarmenn leggja til og
svaraði Lúðvik því neitandi. Um
viðskiptakjaravísitölu sagði hann,
að Alþýðubandalagið væri mót-
fallið hreinni viðskiptakjaravísi-
tölu, en hins vegar teldi hann
koma til greina að taka tillit til
viðskiptakjara þannig að vísitölu-
bætur tækju eitthvert mið af
þróun þeirra.
Steingrímur Hermannsson ritari Framsóknarflokksins:
Æskilegt að ná verðbólgunni
niður í 15—20 % á næsta ári
„í>að hefur verið talað
um að það væri æskilegt að
ná verðbólgunni niður í
15—20% árið 1980,“ sagði
Steingrímur Hermannsson
ritari Framsóknarflokks-
ins er hann og Guðmundur
G. Þórarinsson kynntu
efnahagsmálatiilögur
Framsóknarflokksins á
blaðamannafundi í gær en
r
Agrein-
ingur um
gerð fjár-
festingar-
áætlana
I efnahagsmálatillbgum Al-
þýðubandalagsins er lagt til
að deild í Framkvæmdastofn-
un ríkisins annist gerð fjúr-
festingaráa'tlunar í samræmi
við einróma niðurstöðu nefnd-
ar stjórnarflokkanna. sem í
sátu Lúðvík Jósepsson. Björn
Friðfinnsson og (juðmundur
G. Þórarinsson. í tillögum
F'ramsóknarflokksins er hins
vegar lagt til að gerð fjárfest-
ingaráætlunar verði í höndum
fjármálaráðuneytisins. en að
eftirlit með framkvæmdinni
verði í höndum Framkvæmda-
stofnunarinnar.
tillögurnar voru lagðar
fram á ráðherra nefndar-
fundi í gærmorgun.
Verðbólgan verði undir 30% í
árslok 1979 og áframhaldandi
hjöðnun verðbólgu 1980. Staða
atvinnuveganna verði styrkt og
full atvinna haldist. Kaupmáttur
umsaminna launa verði tryggður,
sérstaklega meðal og lægri launa
og félagslegt öryggi verði aukið.
Þessum markmiðum verði náð
með aðgerðum á sviði fjárfest-
ingarmála, ríkisfjármála, kjara-
mála, j)eningamála og verðlags-
mála. Aherzla er lögð á eftirgreind
atriði:
Fjárfestingar-
og ríkisf jármál
Með fjárlögum og fjárfestingar-
og lánsfjáráætlun verði mörkuð
stefna í efnahagsmálum til fjög-
urra ára.
Gerð fjárlaga og fjárfestingar-
og lánsfjáráætlun verði stórbætt
og sveigjanleiki aukinn til þess að
hafa áhrif á verðlagsþróun.
Eftirlit með framkvæmd fjár-
laga og fjárfestingar- og lánsfjár-
áætlunar verði stórlega hert.
Starfsemi fjárfestingasjóða
verði endurskoðuð.
Kjaramál
Um leið- og lögð er áherzla á
viðleitni til að halda þeim kaup-
mætti launa sem um hefur verið
samið er lagt til; að áfram verði
leitað samkomulags við aðila
vinnumarkaðarins um félagslegar
umbætur í stað launahækkana og
nefna framsóknarmenn þar til
hækkun húsnæðislána i áföngum í
80% til frumbyggjenda af bygg-
ingakostnaði íbúðar af eðlilegri
stærð. Breytingar á tilfærslukerfi
almannatrygginga, skattafslátta
og niðurgreiðslna þannig að við-
komandi fjármunir nýtist betur í
þágu félagslegs öryggis. Tekju-
skattskerfi, sem hefur aukinn
félagslegan jöfnuð að meginmark-
miði. Bætta framkvæmd skatta-
laga, en ófullnægjandi fram-
kvæmd, sem m.a. kemur fram í
skattsvikum, mismunar þegnun-
um. Jöfnuð eignaskiptingar, m.a.
með skattlagningu verðbólgu-
gróða. Stofnun sameiginlegs verð-
tryggðs lífeyrissjóðs allra lands-
manna.
Vísitöluviðmiðun launa verði
breytt þannig að breytingar á
óbeinum sköttum og niðurgreiðsl-
um hafi ekki áhrif á verðbótavísi-
tölu launa. Vísitölubætur taki mið
af breytingum viðskiptakjara.
Tímabil milli verðbótadaga verði
fyrst um sinn lengt í 6 mánuði.
Samráði aðila vinnumarkaðar-
ins og opinberra aðila um kjara-
mál verði komið í fast form og
tilhögun vinnutíma og launamála
verði tekin til endurskoðunar með
það að markmiði að dregið verði úr
eftirvinnu og stefnt að því að
afnema hana í áföngum í sem
flestum starfsgreinum.
Vinnutími verði sveigjanlegri,
þannig að fjárfesting nýtist betur
og auðveldara verði fyrir foreldra
að skipta með sér forsjá heimilis.
Kjarasamningar verði einfald-
ari. Allir launataxtar verði
brúttótaxtar og samtökum laun-
þega sé meira í sjálfsvald sett hve
miklum hluta af launum er varið
til félagslegra þarfa.
Peningamál
„Ég hef sagt það, að ég telji
eðlilegt að byrja til dæmis með 8%
vexti og 90% verðtryggingu og
síðar meir verði vextirnir þetta
3—4% með fullri verðtryggingu,"
sagði Steingrímur Hermannsson
dómsmálaráðherra er hann var
spurður á blaðamannafundinum í
gær, hvernig framsóknarmenn
ætluðu að framkvæma vaxtalækk-
un sína.
Framsóknarmenn leggja til að
vextir verði lækkaðir í áföngum og
komið á verðtryggingu inn- og
útlána, þannig að höfuðstóll breyt-
ist með verðlagsþróun.
Verðtrygging hefur áhrif á ýmis
önnur atriði, sem þarfnast endur-
skoðunar, og má í því sambandi
nefna að verðtrygging krefst
samræmingar á ákvæðum skatta-
og bókhaldslaga um endurmat
eigna og meðferð verðbóta.
Nauðsynlegt verður að heimila
endurmat vörubirgða í samræmi
við verðlag. Afborgun og vextir
reiknist af verðbættum höfuðstól.
Verðtrygging verði reiknuð eftir
á í hlutfalli við verðlagsþróun.
Þegar um mjög stutt lán er að
ræða er ekki talið framkvæman-
legt að reikna verðtryggingu eftir
á. I þeim tilfellum verði verðtrygg-
ing miðuð við áætlaða verðlags-
þróun. Samhliða verðtryggingu
verði lánstími almennt lengdur.
Verðlagsmál
I meginatriðum er lagt til að
fylgt verði þeim lögum um verðlag
o.fl. sem samþykkt voru á sl. ári
þar sem stefnt er að frjálslegri
verðlagslöggjöf en þó fyrst um
sinn með öflugu eftirliti, auglýstu
hámarksverði á helztu nauðsynj-
um og fleiri aðgerðum til þess að
vinna gegn óréttmætum viðskipta-
og samkeppnisháttum.
Ballett byggður á
íslenzkri smásögu
NORRÆNA leiklistarnefndin
hefur veitt Þjóðleikhúsinu
styrk til þess að fá hingað í
febrúar finska danshöfundinn
Marjo Kuusela sem hingað kom
í íyrra með flokk sinn
Raatikko og sýndi þá m.a.
ballettinn Sölku Völku.
Kuusela vinnur nú að
samningu bellctts fyrir ís-
lenska dansflokkinn og byggir
á íslenskri smásögu. Mun
Kuusela stjórna uppsetningu
hans hér í Þjóðleikhúsinu.
Einnig veitti leiklistarnefndin
finnskum aðilum styrk til þess
að bjóða Þjóðleikhúsinu með
leikritið Fröken Margrét til
Helsinki um páskana. Verður
leikritið sýnt á Lilla Teatern en
það er sem kunnugt er Herdís
Þorvaldsdóttir sem fer með
hlutverk kennslukonunnar í
sýningunni.