Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjanúar 1979næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910

Morgunblaðið - 27.01.1979, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 27.01.1979, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 1979 Borgarstjórn Reykjavlkur: Ekki meirihluti fyr- ir hækkun útsvars Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Sjöfn Sig- urbjörnsdóttir andvíg 12. prósentustiginu LJÖST er að meirihluti er ekki fyrir hendi í borgarstjórn Reykjavíkur um hækkun út- svarsprósentunnar úr 11% í 12%. Sjöfn Sigurbjörnsdóttir, annar borgarfulltrúi Alþýðu- flokksins, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að hún væri persónulega andvíg hækk- un útsvarsálagningar. Birgir ísleifur Gunnarsson sagði, að ljóst væri að borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins myndu greiða atkvæði gegn hækkun útsvars í 12% kæmi það mál til kasta borgarstjórnar. Er því ljóst að meirihluti er ekki fyrir hækkuninni. Sjöfn Sigurbjörnsdóttir tók fram að ekki væri hægt að leggja á 12% útsvar í Reykjavík nema til kæmi lagabreyting frá Alþingi og sagði Sjöfn að heldur fyndist sér ólíklegt eins og mál stæðu nú á Alþingi að slík heimild yrði veitt. — Persónu- lega er ég andvíg hækkun útsvarsálagningarinnar í 12%, Sjöfn Sigurbjörnsdóttir sagði Sjöfn. Ég vil rökstyðja þessa skoðun mína með því að í nágrannasveitarfélögunum hef- ur nú þegar verið ákveðin lægri álagningarprósenta, 10%, 10% og líklega 11% í Kópavogi. Fasteignaskattar hafa verið ákveðnir hærri hér í Reykjavík en í nágrannasveitarfélögunum. Hækkun útsvarsálagningarinn- ar hér í Reykjavík mun líka af þeirri ástæðu verða þungbærari fyrir allan almenning. Hækkun í 12% gengur einnig gegn þeim efnahagslögum sem ríkisstjórn- in beitti sér fyrir að sett voru í haust. — Gera má ráð fyrir því að á næsta fjárhagsári verði heim- ilunum mestur akkur í því að útsvarsálagningarprósentan hækki ekki frá því sem nú er. Tólfta prósentustigið gæti skil- að borgarsjóði rúmum milljarði í viðbótartekjur. En ég tel sem sagt þennan milljarð betur kominn á heimilunum. Borgar- stjórn Reykjavíkur verður síðan að sníða sér stakk eftir vexti þegar tekin verður ákvörðun um það hvernig verja skuli þvi fjármagni, sem borgarsjóður hefur til ráðstöfunar á næsta ári, sagði Sjöfn að lokum. Guðmundur fer á sterkt skákmót í V- Þýzkalandi GUÐMUNDUR Sigurjónsson stór- meistari hefur þegið boð v-þýzka skáksambandsins um að tefla á móti, þar sem heimsmeistarinn Anatoly Karpov verður meðal keppenda. Mótið verður haldið 25. febrúar til 20. marz og verða keppendur 16 talsins, þar af 13 stórmeistarar. Mikid um bein- brot í hálkunni MIKIÐ hefur verið um ýmis minniháttar slys gangandi vegfarenda í umferðinni í Reykjavík að undanförnu vegna hálkunnar. Gunnar Ingi Gunnarsson læknir á Slysadeild Borgarspítalans sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að hálkan hefði augljóslega valdið mörgum slysum. Áberandi mikið hefði verið um að fólk kæmi á Slysavarðstofur.a brotið á ökla, úinlið eða vegna annarra minni háttar beinbrota. Varðandi gærdaginn sagði Gunnar, að snjófölið, sem komið hefði ofan á hálkuna, hefði valdið fleiri slysum en ella og fleira fólk hefði komið á Slysavarðstofuna í gær en venjulega. Lögreglan í Reykjavík hefur varað fólk við hálkublettum á gangstéttum og viðar og sagðist Gunnar Ingi vilja taka undir þau orð að fólk færi með fullri varúð. Ingi Ú. Magnússon gatnamála- stjóri sagði að reynt hefði verið að Fulltrúar neytenda i verðlagsnefnd: Ummæli viðskiptaráðherra ekki sannleikanum samkvæm eyða og þó einkum að bera sand á hálkubletti. í því sambandi sagði hann að starfsmenn borgarinnar hefðu farið á staði, sem fólk hefði bent á að væru sérstaklega hættu- legir. — Því er ekki að leyna að ástandið er víða mjög slæmt, en erfitt er að eiga við þessa hluti, þar sem víða eru klakabakkarnir háir og salt vinnur t.d. ekki á þeim og því er víða lítið hægt að gera. UPPLÝSINGAR sem Svavar Gestsson, viðskiptaráðherra, gaf í útvarpsþættinum „Beinni línu“ hinn 16. janúar sfðastliðinn eru ekki að öllu leyti sannleikanum samkvæmar og ummæli hans ekki f samræmi við staðreyndir málsins — segja fulltrúar neytenda f verðlagsnefnd, Snorri Jónsson, varaforseti ASÍ, Ásmundur Stefánsson, hagfræðingur ASÍ, Jón Sigurðsson, fyrrum forseti Sjómannasambands íslands, og Einar ólafsson, formaður Starfsmannafélags rfkisstofnana. Tilefnið eru ummæli ráðherrans um deilu þá, sem upp kom vegna hækkunar á smjörlfki og gosdrykkjum f haust. Þeir segja f greinargerð, sem þeir senda Morgunblaðinu, að þeir telji það eitt af hlutverkum sfnum að vinna gegn þeirri tilhneigingu stjórnvalda að fresta verðhækkunum rétt fram yfir vfsitöluútreikning. Greinargerð þeirra félaga fer hér á eftir: Síðastliðið haust urðu veruleg blaðaskrif um verðhækkun á smjör- líki og gosdrykkjum. í viðtali í útvarpsþættinum „Beinni línu“ sunnudaginn 16. jan. s.l. var þetta mál á nýjan leik tekið til umræðu er viðskiptaráðherra, Svavar Gestsson sat fyrir svörum. Þær upplýsingar sem ráðherrann gaf í umræddu viðtali eru ekki að öllu leyti sannleikanum samkvæmar og er því óhjákvæmilegt að gera nokkra bragarbót. Auðvitað hljóta ákvarðanir verð- lagsnefndar að vera umdeilanlegar og ekki er óeðlilegt að sitt sýnist hverjum. Sem fulltrúar neytenda í verðlagsnefnd leitumst við í starfi við að tryggja að verðhækkanir verði eins litlar og framast er unnt. Við verðum hins vegar að beygja okkur undir ákveðnar starfsreglur og reynum í því sambandi að gæta samræmis. Við gerum okkur jafn- framt Ijóst að í þessu efni kunna okkur að verða á mistök. Við kunnum að meta ranglega þær upplýsingar sem við fáum um einstök fyrirtæki og rangmeta hækkunarþörf. Svo kann að hafa verið með ákvörðun okkar í verðlags- nefnd í október s.l. um verðhækkun á gosdrykkjum og smjörlíki. Það er hins vegar rétt að taka fram að það er fyrst nú í viðtalinu við ráðherrann í þættinum „Beinni línu“ sem ásökun af því tagi er sett fram af ábyrgum aðila. Við alla meðferð málsins í október virtust menn á einu máli um það, að sú hækkun sem við sam- þykktum á gosdrykkjum og smjörlíki á þeim miðvikudagsfundi sem ráð- herra vitnaði til hafi verið lágmarks- hækkun. Að því er við höfum fregnað neitaði viðskiptaráðherra því ekki í viðtölum sínum við fulltrúa atvinnu- rekenda og þeir embættismenn sem hann fól að ræða við neytendafull- Mickie Gee skemmtir börnum frá Lyngási SAMHLIÐA HEIMSMETSTIL- RAUN Mickie Gee f plötusnún- ingi fer fram söfnun til heimilis- ins að Lyngási en þar eru í dagvistun vangefin börn á aldrinum 3—15 ára. Söfnun þessi ber yfirskriftina „Gleymd börn ‘79“. í dag ætlar Mickie að skemmta þessum börnum á Óðali. Þar mun hann spila fyrir þau tónlist sem þau hafa gaman af, sýna mynd sem á eru m.a. kaflar úr kvik- myndinni Grease og einnig mun Ricky Villard sem sýnt hefur dans í Óðali að undanförnu dansa fyrir börnin. Skemmtun þessi hefst kl. 16 og stendur til 18. trúa verðlagsnefndar drógu ekki heldur í efa að samþykktin fæli í sér lágmarkshækkun. Þær deilur sem urðu, fjölluðu alls ekki um það, hvort um of mikla hækkun væri að ræða eða ekki. Deilurnar stóðu um það eitt, hvort geyma ætti hluta hækkunarinnar fram yfir útreikn- ing verðlagsvísitölu í nóvember. Korsaga málsins er sú að í júlí samþykkti verðlagsnefnd ákveðna hækkun á gosdrykkjum og í byrjun september var til bráðabirgða sam- þykkt hækkun á smjörlíki, þar sem ekki var tekið tillit til nýafstaðinnar gengisfellingar. Þær samþykktir höfðu enn ekki verið staðfestar af ríkisstjórn þegar fundur verðlags- nefndar var haldinn miðvikudaginn 18. október. Á þeim tíma sem liðinn var hafði ýmislegt gerst og vegur gengisfellingin sem gerð var í ágúst þar þyngst. Verksmiðjurnar höfðu óskað eftir því að samþykktin yrði endurskoðuð og sent inn nýtt erindi til verðlagsskrifstofunnar, sem þar hafði verið rækilega kannað. Það er því ekki í samræmi við staðreyndir málsins þegar viðskiptaráðherra segir í „Beinni línu“: „En það voru engar nýjar upplýsingar sem að höfðu það í för með sér að þessir aðilar ættu að fá meiri hækkun en áður hafði verið ákveðin." Þá var á miðvikudagsfundinum upplýst að daginn áður, á þriðjudagsfundi sínum, hafi ríkisstjórn fjallað um samþykktir verðlagsnefndar frá júlí og september en ekki náð samkomu- lagi um að staðfesta þær. Jafnframt var upplýst að hér var ekki um fyrstu umræðu ríkisstjórnarinnar um málið að ræða. Hvort samþykkt verðlagsnefndar yrði staðfest á næsta fundi ríkisstjórnarinnar lá ekki ljóst fyrir. Þau umskipti, sem orðið höfðu frá samþykkt nefndarinnar í júlí og september gerðu að verkum að ljóst var að til meiri hækkunar hlyti að koma. Hvort viðbótarhækkun dræg- ist fram yfir visitöluútreikning gat hins vegar farið eftir ákvörðun nefndarinnar. Við teljum það eitt af hlutverkum okkar sem fulltrúar launafólks í landinu að leitast við að vinna gegn þeirri tilhneigingu stjórnvalda að fresta verðhækkunum rétt fram yfir vísitöluútreikning. Við ákváð- um því á fundinum að styðja þ& tillögu sem verðlagsstjóri taldi algjört lágmark. Þannig varð síðari samþykkt verðlagsnefndar til. Það kann að vera misskilningur að viðskiptaráðherra hafi í viðtölum við atvinnurekendur heitið þeim því að ríkisstjórnin mundi strax eftir vísitöluútreikning staðfesta siðari samþykkt verðlagsnefndar ef þeir sættu sig við þá fyrri fram yfir vísitöluútreikning og einnig að hann hafi þegar það ekki dugði heitið þeim því að smjörlíki og gosdrykkir yrðu tekin undan hámarksverðsákvæðum innan fárra vikna ef þeir sættu sig við fyrri samþykkt verðlagsnefndar um stundarsakir. Ráðherra ræddi þessi atriði ekki við okkur þannig að við höfum ekki hans eigin orð. Hann fól hins vegar embættismönnum að eiga fund með okkur og þeirra verkefni var það að athuga hvort við gætum fallist á slík málalok. Við vonum að þessar línur nægi til þess að skýra málið. Snorri Jónsson, Ásmundur Stefánsson, Jón Sigurðsson, Einar Ólafsson. OQ u?fVA VAK/ VfROoR L\VQlíM~ /AOSr ío SWfX/ Et? ÚVAfrOR TTL A9 GfcTA MpVS Snjómokstur og hálkueyðing: Meira en helmingurinn búinn af fjárveitingunni GERT er ráð fyrir að 100 milljón- um króna verði varið til snjómokst- urs og hálkueyðingar á vegum Reykjavíkurborgar á þessu ári. Á síðasta ári nam þessi upphæð 125 milljónum króna og miðað við þann kostnað, sem þegar er orðinn af þessu tvennu, er hætt við að 100 milljónir hrökkvi skammt á árinu. 16 fyrstu daga þessa árs kostaði snjómokstur og hálkueyðing 55 milljónir króna og samkvæmt áætlun eru því 45 milljónir eftir til þessara verkefna það sem eftir er af hinu nýbyrjaða ári. Ingi Ú. Magnússon gatnamála- stjóri gerði síðastliðinn þriðjudag grein fyrir því á fundi með Borgar- ráði að nauðsyn væri á aukinni fjárveitingu til þessa á árinu. Ekkert hefur enn verið ákveðið með aukin framlög til snjómoksturs og hálkueyðingar.

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
110
Fjöldi tölublaða/hefta:
55340
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
30.12.2023
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 22. tölublað (27.01.1979)
https://timarit.is/issue/117375

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

22. tölublað (27.01.1979)

Aðgerðir: