Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjanúar 1979næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910

Morgunblaðið - 27.01.1979, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 27.01.1979, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 1979 33 Þáttur foreldra: Feimni barna II Hömlur og öryggísleysi Hjá þeim börnum, sem þessi yfirskrift á við, ber feimnin vott um innra vanöryKgi og skort á sjálfstrausti. Þessi.börn veigra sér meira eða minna við hvers konar samskiptum og leika sér helzt ein út af fyrir sig. Þegar þau eru stödd í hóp, hafast þau ekki að, bíða átekta, en gera eins og þeim er sagt til þess að lenda ekki í árekstrum við neinn. Vegna þess að þau láta svo lítið á sér bera og eru ekki öðrum til ama, ér auðvelt að láta sér sjást yfir vandamál þeirra í hóp með fjörmiklum, háværum krökkum. Þessi vanöruggu börn eru oft mjög móðurbundin. Þau halda áfram að vera háð móðurinni í stað þess að taka þeirri eðlilegu þróun, sem hefur í för með sér, að börnin keppa að því að verða sjálfstæð og öðrum óháð. I mörgum tilvikum er það móðir- in sjálf, sem er svo yfrið umhyggjusamleg í háttum sín- um, að hún leggur áhyggjufullt kapp á að binda barnið við sig. Það er þannig gagnkvæmt frjálsræði, sem þarf að fá að þróast. Önnur börn kunna að vera bæld af allt of ströngum hlýðni- kröfum af hálfu foreldranna. Til eru börn, sem eru þögul og hlédræg af því að þau óttast refsingu og ávítur, ef þeim verða á mistök. Til eru börn, sem aldrei þora að treysta á eigin getu, af því að þau hafa sífellt verið borin saman við „duglegri" systkin eða félaga. Börn, sem aldrei fá uppörvún eða finna að þau eru einhvers metin, fara að lokum að halda, að engum þyki vænt um þau. Þau skortir sjálfan grundvöllinn að sjálfs- trausti og sjálfsöryggi. Minnizt þess, að gagnrýni og allt of stangar kröfur grafa undan sjálfskennd barnsins. 011 börn þarfnast hróss og uppörvunar, og vanöruggt barn þarfnast þess alveg sérstaklega. Það skiptir miklu, að feimnu börnunum sé gefinn gaumur eins snemma og unnt er. Helzt þurfa þau að fá hjálp, áður en þau hefja skóla- göngu. í fjölmennum skóla- bekkk er hættan enn meiri en áður á að þau gleymist og fái aldrei að njóta sín. Sum feimin börn eru látin í friði af jafnöldr- um sínum. Enginn virðist taka eftir þeim eða láta sig það neinu skipta, þótt þau fari einförum. Önnur mjög vanörugg börn draga meö öryggisleysi sínu að sér athygli félaganna, þeim er útskúfað og það er veitzt að þeim. Hvernig veröur feimnu barni bezt hjálpaö? Fyrst og fremst þarf að reyna að komast að því, af hverju feimni barnsins stafar. Ef barn- ið er bara svolítið hlédrægt og þarf tíma til að kynnast nýju fólki, þá þarf alls ekkert að gera. Þess háttar feimni hverfur vanalega, þegar barnið fer ögn að stálpast og finnur að það ræður við nýjar aðstæður. Sé barnið hins vegar svo mjög móðurbundið, að það þori aldrei að sleppa mömmu sinni og leita sambands við annað fólk, verður að reyna að kanna, hvort það geti verið eitthvað í fjölskyldu- aðstæðunum, sem sé undirrótin. Orsökin getur veriö — Að barnið sé afbrýðissamt gagnvart systur eða bróður; — að það hafi verið að heiman um tíma; — að foreldrarnir lifi í ein- angrun eða skorti sjálfa öryggi í samskiptum við annað fólk; — að barnið búi við „ofurum- hyggju" og fái aldrei að reyna á eigin getu. I mörgum tilvikum af þessu tæi getur verið örðugt fyrir foreldrana að sjá sjálfir, hvar orsakarinnar er að leita, og enn þá örðugra að koma á þeim breytingum, sem þörf er á. Þá getur verið nauðsynlegt að fá hjálp frá öðrum. Það er t.d. hægt að tala við hjúkrunarkonu eða sálfræðing á barnadeild heilsuverndarstöðvar eða snúa sér til ráðgjafarstofnunar um geðvernd barna og unglinga’ Þjóðfélaginu er nauðsyn að leggja áherzlu á ýmiss konar hópstarf fyrir forskólabörn. I leikhóp fær barnið góða þjálfun í að treysta á eigin getu, og því lærist að óhaett sé að sýna öðrum traust. Um hraðan akstur Bréf frá Akureyri, 16. jan. 1979. Ég rakst á það í Barna- og fjölskyldusíðu Morgunblaðs- ins, að sagt er frá því, að John nokkur Cobb ætti heimsmet í hraðakstri, en hann komst upp í 633,8 km/klst. En ég sá í árbók frá 1965, að tveir kappar frá Ameríku, hefðu farið hraðar en hann og lýsi ég því hér á eftir. Á þurrum og hörðum sand- botni South Flats vatnsins, var gerð tilraun til þess að setja nýtt met í hraðakstri bifreiða. Það voru þeir Craig Breedlove (27 ára) á bíl sínum „Spirit of America" og Art Arfons (39 ára) í „Green Monster", sem náði 927,87 km/ klst, og síðan Breedlove, sem náði 966,57 km/ klst. Það voru raunar ekki neinir venjulegir bílar, sem náðu þesfeum ótrúlega hraða, þeir líktust meira flugvélum á fjórum hjólum og voru knúnir þrýstiloftshreyflum. Næsta takmark þeirra var hljóðmúrinn, 1207 km/ klst, og var Arfons ekki fjarri því, þegar hraði hans var mestur. En þá rann hann nokkra km á grindinni. Eins og fyrir kraftaverk slapp Arfons þó ómeiddur. SHS P.S. Frá umsjónarmönn- um: Um leið og við þökkum innilega bréfið frá Akureyri, viljum við benda á, að nauð- synlegt er að láta nafns síns getið, þó að það komi ekki fram við birtingu. Einnig hefði verið gaman að vita, hvaða árbók þetta var, því að það hefði t.d. geta vakið áhuga einhverra til þess að fletta upp í henni og lesa nánar. Við vonum, að bréfið verði til þess að ýta undir fleiri að senda okkur bréf um áhuga- mál sín. Með bestu þökk. — Rog. Þ. — Ahutilon hybridum „Japanlukt” (Abutilon) Jurt þessi er af Stokkrósaætt (Malvaceae) en sú ætt er talin ná yfir um það bil 90 tegundir sem flestar eru upprunnar í suðlægum löndum utan Evrópu. Af jurtum sem við þekkjum af ætt þessari má t.d. nefna moskusrós (Malva) sem lengi hefur verið ræktuð í görðum hér á landi og einnig hina skrautlegu og tilkomumiklu stokkrós (Althaea). Abutilon megapotamicum hefur hér verið nefnd „Japanska ljóskerablómið" en er í daglegu tali þó oftast kölluð JAPANLUKT og þá með tilliti til lögunar blómanna, þau eru gul á lit en bikarinn rauðleitur og líkt og uppblásinn. Abutilon eru yfirleitt blaðfagrar jurtir, oft eru blöðin hvítflekkótt og lítið eitt slútandi og ýmist ræktaðar sem hengiplöntur eða látnar vaxa uppréttar og veitir þá oft ekki af grind eða öðru sambærilegu til stuðnings. Til þess að blöðin haldist flekkótt þarf jurtin góða birtu, að öðrum kosti er hætt við að græni liturinn nái algerlega yfirhöndinni. Jurtin þarf mikið vatn yfir sumartímann og má aldrei ofþorna, því þá vilja þær fella blöð. Einnig vikulega áburðargjöf um vaxtartímann. Til þess að fá bústnar og greinóttar plöntur skal stýfa ofan af þeim einu sinni eða tvisvar eftir að vöxtur er kominn í þær, á það einkum við um hengiafbrigðið af áðurnefndri Japanlukt. Jurtinni er hægt að fjölga með græðlingum sem best er að taka af jurtkenndum sprotum snemma sumars. Þeim má hvort heldur er stinga í sandblandna mold eða láta þá ræta sig í vatni. Abutilon-jurtir hafa mjög verið kynbættar og við það komið fram margvíslegustu afbrigði. H.L.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 22. tölublað (27.01.1979)
https://timarit.is/issue/117375

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

22. tölublað (27.01.1979)

Aðgerðir: