Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjanúar 1979næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910

Morgunblaðið - 27.01.1979, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 27.01.1979, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 1979 19 Hér horfast Þeir í augu, Viðar og annar hinna loðnu vina hans, en hinn virðist kæra sig kollóttan. Þeir geta verið handfljótir ef ekki er höfð á þeim aðgæsla. Hér er hann búinn aö opna buxnaklauf Viðars! Apaspil í Sœdýrasafni MEÐAL þeirra dýra sem mesta athygli vekja í Sædýrasafninu fyrir sunnan Ilafnarfjörð eru vafalítið simpansarnir tveir sem þar eru. Þeir hafa nú verið þar í um það bil þrjú ár, eða frá því að þeir konu hingað frá Kaupmannahöfn um það bil hálfs árs gamlir. Þessar skemmtilegu myndir voru teknar af apaparinu nú í vikunni í Sædýrasafninu, og er greinilegt að vel hefur legið á þeim þegar myndatakan átti sér stað. Aparnir geta þó einnig sýnt á sér aðrar hliðar, og þeir geta verið viðsjárverðir ef illa liggur á þeim eða þeir hafa verið reittir til reiði. Eiga þeir það þá jafnvel til að bíta bá sem nærstaddir eru. Þeir eru hins vegar vinafastir og hænast einkum að þeim er fóðra þá. Fá þeir oft á þeim mikla ást, en suma menn líta þeir þó aldrei réttu auga. Er því greinilegt að þeir fara mjög í manngreinarálit ekki síður en hinir hárlausu frændur þeirra. Simpansar eins og þessir á myndunum verða yfirleitt kynþroska fimm til sex ára að aldri. Eru þess dæmi að þeir nái allt að þrjátíu ára aldri, en þá eru þeir yfirleitt orðnir mjög skapstirðir og værukærir og þykja þá ekki beinlínis skemmtilegir í umgengni. Hér er annar apinn kominn á háhest á öxlum Viðars Benediktssonar, en hann sér um pá ásamt Jóhönnu Jakobsdóttur. Það er gott að fá sér smá appelsínu-djús eftir leikina! iÚtsalan hef st á mánudag þernhard lax^al KJÖRGARÐI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 22. tölublað (27.01.1979)
https://timarit.is/issue/117375

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

22. tölublað (27.01.1979)

Aðgerðir: