Morgunblaðið - 27.01.1979, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 1979
37
„Fögur sál er
ávallt ung”
Fátt er fróðlegra en samtal við
fólk, sem hefur lifað langa og
auðuga ævi, ríkt af lífsreynslu og
lífsspeki.
Það gæti orðið öðrum gott
umhugsunarefni að kynna sér
aðstöðu þess til hins liðna og hins
komandi til lífs og dauða, ekki sízt
við áraskipti og tímamót.
Aldraður kennari svaraði þrem
eftirfarandi spurningum eitthvað
á þessa leið. Vel gæti ég verið
sammála að öllu leyti.
Hvernig líkar þér við ellina?
Mér finnst ellin ekkert sérstakt
tímabil aðskilið öðrum ævidögum.
Hún hefur orðið mér bjart og
fagurt framhald ævi minnar á
liðnum dögum.
Tími starfs á víðum vettvangi,
með áhugamálum og ævintýrum
við mitt hæfi.
Að safna árum er auðvitað hinn
eðlilegi gangur lífsins. Þar verður
auðvitað hver einstaklingur að
sníða sér stakk eftir vexti.
Aðalatriði og takmark hvers
tímabils ævinnar er að gefa
dögunum gildi í starfi og leik.
Nota hverja stund til að skapa
gull eilífðar úr grjóti tímans.
Sannarlega hefi ég lifað mörg ár.
En þau hafa öll ekki sízt hin síðari
veitt mér mikla gæfu og góðar
stundir.
Ég er einn á ferð að mestu, en
samt umvafinn ástúð, umhyggju
og áhuga góðra vina og ættingja.
Kennslustarf mitt um áratugi
aflaði mér óteljandi vina og
sambanda við ágæ*t fólk.
Það er margt, jafnvel allt miklu
yngra en ég og ber mér því mikla
birtu og gleði og g»rii mér kleift
að fylgjast vel með straumi
tímans og háttum samfélagsins.
Það merkilegasta er, að þarna
virðist skipta svo litlu máli, hvort
aldursmunurinn er tíu ár, tuttugu
eða jafnvel fimmtíu ár.
Og auðvitað er ég upp með mér í
hvert sinn, sem einhver segir:
„Þú er alltaf ungur og fallegur,
broshýr og brennandi af áhuga
fyrir öllu.
Ef til vill eru þessi orð sögð til
að gleðja. En það er af slíkri
einlægni gert að kynslóðabilið
hverfur. Og það er nóg.“
Ertu hræddur við dauðann?
Að safna árum, já, og verða
gamall, ef þú vilt hafa það svo, er
að sjálfsögðu lífsins saga, eins og
ég sagði áðan.
Fræi er sáð. Það spírar, vex upp,
springur út, blómstrar, ber sinn
ávöxt, fölnar og fýkur — deyr.
í ljósi þessarar lífssögu, svara
ég spurningu þinni ákveðið:
Nei, hversvegna ætti ég að
óttast dauðann.
„Ég veit að yfir dauðans djúp
mig Drottins leiðir hönd.“
örugglega verður rétt
kærleikfirík hond kraftar og lífs,
þegar bát minn ber að ströndu við
lífsins fjöll draums og vona.
„Þegar ég stíg á lífsins land
ljær mér einhver sokka,"
hvernig sem síðasta siglingin
verður.
Nei, ég er ekkert hræddur
Hvað finnst þér veita lífinu
mest gildi?
Gildl lífsins felst í því fyrir
hvern einstakling, að hann eigi sér
takmark í áhuga og störfum hvern
einasta dag.
Hann má aldrei æðrast yfir því
sem ekki er hægt að breyta. Hann
þarf að ala með sér hugdirfð og
hetjubrag, dirfsku og drenglund
til að takast á við erfiðleika og
raunir, finna orku sinni viðráðan-
leg viðfangsefni til að sigrast á. Þá
veitir starfsgleði og sigurfögnuður
jafnvel í hinu smæsta ríkuleg laun
og ómælanlega hamingju.
Gjafari allra góðra hluta, upp-
sprettulind lífsins, kyndilberi
sólar hefur lagt sínar gjafir í
huga, hönd og hjarta hvers
einstaklings. Þessar gjafir verður
hver að varðveita, geyma og
ávaxta, hvort sem æviskeiðið
heitir bernska, æska, manndómur
eða elli.
Þar hæfir hverju skeiði sín
aðferð. Þessi varðveizla er sú eina
guðsþjónusta, sem til gæfu má
verða og gefa eilífð í hverfleika
líðandi ára.
Þjónustan við aðra er þjónustan
við Guð og beeta þjónusta við
sjálfan sig.
„Hvað vannstu Drottins veröld
til þarfa
þess verður þú spurður um sólar-
lag.“
Reykjavík, 14. jan. 1979.
Árelíus Níelsson.
Vel heppnað þorra-
blót í Mývatnssveit
Björk, Mývatnssveit 25. jan.
SÍÐASTLIÐIÐ laugardagskvöld
var haldið mjög veglegt þorrablót
í Skjólbrekku. Fjölmenni var og
íslenzki fiski-
skipastóllinn
sá 18. að stærð
ÍSLENZKI íiskiskipastóllinn er
sá 18. að stærð í heiminum
samkvæmt nýútkominni skrá yfir
íslenzk skip 1979, en var í 20. sæti
í fyrra.
Islenzk þilfarsskip 100 brúttó-
rúmlestir og stærri eru nú 1,01%
fiskiskipaflota allra þjóða, en í
fyrra var hlutur íslendinga 0,96%
og 1,03% árið 1977.
Fiskiskipastóll Rússa er sá
stærsti í heiminum, 40,52% af
fiskiskipaflota heimsins, japanski
skipastóllinn er 10,53%, sá spánski
6,66%, sá bandaríski 4,86% og sá
pólski 3,24%.
komu sumir nokkuð langt að,
enda veður og færi hið ákjósan-
legasta. AÆ borðum var eins og
vera ber fjölbreyttur þorramatur
og ekki annað að sjá en honum
væru gerð hin beztu skil.
Meðan borðhaldið stóð yfir voru
skemmtiatriði og sum frekar af
léttara taginu. Má þar t.d. nefna
danssýningu, þar sem mótdansar-
inn virtist hafa takmarkaða til-
finningu. Þá var sýnt brot úr
óperu, einnig upplestur, ágætur
spurningaþáttur og síðast en ekki
síst var sýndur í spéspegli stór-
kostlegur árangur Línukvenna í
megrun því eftir 6 vikna strik
virtist ekkert vera eftir nema fötin
ein. Á milli skemmtiatriða var
almennur söngur og að lokum var
stiginn dans af miklum krafti.
Kvenfélag Mývatnssveitar stóð
fyrir þessu blóti. Rétt er og skylt
að færa félagskonum þakkir fyrir
það framtak. Formaður kvenfé-
lagsins er Helga Valborg Péturs-
dóttir. Ákveðið var að ágóði að
þessari skemmtun rynni til Sól-
borgar á Akureyri.
— Kristján.
Elvis Presley á Borginni, aö vísu ekki
í eigin persónu, en tónlistin lifir aö
Elvis Presley
stjama kvöldsins á
Borginni.
Gamla góöa rokkiö
kemur til meö aö
skipa sinn sess. Elvis
veröur þar á meöal.
Annars þarf ekki aö
segja frá stemmning-
unni, minnum fólk
einungis á aö koma
nægjanlega snemma
til aö komast inn í
fjöriö. „Illt er úti aö
standa."
eilífu
Diskótekið Dísa stjórnar tónlist og Ijósum kl.
21.00—02.00. Plötukynnir Óskar Karlsson.
20 ára aldurstakmark — snyrtilegur klæönaður.
Matargestir munið hraðboröið í hádeginu:
Heitur réttur, smáréttir, ábætir ásamt porramat.
Einnig framreiddir sérréttir í hádeginu svo og frá kl. 18 um
kvöldið.
BORÐIÐ — BÚIÐ — SKEMMTIÐ
simi
^.11440
^£>0:
ykkur á
HÓTEL BORG
Fjölbreyttari danstónlist.
sími
11440 r\
Æ
Hotel Saga — Súlnasalur
Sunnudagskvöld 28. jan.
Húsið opnaö kl. 19.00.
Hressing viö barinn
Ókeypis happdrættismiöar afhentir.
BORÐHALD HEFST
Gestir ganga aö langboröi á dansgólfi og
velja sér Ijúffenga Þorrarétti af stærsta Þorrablótsveisluborði sem sést hefur. VERÐ
AÐEINS KR. 3.500 FYRIR ÓMÆLDAN VEISLUMAT.
SKEMMTIATRIÐI
Danssýning. Hinn víöfrægi discodansari Ricky
Villard skemmtir og sýnir discodans eins og hann
gerist bestur í heiminum í dag.
FERÐAKYNNING — LITKVIKMYNDIR
Glænýjar litkvikmyndir frá eftirsóttum áfangastööum Sunnu, á Kanaríeyjum,
Mallorca, Costa del Sol og Grlkklandi, og einnig af skemmtiferöaskipinu FUNCHAL,
sem Sunna leigir næsta sumar. Sagt frá mörgum spennandi feröamöguleikum sem
bjóðast á þessu ári.
GLÆSILEGT FERDABINGO
Vinningar 3 sólarlandaferöavinningar meö Sunnu eftir frjálsu vali.
TÍSKUSÝNING
Fegurðardrottingar íslands 1978—77, ásamt
stúlkum frá Karon, sýna þaö nýjasta í
kvenfatatískunni.
FEGURÐARSAMKEPPNI ÍSLANDS
Kosin verður af gestum kvöldsins fyrsti fulltrúinn
í lokakeppnina um titilinn Fegurðardrottning
Reykjavíkur 1979.
OKEYPIS HAPPDRÆTJI
Þeir matargestir sem mætá fyrir kl. 20.00
fá ókeypis happdrættismiöa, en vinningur
er Kanaríeyjaferö 2. feb.
Missið nú ekki af giæsilegasta Þorrabióti ársins á gjafaverði. Ókeypis Kanaríeyjaferö í dýrtíðinni, fyrir
Þann heppna. Pantið borö tímanlega hjá yfirpjóni daglega frá kl
HOT«L SA<iA
SÚLNASALUR
16
00
20221
sima
DANS TIL KL. 1.00
Hljómsveit Ragnars Bjarnasonar ásamt
söngkonunni Þuríöi Siguröardóttur leika
og syngja.