Morgunblaðið - 20.01.1979, Page 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 1979
Vltf>
MOR^div-
KAffinu
GRANI GÖSLARI
Flýttu þér!
einhver!
— Það kemur
Var það hjálparstöð dýranna, sem þú sagðir?
jSÍM- *í í^J\ jjf t |' 'Á * 'fi * ^ /í i
Hvernig
á að flýja?
BRIDGE
Umsjón: Páll Bergsson
Hvað hefur hann gert, hvað
þýðir það og hvað get ég gert?
Þetta eru allt spurningar, sem
lesendur þurfa að svara við lausn
varnarviðfangsefnis. Fá sér sæti í
austri, gefa spilið en norður og
suður eru á hættu.
Norður
S. 74
H. 862
T. K63 * ,
L. KD1093 g '“ggtur
H. D53
T. G974
L. ÁG72
Eftir pass þitt opnaði suður á
einum spaða, norður sagði tvö lauf
og suður sagði þrjú grönd. Full-
komlega eðlilegar sagnir. Útspil
spaðakóngur, lágt, og suður lætur
áttuna. Vestur skiptir þá í hjarta-
gosa og hann fær einnig slaginn.
Þá spilar vestur hjartafjarka,
sexið, drottning og ás. Sagnhafi
spilar þá lauffimmi, áttan frá
vestri og tían frá borðinu. Nú
tekur þú við.
Eftir upphafið má staðsetja
bæði ás og gosa í spaða á hendi
sagnhafa og í hjarta hefur hann
átt ás og kóng ásamt einu smáspili
úr því vestur spilaði fjarkanum.
Þetta tvennt nægir, því telja má
vinningsslagi suðurs með nokkru
öryggi, einn í spaða, tveir á hjarta
og varla meir en þrír á tígul. Það
þýðir, að hann þarf þrjá á lauf og
það þarf að koma í veg fyrir.
Norður
S. 74
H. 862
T. K63
L. KD1093
Vestur Austur
S. KD1032 S. 65
H. G1094 H. D53
T. 105 T. G974
L. 84 L. ÁG72
Suður
S. ÁG98
H. ÁK7
T. ÁD82
L. 65
Auðvelt er að sjá hvað skeður ef
við tökum slaginn. Suður mun þá
síðar spila laufi á kónginn, láta
okkur síðan fá á gosann og
tígulkóngurinn gerir honum kleift
að ná laufslögunum.
Við gefum því lauftíuna og
sagnhafi getur ekki náð nema átta
slögum.
COSPER
1
r
W2
COSPER
Ég ætla að fá þessa. — Ég á nefnilega að létta mig á
morgun, sagði læknirinn!
„Þær fréttir berast nú frá
Kambódíu að Víetnamar og
skæruliðar hafi lagt Tandið undir
sig með hervaldi.
Þá minnast margir íslendingar
þess að fyrir nokkrum árum
kröfðust þeir þess að Bandaríkin
færu frá Víetnam svo að þjóðin
gæti lifað í friði eins og þeir sögðu
þá og þeir hinir sömu hina rauðu
Khmera í Kambódíu alveg rétt
kjörna til að fara með öll völd þar í
landi.
Vill nú ekki þetta ágæta fólk
lýsa skoðun sinni á ágæti þeirra
stjórnarhátta er verið hafa í
Kambódíu og Víetnam á síðustu
árum. Þá geta þeir í leiðinni gefið
okkur Islendingum góð ráð ef til
þess skyldi koma að Islendingar
fengju samskonar stjórn; væntan-
lega hafa þeir óskað þess.
Fréttir segja að mikill fjöldi
manna flýi Kambódíu og Víetnam
á prömmum og trjábátum, yfir-
leitt öllu því sem getur flotið.
Hvernig hugsar þetta fólk sér að
flýja héðan. Það er jú flúið meira
eða minna frá öllum kommúnista-
ríkjunum í dag og ekki er það
auðvelt að komast frá íslandi að
minnsta kosti ekki á svipuðum
farkostum og notaðir eru við
Víetnam og Kambódíu.
Ef einhverjir vilja koma á
kommúnistastjórn hér á Islandi
ætti þeir einnig að gefa fólki ráð
til að flýja landið, það gæti
bjargað mörgum mannslífum.
Lýðræðissinnaðir Islendingar,
gætið þess að frelsið það er lífið.
Björgvin Þóroddsson, Garði.“
• Alltof margir
„Velvakandi.
Einhver nafni minn, er ritað
hefir tvívegis í dálka þína nýverið,
hefir með undirskrift sinni valdið
þeim misskilningi hjá mörgum, að
undirritaður væri höfundur þeirra
greina. Hef ég því fengið lof sem
mér eigi bar, hjá þeim er styðja
málstað og sjónarmið greinarhöf-
undar, en last frá öðrum, er taka
upp þykkju fyrir þann sem að er
vegið.
Um innihald pistla þeirra er
nafni minn ritar skal ég ekki
fjölyrða. Sjálfsagt gætum við orðið
sammála um ýmsa þætti er varða
skýrslu um Ríkisútvarpið, að
margt hefði mátt betur fara þár.
Að því er tekur til fullyrðinga
Péturs nafna míns um að Ólafur
Ragnar Grímsson sé „leiðinlegasti
þingmaðurinn" gæti skýringar á
þeirri afstöðu bréfritara verið að
leita á nafnaskrá hluthafa Flug-
leiða og Eimskipafélagsins og
hagsmunasamstöðu með þeim
félagsskap.
Haukur Guðmundsson, sá er
pressari var nefndur, var tíður
gestur á heimili mínu. Hann var
„Fjólur — mín Ijúfa"
Framhaldssaga eftir Else Fischer
Jóhanna Kristjórisdóttir pýddi
38
hafi verið á skógarveginum
verða þeir auðvitað að rann-
saka það, sagði Martin. — og
jafnskjótt og þeir hafa lokið
því af fara |)eir.
— Eí hann hcfur verið þar
og ef hann hefur keyrt út af,
eða það hefur verið keyrt á
hann. þá er ekkert annað að
gera en finna manninn sem
gerði það og handtaka hann.
— Það hefur sjálfsagt verið
sami fulii maðurinn sem sló
Susanne niður ... nema það
hafi verið Susanne sem keyrði
yfir Einar, sagði Gitta. og
settist á stólarminn hjá Martin
og hallaði sér kumpánlega að
honum.
Susanne starði á hana, orð-
laus um hríð.
— Að ég hafi keyrt mann
niður! Af hverju ætti ég þá að
vera að röfla um árás á mig.
— Vegna þess að þú hefur
auðvitað vitað að þetta kæmist
upp fyrr eða síðar. Þú hefur
víst fundið hjá þér þörf til að
reyna að haktryggja þig.
Gitta horfði á Susanne full
fyrirlitningar.
— Nei... nú líst mér á ...
byrjaði Susanne.
— Nú er nóg komið. Gitta.
Það var Martin sem greip fram
í, en komst ekki lengra því að
dyrnar að bókasafninu opnuð-
ust og út kom Lydia sem hafði
verið kölluð inn til „skrafs og
mas“ eins og Bernild kallaði
það.
Hún var mjög föl, en mjög
róleg. En áfjáð tók hún við
koníaksglasi sem Herman rétti
henni.
— Góða dreyptu á þessu. Þú
lítur illa út.
Magna frænka klappaði á
setuna við hlið sér.
— Mér líður líka illa.
Lydia lét fallast á stólinn
eins og fæturnir neituðu að
bera hana lengur.
— Mér fyndist það hræðilegt
ef...
Hún hikaði og horfði beint
framan í Susanne.
— Ef það hefur verið keyrt á
einhvern í grennd við Eikar-
mosabæ án þess að viðkomandi
hafi fengið nauðsynlega hjálp
og aðhlynningu.
— Hvað áttu við?
Nú var það Martin.
— Ég meina bara það sem ég
segi. Susanne kom í gær og
röflaði eitthvað um að hún
hcfði snarstansað hjá dauðum
manni sem lá á miðjum
veginum...
— Ég sagði ekki að hann
væri dáinn, tautaði Susanne.
— Það skiptir ekki öllu, hélt
Lydia áfram. — Þú komst
hingað og sagðir frá því að
maður hcfði legið á veginum.
en það er staðreynd að þú
hjálpaðir honum ekki og að þú
fannst á allt öðrum stað og
maður hefur fyrr heyrt að
ökumenn sem hafa keyrt á fólk
hafi fyllzt skelfingu ...
— Þú átt scm sagt við...
Susanne horfðist óhikað í augu
við Lydiu og svo hvarflaði hún
augum á Gittu sem horfði á
hana sigri hrósandi.
— Þú og Gitta eruð sem sagt
á því að ég hafi flúið af slysstað
af ótta við að vera ákærð fyrir
manndráp af gálcysi og skilið
þar af leiðandi meðvitundar
lausun mann eftir og í ofanálag
búið til sögu mér til verndar.
— Já, ætli við séum ekki
flest á þessari skoðun, svaraði
Lydia.
Það varð dayðakyrrð í stof-
unni. Meira að segja lögreglu-
maðurinn gleymdi að látast
vera að lesa blaðið og horfði til
skiptis á fólkið.
— Þú gleymir víst að þú ert
að tala við unnustu mína...
Itödd Martins skalf af niður
bældri reiði, en hann var
samstundis talaður í kaf af
hinum.
Gitta sagði hæðnislega. —
Einhvcr kvenpersóna sem þú
hefur þekkt í fáeina mánuði —
og hlaut óspart stuðning frá
Lydiu sem kinkaði kolli í ákafa