Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjanúar 1979næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910

Morgunblaðið - 27.01.1979, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 27.01.1979, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 1979 45 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA I0100KL. 10—11 FRÁ MÁNUDEGI þess að valda þeim óbætanlegu tjóni. Móðir. • Misskilningur Vegna kvartana tveggja skólastúlkna yfir þjónustu Borgar- bókasafnsins hafa forráðamenn safnsins sent Velvakanda eftir- farandi bréf: í Velvakanda sunnudaginn 21. janúar kvörtuðu þær skólastúlkur yfir því, að Borgarbókasafn Reykjavíkur ætti ekki neina bók um síðari heimsstyrjöldina. Hér er um mikinn misskilning að ræða. Safnið á að sjálfsögðu margar bækur um þetta efni. Misskilningurinn getur í fyrsta lagi stafað af því, að flestar þeirra eru á erlendum málum, en algengt er að skólafólk geti ekki notfært sér erlendar bækur. Sáralítið hefur verið gefið út á íslenzku um síðari heimsstyrjöldina og þær bækur fiestar gamlar og löngu uppseldar og því eintökum mjög farið að fækka í safninu. í öðru lagi vill brenna við, að fólk misskilji þegar því er sagt að bók sé í láni og álíti þar með að hún sé ekki til í safninu. Að lokum má benda á að mjög erfitt er að anna þeirri tíma- bundnu eftirspurn, sem skapast þegar mikill fjöldi nemenda á að skrifa ritgerð um sama efni. Nokkur lausn á þeim vanda er þó að á lestrarsal safnsins, Þingholts- stræti 27, eru til flestar íslenzkar bækur til afnota á staðnum. • Orð um fyrir- bæri náttúrunnar Ingvar Agnarsson hefur sent lesendum Velvakanda eftirfarandi spurningar og væri það vel þegið ef einhver vildi senda okkur línu sem svarað getur einhverjum af spurningum Ingvars. Feimilbirta: Mér varð gengið út um kvöld (í janúar). Jafnfallinn snjór hluidi landið. Feimilbjart var úti. Tungl var í fyllingu. Norðurljós flöktu um himininn í dýrðlegu litaskrúði. Bjartar stjörnur blikuðu um alla hvelf- inguna, í allri sinni litadýrð. Svo bjart var úti, að unnt hefði verið að lesa á bók. Slík birta á síðkvöldi kallast feimilbirta. Hver þekkir þetta hljómfagra orð? Hvar á íandinu er það enn í notkun í mæltu máli? Hver mundi vera uppruni orðsins? Kvestir (eða hvestir): Vika er nú liðin síðan birta himins og jarðar heillaði huga minn seint um kvöld. Sú dýrð stóð ekki lengi, því norðanstormur tók að æða og hlóð lausamjöllinni í skafla í hverri lægð og í kvesti á bak við hvern stein, hverja þúfu og hverja ójöfnu á yfirborði landsins. Sumir kvestirnir voru litlir, en aðrir stórir og mynduðu langa, ávala eða hvassa hryggi bak við allar ójöfnur. Hver þekkir orðið kvestir? Hvar á landinu er það enn í munnlegri notkun? Af hverju mundi orðið vera dregið? Ingvar Agnarsson. • Ambögur í útvarpsþætti Á.J. hringdi og vildi koma á framfæri leiðréttingu vegna út- varpsþáttar s.l. sunnudag þar sem talað var um islam (múhameðstrú) og Kóraninn. „Það voru svo margar ambögur í þessum þætti. M.a. var það sagt að þessi trúmál væru svo flókin að ekki væri hægt að þýða Kóraninn yfir á nokkurt tungumál og einungis væri hægt að lesa hann á þvi máli sem hann er ritaður. Þetta er eintóm vitleysa. Sjálfur hef ég búið í Austurlöndum og lesið Kóraninn mörgum sinnum. Bókin fæst einnig á ensku í bókaverslun hér á landi, ég veit ekki hvort hún er til á öðrum tungumálum." SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson Á samsovézka úrtökumótinu í Daugavpils í sumar kom þessi staða upp í skák stórmeistarans Bronsteins og óþekkts meistara að nafni Kim, sem hafði svart og átti leik. 33. - Bxg3!, 34. Hfl (Eða 34. hxg3 — Dxg3+, 35. Kfl - Df3+, 36. Kgl — Hg8+ og mátar) Bxh2+, 35. Kxh2 - IIh8+, 36. Kgl - Hhl. Mát. HÖGNI HREKKVÍSI * &?<*!.’...X6-^l£\ fÖTfírfítCÍ" mHADSTEN H0JSKOLE 8370 Hadtten milli Árósp og Randers 20 vikna vetrarnim- skeið okt.—lebr. 18 vikna sumarnámskeið marz—júlí. Mörg valfög t.d. undirbúningur til umsóknar í lögreglu, hjúkrun, barnagæzlu og umönnun. At- vinnuskipti og atvinnuþekking o.fl. Einnig lestrar- og reiknings- námskeiö 45. valgreinar. Biöjiö um skólaskýrslu. Forstander Erik Klausen, sími (06) 98 01 99. Á leið í skóla gœtið að LADA Beztu bílakaupin 2.160.- Hiireirtar & Iðndbúnartarvélar hi. !jM£' —V*— " -«"* ■ “ — Félag járniðnaðarmanna Félagsfundur veröur haldinn mánudaginn 29. janúar 1979 kl. 8.30 e.h. í Félagsheimili Kópavogs, niöri. Dagskrá: 1. Félagsmál. 2. Um breytingu á námsskrá í ketil og plötusmíöi v/stálskipasmíöa. 3. Önnur mál. Mætiö stundvíslega. Stjórn Félags járniönaöarmanna óskar eftir blaðburðarfólki AUSTURBÆR: Á Seið í skóla gœtið að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 22. tölublað (27.01.1979)
https://timarit.is/issue/117375

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

22. tölublað (27.01.1979)

Aðgerðir: