Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjanúar 1979næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910

Morgunblaðið - 27.01.1979, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.01.1979, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 1979 Áfrýjun verðlagsskrifstofunnar: Frestar ekki ógild- ingu samþykktarinnar VERZLUNARÁÐ fslands, Kaupmannasamtökin og Félag íslenzkra stórkaupmanna héldu með sér fund í gær og sendu að honum loknum frá sér fréttatill'ynningu. í henni segir að dómur Bæjarþings Reykjavíkur 22. þ.m. dæmi samþykkt verðlagsnefndar frá 20. febrúar um verzlunarálagningu ógilda. brátt fyrir áfrýjun Verðlagsskrifstofunnar telur lögmaður fyrrnefndra samtaka, að framkvæmd dómsins frestist ekki, ógilding samþykktarinnar standi óhögguð þrátt fyrir áfrýjunina. Fréttatilkynning Verzlunarráðs, Kaupmannasamtaka (slands og Félags ísl. stórkaupmanna fer hér á eftir. Hinn 22. janúar 1979 var í bæjarþingi Reykjavíkur kveðinn upp svohljóðandi dómur í máli ofangreindra samtaka gegn Verð- lagsnefnd og viðskiptamálaráðu- neytinu: „Samþykkt verðlagsnefndar frá 20. febrúar 1978 um verslunar- álagningu er dæmd ógild. For- maður verðlagsnefndar f.h. verðlagsnefndar greiði stefnend- um, Verslunarráði Islands, Kaupmannasamtökum Islands og Félagi íslenskra stórkaupmanna krónur 125 þúsund í málskostnað. Viðskiptaráðherra f.h. viðskiptamálaráðuneytisins á að vera sýkn af öllum kröfum stefn- enda í máli þessu en málskostn- aður fellur niður þeirra í milli. Málverkasýn- ing í Norr- æna húsinu í DAG. laugardag 27. janúar kl. 14.00. opnar Anton Einarsson málverkasýningu í kjallara Nor ræna hússins. Þetta er önnur einkasýning Antons, en hann hefur einnig tekið þátt í þremur samsýningum í Reykjavík. Á þessari sýningu eru olíumál- verk, akríl-, pastel- og vatnslita- myndir og einnig myndir unnar með blandaðri tækni. Myndirnar eru flestar til sölu. Sýningin stendur yfir til 4. febrúar og verður opin daglega frá kl. 17.00—22.00 alýa virka daga og frá 14.00—22 um helgar. Dómi þessum ber að fullnægja innan 15 daga frá lögbirtingu hans að viðlagðri aðför að lögum.“ Með dómi þessum telja ofan- greind samtök að staðfest sé að sjónarmið samtakanna að það sé hlutverk verðlagsnefndar einnar að taka ákvarðanir um álagningu verslunarinnar og skuli nefndin í því sambandi gera athugun á álagningarþörf þeirra fyrirtækja er hafa vel skipulagðan og hag- kvæman rekstur sbr. 2. mgr. 3. gr. laga um verðlagsmál nr. 54/1960. Þar sem þessari verklagsreglu var ekki fylgt við ákvörðun nefndar- innar á álagningu verslunarinnar 20. febrúar 1978 hefur samþykkt nefndarinnar þann dag verið dæmd ógild. Samtökin líta því svo á að ekki beri lengur að leggja samþykkt þessa til grundvallar ákvörðun álagningar samkvæmt lögum nr. 96/1978 um kjaramál, heldur skuli miðað við samþykkt verðlags- nefndar frá 16. nóvember 1977 með þeirri breytingu, sem lög nr. 96/1978 ákveða. Þar sem verðlagsnefnd hefur ekki haldið fund eftir að dómur þessi féll er ekki vitað um hvort nefndin mun í framhaldi dómsins taka samþykkt sína um álagningu verslunarinnar til endurskoðunar, en formaður nefndarinnar hefur áfrýjað dómnum. Telur verðlags- skrifstofan að áfrýjun þessi fresti verkun dómsins, en lögmaður samtakanna Helgi V. Jónsson hrl. er á gagnstæðri skoðun. Telur hann að þær verkanir, sem þegar eru komnar fram við dóminn, þ.e. ógildi samþykktar- innar, standi óhaggaðar, þrátt „Albert má moka bíl sinn lausan” Vegagerðarmenn vilja fá að vita ef aðrir vinna þeirra störf — ÞAÐ ER nú ekki nákvæmlega farið mcð staðreyndir málsins í þessari frétt, en um leið og ég bið að heilsa Albert Kemp, þá má segja honum, að hann má moka bíl sinn lausan, sem ég vona þó að ekki komi til að hann þurfi að gera, sagði Guðjón Þórarinsson rekstrarstjóri Vegagerðar ríkisins á Reyðarfirði í samtali við Morgunblaðið í gær. Tilefni samtalsins var frétt í Mbl. í gær undir fyrirsögnfnni „Á Vegagerðin einkarétt á snjósköflum?“ Albert Kemp fréttaritari Mbl. á Fáskrúðsfirði greinir þar frá því að Vegagerðarmenn eystra hafi amast við því að starfsmenn híðnubræðslunnar á staðnum ruddu vegarkafla utan við kauptúnið. óánægðir með í þessu sambandi er, að ekki skuli hafa verið haft samband við okkur. Það getur gert okkur bölvun ef Pétur og Páll ætla sér að taka að sér snjó- moksturinn. Þannig er hætta á að snjógörðum sé hrúgað upp, án þess að snjófarginu sé komið út fyrir veginn í rauninni. I þessu tilfelli var notuð traktorsgrafa. Ég vil taka það fram, að þegar brýna nauðsyn ber til bregðum við stundum út af venjunni og ryðjum leiðir ef ekki er talið að það geti beðið ruðningsdags. Það hefði komið til álita í þessu tilfelli ef til okkar hefði verið leitað, sagði Guðjón Þórarinsson. Guðjón Þórarinsson sagði, að þetta hefði gengið þannig fyrir sig, að umboðsmaður Vegagerðar- innar á Fáskrúðsfirði hefði haft samband við sig og kvartað undan því að vegarkaflí hefði verið ruddur án þess að höfð væru samráð við starfsmenn Vega- gerðarinnar. — Ég vissi ekki hvers vegna Fáskrúðsfirðingum lá svo á að láta opna veginn, en ruðningsdagur á þessum vegi er föstudagurinn samkvæmt ákvörð- unum samgönguráðuneytisins. Á svæðinu eru vegir ruddir ákveðna daga vikunnar, hvert svæði eftir ákveðnum reglum ráðuneytis. — Ég hringdi í framkvæmda- stjóra verksmiðjunnar og spurðist fyrir um hvers vegna starfsmenn hans hefðu unnið þetta starf án þess að hafa samráð við okkur. Þegar ég frétti að bráðlá á að opna veginn til að fá varahluti í verksmiðjuna horfði málið öðru vísi við. Vegagerðin á að sjá um snjómokstur og það sem við erum Aðspurður um færð á vegum eystra í vetur sagði hann að færðin hefði verið tiltölulega góð. Þó hefði þessi vika verið erfið og vegir hefðu teppst vegna skaf- rennings. I gær var Fagridalur opnaður, en ekki reyndist unnt að opna veginn yfir Oddsskarð. fyrir áfrýjun. Úrskurður dómara hljóti að hafa meira gildi en ákvörðun stjórnsýsluaðila eins og verðlagsnefndar og verði því að leggjast til grundvallar. Þá má benda á að áframhaldandi fram- kvæmd samþykktar ■ verðlags- nefndar 20. febrúar 1978 hlýtur að valda tilfinnanlegu tjóni, sem erfitt verður að ráða bót á. ÚTSÖLUVERTÍÐIN stendur sem hæst þessa dagana og þeir eru margir sem nema staðar utan við búðarglugga og kíkja á verðmiðana. Kröfur í bú Breiðholts orðnar tæpar 400 millj. Fyrirtækið telur sig eiga 250 millj. kr. eignir KOMNAR eru fram 58 kröfur í þrotabú byggingarfyrir- tækisins Breiðholts hf. Kröfurnar eru frá 35 aðilum og eru þær samtals að upphæð kr. 313.117.984.- Þá er vitað um ókomna kröfu frá Sementsverksmiðju ríkisins að upphæð um 80 milljónir króna, þannig að í dag er vitað um nær 400 milljón króna kröfur f búið. Sumir kröfuhafa tilgreina vexti og kostnað er þeir hafa lýst kröfum í búið en aðrir kröfu- hafar ekki. Ef þær viðbótar- kröfur yrðu reiknaðar með myndu heildarkröfurnar hækka um tugi milljóna króna. í bráðabirgðaeigna- lista, sem forstjóri Breiðholts, Sigurður Jónsson, hefur sent skiptaráðandanum í Reykja- vík telur hann eignir Breið- holts á móti skuldum vera kr. 250.911.649- Mbl. fékk í gær uppgefið hjá skiptaráðandanum Unnsteini Beck hvaða aðilar hafa lýst kröfum í búið og hve háar upphæðir er um að ræða. Eftirtaldir aðilar hafa lýst yfir kröfum, sem eru hærri en 1 milljón króna: Gjaldheimtan í Reykjavík, kr. 149.166.878 vegna skatta Breiðholts og kr. 17.245.313 Einingahús byggt fyrir Seljaskóla BORGARRÁÐ hefur tekið tilboði Páls Friðrikssonar byggingameist- ara um byggingu fyrsta áfanga Seljaskóla í Breiðholti. Útboðið var tvíþætt, annars vegar með bygg- ingu húss í hefðbundnum stfl og hins vegar með byggingu einingar- húss í huga. Var með þessu hugmyndin að fá fram mun sem væri á kostnaði við þessar tvær byggingaraðferðir. Til- boð Páls í byggingu einingarhúss nam tæplega 280 milljónum króna, en í byggingu upp á „gamla lagið" bauð hann liðlega 296 milljónir króna. Byggingu einingarhúss fyrir Seljaskóla var tekið. Áætlun hönn- uða hljóðaði upp á rúmar 308 milljónir í einingahús, en 329.5 milljónir vegna byggingar á hefð- bundinn hátt. vegna vangoldinna skatta starfs- manna fyrirtækisins. Tollstjórinn í Reykjavík vegna vangoldins söluskatts kr. 41.928.937, Lífeyris- sjóður byggingamanna kr. 24.553.861, Ríkisféhirðir f.h. ríkis- sjóðs kr. 20.818.141, Póstgíróstofan kr. 20.751.168, Timburverzlun Árna Jónssonar hf. kr. 6.206.774, Trésmíðafélag Reykjavíkur vegna sjúkra- og orlofsheimilasjóða kr. 4.762.025, Hrefna Loftsdóttir, Sýningu Hafeteins lýkur á sunnudag MÁLVERKASÝNINGU Haf- steins Austmanns í vinnustofu hans að Hörpugötu 8 lýkur annað kvöld klukkan 22. Sýningin verð- ur opin í dag og á morgun frá 14 til 22. 30 myndir eru til sýnis og sölu á sýningunni. Hólmgarði 42, vegna sín og tveggja dætra kr. 4.292.000, bætur vegna slyss skv. dómi Hæstarétt- ar, Skútan hf. Hafnarfirði kr. 3.140.026, Gunnar Guðmundsson hf. kr. 2.951.504, Malarnám Njarð- víkur kr. 2.225.916, Plastgerð Suðurnesja hf. kr. 1.963.406, Val- garður Magnússon hf. kr. 1.385.306, Verzlunarsambandið kr. 1.308.435, Steinull hf. 1.186.518, Póstur og sími kr. 1.126.876. í yfirliti forstjóra Breiðholts hf. til skiptaráðanda, sem áður er getið, kemur fram að fyrirtækið telur eignir sínar virði rúmlega 250 milljóna króna. Stærsti liður- inn eru útistandandi skuldir hjá viðskiptamönnum kr. 196.709.734, skuldir hjá íbúðaeigendum kr. 12.201.915, ýmsar eignir 15 milljónir, skuldabréf 2 milljónir, eign hjá Alþýðubanka 25 milljónir króna. Var fastur í um 15 mínútur í nýju Bláfjallalyftunni LITLU munaði að illa færi í nýju stólalyftunni í Bláfjöllum í gærdag er Ellert Schram alþingismaður festist þar í stól og dróst upp með lyftunni 50—60 metra. Þrátt fyrir tilraunir tvcggja manna til að ná honum úr festunni tókst það ekki og losnaði Ellert ekki úr þessari prísund fyrr en lyftunni var bakkað niður, en er á jafnsléttu kom tókst Ellert strax að losa sig. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi að þetta hefði algjörlega verið sinn eigin klaufaskapur. Aðspurður um hvort hann hefði ekkert slasast sagði hann að handleggurinn væri allur mjög dofinn og sagðist hann vera á leið upp á Slysavarðstofu til að láta athuga hann. stólinn. Þrátt fyrir átök þeirra beggja gátu þeir ekki losað Ellert og eins og áður sagði losnaði hann ekki fyrr en lyftunni var bakkað niður á nýjan leik. — Handleggurinn var orðinn vita blóðlaus þegar ég losnaði og er allur dofinn, en ég vona að þetta sé ekkert alvarlegt, maður kemst kannski aftur á skíði um helgina, sagði Ellert. — Ég vil taka það fram að þetta var algjörlega minn klaufaskapur og þessar lyftur eiga að vera mjög öruggar. Þá vil ég einnig geta þess að strákarnir sem aðstoðuðu mig voru snarir í snúningum, þó þær 15 mínútur sem ég var fastur í lyftunni hafi verið lengi að líða, sagði EUert Schram. Tildrög þessa atviks voru þau, að Ellert ætlaði ásamt dóttur sinni í lyftuna, en stúlkan náði ekki að komast 1 lyftustólinn, ætlaði Ellert því einnig að fara úr lyftunni. Ekki tókst betur til en svo að hann kræktist fastur í hlið stólsins og sat fastur á handarkrikanum. Ellert dróst síðan 50—60 metra upp með lyftunni áður en hún var stöðvuð og sagði hann að hæðin niður á jörð hefði verið 10—15 metrar þar sem hann hékk í lausu lofti og gat ekki hreyft sig. Tveir starfsmenn í Bláfjöllum br.ugðu skjótt við og komust í stólinn, sem Ellert var fastur í með bví að klifra upp næsta stólpa og fikra sig þaðan í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 22. tölublað (27.01.1979)
https://timarit.is/issue/117375

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

22. tölublað (27.01.1979)

Aðgerðir: