Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjanúar 1979næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910

Morgunblaðið - 27.01.1979, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 27.01.1979, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 1979 Guðrún Magnúsdótt ir — Minningarorð Fædd 24. júní 1886. Dáin 17. janúar 1979. Aðfaranótt 17. janúar andaðist Guðrún Magnúsdóttir að Landa- kotsspítala í Reykjavík, en hún hafði dvalið síðustu mánuði á Elliheimilinu Grund, ásamt eftir- lifandi eiginmanni sínum, Gísla Gestssyni. Amma var góð og glæsileg kona. Eiginmaður, börn barnabörn og barnabarnabörn voru hennar yndi og þau dáðu hana og elskuðu. Sonur hennar Agúst og Nína eiginkona hans eiga mikið þakk- læti skilið fyrir alla þá ástúð og umhyggju sem þau sýndu henni. Ég veit að ömmu væri kærkomið að komið væri á framfæri þakk- læti til allra þeirra, sem hjúkruðu henni og heimsóttu, eða hugsuðu hlýjt til hennar í veikindum hennar um margra ára skeið, og er það hérmeð gert af heilum hug. Blessuð sé minning hennar. Sigrún Gestsdóttir. Aðfaranótt 17. janúar s.l. lést í Landakotsspítala amma okkar, Guðrún Magnúsdóttir frá Suður-Nýjabæ, Þykkvabæ. Hún var fædd 24. júní 1886 að Snotru í Þykkvabæ. Foreldrar hennar voru Guðrún Runólfsdóttir og Magnús Eyjólfsson, sem þá var vinnu- maður í Þykkvabæ. Æskuár ömmu voru ekki tímabil grósku og framfara hér á landi, en þrátt fyrir alla erfiðleika minntist hún ávallt æsku sinnar með glaðværð og glöggu minni. Þau voru tvíburasystkin,, hún og Gísli Magn'ússon, síðar útvegs- bóndi í Vestmannaeyjum. Við þröngan hag varð fjölskyldan viðskila og var Gísli settur í fóstur hjá vandalausum. Amma ólst upp hjá móður sinni og voru með þeim miklir kærleikár. Afi og amma, þau Guðrún Magnúsdóttir og Gísli Gestsson, giftust hinn 16. október 1907 og reistu bú að Suður-Nýjabæ í Þykkvabæ. Langamma, Guðrún Runóifsdóttir, bjó hjá þeim og var þar ávallt aufúsugestur. Hún lést í hárri elli 1951. Börn afa og ömmu urðu 13 og komust 9 til fullorðinsára. Hjá fjölskyldunni var samvinna og sjálfsbjargarviðleitni í fyrirrúmi, lífsbaráttan var hörð, afi dvaldi oft vetrarlangt í veri og varð þá amma að annast búskap og fjölskyldu, það innti hún af hendi með þeim dugnaði og æðruleysi, sem einkenndu hana alla tíð. Eftir hálfrar aldar búskap brugðu þau bui og tóku þá við búsforráðum Agúst yngsti sonur- inn og Nína kona hans. Það var ánægjulegt að eftir það voru afi og amma ekki síður aufúsugestir á heimilinu en langamma hafði verið áður og önnuðust þau Nína og Gústi þau af þeirri nærgætni og ástúð sem öllum er til þekktu verður ávallt hugstæð. Frá því í haust dvöldu þau bæði á Elliheimilinu Grund í Reykjavík og leitar hugur okkar til afa, sem nú á 101. aldursári sér á bak ástkærri eiginkonu og biðjum við honum Guðs blessunar. Það er ómetanlegt fyrir okkur nútímafólk, sem æðrast í lífsgæða- kapphlaupinu, að kynnast fólki, sem þurfti að berjat við harðræði og margskonar erfiðleika, einungis til að fjölskyldan liði ekki skort, en á efri árum á þrátt fyrir það, þá lífsgleði og trú á tilveruna að geta miðlað öðrum yngri af gnægta- brunni góðmennsku sinnar og lífsspeki. Við systurnar áttum því láni að fagna að eiga í bernsku- heimili afa og ömmu okkar annað heimili. Fyrir það verðum við alla ævi ríkari en ella og eru þessar fáu línur örlítill þakklætisvottur. Guð blesi minningu ömmu okkar. Helga, Guðrún Gyða og Guðbjörg. Minning: Runólfur Runólfsson í Vestmannaegjum Fæddur 29. maí 1892. Dáinn 16. janúar 1979. í dag, laugardaginn 27. janúar, verður Runólfur Runólfsson jarð- sunginn frá Landakirkju í Vest- mannaeyjum. Runólfur var fædd- ur í Hörgsholti á Síðu, en fluttist ungur að aldri með foreldrum sínum vestur undir Eyjafjöll, að Rauðafelli, og þar var hann heimilisfastur allt til hann fluttist til Vestmannaeyja 1930. í uppvext- inum tók hann þátt í þeim daglegu störfum, er þá tíðkuðust til sveita og vandist því snemma hinum harða skóla lífsins, sem ungmenni þeirra tíma urðu að ganga í gegn um. Fljótlega, eftir að þrek og geta leyfði, fór Runólfur á vertíð til Vestmannaeyja á vetrum, en þá atvinnu hafa æskumenn í hans heimahögum stundað fast á liðn- um öldum. í Vestmannaeyjum kynntist hann Guðnýju Petru Guðmunds- dóttur, ættaðri frá Fáskrúðsfirði. Kvæntist hann henni árið 1930 og stofnuðu þau heimili sitt að Búðafelli (Skólavegi 8) þar í bæ og bjuggu allan sinn búskap í því húsi, eða hátt í 50 ár, en Petra andaðist fyrir tveimur árum. í skjóli þeirra hjóna dvöldu foreldr- ar Petru og móðir Runólfs sín síðustu ár og áttu þar rólegt ævikvöld. Þau Petra og Runólfur eignuð- ust tvo syni: Ólaf, sem nú er framkvæmdastjóri Herjólfs h/f, kvæntur Sigurborgu Björnsdóttur frá Eskifirði, óg Stefán, fram- kvæmdastjóra Fiskiðjunnar í Vestmannaeyjum. Hann er kvænt- ur Helgu Víglundsdóttur frá Akureyri. I fyrra hjónabandi eignaðist Petra einn son, Einar Ólafsson, og gekk Runólfur honum í föður stað. Einar býr nú í Hafnarfirði og er umsjónarmaður íþróttahúss bæj- arins. Hann er kvæntur Sigrúnu Steinsdóttur frá Hafnarfirði. Heimilið og fjölskyldan var Runólfi allt. Vakinn og sofinn vann hann að hag heimilisins. Á fyrstu árum búskapar þeirra hjóna var oft knappt um atvinnu og þurfti því að gæta hagsýni í hvívetna og halda vel utan að því, sem aflaðist hverju sinni. Þar voru þau hjón samhent, eins og jafnan. Syni sína studdu þau til þeirra starfa sem hugur þeirra kaus og var ekkert til sparað svo það tækist sem best. Það fengu þau líka endurgoldið, þegar kraftarnir tóku að þverra. Þeir, sem ólust upp í byrjun þessarar aldar, muna tímana tvenna; vinnubrögð, sem viðhöfð höfðu verið um aldaraðir og svo þær aðstæður, sem við búum við nú í dag. Þessi kynslóð á stærsta þáttinn í þessari breytingu. Hún lagði þann grunn, sem þjóðfélag okkar byggir nú á. En hún bar líka merki þess strits. í þessari fylk- ingu stóð Runólfur og dró ekki af sér. Hans ævistarf var ekki unnið með hvítt um hálsinn eða í gljáfægðum skóm. En þótt hann hið ytra bæri merki erfiðismanns- ins var það aðeins skelin. Hjarta- hlýrri og dagfarsprúðari maður er vandfundinn. Öllum sem dvöldust í návist hans leið vel og að dvelja gestur á heimili þeirra hjóna líður þeim seint úr minni, er þess nutu. Og börnin, sem á vegi hans urðu, fundu fljótt, hvað að þeim sneri og ótaldar voru þær stundir, sem hann gladdist í návist barnabarn- anna, er þau komu í heimsókn til afa og ömmu. Systir okkar og fööursystir, h GUNNFRÍÐUR AGATHA EBENEZERDÓTTIR, andaöist aö morgni 25. janúar. Sigurtina Ebanazardöttir, Sigríöur Ebanazardöttir, Ingunn Halgadöttir. t Eiginkona mín og móöir okkar, GUONÝ INGIBJÖRG JÓNSDÓTTIR, Kúrlandi 30. lést aö heimili sínu aö morgni 25. Janúar. Gunnar Einarsson, böm og aörir ssttingiar. t Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug vlö andlát og útför systur mlnnar og móöur okkar, GUORÚNAR HALLDÓRSDÓTTUR, Hlföardal. Sigriöur Halldórsdóttir, Sigrún Anna Gunnarsdóttir, Ólafur Sigfússon, Ingunn Klsmenzdóttir, Magna Sigfúsdóttir, Ingimundur Pétursson, Guóný S. Jarnulf Bertil Jarnulf Magnús Gústafsson, Margrét Pélsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Minning: Sveinbjörn Jónsson frá Snorrastöðum Fæddur 4. september 1894. Dáinn 19. janúar 1979. Eins og marga aðra dreymdi mig ungan að kanna og skilja heiminn allan, en reynslan hefir kennt mér að ekki mun ævin endast mér til þess að átta mig til neinnar hlítar á fæðingarhreppi mínum, hvað þá meir. Þó þykist ég hafa áttað mig á nokkrum mönnum. Sig. Nordal segir svo í bók sinni „Líf og dauði", og verður okkur fávísum ærin huggun þar eð slíkur gáfumaður á í hlut: „Fávizku þinni fylgja þau ómetanlegu hlunnindi, að þú hefur fullt leyfi til þess að velja úr þeim óvissu ágizkunum sem þú verður að lifa og deyja upp á, eftir gildi þeirra fyrir líf þitt.“ Og hvað skyldi maður telja gildi fyrir líf sitt? Frá mínum bæjar- dyrum séð er það engum vafa undirorpið að kynni mín af góðum mönnum ber þar hæst, og þeir eru allir svo bráðlifandi í muna mér, þó að margir þeirra séu komnir í annað ver fyrir fullt og fast, að ég yrði sízt undrandi þótt þeir klöppuðu á dyr og byðu mér góðan dag. Þeir endast semsé lengur en ártíð sína. Einn þessara manna er Sveinbjörn á Snorrastöðum. Kynni okkar eiga sér ekki langa sögu en mér fannst ég hafa þekkt hann alla ævi er ég sá hann. Þau hófust á fögrum sumardegi fyrir nokkr- um árum er ég kom að Snorrastöð- um með vini mínum og tengdasyni Forn spekingur mælti einu sinni: Fáir eru þeir, sem hafa lært að kenna án orða. Með prúð- mennsku sinni, tillitssemi, um- burðarlyndi og drenglyndi kenndi Runólfur okkur meira en margir lærðir menn fullir vísdóms og þekkingar. Fyrir þá kennslu skal nú þakkað. En nú, þegar önd hans er horfin yfir móðuna miklu og hinar jarðnesku leifar horfnar til upp- runa síns í Landakirkjugarði við hlið þeirrar konu, sem honum var kærust, förunautar hans um hart- nær hálfrar aldar skeið, eru minningarnar einar eftir. Þær minningar eru heiðar og bjartar. Þær er gott að bera í brjóstinu, því þeim fylgir ævilöng blessun. hans, Grétari Haraldssyni, í þeim óskáldlega tilgangi að veiða sjó- birting í Kaldá. Þarna gistum við í nokkra daga í það sinn. Ekki stundaði ég silungsveiði af ákafa dagana þá, heldur sat öllum stundum á taii við þá bræður, Sveinbjörn og Kristján, og hef ekki í annan tíma farið í skemmti- legri veiðiferð. Þarna var ég allt í einu kominn inní heim, sem ég þekkti að vísu áður, en hélt að væri horfinn á veg allrar veraldar. Þetta var heimur þar sem heyra mátti dyn þeirra skóga sem löngu eru fallnir og arfsögnin geymir ein. Sagan, ljóðið og íslenzk tunga áttu þar heima. Engin bók lesin umhugsunarlaust og ekki látin í skáp umræðulaust. Hvílík veiðiferð. Það er trú mín að börnum hafi reynst það góður skóli að alast upp á Snorrastöðum og trúað gæti ég því, að seinna hvarflaði það að þeim einsog mér og segir í kvæðinu um gamla Stál: „Að fræðast betur fýsir mÍK »K fór þvf enn að hitta þig.“ Mér er efst í huga þakklæti fyrir að hafa verið svo lánsamur að kynnast Snorrastaðafólki, og satt mun það reynast að Sveinbjörn bóndi lifir ártíð sína. Atli Már. Við finnum oft til þess i hinu daglega lífi hversu lítils megnug við erum. En þó finnst okkur aldrei eins freklega tekið fram fyrir hendur okkar og við snöggt fráfall ættingja eöa vinar. Ósögð orð brenna okkur á vörum og við hefðum svo gjarnan viljað kveðja og þakka fyrir svo margt. Áfi minn, Sveinbjörn Jónsson frá Snorrastöðum, hefur nú kvatt þennan heim. Það er sárt að missa góðan afa, en ég er svo lánsöm að eiga þá bjargföstu trú á að sálin glatist ekki heldur hafi eilíft líf. Það er mér mikill styrkur nú. Mig langar að færa honum fátæk- legar þakkir fyrir hönd okkar barnabarnanna fyrir allt það sem hann gerði fyrir okkur þegar við komum „í sveitina", svo ekki sé minnst á allar þær sögur sem við fengum þegar stund gafst. Þessar stundir eru nú liðnar en þær munu aldrei gleymast. Þann sigur vann hann að hverfa frá og skilja okkur eftir ríkari af því að hafa þekkt mann eins og hann. Ég veit að hann mun vaka yfir okkur eins og alltaf áður og ég bið Guð um að styrkja ömmu og varðveita nú og ævinlega. Tómas Einarsson. Margrét Grétarsdóttir. Afmœlis- og minningargreinar ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfsformi eða bundnu máli. Þær þurfa að vera vélritaðar og með góðu línubili.

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
110
Fjöldi tölublaða/hefta:
55340
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
30.12.2023
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 22. tölublað (27.01.1979)
https://timarit.is/issue/117375

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

22. tölublað (27.01.1979)

Aðgerðir: