Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjanúar 1979næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910

Morgunblaðið - 27.01.1979, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 27.01.1979, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 1979 11 Hér sýnir Jón Til Trafala okkur réttu akstursstemnguna. Takið eftir augnaráðinu. Þessi maður fylgist vel með öllu, innanborðs og utan. Enda er hann sá klístraðasti af þeim öllum. hraðskreiðari en þríhjól. Þessa bíla mátti þekkja af gærum í afturglugga, mohair-stýri og kattaraugum á ólíklegustu stöðum. Klíst- urbílstjórar áttu það til að hækka afturenda bifreiðanna og auka þannig viðbrögð þeirra. Þeir allra hörðustu gengu svo langt að snúa yfirbyggingu bílsins við á grindinni, þannig að þeir horfðu út um afturrúðuna. Stöðugleiki bílsins jókst að mun, því nú sneru vængirnir fram. Hámarkshraði jókst um 50%. LEÐUR: Nýtt efni, fundið upp af Buffalo Bill. Unglingar féllu fyrir efninu. Leður-lakkrísbindi urðu vin- sæl. Fljótlega uppgötvaðist annað efni, leðurlíki, ákaf- lega mikið notað um þessar mundir af rússneskum klísturpíum. FRAMSÓKNARLEGUR. Halló, sveitó. Sagan segir frá uppruna orðsins. Þrír herra- menn héldu á dansleik í Hreppunum. Þeim var um- hugað að komast sem fyrst í skvísuskarann. Sá þeirra fé- laga er í miðið gekk var þekktur framsóknarmaður þar í sveit. Er þeir áttu skammt eftir að samkomu- staðnum, varð á vegi þeirra lækjarspræna. Félagarnir til sitt hvorrar handar klofuðu yfir hana, en sá í miðið hafnaði með vinstri stíganda í vatninu. „Af hverju gerð- irðu þetta?“ varð félögum hans að orði. „Það stóð svona á spori," stundi sá blauti. Ein af tíkarspenapíunum, sem fyrir utan dansstaðinn stóð, hrópaði, þegar hún sá lækinn gutla upp úr hvítbotnaðri gúmmítúttu sveitamannsins: „Sá er framsóknarlegur." SJÓNVARP, TV. Eitthvað, sem allir vildu eiga, en enginn vissi hvað var. Nú árið 1977 væri setningunni sjálfsagt snúið við. Eitthvað sem enginn ... Já, ýmislegt hefur snúizt við, eða ættum við að segja að hjólið snúizt stöðugt. Fyrir nokkrum árum voru hárklíst- ur-framleiðendur komnir á hausinn. Kvikmyndir eins og GREASE eru að reisa þá við. Nútímaunglingar ganga í hvítum strigaskóm og niður- þröngum buxum. Sumir klíst- urgæjar eru jafnvel farnir að „greiða í píku“. Eitt mun þó breytast. Þáttur sígarettunn- ar í klísturmálum er að þurrkast út. Þökk sé Sam- starfsnefnd um reykinga- varnir. Lögmál klístursins, bíll, dama og góð greiða. Hver er trúboði — og hver ekki? Hr. ritstjóri. í blaði yðar 24. þ.m. hlotnaðist undirrituðum sú sjaldgæfa aug- lýsing, sem einnig var útvarpað um landsbyggðina, að vera nafn- greindur undir yfirskriftinni „Kommúnískt trúboð í útvarp- inu“. í greininni voru ýmsar missagnir og vífilengjur, sem ég leyfi mér að gera athugasemd við. 1. Á fundi Einingarsamtaka kommúnista (Eik m-1), sem nefndur er í forystugreininni, var undirritaður ekki kynntur sem fulltrúi þess félagsskapar, heldur sem óháður, þ.e. óflokksbundinn. Annar framsögumaður á fundin- um var Elín Pálmadóttir. 2. Hins vegar væri gott, að Morgunblaðið léti álit sitt skýrar í ljós, hvort fólk, sem tilheyrir ákveðnum samtökum eða flokk- um, skuli heimilt að annast fræðsluþætti eða fréttaskýringar í ríkisútvarpinu. Þykir Morgun- blaðinu það mistök t.d. að Elín Pálmadóttir hefur fengið að skýra afstöðu sína til Kampútseu bæði í hljóðvarpi og sjónvarpi, þó að hún sé yfirlýstur „trúboði" Sjálfstæðisstefnunnar? 3. Morgunblaðið fullyrðir, að það sé óvefengjanlegt, að Kampútsanar hafi búið við áþján og hörmungar undanfarin ár. Ætla mætti, að forystugreinin væru skrifuð áður en erindið var haldið, því að það fjallaði fyrst og fremst um það, hve vefengjanleg- ar heimildirnar væru, sem slíkar fullyrðingar byggjast á. Þar ræddi ég náið um undirstöðurit, sem byggir á frásögnum flótta- manria, Kambódía árið núll eftir Francois Ponchaud, en einnig ýmsar aðrar heimildir, svo sem lýsingar fréttamanna (rangfærð- ar og réttar), skýrslur banda- rískra aðila, ferðalýsingar og yfirlýsingar, ræður og viðtöl við ráðamenn í Kampútseu (bæði ekta og upplogin). Hitt skal ég játa, að ég treysti mér ekki til að fjalla um málið án þess að vottur að skoðun kæmi fram. En huggun er það, að þar er ég í sama báti og aðrir, sem bafa tekið þetta efni fyrir í útvarpinu, svo sem Elín Pálmadóttir, Hannes H. Gissur- arson, Gunnar Eyþórsson, Friðrik Páll Jónsson og Magnús Torfi Olafsson. Það er rétt tilgáta hjá Þjóðvilj- anum 25. þ.m., að ég sameinast Morgunblaðsmönnum (og Þjóð- viljamönnum?) í fordæmingu á innrás Víetnama í Kampútseu. Eg vona, að Morgunblaðið haldí áfra^n allítarlegum fréttaflutn- ingi sínum af þeim atburðum, ennfremur að Eik m-1 haldi áfram fundahöldum þar sem andstæð sjónarmið mætast og að útvarpið haldi áfram að vera frjálslynt. Eg vona, að „síðasti maóistinn“ (sem einmitt stýrir Morgunblaðinu) taki undir með manninum sem sagði: Látum hundruð blóma blómgast. 25.1. 1979. Virðingarfyllst, Þorsteinn Helgason. Lítið barn hefur lítið sjónsvið 3ja mánaóa námskeió 0ar sem 11 adaldansarnir ur kvikmyndinni GREASE verda kenndir. Innritun frá kl. 17.00 til kl. 22.00 í Skírteini afhent sunnudaginn 4. Brautarholti 4, sími 20345 og febrúar frá kl. 16.00 til kl. 19.00 í Drafnarfelli 4, sími 74444. Brautarholti 4 og Drafnarfelli 4. Kennslugjold fyrir namskeiöiö greiöist viö afhendingu skírteina. Verið með og lærið toppdansana í dag. onnssiiðu sivniossonoR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 22. tölublað (27.01.1979)
https://timarit.is/issue/117375

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

22. tölublað (27.01.1979)

Aðgerðir: