Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjanúar 1979næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910

Morgunblaðið - 27.01.1979, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.01.1979, Blaðsíða 1
48 SIÐUR 22. tbl. 66. árg. LAUGARDAGUR 27. JANÍJAR 1979 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Blóðugur föstu- dagur í Teheran Khomeiny reynir íransferð um helyina Teheran, París 26. jan. AP. Reuter. BLÓÐUG átök geisuðu víða í Teheran í dag og ber fregnum ekki saman hversu margir hafi látizt. en þeir hafa að lfkindum verið allt að þrjátíu. I opinberum fregnum er sagt að fimm manns hafi dáið er hermenn skutu á hóp mótmælenda. Þeir létu í ljós andúð sína á aukinni hörku hersins og að dómi mótmælenda miðar að því að hindra að Khomeiny trúarleiðtogi komi til landsins eins og hann hafði áformað. Aftur á móti sagði í öðrum fréttum, að allt að þrjátíu manns hefðu látizt og sumir hefðu ekki verið fluttir á sjúkrahús, heldur hefðu ættingjar haft líkin á braut með sér. Átök þessi blossuðu upp öðru hverju fram eftir öllum degi og voru aðallega á Shah Reza-götu sem er ein lengsta gatan í Teheran. Einnig sló í bardaga við háskólann í borginni. Þegar kvöldaði var kyrrt orðið að mestu. Þetta eru blóðugustu átök sem hafa orðið í þessari hrjáðu borg síðan hundruð létust í bardög- um lögreglu, hermanna og mótmæl- enda þann 8. september sl. Herlög voru sett eftir þann dag. í mótmælaaðgerðunum í dag beindist reiðin mjög gegn Bakhtiar forsætisráðherra, en einnig höfðu menn uppi hróp gegn keisaranum og voru borgarar vopnaðir járnstöng- um, grjóti og sveðjum. Bakhtiar sagði í símtali við fréttamann Reuters að þessi átök myndu ekki breyta hinni pólitísku stöðu enda væru vandamálin ekki þess eðlis að óeirðir leystu þau. í fréttum frá París sagði ráðgjafi Khomeinys trúarleiðtoga, að hann myndi halda til Irans annað kvöld ef fært yrði en af hálfu hersins hafði ekkert verið látið uppskátt um það hvort Mehrabadvöllur við Teheran yrði opnaður um helgina eins og fyrst hafði verið tilkynnt. Ráðgjafi Khomeinys viðurkenndi að þessi erfiða barátta hefði tekið nokkuð á heilsu klerksins, enda ynni hann myrkra á milli. Hins vegar væri viljaþrek hans óbugað með öllu. Fjöldi manns hafði komið utan af landsbyggðinni að taka á móti Khomeiny og mikill hugaræsingur greip um sig hjá áhangendum hans er sú frétt fór eins og eldur í sinu um borgina að Khomeiny hefði lent á öðrum stað í landinu. Það var nokkru síðar borið til baka af fylgismönnum hans. I Marokkó hélt íranskeisari kyrru fyrir. Fréttamenn segja sýnt að hann telji að eins konar biðstaða sé í málinu og hann mundi alténd ekki fara til Bandaríkjanna að sinni eins og áformað var. Sjá „Khomeiny — Þessi torráðna gáta“ bls. 27. Leitað skjóls undan skothríð eftir miklar mótmælaaðgerðir í Teheran í gær. Þann dag hafði Khomeiny áformað að koma til írans og mikil reiði var meðal fylgismanna hans. Japan: Vopnaður bankabófi heldur fjölda gísla Tókíó 26. jan. AP. SEINT f kvöld hafði japönsku lögreglunni enn ekki tekizt að komast inn í bankabyggingu í Osaka þar sem grímuklæddur vopnaður maður hélt að minnsta kosti fjörutíu manns í gíslingu og var vitað að hann hefði skotið á hópinn og tveir ef ekki fleiri eru iátnir. Hjúkrunarfólk hefur ekki fengið að komast inn til að hlúa að hinum slösuðu. Maðurinn krefst þess að sér verði greitt lausnargjald, 250 þúsund dolíara. Segist hann skjóta gíslana alla með tölu ella. Lögregl- an hefur reynt að komast að einhverju samkomulagi við ræn- ingjann en það hefur komið fyrir ekki, hefur maðurinn hent á símtól- inu þegar reynt hefur verið að hafa samband við hann utan frá. í sumum fréttum segir að heyrzt hafi skotið af byssu innan úr húsinu en ekki er vitað hvort maðurinn var að skjóta gísla eða hvort hann var að svara lögreglu. Mikill lögregluvörður eða um 500 manna lið settist um húsið en ekki hafði verið ráðizt til inngöngu þegar síðustu fréttir bárust í kvöld, föstudag. Maðurinn ruddist inn í bankann hálfri stundu áður en átti að loka á föstudag. Skömmu síðar tókst einum manni úr bankanum að flýja og komst hann í næstu veitinga- stofu og kallaði lögreglu á vettvang. Tveir lögreglumenn komu von bráðar á staðinn og var byssumað- urinn ekki að hika heldur skaut þá báða niður. 100 ára brúðkaupsafmœli Moskvu, 26. jan. Reuter. HJÓN í Mongólíu munu halda hátíðlegt hundrað ára giftingaraf- mæli sitt nú um helgina, að sögn Tassfréttastofunnar. Aðilarnir voru nafngreindir, H. Akbai, 119 ára, og Z. Khamila, 115 ára, og tekið fram að þau væru einnig elztu íbúar Mongólíu. Þau eignuðust níu börn. Að sögn Tass eru þau ljómandi ern. óhugsandi að halda áfram stuðningi sínum við stjórnina. Þar af leiðir að ríkisstjórn Giulio Andreottis forsætisráð- herra mun segja af sér, að öllum líkindum nú um helgina eða fljótlega eftir það. Kommúnist- ar hafa síðustu ellefu mánuði stutt minnihlutastjórn kristi- legra demókrata en þar hefur gengið á ýmsu og oft mátt litlu muna að þeir létu af þeim stuðningi. Ekki er ljóst hvort þetta leiðir til þess að efnt verður til kosninga en í síðustu skoðana- könnunum kom fram að kristi- Kommúnistar hœtta stuðningi við stjómina Rómaborg 26. jan. AP. Reuter. ENRICO Berlinguer. formaður ítalska kommúnistaflokksins. lýsti því yfir í dag. að loknum löngum fundi fimm helztu stuðningsflokka ríkisstjórnar landsins, að flokkur hans teldi legir demókratar myndu bæta við sig í kosningum nú, miðað við þau 39% sem þeir fengu síðast, og kommúnistar myndu tapa nokkru en þeir fengu 34% atkvæða í síðustu þingkosning- um. Volvo afturkallar hlutabréfatilboðið Frá fréttariturum Mbl. í Stokkhóimi og Ósló f gœr. Stjórn sænska bílafyrirtækisins Volvo afturkallaði í dag tilboð sitt til Norðmanna um kaup á 40% hlutabréfa fyrirtækisins í staðinn fyrir olíu frá Noregi. Odvar Nordli, forsætisráðherra Noregs, staðfesti þetta og kvað Volvo-samningana úr sögunni. Samningurinn hefur mætt mikilli mótspyrnu í Noregi og stjórn Nordlis hefði komizt í hættu ef málið hefði komið fyrir Stórþingið í næsta mánuði eins og búizt hefur verið við. Sænskir fjármálamenn hafa einn- ig verið andvígir samningnum á þeirri forsendu að fjár til smíði nýrrar bílategundar Volvos megi afla á sænskum markaði. Nordli sagði að þar sem Voivo hefði tilkynnt að ekki lægi fyrir nægur meirihliti á fundi sem hlut- hafar fyrirtækisins áttu að halda 30. janúar fyrir samningnum væri Biskupinn f Mexico fagnar Jóhannesi Páli páfa II. við komuna til Mexicoborgar í gær. enginn grundvöllur fyrir samkomu- lagi um olíukaup Svía af Norðmönn- um og timburkaup Norðmanna af Svíum. í ljós kom í gær að allir andstæð- ingar stjórnarinnar, 79 þingmenn af 155, myndu greiða atkvæði gegn Volvo-samningnum. En búizt var við að Nordli legði líf stjórnarinnar að veði til að reyna að fá hann samþykktan. Þegar samningurinn var undir- ritaður 8. desember var sagt að haitn markaði þáttaskil á sviði efnahags- samvinnu Norðmanna og Svía. Sjá bls. 26. Um milljón fögnuðu páfa Mexicoborg, 26. jan. Reuter-AP INDJÁNAR höfðu þyrpst ofan úr fjöllunum, skóburstararnir lögðu frá sér tæki sín og komu á vettvang, konur stilltu sér upp búnar sínu bezta skarti, bændur utan af ökrunum í grennd við borgina, skólabörn fengu frí úr skólunum, verzlunarfólk og verkamenn fengu frí og allir streymdu til að fagna Jóhannesi Páli II páfa af miklum innileik eftir komu hans til Mexico í dag. Klukkur borgarinnar hringdu allar inn komu páfa, blóma- skreytingar voru hvarvetna svo og myndir^af páfa. Svo segir í fréttaskeytum að annar eins viðbúnaður hafi ekki sézt í Mexico í manna minnum og fögnuður fólks og gleði vegna páfakomu ákaflega mikill. Er talið að um milljón manns hafi verið á flugvellinum og á leið páfa inn í Mexicoborg. Mexico er eina landið í þessum heimshluta sem hefur ekki stjórnmálasamband við Páfagarð en Jose Lopez Portillo forseti var þó á flugvellinum að taka á móti páfa. Hann dvelur í Mexieo í sex daga.

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
110
Fjöldi tölublaða/hefta:
55340
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
30.12.2023
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 22. tölublað (27.01.1979)
https://timarit.is/issue/117375

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

22. tölublað (27.01.1979)

Aðgerðir: