Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjanúar 1979næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910

Morgunblaðið - 27.01.1979, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 27.01.1979, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. JANUAR 1979 47 Yfirburðasigur ÍR yfir Þór ÍR SIGRAÐI Þór frá Akureyri með miklum yfirburðum í úrvalsdeiidinni í körfuknattleik, er liðin mættust í Hagaskóla í gærkvöldi. Lokatölur voru 123 stig gegn 90, eftir að staðan í leikhléi hafði verið 53i48, ÍR í vil. Þórsarar mættu í leikinn með aðeins 8 leikmenn og í liðið vantaði tvo leikmenn, sem venjulega eru í byrjunarliði, þá Karl ólafsson og Birgi Rafnsson, og munar um minna hjá liði, sem ekki hefur yfir meiri breidd að ráða. Þrátt fyrir þetta stóðu Þórsarar í ÍR-ingum í fyrri hálfleik, en í leikhléi var aðeins 5 stiga munur. Fyrstu 5 mín. síðari hálfleiks voru einnig jafnar, en upp frá því sögðu IR-ingar skilið við Þórsara og síðustu mínútur leiksins var nánast um skotheppni að ræða. Það er nokkuð erfitt að dæma ÍR-liðið eftir þessum leik, til þess var mótstaðan of lítil. Ungu leikmennirnir, sem lítið hafa fengið að spreyta sig í vetur fengu nú allir tækifæri og stóðu fyrir sínu. Bestir IR-inga voru hins vegar bræðurnir Kristinn og Jón Jörundssynir, en einnig voru Stefán Kristjánsson og Kristján Sigurðsson ágætir. Þá átti Paul Stewart þokkalegan leik. Hjá Þór var Jón Indriðason atkvæðamestur í sókninni, en mætti gjarnan leggja meiri áherslu á vörnina, sem ekki er í sem bestu lagi hjá honum og reyndar fleiri Þórsurum. Það er hún hins vegar hjá Mark Christen- sen, sem alltaf sýnir snilldartakta í vörninni, en var að þessu sinni óvenju mistækur í sókninni, enda fékk hann lítið til að vinna úr. Þá var Eiríkur Sigurðsson ágætur á meðan hans naut við, en hann fékk 5 villur um miðjan síðari hálfleik. Stigin fyrir ÍR: Paul Stewart 25, Kristinn 24, Jón 23, Stefán 14, Kristján 10, Kolbeinn 8, Erlendur og Steinn Logi 6 hvor, Guðmundur 5 og Sigurður Valur 2. Stigin fyrir Þór: Jón 34, Mark 29, Eiríkur 12, Ellert 6, Alfreð 4, Þröstur 3 og Ágúst 2. Dómarar voru Jón Otti Olafsson og Þráinn Skúlason og dæmdu þeir þokkalega. ÁG Emkunnagjofm ÍR: Erlendur Markússon 2, Guðmundur Guömundsson 2, Jón Jörundsson 3, Kristinn Jörundsson 3, Kristján Sigurðsson 2, Kolbeinn Kristinsson 2, Sigurður V. Halldórsson 1, Stefán Kristjánsson 3, Steinn L. Björnsson 2. ÞOR: Alfreð Tulíníus 1, Ágúst Pálsson 1, Ellert Finnbogason 2, Eiríkur Sigurðsson 2, Jón Indriðason 3, Sigurgeir Sveinsson 1, Þröstur Guðjónsson 1. ÍR-stúlkur í sókn EINN leikur fór fram í mfl. kvenna í íslandsmótinu í körfuknattleik á fimmtudagskvöldið. ÍS og ÍR mættust í íþróttahúsi Kennaraháskólans. Eftir spennandi viðureign sigraði ÍR með 46 stigum jjegn 45, en í leikhléi var staðan 21:17, ÍS í vil. Var þetta þriðji tapleikur Islandsmeistara ÍS á mótinu, en ÍR og KR hafa tapað tveimur leikjum hvort félag. Hefur frammistaða ÍR komið mjög á óvart og tekur liðið framförum með hverjum leik. KR ÍR (S 1 u t stig 5 3 2 247,243 6 5 3 2 262,264 6 4 1 3 201.203 2 • Jón Indriðason var stigahæstur Þórsara í leiknum í gærkvöldi og skemmti áhorfendum að vanda með tiltektum sínum. Hér er hann á fullri ferð í leik gegn UMFN í fyrra. Öruggur sigur KA yfir Þór KA SIGRAÐI Þór frá Vestmannaeyjum 21 — 19 í 2. deild íslandsmótsins í handknattleik á Akureyri í gærkveldi. KA-menn höfðu yfirhöndina allan tímann og komust mest í 7 marka mun, en Þórsarar minnkuðu muninn þegar líða tók á ieikinn. Leikurinn var nokkuð harður og var KA-mönnum vísað út af í alls 14 mínútur en Þórsurum í aðeins 2 mínútur. Markhæstur hjá KA var Alfreð Gíslason með 7 mörk, og Jóhann Einarsson með 4, en hjá Þór var Hannes Leifsson með 6, og Ásmundur Friðriksson með 4. þr./Sigb. Chelsea í stórviðskipt- um TVÆR markverðar sölur hafa farið fram á Bretlandseyjum síðustu daga og á Lundúnaliðið Chelsea hlut að báðum. Fyrst seldi félagið hinn sterka miðvörð sinn, Steve Wicks, til Derby fyrir 275.000 sterlingspund. Það var í fyrra- dag. Og félagið var ekki lengi að eyða peningunum, heldur keypti í gær fyrir 200.000 sterlingspund Eamon nokkurn Bannon frá skoska liðinu Hearts. Bannon er leikmaður með skoska landsliðinu skip- uðu lcikmönnum 21 árs og yngri. Danny Blackflower, fram- kvæmdastjóri Chelsea, hefur ekki lokið innkaupum sínum. í næstu viku gerir hann sér vonir um að ganga frá samn- ingi við Keith Weller, leik- mann með Leicester, en hann hóf einmitt feril sinn hjá Chelsea. Kaupverð hins 32 ára gamla Wellers er talið vera 40.000 sterlingspund. Sigurbergur þjálfar Þrótt, Neskaupstað ÞRÓTTUR, Neskaupstað, hefur nú ráðið þjálfara fyrir næsta keppnistímabil. Það er hinn þekkti knattspyrnumaður og handknatt- leikskappi úr Fram, Sigurbergur Sigsteinsson. sem þjálfa mun liðið og væntanlega leika með því einnig. Þá þjálfar hann sennilega líka handknattleikslið staðarins því á sumri komanda mun Færeyjarferð standa fyrir dyrum. Farið verður til vinabæjar Neskaupstaðar, Sandavogs. í Sandavogi þjálfar Hjörtur Gíslason frá Akureyri, fyrrum leikmaður Þróttar. í tilefni 50 ára afmælis Neskaupstaðar í ár verður reynt að fá eitthvert 1. deildar lið til að koma og kepþa við heimamenn. Ekki var alveg ljóst hvort miklar breytingar verða á liði Þróttar frá í fyrra t.d. verður einn leikmaður, Helgi Benediktsson, ekki með þar sem hann leikur með Lillehamer í 3. deildinni í Noregi. Afmælismót JSÍ AFMÆLISMÓT Júdósambands ísiands verður háð næstu tvo sunnudaga. Fyrri hluti mótsins verður n.k. sunnudag 28. janú- ar, og verður þá keppt i öllum jyngdarfiokkum karla, sjö að tölu. Keppt verður í íþróttahúsi Kennaraháskólans, og hefst keppnin kl. 14.00. Seinni hluti mótsins verður svo sunnudaginn 4. febrúar. Þá verður keppt í opnum flokki (án >yngdartakmarkana), í flokk- um unglinga 15—17 ára og einnig í kvennaflokki ef næg látttaka verður. Blak um helgina: Töluvcrt verður blakað um helgina. Á dagskrá eru 4 leikir í 1. dcild karla, svo og leikir í 1. deild kvenna og annarri deild kvenna. í aðalieikjupum, 1. deildar leikjunum í karla- flokki, eru ekki um toppliða- uppgjör að ræða. Á pappírn- um telja margir úrslitin í þeim vera formsatriði. Ekki skyldi ió vera með slíka sleggju- dóma, Laugdælir hafa komið öllum á óvart í blakinu í vetur og því skyldu önnur af hinum svokölluðu slakari liðum ekki geta hrist upp í toppliðunum? Leikir helgarinnar eru eftir farandi, I.augardagur, Hagaskólinn: 1. deild kvenna ÍS-UBK ki. 14.00 Hagaskólinn: 1. deild karla íS-MÍMIR kl. 15.00 Hagaskólinn: 2. deild karla UBK- ÍBV kl. 16.00 Hagaskólinn 1. deild karla UMFL-UMSE kl. 17.00 Sunnudagur, Hagaskólinn: 2. deild karla Fram-ÍBV kl. 14.00 Hagaskólinn: 1. deild karla S-UMSE ki. 15.00 Hagaskólinn: 1. deild karla Þróttur-Mímir kl. 16.00 Leicester- Coventry á skjánum ídag „ÞAÐ STÓÐ til að sýna leik Coventry og Liverpool sem fram átti að fara í Coventry á laugardaginn. en honum varð að fresta vegna veðurs. Það varð því að taka upp næsta leik í nágrenninu og reyndist það vera viðureign Leicester og Blackburn.** sagði Bjarni Felixson í stuttu spjalli um innihald íþróttaþáttanna í dag. „En leikurinn er allsæmileg- ur miðað við aðstæður, en völlurinn er mjög forugur. Snjólaus er hann þó, en það er vegna þess að þeir þarna f Leicester breiða stóra bliiðru yfir hann,- sagði Bjarni enn fremur. Enska knattspyrnan hefst að vanda klukkan 19.00. en í íþróttaþættinum verður meginefnið meistaramót ís lands f stökkum án atrennu Bjarni sagði að ef tími gæfist til sýndi hann einhverjar skfðamyndir, en þa*r væri hann farinn að fá „í löngum bunum“. I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 22. tölublað (27.01.1979)
https://timarit.is/issue/117375

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

22. tölublað (27.01.1979)

Aðgerðir: