Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjanúar 1979næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910

Morgunblaðið - 27.01.1979, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 27.01.1979, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 1979 Kaflar úr skýrslu verdlagsstjóra Áætluð óskiluð umboðslaun sl. ár: 2,3 milljarðar eða 31-36% samkvæmt gróflegri áætlun VERÐLAGSSTJÓRI gerir 1 skýrslu sinni um innflutningsverzlunina grein fyrir helztu þáttum, sem hann telur aðailega hafa áhrif á, að innkaupsverðið til Islands er hærra en í nágrannalöndunum, og nefnir hann þar fyrst umboðslaunin. Hann segir m.a. um umboðslaunini Þegar rætt er um hugtakið umboðslaun verður að gera sér grein fyrir því, að það er notað í miklu víðtækari skilningi hérlendis en meðal annarra þjóða. Erlendis er hugtakið umboðslaun eða „commission" yfirleitt notað yfir þóknun til einkaumboðsaðila fyrir að gæta hagsmuna seljenda í viðkomandi landi, og er þóknunin hlutfallslega lág. Hérlendis hefur hugtakið hins vegar ekki aðeins verið notað yfir einkaumboðslaun heldur einnig í þeim tilvikum, sem erlenda innkaupsverðið er beinlínis hækkað upp að ósk innflytjenda og upphækkunin meðhöndluð á sama hátt og „commission". Hér í þessari skýrslu verður orðið umboðslaun einnig látið ná yfir upphækkanir erlendis, enda þótt það sé mistúlkun á hugtakinu. Samkvæmt áætlun Rekstrarstof- unnar námu mynduð erlend um- boðslaun á árinu 1977 4.5—5.5 milljörðum kr. og á árinu 1978 7.0—8.0 milljörðum. Miðar Rekstr- arstofan þá við, að umboðslaun nemi um 4—5% af heildarinnflutningi fob. til landsins. Gjaldeyrisskil umboðslauna samkvæmt upplýsing- um frá gjaldeyriseftirliti Seðlabank- ans námu á árinu 1977 3.2 milljörð- um kr. og 1978 5.2 milljörðum kr. samkvæmt áætlun miðað við stöðu í lok nóvember. Reiknað er með að umboðslaun nemi 4.5% af heildarinnflutningi og þannig fundin út áætluð mynduð umboðslaun. Ef frá heildarinnflutn- ingi fob. eru dregnir stórir þættir sem vitað er um að gefa af sér lítil eða engin umboðslaun, er prósentu- hlutfall innflutnings og áætlaðra umboðslauna orðið 6.5—6.7%. Við samanburð á umboðslauna- skilum 6 stórra innflytjenda og heildargjaldeyriskaupum þeirra, var hlutfall skilanna 6.17%—15.77% af heildargjaldeyriskaupunum. Þar ber þess þó að gæta að heildargjald- eyriskaup á ársgrundvelli eru yfir- leitt lægri en heildarinnflutnings- verðmæti m.a. vegna gjaldfrests- þátta en á móti vega útistandandi umboðslaun. Nema áætluð óskiluð umboðslaun 1.8 milljarði króna á árinu 1977 og 2.3 milljörðum króna á árinu 1978. Er það 31—36% af áætluðum mynduðum umboðslaunum. Þrátt fyrir þann fyrirvara, að ofangreind- ar tölur séu mjög gróflega áætlaðar og að hluti þeirra geti skilaö sér til landsins síðar, eru þær af þeirri stærð að vert er að gera sér nánari grein fyrir þeim. Verður frekar vikið að því síðar. Þetta séríslenska fyrirbrigði að innflytjendur láta hækka innkaups- verð erlendis og með hækkunina er síðan farið eins og umboðslaun er veigamikil skýring á hærra inn- kaupsverði til Islands en annarra Norðurlanda og er því nauðsynlegt að reyna að gera sér grein fyrir því, hvenær og hvers vegna þessi við- skiptamáti er til kominn. Samkvæmt yfirliti Seðlabankans um gjaldeyrisskil á erlendum um- boðslaunum frá árinu 1960 hafa umboðslaun hækkað hlutfallslega ár frá ári miðað við heildarinnflutning til landsins á sama tíma. Síðustu fjögur árin virðist hlutfallið þó hafa haldist nær óbreytt. A þessari þróun er vafalaust fleiri en ein skýring, en ég mun hér rekja lauslega skýringu sem ég tel vera mikilvæga. Pram til ársins 1960 var allur innflutningur til landsins takmarkaður með leyfum. Á þeim tíma var veruleg umframeftirspurn eftir innfluttum vörum og má því ætla, að dreifingarkostnaður inn- flutningsverslunarinnar og þar með álagningarþörf hennar hafi verið í lágmarki. Upp úr 1960 eru teknir upp SKYRSLA VRttDLAGSSTfÓltA TIL VlBSVlPTMtÁDHRMH Im ATHVGUN Á INMVLVTNINGSVSKSLBN Ohagkvæmni, fjármagnskostnað- ur og sérstaðan hafa einnig áhrif Af þeim fimm þáttum sem talin eru einkum valda hærra innkaupsverði hingað til lands er hér á sfðunni getið sérstaklega um umboðslaunin og milliliði en hér á eftir skal dregið saman það sem fram kemur í skýrslu verðlagsstjóra um hina þættina þrjá, þ.e.a.s. óhagkvæmni, fjármagns- kostnað og sérstöðu landsins. f kaflanum um óhagkvæmnina segir verðlagsstjórþm.a.i I viðræðum við innflytjendur kom í ljós, að þeir kváðust í mörgum tiivikum geta gert hagkvæmari innkaup ef þeir fengju rýmri starfsskilyrði hér heima. Þeir töldu þó, að ekki væri ávallt auðvelt að ná hagkvæmasta verði og nefndu eftir- farandi dæmi því til stuðnings: Einn þeirra, sem flytur inn ljósmyndavörur gat þess, að sér væri kunnugt um, að hann keypti vöru á 7—20% hærra verði, en hún væri seld til hinna Norðurlandanna. Ástæðan, sem erlenda fyrirtækið tilfærði fyrir þessum verðmismun var sú, að það væri meðeigandi í dreifingarfyrirtækjunum í viðkom- andi löndum. Innflytjandinn taldi þessa skýringu ekki veigamikla, en fékk ekki aðrar. Annar innflytjandi gerði grein fyrir því, að hann hefði af tilviljun komist að því, að bandarískt fyrir- tæki sem hann skipti við seldi ákveðna vél á 30% hærra verði til íslands en til Finnlands. Innflytj- andinn bað fyrirtækið um skýringar á þessum verðmismun og voru þær mjög ófullnægjandi eða slæm efna- hags- og gjaldeyrisstaða Finna. Með því að leggja mjög fast að banda- ríska fyrirtækinu fékk innflytjand- inn loks sama ferð og Finnar. Þriðji innflytjandinn, sem flytur inn hljómburðartæki gat þess, að hann hefði vitneskju um, að hann keypti sömu vöru á 30—40% hærra verði en P.X. verslunina á Keflavík- urflugvelli keypti hana. Svo skammt er síðan að innflytjandinn fékk þessar upplýsingar, að honum hafði ekki enn unnist tími til að fá skýringar á verðmuninum. verðlagstjóri kvað þessi dæmi m.a. staðfesta að verðmismunur gæti stafað af ýmsum öðrum ástæðum en umboðslaunum og milliliðaviðskiptum og sýndu hver þýðingarmikið sé að lögð sé vinna og árvekni í innkaup erlendis. Þá sé einnig rétt að benda á þann mikla fjölda er stundi innflutningsverzlun en samkvæmt greinargerð um tolla- mál frá 1978 virðist mega ætla að tala þeirra sem stundi innflutning í atvinnuskyni sé á bilinu 1.530—2.100 og segir verðlagsstjóri að telja megi að slíkur fjöldi aðila í innflutningi leiði í eðli sínu til óhagkvæmni bæði með tilliti til rekstrarstöðu aðilanna sjálfra og svo hagkvæmni í innkaup- í kafla um fjármagnskostnaðinn rekur verðlagsstjóri þá alvarlegu þróun sem gætt hefur hjá innflutn- ingsfyrirtækjum að eigið rekstrarfé þeirra hefur rýrnað mjög verulega og á sama tíma hafi innlenda bankakerfið ekki haft bolmagn til að auka rekstrarlán til fyrirtækjanna. Kemur fram, að talið er að rúmlega 40% af innflutningi til landsins sé fjármagnaður með erlendu lánsfé. Um sérstöðu landsins segir verð- lagsstjóri, að ekki verði fram hjá því gengið að lega landsins og smæð markaöarins geti orsakað ýmsan kostnað erlendis, sem ísl. innflytj- endur komist oft ekki hjá því að greiða. Megi þar nefna pökkunar- og höndlunarkostnað vegna minni pantana og sendinga og ennfremur flutnings- og umhleðslukostnað. ianCar im breyttir og frjálsari verslunarhættir í innflutningi sem haldist hafa til þessa dags. Þessum breytingum fylgdi aukið vöruframboð og vöruúr- val, en eftir að mestu eftirspurninni hér innanlands hafði verið fullnægt hlaut að koma að því, að kostnaður við vörudreifingu mundi aukast m.a. vegna birgðahalds og fjármagns- kostnaðar. Verslunin hefur bent á, að á sama tíma hafi orðið sáralítil sem engin breyting á álagningar- reglum hér heima og henni því hvorki gert kleift að mæta auknum tilkostnaði á eðlilegan hátt né veitt svigrúm eða hvati til að gera hagkvæm innkaup eins og breyttar aðstæður gátu gefið tilefni til. Hún bendir jafnframt á að álagningar- ákvæði séu nú hvað lægst frá því, að þau voru fyrst tekin upp. Viðbrögð innflytjenda við þessum breyttu aðstæðum virðast því hafa orðið þau að leita eftir hækkun á innkaupsverði erlendis og bæta sér þannig upp það, sem þeir töldu sig vanta á álagningu hér heima. Fullyrða má, að þessir viðskipta- hættir hafi tíðkast almennt a.m.k. síðustu tíu árin. Mér er kunnugt um, að stór innflutningsverslun, sem dró í lengstu lög að fara út á þá braut að bæta rekstrarafkomu sína með því að hækka innkaupsverð erlendis, taldi sér ekki annað fært en að grípa til þess úrræðis á árinu 1967, eftir að hafa verið rekin með halla um tveggja til þriggja ára skeið. Innflytjendur halda því fram, að þessi viðbrögð þeirra hafi verið óhjákvæmileg og staðfesti, að þegar stjórnvaldsaðgerðir, á hvaða sviði sem er, ganga of langt leiði það til þess að reynt er að fara framhjá kerfinu á einn eða annan hátt. Loks taka innflytjendur fram, að stjórnvöldum hefði átt að vera kunnugt um að þessi viðskiptamáti hafi tíðkast um nokkurt árabil og því til stuðnings hafa þeir gjarnan minnst á viðskipti sín við opinbera innkaupastofnun. Þeir nefna sem dæmi að opinbera stofnunin hafi falið innflutningsfyrirtæki í Reykja- vík að útvega ákveðna vöru, sem það gerði. Er innflytjandinn framvísaði reikningi fyrir vöruna hafði hann sett á reikninginn heimilaða heild- söluálagningu. Stofnunin neitaði hins vegar að greiða álagninguna og vísaði til þess að innflytjandinn hefði sín umboðslaun erlendis. Innflutningsfyrirtækið, sem í þessu tilviki hafði aðeins tekið óveruleg umboðslaun, vildi ekki standa í illdeilum við hið opinbera og sættist á að fella álagninguna burt. Nokkru síðar gerði stofnunin á nýjan leik pöntun frá sama aðila á sömu vöru. Innflytjandinn, sem þóttist nú þekkja á kerfið og vera viss um, að ekki þýddi að framvísa reikningi, sem sýndi álagningu, fór þess vegna fram á það við erlenda framleiðand- ann, að innkaupsverð vörunnar yrði hækkað um 25% og það fært sér til tekna. Þetta var gert og er innflytj- andinn framvísaði reikningnum, sem sýndi enga álagningu var hann greiddur athugasemdalaust. Inn- flytjendur telja að svona dæmi sýni, að opinberar stofnanir álíti eðlilegt að þeir taki þóknun erlendis, enda þótt hún kunni að vera hærri en heimiluð álagning hér heima og hafi auk þess margföldunaráhrif á vöru- verð í för með sér. Jafnvel þótt tekið sé tillit til þessa skýringa innflytjenda verður ekki gengið framhjá því, að upphækkun vöruverðs erlendis þekkist einnig á þeim vörum sem í reynd eru með frjálsri álagningu eða búa við mjög rúm verðlagsákvæði. Verður því að ætla að fleira en þröng verðlags- ákvæði stuðli að upphækkun erlend- is. En hvaða ástæður geta legið það að baki? Fyrst er til að nefna ásókn manna í erlendan gjaldeyri til ávöxtunar í erlendum bönkum og til einkaneyslu erlendis. í öðru lagi hefur reynslan sýnt, að það fé, sem er til ávöxtunar í erlendum bönkum án samþykkis gjaldeyrisyfirvalda er almennt ekki talið fram til skatts og enn fremur eru þess dæmi, að umboðslaun erlendis frá eru ekki talin fram á réttum tíma eða alls ekki talin fram. Ásókn í erlendan gjaldeyri og undanskot á eignum og tekjum undan skatti geta þannig, án tillits til verðlagsákvæða, verið hvati að upphækkun erlendra vörureikninga. Rekstrarhalli birgðastöðvar SIS 40 millj, Afkoma heildverzlunarinnar sjaldan eda aldrei verri en nú f SKÝRSLU verðlagsstjóra til viðskiptaráðherra um athugun á innflutningsverzluninni er gerð nokkur úttekt á stöðu innflutnings- verzlunarinnar um þessar mundir og koma þar fram eftirfarandi upplýsingar. Samkvæmt nýjustu upplýsingum Þjóðhagsstofnunar var vergur hagn- aður heildverslunar (án olíuverslun- ar, byggingarvöruverslunar og bif- reiðaverslunar) að meðaltali 4,2% árið 1971 — 1976. Fyrir árið 1977 er vergur hagnaður áætlaður 3.7% af tekjum, en á árinu 1978 áætlar Þjóðhagsstofnunin að vergur hagn- aður af tekjum verði um 2%. Þjóðhagsstofnun hefur þann fyrir- vara, að hér sé um lauslegar áætlanir að ræða, en telur þær þó gefa vísbendingu um afkomubreyt- ingar. Verslunarráð íslands álítur afkomu heildverslunar lakari, en tölur Þjóðhagsstofnunar gefa til kynna og telur að hún sé nú rekin með halla. í útreikningum Verslunarráðsins kemur m.a. fram að meðalálagning í heildverslun (atv.gr. 616) hafi lækkað úr 18,8% 1974 í 15,5% á s.l. ári. Hafa verður í huga, að niður'- stöður Þjóðhagsstofnunar og Verslunarráðsins eru byggðar á meðaltölum og segja því lítið um afkomu einstakra greina innan heildverslunar en hún er afar misjöfn. Vitað er að nokkrar greinar heildverslunar eru reknar með hagnaði, en ýmsar aðrar virðast berjast í bökkum. Sem dæmi um greinar sem virðast komast vel af má nefna þær sem búa við rúm verðlagsákvæði eins og lyfjaheild- verslun, véla-, varahluta- og veiðar- færaverslun fyrir sjávarútveginn, svo greinar sem eru að mestu undanþegnar verðlagsákvæðum svo sem optikvörur, úr, gull, silfur, leikföng og filmur. Flestar greinar, sem eru undir hámarksálagningu þ. á m. matvörur, nýlenduvörur hrein- lætisvörur, snyrtivörur, hjúkrunar- vörur, búsáhöld, járnvörur, skófatn- aður, vefnaðarvörur, byggingarvör- ur, hjólbarðar, varahlutir og fleiri, virðast hins vegar hafa átt í rekstarerfiðleikum á s.l. ári og að sögn talsmanna verslunarinnar eru fyrirsjáanlegir enn frekari erfiðleik- ar í þessum greinum á árinu 1979. Til þess að útskýra nánar þá erfiðleika sem um er að ræða fer hér á eftir rekstraryfirlit Birgðastöðvar Sambands ísl. samvinnufélaga fyrir fyrstu 10 mánuði ársins 1978, en Birgðastöðin annast einkum inn- flutning á mat- og hreinlætisvörum: Rekstraryfirlit 1/1 — 31/10 1978. Gjöld Tekjur Vextir m.kr. 156.7 Álagning m.kr. 261.6 Laun m.kr. 132.0 Umboðslaun m.kr. 124,2 Annar kostn. m.kr. 137.5 Rekstrarhalli m.kr. 40.4 greindum tölum hefði meðal- álagningin á tímabilinu þurft að vera 1.5% hærri en hún var til þess, að Birgðastöðin kæmi út án rekstrarhalla. Sambandið tekur hins vegar fram, að 1.5% sé ekki Alls m.kr. 426.2 m.kr. 426.2 Til þess, að Birgðastöð S.Í.S. kæmi út með hallalausan rekstur á fyrstu 10 mánuðum ársins hefði meðalálagning samkvæmt ofan- greindu yfirliti þurft að vera 426.2 m.kr. eða 15.9%. Meðalálagning var hins vegar 385.8 m.kr. eða 14.4%. í 14.4% eru umboðslaun innifalin. Ef engin umboðslaun væru hefði álagningin verið um 9.'8%. Athyglisvert er, að í rekstr- aryfirlitinu kemur fram að vextir eru stærsti kostnaðarliðurinn og eru orðnir hærri en laun. Samband ísl. samvinnufélaga telur, að samkvæmt framan- nægileg hækkun,þar sem rekstrar- skilyrði í dag séu mun lakari en þau voru að meðaltali á s.l. ári fyrst og fremst vegna lægri álagningar, og þess vegna verði að koma til enn meiri hækkun. Þær tölur, sem fram koma í þessum kafla eru flestar bráða- birgðatölur, og því véfengjanlegar, en þær ásamt öðrum fyrirliggjandi gögnum um hag heildverslunar gefa þó að sögn talsmanna verslunarinnar ótvírætt til kynna að afkoma heildverslunar hefur sjaldan eða aldrei verið verri en einmitt nú.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 22. tölublað (27.01.1979)
https://timarit.is/issue/117375

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

22. tölublað (27.01.1979)

Aðgerðir: