Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjanúar 1979næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910

Morgunblaðið - 27.01.1979, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 27.01.1979, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 1979 Björn Emilsson skrifar Aski, spæni og trogi var stungið undir stól Þorðir þú að kyssa Gunnu strax fyrsta kvöldið sem þú bauðst henni út? Spólaðir þú einhvern tíma fyrir horn á rúntinum, svo löggan sá til? Földu kennararnir þínir sig nokkurn tíma undir kennaraborðinu þegar þú komst inn í skólastofuna? Svarir þú þessum spurn- ingum neitandi, ertu ekki klístraður, þú ert framsókn- arlegur. En viljirðu vera klístraður á GREASE vísu, ættirðu að kynna þér þessa síðu nánar. Rokktímabilið er sérstakur kapítuli í sögunni. Þá skrif- uðu unglingar um vandamál sín á opinskáan hátt í hin ýmsu SOS (save our souls) tímarit. Alli Alfróður gaf þá jafnan góð ráð. Hann fjallaði um kvilla eins og t.d. táningabólur, fílapensla, feitt hár, leka blöndunga og hrist- ing í stýri. „Kæri Alli Alfróði. Ég er 17 ára og bý í Vesturbænum. Allar götur frá því er pabbi fékk fólksvagninn, hef ég verið niðurbrotinn maður. Þá skipaði hann mér að selja ‘56 Lettann minn. Hann var með öllum græjum, sportstýri úr viðareftirlíkingu, spinnkopp- um allan hringinn, hvítum hringjum, gæru í afturglugg- anum og ilmspjaldið með, þú veizt,.. .konu á. Verst af öllu er þó að hann ætlist til að ég rúnti um á Evróputíkinni hans, sem lítur út eins og illa opnuð Sigló-síldar niðursuðu- dós. Að kela við Sigríði Gunnars í bílhróinu er eins og að leika golf í fataskáp. Það sem verra er, hann kemst ekki upp Öskjuhlíðina án þess að Sigríður fari út og ýti. Pabbi er svo hrifinn af — að leika golf í fataskáp Um pessar mundir er Háskólabíó í augum sumra miödepill sólarkerfisins. Stjörnur Jóns Til Trafala og Ólivíu Nú Þegar Jóns skína skærast. Poppúttroönir unglingar sitja spenntir fyrir framan hvíta tjaldiö og viröa fyrir sér athafnir foreldra sinna á peirra aldri. Myndin GREASE er látin gerast áriö 1959, pegar lögmál klístursins var bíll (HOT ROD), dama og góö greiöa. Væriröu klístraöur (greased) í pá daga, áttiröu jafnvel sjens í brúneygu Boggu meö stóru blöörurnar. Siöfræöi og töffheit voru mæld frá öörum sjónarhóli en í dag. íslendingar fóru ekki varhluta af vitleysunni. Hór var talaö um Rock’n Roll æöi. Ýmis undarleg oröatiltæki tóku aö stinga upp kollinum. Aski, spæni og trogi var stungiö undir stól. í staóinn komu orð eins og mjólkurhristingur, sílsabeygjur, spinnkoppar og skvísa, að ógleymdu margfrægu oróasambandinu „ka-da pípa maöur". Fyrir 20 árum var reginmunur á aö vera klístraöur og framsóknarlegur. sparneytni evrópskra bíla, að hann hótar að reka mig að heiman, aki ég um á dollara- gríni. Elsku Alli, hvað á ég að gera? Ég get varla látið nokkurn mann sjá mig á sardínudósinni. Ég er ekki einu sinni klístraður lengur." „Kæri Vesturbæingur. Festu vængi á sardínudósina upp á ameríska vísu. Ég þekki mann á ísafirði, sem gerir það fyrir lítið. P.S. Hefurðu reynt að kela við Sigríði í fataskáp og leika golf í bílnum? Alli Alfróði." Árið 1859 var annar heim- ur. Fötin, bílarnir, hárið og stelpurnar, allt þótti þetta miklu glæsilegra. Þá voru engir reyklausir dagar og polyester var rándýrt efni. Þá þýddi orkukreppa að vera bensínlaus á þægilegum stað méð réttu skvísunni. Mjög tók að bera á ýmsum óskilj- anlegum orðum hjá gelgju- fólki. Nokkur dæmi: JUKE BOX« Apparat, sem spilaði tónlist og safnaði peningum. Svo vinsælt varð það, að forráðamenn SVR voru að hugsa um að taka það í sína þjónustu. ELVISi Kóngurinn, hinn mikli. Karlmaður, þekktur fyrir að syngja ofsa- fengin rokklög með dónaleg- um mjaðmahnykkjum. KLÍSTRAÐIR BÍLAR, Orkumiklir bílar, gjarnan

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 22. tölublað (27.01.1979)
https://timarit.is/issue/117375

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

22. tölublað (27.01.1979)

Aðgerðir: