Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjanúar 1979næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910

Morgunblaðið - 27.01.1979, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 27.01.1979, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 1979 39 JOHN TVRNER — MINNINGARORÐ John Turner lést í Grimsby hinn 14. des. s.l. íslenskir sjómenn, sem komu til hafnar í Grimsby, þekktu hann vel og mátu hann mikils. John Turner hóf störf sem túlkur og sölumaður hjá Green- berg-fyrirtækinu 1932, en það fyrirtæki verslar með karlmanna- föt og fatnað fyrir sjómenn. Hann var í breska hernum á stríðsárun- um, 1939-‘45. John Turner kynntist konu sinni, Ólöfu Maríu Olsen frá Siglufirði, er hann gegndi herþjón- ustu á íslandi. Um 1950 fluttust þau til Grimsby, þar sem hann tók til við fyrri störf. Kona hans var stofnfélagi íslenska kvennaklúbbs- ins í Grimsby og vann að þeim félagsskap þar til hún veiktist og dó árið 1975. John Turner náði sér aldrei fyllilega eftir fráfall ástkærrar eiginkonu og heilsu hans fór stöðugt hrakandi og hann neyddist til að hætta vinnu fyrr en hann ella hefði gert. Hans er nú saknað af fjölskyldu hans, félögum og fjölmörgum vinum sem þekktu hann. Hann lætur eftir sig tvo syni George og Olav, sem eru búsettir í Grimsby og eina dóttur, Eileen, sem býr í Keflavík. Börn og barnabörn. Frá lögreglunni: Vitni vantar að ákeyrslum SLYSARANNSÓKNADEILD lög- Þriðjud. 23.1. Ekið á bifreiðina reglunnar í Reykjavfk hefur beðið Mbl. að auglýsa eftir vitnum að nokkrum ákeyrslum, sem orðið hafa að undanförnut Föstud. 19.1. Ekið á bifreiðina 0-2654 Sunbeam fólksb. árg. ‘74 græna að lit á Fríkirkjuvegi skammt sunnan Fríkirkjunnar á tímabilinu kl. 14:00—15:00. Vinstra afturhorn og afturhöggv- ari skemmt. Laugard. 20.1. Ekið á bifreiðina R-62294 Ford Cortina árg. ‘70 ljósdrapplitaða, á bifreiðastæði neðst á Túngötu, á tímabilinu kl. 02:00—02:15. Vinstra afturljós brotið og dælt á aurbretti. Sunnud. 21.1. Ekið á bifreiðina R-6184 Austin Alegro fólksb. blá að lit, á bifreiðastæði við Ofna- smiðjuna, á tímabilinu kl. 19:00 þa. 20:00 til kl. 15:00 þ. 21.1. Bifreiðin skemmd að framan. R-3917 Mazda fólksb. árg. ’76 brúna að lit, á bifreiðastæði við Arnarhvol, á tímabilinu kl. 09:00 þ. 22.1. til kl. 17:00 þ. 23.1. Hægri framhurð skemmd. Þriðjud. 23.1. Ekið á bifreiðina Y-7040 Datsun fólksb. árg. ’73 gula að lit, á bifreiðastæði við K.F.U.M. við Amtmannsstíg. Vinstra aftur- aurbretti skemmt. Þá hefur verið ekið á bifreiðina R-51337 Skoda fólksb. árg. ’77 græna að lit. Bifreiðinni hafði verið lagt á móts við hús nr. 40 við Gunnarsbraut þ. 1. jan. s.l. og ekki hreyfð, þar til komið var að henni þ. 18.1., en þá hafði verið búið að aka á vinstra afturhorn hennar. Þeir, sem telja sig geta veitt upplýsingar um þessar ákeyrslur eru beðnir að hafa samband við slysarannsóknadeildina í síma 10200. SVAR MITT EFTIR BILLY GRAHAM Biblían segir, að Kristur komi aftur. Þýðir það, að þessi sami maður komi í líkamanum, sem hann var í á þessari jörð, eða að andi hans komi aftur til jarðarinnar? Þegar Jesús steig upp til himins, birtust tveir menn hvítklæddir (líklega englar). Þeir sögðu við lærisvein- r ana: „Galíleumenn, hví standið þér og horfið til himins? Þessi Jesús, sem var upp numinn frá yður til himins, mun koma á samá hátt og þér sáuð hann fara til himins" (Post. 1,11). Biblían kennir, að Kristur muni koma bókstaflega til jarðarinnar á ný. Orðin, „á sama hátt“, veita okkur miklar upplýsingar. Hann fór sýnilegur; hann mun koma aftur sýnilegur. Biblían segir, að sérhvert auga muni sjá hann og sérhver tunga viðurkenna tign hans. Hann fór frá Olíufjallinu, og Biblían gefur í skyn, að hann muni koma til sama fjalls. Hann fór í dýrð; hann mun koma aftur í dýrð. Hann fór, er lærisveinarnir horfðu á hann; þegar hann kemur aftur, verða lærisveinarnir á varðbergi. Hann fór í skýi; Biblían segir: „Sjá, hann kemur í skýjum". Ég geri mér Ijóst, að þeim, sem þekkja ekki ritningarnar, finnist þetta vera heilaspuni. En sé hægt að finna nokkra kenningu í Biblíunni, þá er hún sú, að Kristur kemur aftur í bókstaflegri merkingu. Þetta atriði er nefnt að minnsta kosti þrjú hundruð sinnum í nýja testamentinu og margsinnis í Gamla testamentinu. Jesús sagði: „Verið þér viðbúnir, því að mannssonur- inn kemur á þeirri stundu, sem þér eigi ætlið" (Lúk. 12,40). A ROKSTOLUM ________HANNES_________ HÓLMSTEINN GISSURARSON: William E. Simon, sem var fjármálaráðherra Bandaríkj- a ina 1974—1977, gaf út bók að síðasta ári, sem varð metsölu- bók og olli miklum deilum í Bandaríkjunum, A Time For Truth (Reader’s Digest Press 1978), og ætla ég að fara fáeinum orðum um hana í þessari grein. Tveir nóbelsverð- launahafar í hagfræði skrifa hvor sinn formála bókarinnar, mjög lofsamlega, Milton Friedman og Friedrich A. von Hayek. Simon fylgir þeirri að „félagslegum markmiðum**, þeir ætli flestir síður en svo að breyta ríkinu í álræðisríki. En þeir skilji ekki, að frelsið (en með því sé einkum átt við afskiptaleysi ríkisins) sé bæði þroskaskilyrði einstaklingsins og vaxtarskilyrði atvinnulífsins. Til hafi einnig orðið „ný stétt“ opinberra starfsmanna, „félags- fræðinga", sálfræðinga, skrif- finna og skipuleggjenda, sem blómgist og dafni í skjóli ríkisins. Þessi stétt trúi því, að KOMINN TIMITIL frjálsræðisstefnu, sem lyfti Vesturlandabúum upp úr nauð- þurftaskipulaginu í allsnægta- skipulagið. Hann lítur í bókinni á reynslu sína sem skipu- leggjanda, yfirmanns orkumála („energy czar“ á máli banda- rískra blaðamanna), aðstoðar- fjármálaráðherra og fjármála- ráðherra, í ljósi frjálshyggjunn- ar kenningar Johns Lockes og Adams Smiths. Simon gagnrýn- ir alræði þingmanna. Hann sýnir því, hversu skilningssljóir allir þingmenn rannsóknar- nefndanna eru á lögmál at- vinnulífsins. Þeir eru alltaf að svipast um eftir sakborningum og samsærismönnum, sem beri sök á því, að öllum þörfum allra kjósenda sé ekki fullnægt, að engin innistæða sé fyrir þeim ávísunum, sem þeir gefa út fyrir allar kosningar. Vinsæl- ustu sakborningarnir eru eigendur og stjórnepdur fyrir- tækja. Lýðræðið er að breytast í skrílræði, lýðskrumararnir og fjölmiðlungarnir hafa völdin. (Kemur engum þjóðlífið á Islandi í hug?) Og hann lýsir þeirri þróun þingræðisins, sem er ekki óhugsandi og hefur valdið mörgum mönnum áhyggjum: Ríkið vex úr öllu hófi vegna sífelldra loforða þing- manna, sem verður að reyna að efna, um „ókeypis" þjónustu ríkisins til tekju- og aðstöðu- jöfnunar. En þjónustan er alls ekki ókeypis, hún er í rauninni miklu dýrari en þjónusta markaðarins, einkafyrirtækja. Fjár er aflað til hennar með skattheimtu, skattheimtan veldur óánægju, sem reynt er að draga úr með frekari „ókeypis" þjónustu. í vítahring kemur. Ríkið vex, en atvinnulífið skreppur saman og getur ekki skilað þeirri kjarabót, sem til er ætlazt af því. Það veldur frekari óánægju borgaranna, siðakerfið gliðnar, valdsmennirnir herða tak sitt, og ríkið breytist að lokum í alræðisríki. Rauði þráðurinn í bók Simons er sá, að hið opinbera sé mjög óhentugt tæki til þess að ná árangri í atvinnumálum, að það geti alls ekki fullnægt þörfum einstaklinganna eins vel og þeir geti sjálfir með frjálsum við- skiptum á markaðnum, að ríkið (skriffinnar þess og skipuleggj- endur) geti ekki tekið eins hagkvæmar ákvarðanir og ein- staklingarnir, hversu vel sem þeir vinna. Hann bendir á það, að samkeppnishæfni í verðlagn- ingu gegni því hlutverki í markaðsskipulaginu að vísa á hagkvæmustu fjárfestingarnar og veita upplýsingar um fram- leiðslugetu fyrirtækjanna og veizluþarfir einstaklinganna, og verðlagið verði því að vera frjálst, ótruflað. Símon tekur gjaldþrot Nýju-Jórvíkur-borgar til dæmis um ófarir jöfnunarsinna. Kostnaðurinn við þjónustuna, sem borgin veitti, jókst í sífellu, og fyrirtækjunum, sem greiddu mestan hlutann af þessum kostnaði, fækkaði vegna flutn- inga til annarra lífvænlegri staða, þangað til borgin varð gjaldþrota. Vandinn var falinn með bókhaldsbrellum, þangað til hann varð óleysanlegur. Og með því að borgin hafði ekki leyfi til að gefa út peningaseðla eins og ríkið, gat hún ekki „leyst" vandann með verðbólgu, óhóflegri útgáfu peningaseðla. Simon telur þá skýringu margra bandarískra rót- tæklinga á gjaldþrotinu ranga, að borgin hafi búið betur að fátæklingum, fært meira fé til þeirra, en aðrar borgir. Hún hafi ekki síður fært fé til bjargálna fólks en fátæklinga, hún hafi oft fært frá einum vasanum til annars með ærnum tilkostnaði, en einkum þó frá atvinnulífinu. Og félög borgar- starfsmanna hafi náð kverka- taki á borgarlífinu, neytt borg- ina til að fjölga starfsmönnum úr hófi, þanið út blekiðjubáknið. Simon greinir sömu þróunina í bandaríska ríkinu og felldi Nýju-Jórvíkur-borg: Reynt er að nota ríkisvaldið til tekju- jöfnunar, það mistekst, en ríkið vex svo, að það verður hættu- legt einstaklingsfrelsinu, og afskipti þess af atvinnulífinu trufla straum fjármagnsins í hagkvæmustu farvegina. En hvað veldur þessari þróun? Simon bendir á það, að blekiðju- báknið sé reist og rekið af góðfúsum mönnum, sem stefni hún viti betur en sam- borgararnir, hvað sé þeim fyrir beztu, og að hún sé að þjóna „félagslegum" tilgangi, þegar hún sé reyndar að þjóna þeim tilgangi að ná og halda völdun- um yfir samborgurunum. Þessi stétt beri þó ekki alla ábyrgð á þróuninni. Atvinnurek- endastéttin beri einnig ábyrgð, því að hún hafni ríkisafskiptun- um í öðru orðinu, en biðji ríkið um hjálp í hinu, og sé rausnar- leg við óvini sína, haldin undirlegri sjálfsmorðshvöt. Simon er baráttumaður, bók hans er hressilega skrifuð og af óvenjulegri hreinskilni. Hann velur orð Edmunds Burkes sem einkunnarorð síðasta kafla hennar: „Það nægir hinu illa til sigurs, að góðir menn hafist ekki að.“ Hann bendir á það, að sjálfstortíming lýðræðisríkisins verði vegna hugmyndafræði. vegna jöfnunarstefnunnar, ef hún verði. En hvað geta frjáls- hyggjumenn gert að mati Simons? Þeir verða í fyrsta lagi að vita það, fyrir hvaða kenningu þeir berjast, hvað frjálshyggja er, hætta henti- stefnu, bæta langtímasjónar- miðinu við skammtímasjónar- miðið. Þeir verða í öðru lagi að skilja það, að þróunin stefnir í alræðisríkið, þar sem valds- mennirnir skipta lífsgæðunum, en frjálsir einstaklingar skipta ekki hver við annan. Og þeir verða í þriðja lagi að reyna að snúa þessari þróun við, berjast gegn þeirri kenningu, sem knýr hana áfram, berjast gegn jöfntinarstefnunni. Simon bendir á það, að margir hugsandi menn berjist fyrir frjálshyggjunni, hann nefnir Friedrich A. von Hayek og Robert Nozjck (en um þá hef ég rætt í útvarpsþáttum), Milton Friedman, Irving Kristol og Daniel Bell og fleiri bandaríska menntamenn, en segir, að at- vinnulífið verði að ganga í lið með þeim, fylgja þeim, en ekki óvinum sínum, hætta að skammast sín, breyta vörn í sókn. Simon kýs með öðrum orðum gagnbyltingu í hug- myndaheiminum. Hún er hafin í Bandaríkjunum og er að hefjast á Islandi og kominn tími til . . .

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 22. tölublað (27.01.1979)
https://timarit.is/issue/117375

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

22. tölublað (27.01.1979)

Aðgerðir: