Morgunblaðið - 27.01.1979, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 27.01.1979, Blaðsíða 34
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 1979 III B|#|||«||kHI| VlllwlVIi 11 VIÐSKIPTI - EFNAHAGSMÁL - ATHAFNALÍF Opinber stjórnsýsla: NÝLEGA var sænskur hag- fræðingur, Peter Gorpe, hér á ferð. Þar sem hans sérgrein er hag- raeðing í opinberum rekstri lék Viðskiptasíðunni forvitni á að heyra sjónarmið hans um þau mál. Peter Gorpe sagðist starfa hjá Statskontoret í Svíþjóð en væri reyndar í ársleyfi þar og starfaði nú sem ráðgjafi við Statens Ratsonaliserings Direktoratet í Osló. Báðar þessar stofnanir eru opinberar og fjalla um hag- Peter Gorpe, hagfra’ðingur. Vandinn er innra ósamræmi í ákvarðanatökunni ræðingarmál hjá hinu opinbera. Það sem hér fer á eftir á þó eingöngu við um sænskar að- stæður. Aðalverkefni sænsku hag- ræðingarstofnunarinnar eru fólgin í tölvukaupum og tölvuráðgjöf, stjórnskipulagningu og ráðgjöf varðandi alla söfnun og úrvinnslu gagna. Hún er að því leyti ólík Hagsýslustofnunni íslensku að þar er ekkért fjallað um fjárlagagerð ríkisins sem slíka. Verksvið stofnunarinnar er all víðtækt á tölvusviðinu og eru ríkisfyrirtæki skyldug til að kaupa tölvuútbúnað í gegn um hana. Þetta hefur leitt til þess að Statskontoret er stærsti kaupandi slíkra hluta í Evrópu í dag sagði Gorpe. Nú er því oft haldið fram að opinberar stofnanir séu ekki nægilega virkar, hvað viltu segja um þá fullyrðingu? Vissulega finnast þess dæmi að svo sé en við verðum jafnframt að gæta þess að slík gagnrýni er oft sett fram vegna stjórnmálaskoð- ana en ekki út frá rekstrarhag- fræðilegum sjónarmiðum. Einnig verður að taka tillit til þess að ekki er hægt að hagræða jafnört nú og fyrir áratug eða svo. Ef lengra á að ná á þeirri braut verða stjórn- málamennirnir að taka ákvarðanir sem fela í sér að leggja niður einhverjar stofnanir heldur en að embættismenn geti endalaust hag- rætt. Vandinn er einna helzt sá að stjórnmálamennirnir eru ekki nægilega góðir stjórnendur þeir ýta aðalmálunum á undan sér og eru oft að glíma við smáatriðin. Við þessa skipan mála myndast oft tómarúm í ákvarðanatökunni og embættismennirnir verða að taka ákvarðanir sem í raun ættu að takast af stjórnmálamönnum. Á hvaða sviði opinberrar stjórnsýslu er helzt um aukna hagræðingu að ræða í dag? Segja má að mestu mögu- leikarnir séu þar sem hægt er að auka tölvuvæðinguna a.m.k. er það reynsla okkar í Svíþjóð. Annar þáttur stjórnsýslunnar sem hefur verið hagrætt mikið er sá að samræma sem mest starfsemi opinberra aðila sérstaklega þeirra sem eru úti á landsbyggðinni í litlum einingum. Þetta hefur t.d. tekist með því að koma þeim öllum undir eitt þak. Að lokum sagði Peter Gorpe að í kring um 1960 hefði hafist skipulögð hag- ræðingarstarfsemi í opinberum rekstri í Svíþjóð. Árangurinn væri augljós. Kostnaðarmeðvitundin hefur aukist hjá hinu opinbera, nú er ekki lengur eingöngu dæmt út frá einhverjum óskilgreindum sjónarmiðum án kostnaðarmats eins og áður var. U tflutningur á kindakjöti í nýútkomnu fréttabréfi Sam- bands ísl. samvinnufélaga er fjallað um kjötsölur til Evrópu- ianda og segir þar m.a. „Eins og við höfum áður skýrt frá er búist við því að flytja þurfi úr landi a.m.k. 5000 lestir af dilkakjötsframleiðslu s.i. hausts og hefur Búvörudeild Sambandsins það hlutverk að leita beztu fáanlegu markaða fyrir þetta kjöt erlendis.“ Síðar í frásögninni segir að um helmingur þessa magns hafi þegar verið fluttur út eða sé um það bil að fara og þá til Noregs eingöngu þar sem markaður fyrir kjötið hefur um langt skeið verið beztur. Á töflunni hér að framan má sjá að um helmingur heildarútflutnings síðustu ár á kjöti hefur farið til Noregs. í kandidatsritgerð sinni við Viðskiptadeild Háskólans vorið 1978 ritaði Einar Þór Vilhjálms- son m.a. eftirfarandi um kjötút- flutning en ritgerð hans nefnist „Kindakjöt — útflutningur — markaðir — 1602 til 1977“. „Verð á markaðnum (norska) ræðst af framboði og eftirspurn og er því eiginlega frjálst. Bændur (norskir) fá greiddar beinar uppbætur á kjötið þannig að markaðsverð er lægra en framleiðsluverð og verða Islendingar að sætta sig við hið niðurgreidda markaðsverð. ís- lenzka kjötið keppir ekki við norska kjötið á markaðnum, held- ur kemur það sem viðbótarneyzla." Um framtíðarmöguleikana í Nor- egi segir Einar m.a. „Með það í huga að Noregur á ómældar tekjur í olíulindum og íslenzkt kjöt er viðurkennt þar í landi, verðlag yfirleitt uppsprengt og neytenda- markaður vaxandi, liggur í augum uppi að þar er helst sölumöguleika að vænta, umfram það sem nú er, og umfram aðrar nágrannaþjóðir." En ekki eru útflutningsmálin alls staðar jafn lítið óhagstæð og í Noregi. Einar segir frá því í ritgerð sinni „að útflutningur á kjöti til Danmerkur sé íslending- um ákaflega óhagstæður. Kemur þar til að á markaðnum er mikil samkeppni við kjöt frá Nýja-Sjá- landi, innflutningstollar og síðast en ekki sízt ráðandi sölufyrir- komulag." Sem dæmi um hið síðast nefnda nefnir Einar Þór í ritgerð sinni eftirfarandi: „Um langt tímabil hafði danskt innflutningsfyrirtæki reynt að fá keypt íslenskt kindakjöt. Var haft samband við S.Í.S sem gat ekki selt þeim vegna einkaumboðsaðil- ans í Danmörku. Fyrirtækið var tilbúið til að kaupa 800—1000 tonn á ári. Buðu þeir hærra verð en áður hafði tíðkast og var um breytingu að ræða hvað varðaði viðskiptahætti og greiðslukjör. Voru þau allt önnur og miklu hagstæðari íslenskum framleið- endum, en áður hafði þekkst. Þrátt fyrir þessa viðleitni danska inn- flutningsfyrirtækisins virtist áhugi fyrir viðskiptunum vera í algjöru lágmarki hjá íslenska útflutningsaðilanum, S.I.S. Ekkert gerðist fyrr en íslenskir ráðamenn í landbúnaði, sem virtust orðnir þreyttir á einkaútflutningi S.I.S., og þeim lélega árangri sem hann skilaði á markaðinum í Danmörku, tóku málið í sínar hendur og veittu leyfi til útflutnings til Danmerkur. Frjáls útflutningsaðiíi, sem var umboðsaðili danska fyrirtækisins, reyndi án árangurs að fá keypt kjöt hjá hinum sex sláturhúsum sem hafa leyfi til útflutnings. Var sláturleyfishöfum boðið hærra verð en áður hafði tíðkast, greiðslu um leið og kjötið væri komið í erlenda höfn, og magnið sem lagt var til grundvallar var új;vigtað magn úr sláturhúsi. Viðhorf sláturhússtjórans var að verðið væri ekki það miklu hærra að það réttlæti að skipta um útflutningsaðila og síðast en skki síst, hafði sláturleyfishafinn engan áhuga á að missa tekjurnar af geymslugjaldinu, sem ríkissjóð- ur greiðir. Til „gamans" mætti benda á, að nokkur frystihús hafa af því lifibrauð að geyma kjöt. Það varð á endanum fyrir milligöngu Framleiðsluráðs Land- búnaðarins, að 1000 tonn fengust hjá S.S. svo hægt væri að selja nýja kaupandanum í Danmörku, því S.Í.S. neitaði að selja honum. Eins og sést hér að framan, er hvatinn til að selja vel á erlendum markaði ákaflega lítill. Meðan svo er, geta íslenskir framleiðendur ekki búist við miklum framförum í verði og greiðsluháttum." Á meðfylgjandi töflu má sjá hvernig útflutningur á frystu kindakjöti skiptist milli helztu markaðssvæða á árunum 1975—1977. Stöðvar skattlagningín rekst- ur Fjárfestingarfélagsins? Fjárfestingarfélag íslands h.f. var formlega stofnað, með lögum árið 1971. Ileiztu samtök er beittu sér fyrir stofnun þess voru Félag ísl. iðnrekenda. Verzlunarráð íslands og Samband ísl. samvinnufélaga. Tilgangurinn með stofnun Fjárfestingarfélagsins var að styrkja íslenskt atvinnulíf með því að auka á fjölbreytni í fjármögnunarmögu- leikum fyrirtækja. Kom þetta m.a. fram í viðtali er Viðskiptasíðan átti við Sigurð R. Helgason framkvæmdastjóra féiagsins og Gunnar Ilálfdánarson starfsmann þess. Starfsemin var í upphafi svo til eingöngu bundin við þjónustu gagnvart fyrirtækjum en síðan 1977 hefur einnig verið starfrækt- ur sérstakur Verðbréfamarkaður en þjónusta hans er aðallega ætluð einstaklingum þó svo ýmis fyrir- tæki og sjóðir hafi notfært sér hana í vaxandi mæli. I byrjun var mest unnið að hlutafjárþátttöku félagsins og þá sérstaklega þar sem um ný fyrirtæki var að ræða eða nýja framleiðsluhætti hjá eldri fyrirtækjum. Þar sem hluta- bréfamarkaður að þessu tagi reyndist fljótlega mettur var ákveðið að bjóða fyrirtækjum upp á svoköiluð leigukaup. í dag eru um 40 slíkir samningar í gildi, flestir á milli 5—10 milljónir kr. Fyrirtæki í verzlun, almennum iðnaði og í fiskiðnaði hafa notfært sér þessa þjónustu svo dæmi séu nefnd. Eru þau þá ýmist að fjárfesta í roðflettivélum, lyftur- um, áfyllingarvélum, tölvum eða kæliborðum. Leigukaupin er ekki lán í eiginlegri merkingu þess orðs heldur miklu frekar leigutaxti þar sem leigan gengur upp í kaupverð. I dag er leigutaxtinn 3.75% og er þá miðað við samningstíma upp á 5 ár. Þessi tegund fjármögnunar hefur reynst fyrirtækjum ákaflega vel sögðu þeir Sigurður og Gunnar, sérstaklega þeim sem eru í örum vexti. Ilvaða starfsemi hefur Verð- bréfamarkaðurinn með höndum? Verðbréfamarkaðurinn tekur að verðbréfa í umboðssölu auk þess sem þar eru veittar upplýsingar um fjárfestingarmöguleika hverju sinni. Liður í þessari almennu upplýsingastarfsemi var útgáfa Fjárfestingarhandbókarinnar sem kom út í haust. Meirihluti við- skipta okkar nær til verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs. Þau eru almennt viðurkennd og hafa reynst ákaflega heppilegt sparnaðarform fyrir* allflesta. Áhættulaus og einföld í umsýslu. Einnig má geta þess að auðvelt hefur verið að losa það fé sem í þeim er bundið t.d. mun auðveld- ara en það fé sem bundið er inn á vaxtaaukareikningum. Verðtrygg- ing spariskírteinanna er einnig margfalt meiri þar sem vextir vaxtaaukareikninga hafa ekki haldið í við verðbólguna í jafn ríkum mæli. Fasteignatryggð skuldabréf geta gefið mun meira en sparískírteinin en þau eru yfirleitt áhættusamari. Verðbréfa- markaðurinn annast einnig kaup og sölu hlutabréfa. Hvað um framtíðaráformin? Félagið hefur til þessa notið skattfrelsis eins og aðrar fjár- málastofnanir en nú eru hins vegar uppi ráðagerðir um að skattleggja það í formi tekju- skatts. Þar sem félagið er svo til eingöngu byggt upp á eigið fé og skattstefna óljós þá er hætta á því að eigið fé félagsins og þar með þessi fjármögnunarmöguleiki at- vinnulífsins verði skattað burt. Við teljum það afar óeðlilegt að skattleggja gerfi hagnað eins og hér á sér stað. Augljóst er að þessi mikla óvissa sem nú ríkir krefst nýrra starfshátta af hálfu félags- ins, og eru þeir nú í athugun. Fyrr en sú athugun hefur farið fram er erfitt að meta framtíðarmöguleik- ana sögðu þeir Gunnar og Sigurður að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.