Morgunblaðið - 20.01.1979, Page 38

Morgunblaðið - 20.01.1979, Page 38
38 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 1979 Sundurslitin 1. deildar- keppnin enn í járnum ÞÓ AÐ JANÚAR sé nú rúmlega hálfnaður, hafa þau lið sem flestum leikjum hafa lokið í 1. deild handboltans, aðeins leikið 7 leiki. Valsmenn eru sér á báti með sína 5 leiki, þar sem tveimur leikja þeirra var frestað vegna leikja Valsmanna og Dynamo Búkarest á sínum tíma. Þá hefur FH lokið 6 leikjum eins og HK, en önnur lið hafa leikið 7 leiki. 1. deildin hefst um helgina á nýjan leik, en að vanda hefur íslandsmótið verið klippt í sundur. Að þessu sinni vegna undirbúnings landsliðsins fyrir Spánarkeppnina í febrúar. Staða Vals sterkust Það er sannarlega nóg eftir af mótinu til þess að allt geti gerst. Samkvæmt venju veðja flestir á Val eða Víking. En með góðum spretti gætu ýmis lið skákað þeim, ekki síst FH eða Haukar og jafnvel Frammarar. Þá gæti það farið illa með Víking og Val, að landsliðs- kjarninn er byggður upp úr þeim liðum og þau gætu hæglega átt erfitt uppdráttar eftir HM á Spáni, þegar þau endurheimta landsliðsmenn sína örþreytta eftir stranga ferð. Fallbaráttan er óljós. Neðstu liðin HK, Fylkir og ÍR hafa síður en svo sýnt lakari leiki heldur en efstu liðin þegar þeim tekst vel upp og nægir að benda á úrslit eins og Fylkir — Víkingur 23—24, Haukar — HK 19—20 og fleiri mætti telja. I stuttu máli er mótið allt eins og það leggur sig í járnum. Staðan í fyrstu deild er nú þessi: Víkingur 7 5 1 1 159-143 11 Valur 5 4 1 0 99-84 9 FII 6 4 0 2 118-102 8 Ilaukar 7 4 0 3 149-142 8 Fram 7 3 0 4 140-153 6 ÍR 7 2 1 4 124-136 5 Fylkir 7 1 2 4 126-135 4 HK 6 1 1 4 108-122 3 Svo sem sjá má, er staða Valsara sterkust, en auðvitað getur allt gerst eins og menn vita mæta vel. Sömu menn markahæstir Síðast þegar Mbl. birti lista yfir markahæstu leikmenn 1. deildar, 21. nóvember síðastliðinn, var Gústaf Björnsson Framari marka- hæstur með 27 mörk, Geir Hall- steinsson hafði skorað 26 mörk og Hörður Harðarson, Haukum, hafði skorað 25 mörk. A þessu stigi mótsins eru þessir sömu leikmenn jafnir og efstir með 41 mark hver. Það er einkum félagi Gústafs, Atli Hilmarsson, sem veitir þeim ein- hverja keppni að ráði. Afrek Gústafs er fyrir ýmsar sakir merkilegast, ekki síst vegna þess að að hann hefur misst úr einn leik. Þá hefur Geir aðeins leikið 6 leiki, en Hörður 7. Gústaf fær ekki tækifæri til að bæta við sig mörkum um helgina, þar sem hann neyðist til að taka út leikbann sem búið er að skella á hann. Er þar skarð fyrir skildi hjá Fram. Markahæstu leikmenn 1. deildar eru þessir: Gú.staf Björnssun Fram 41 Geir Hallsteinsson FH 41 IIörAur IlarAarsun Haukum 41 Atli Hilmarssun Fram 37 Gunnar Bjarnason Fylki 31 Páil Björnvinsson Vfkingi 29 Brynjólfur Markússun ÍR 29 GuAjún Marteinssun ÍR 28 Björn Blnndal IIK 27 Þorbjörn GuAmundsson Val 23 Erlendur Hermannsson Vík. 22 Ólafur Einarsson Vík. 22 Víkkó SijjurAsson Vík. 21 Jón Pétur Jónsson Val 21 flilmar SiKurxíslason HK 21 Einar Einarsson Fylki 20 Stefán Ilalldórsson IIK 20 Ólafur Jónsson VikinKÍ 20 Árni IndriAason Vík. 20 Jens er stigahæstur... ... en mjóu munar þó á honum og næstu mönnum. Fáir munu þó deila um að Jens á fyllilega skilið að vera í efsta sætinu í stigagjöf Mbl. á þessu stigi. Að öðrum ólöstuðum hefur hann sýnt jöfn- ustu leikina og varið markvarða best í 1. deild. Staðan í þessari töflu er þó ófljós og munu ýmsir sakna þar Valsmanna. Það á sér eðlilegar ástæður, því að eins og fyrr segir, hafa Valsmenn leikið tveimur leikjum minnna en flest hinna félaganna og munu því ýmsir Valsmannanna koma til álita þegar fram í sækir. Jens er með 22 stig, en Hörður Harðarson, stórskyttan úr Hauk- um, hefur hlotið 21 stig í jafn- mörgum leikjum og Jens. Arni Indriðason, Páll Björgvinsson og Atli Hilmarsson eru á næstu grösum með 20 stig, einnig eftir 7 leiki. En stigahæstu leikmenn Islandsmótsins eru á þessu stigi eftirfarandi. Leikjafjöldi innan sviga: Jrns Einarsson ÍR 22(7) IIörAur HarAarson Hauk. 21(7) Árni IndriAason Vfk. 20(7) Páll BjörKvinsson Vík. 20(7) Atli Hilmarsson Fram 20(7) Erlendur Hermannsson Vík. 19(7) BirKÍr Jóhannesson Fram 18(7) SÍKUrberKur SÍKsteinss. Fram 18(7) Andrés Kristjánsson Hauk. 18(7) Gcir Hallsteinsson FH 17(6) Gústaf Björnsson Fram 17(7) Jón Gunnarsson Fylki 17(7) Einar ÁKÚstsson Fylki 17(7) Ólafur Jónsson Vík. 17(7) Saemundur Stefánsson FH 16(6) Einar Einarson Fylki 16(7) Þórir Gíslason Haukum 10(7) Guójón Marteinsson lR 16(7) Brynjólfur Markúss. ÍR 16(7) 49 varin víti Islensku markverðirnir hafa varið eigi færri en 49 vítaköst og fullyrða má, að ekki miklu færri hafa farið forgörðum á annan hátt. Þeir markverðir sem flest vítin hafa varið, eða 7 hvor, eru ný nöfn í íslenskum handknattleik. Þeir eru Jón Gunnarsson hjá Fylki, sem leikið hefur svo vel í vetur, að hann lék sinn fyrsta landsleik eigi alls fyrir löngu. Hinn er Gunnlaugur Gunnlaugs- son í Haukum, Islandsmeistur- unum í maraþonhandbolta. Gömlu brýnin, Magnús Ólafsson FH og Kristján Sigmundsson Víkingi, eru skammt undan með 5 varin vítaköst hvor. Þar af varði Kristj- án 3 sinnum í sama leiknum, gegn Haukum í Hafnarfirði. Annar nýliði í 1. deild, Einar Þorvarðar- son HK, hefur einnig varið 5 vítaköst í vetur, svo og stigahæsti leikmaður Mbl. Jens Einarsson. Ólafur Benediktsson hefur hirt 4 víti og Guðjón Erlendsson Fram 3 víti. Víkingar utanvallar í 53 mínútur! Það er ekki síður fjörugt að fylgjast með hvaða einstaklingum hefur oftast verið vikið af velli. FH-ingar voru í ótvíræðu forystu- sæti síðast þegar Mbl. tók saman skýrslu og birti. En síbrotamenn Víkings hafa skotist fram úr þeim og vantar þá aðeins 7 mínútur upp á að hafa leikið einum færri sem svarar einum leik. Útilokun Ólafs Einárssonar, auk örra brott- rekstra Páls, Viggós, Erlends og Árna vega þungt. En Víkingar hafa aldeilis ekki hrist hina sterku FH-inga af sér. Þeir eru á hælum Víkinga með aðeins 3 mínútum minna, eða samanlagt 50 mínútur. Gils Stefánsson er þarna að vanda eins og kóngur í ríki sínu, með samanlagt 16 mínútur utan vallar. Valgarð tekur einnig fast á andstæðingum sínum og hefur verið kældur samanlagt í 12 mínútur. Víkingur og FH virðast vera í sérflokki á þessu sviði, því að það lið sem næst þeim kemur, Fram, hefur aðeins 37 mínútur alls, þar af Gústaf Björnsson í 13 mínútur. Prúðastir til þessa eru Valsmenn með aðeins 8 mínútur. En menn verra hjá Fram og FH. Fram hlýtur að hafa það. Botnbaráttan er einnig frekar skýr. Breiðablik hefur tekið sig á og fellur varla. Þór frá Akureyri hefur enn ekki hlotið stig og vermir því botnsætið. Liðið hefur að vísu leikið mun færri leiki en hin liðin, en eigi að síður virðist ekkert annað en fall bíða þess. Og Ioks er að geta Víkings. Liðið er mikið fyrirbæri, hóf mótið sterk- lega með jafnteflum við Val og FH, en síðan hefur liðið verið svo lélegt, að varla er hægt að lýsa því með orðum. Leikir Þórs og Víkings gætu orðið athyglisverðir í meira lagi. En nógur tími er fyrir bæði liðin að taka sig á. Staðan í 1. deild kvenna er þessi: Fram FH Valur Ilaukar KR BreiAablik VíkinKur Þór Ak. 8 7 0 1 102-61 14 6 4 1 1 85-73 9 6 3 1 2 77-72 7 7 3 1 3 64-84 7 7 3 0 4 80-78 6 6 2 1 3 49-71 5 6 0 2 4 57-76 2 4 0 0 4 39-58 0 skyldu ekki láta blekkjast um of, Valsmenn hafa aðeins leikið 5 leiki eins og kemur fram hér að framan. Eigi að síður er meðaltalið lágt hjá Val. Gott hjá þeim. Örugg íorysta Fram Línurnar eru skýrari í 1. deild kvenna en í karladeildinni. Fram hefur örugga forystu. FH getur minnkað muiiinn í 1 stig með því að vinna tvo leiki sem liðið á til góða, en það eru engan veginn gefin stig, ekki síst vegna þess að lið FH hefur ekki verið eins sannfærandi og lið Fram. Nema þ.e.a.s. þegar FH vann Fram fyrr í vetur, en það er eini tapleikur til þessa. Valur, Haukar og KR gætu komið til álita, en ekki nema gífurleg breyting verði til hins Markhæstu konurnar erui Oddný Sigsteinsdóttir Fram 28 Margrét Theodórsd. Haukum 28 Hansína Melsteð KR 27 Harpa GuÓmundsd. Val 25 Ingunn Bernódusdóttir Vík. 25 Guðríóur Guðjónsdóttir Fram 23 Svanhvít Magnúsdóttir FH 21 Erna Lúóvíksdóttir Val 21 Hrærigrautur á toppinum I fljótu bragði virðist sem baráttan um tvö efstu sæti 2. deildar muni standa milli Ár- menninga, sem eru efstir, Þórs frá Akureyri og KR, sem bæði hafa aðeins einu stigi minna en Ár- mann. Eigi alls fyrir löngu hefði ekki nokkuð maður hikað við að nefna Þór frá Vestmannaeyjum, þegar talað var um toppsætin, en svo undarlega hefur brugðið við, að Þórsliðið hefur sprungið alger- lega. Síðustu tveir leikir liðsins í Reykjavík gegn Þrótti og Ármanni voru hrein leikleysa frá hendi Þórs. Liðið er byggt í kringum aðkomumenn, Framarana Hannes Leifsson, Andrés Bridde og Ragn- ar Hilmarsson. Sé fylgst vel með þeim í leikjum, hrynur til grunna allur leikur Þórs. Það er nú altalað í Eyjum, að þeir þremenningar hyggi ekki á Eyjadvöl næsta keppnistímabil og hefur auk þess heyrst, að Þór kunni einnig að sjá af sínum snjallasta heimamanni, Herbert Þorleifssyni, sem mun hyggja á nám á meginlandinu næsta vetur. Má með nokkurri vissu reikna dæmið um toppbar- áttu 2. deildar án þess að taka Eyjaþór með. Það borgar sig þó að fullyrða sem minnst. Botnbaráttan virðist nokkuð skýr og hefur léleg frammistaða Stjörnunnar komið verulega á óvart, en litlu munaði að liðið kæmist nærri 1. deildinni síðast- liðinn vetur. Ef svo heldur sem horfir verða einu sigurleikir Stjörnunnar auk sigursins gegn KA frá haustinu leikirnir tveir gegn Leikni. Um félagið það er best að segja sem allra minnst. Staðan í 2. deild er nú þessi: Ármann 8 5 2 1 175-173 12 KR 7 5 1 1 180-135 11 Þór Ak. 8 5 1 2 151-136 11 Þór Vc. 7 4 1 2 120-127 9 Þróttur 7 3 1 3 162-156 7 KA 7 3 0 4 118-112 6 Stjarnan 6 1 0 5 120—134 2 Leiknir 7 0 0 7 97-175 0 Hamskiptingurinn Konráð Jónsson Konráð Jónsson Þrótti er mark- hæstur í 2. deild. Og aðrir eins yfirburðir hafa varla sést. Konráð hefur skorað 79 mörk í 7 leikjum og guð má vita hvað hann væri búinn að skora mörg, ef hann hefði ekki farið rólega af stað og skorað „aðeins" 14 mörk í tveimur fyrstu leikjunum! Nú skorar hann ekki undir 10 mörk í leik og er það fátítt meðaltal. Konráð skorar lítið úr vítaköstum, en næsti maður á eftir honum, Ármenning- urinn Björn Jóhannesson, hefur skorað 31 mark af 49 úr vítum. Markhæstu menn eru þessir: KonráÓ Jónsson Þrótti 79 Björn Jóhannesson Árm. 49 Hannes Leifsson Þór Ve. 47 SigtrygKur GuÓlaugss. Þór Ak. 41 Sigurður SigurÓarson Þór Ak. 41 Björn Pétursson KR 40 Friðrik Jóhannsson Ármanni 33 Símon Unndórsson KR 32 Yfirburðir Týs Loks skulum við líta á stöðuna í 3. deild, en þar virðist eitt lið vera að skera sig úr. Týr frá Vest- mannaeyjum hefur til þessa unnið alla leiki sína og er því með fullt hús stiga í efsta sætinu. Týrarar leika síðustu útileiki sína um helgina og eru það erfiðir leikir, gegn Aftureldingu og Breiðablik. Staðan er nú þessi: Týr Aftureiding Grótta UBK ÍA Njaróvík fBK Dalvík 6 6 0 0 140-109 12 7 5 1 1 135-122 11 6 4 0 2 127-115 8 7 3 1 3 146-140 7 7 3 0 4 139-130 6 6 2 0 4 125-138 4 5 1 0 4 89-115 2 6 0 0 6 109-141 0

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.