Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjanúar 1979næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910

Morgunblaðið - 27.01.1979, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 27.01.1979, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 1979 27 Brot úr Skylab yfir byggð ból? Washington. 25. janúar. Reuter. FORSTÖÐUMAÐUR bandarísku geimvísindastofnunarinnar (NASA), Robert Frosch, sagði í dag að hann væri ekki viss um hvort hægt væri að beina geimvísindastöðinni Skylab frá byggðum svæðum þegar hún hrapaði til jarðar seinna á þessu ári, sennilega á tfmabilinu aprfl til september. Starfsmenn stofnunarinnar hafa sagt að stöðin, sem er ómönnuð og vegur 85 lestir, muni brenna til agna þegar hún kemur aftur inn í andrúmsloftið, en sumir sérfræðingar telja að fjögur eða fimm hundruð brot allt að tvær lestir að þyngd muni hrapa til jarðar og dreifast. Frosch tjáði þingnefnd að fyrir hendi væru nokkrir möguleikar á því að stýra Skylab í tveimur síðustu hringferðunum um jörðu en sagði að sérfræðinga stofnunarinnar greindi á um hvort hægt væri að stjórna stöðinni frá jörðu. Skylab var þokað til á braut í dag með það fyrir augum að tryggja að næg orka fengist alfarið frá rafhlöðum stöðvarinnar og eftir það sögðu sumir starfsmenn NASA, að þeim kynni að takast að stýra stöðinni í burt frá byggðum svæðum. 15.195 fórust í iarðskjálftum WashinKton, 25. janúar. Reuter. AP. ALLS BIÐU 15.195 bana af völdum jarðskjálfta f fyrra eða fimm sinnum fleiri en 1977 samkvæmt bandarfskri jarðfræði- skýrslu sem var birt f dag. Snörpum jarðskjálftum, eða þeim sem mældust meira en 6.5 stig á Richters-kvarða, fjölgaði úr 36 1977 í 62 1978. En enginn „stór“ jarðskjálfti, það er 8.0 stig eða meira, varð 1978. Tugir dóu Dacca 26. jan. Reuter TUGIR MANNA - að minnsta kosti 70 — fórust og hundrað slösuðust meira og minna þegar troðfull hraðlest rann út af teinunum og þeyttist niður fjalls- hlfð og ienti f djúpum skurði skammt frá Chuadunga sem er 325 km vestur af höfuðborg Bangladesh f kvöld. Læknar við sjúkrahúsið f Chuadunga sögðu að margir hinna slösuðu væru f lífshættu. Fyrstu fréttir um slysið komu í indverska útvarpinu og voru hafðar eftir fréttastofu Bangla- desh. Þá var talið að um fimm hundruð manns hefðu dáið, en þær fregnir voru síðan bornar til baka. Sjónarvottar segja að margir hafi festst inni í lestinni og björgunar- menn unnu að því í kvöld að reyna að hjálpa slösuðum út og fjarlægja Hk látinna sem mörg voru illa farin. Veður víða um heim Akureyri -« snjókoma Amsterdam 2 skýjað Apena 16 skýjað Berlín 0 skýjað BrUssel 1 snjókoma Chicago -8 skýjað Frankfurt • 0 snjókoma Genf 4 rigning Helsinki -5 snjókoma Hong Kong 21 skýjað Jerúsalem 14 sól Jóhannesarb. 24 sól Kaupmannah. -1 Þoka Líssabon 16 rigning London 6 sól Los Angeles 14 bjart Madrid 9 rigning Miami 18 skýjað Moskva -5 skýjað Nýja Delhi 23 sól New York 6 skýjað Ósló -11 bjart París 3 sól Reykjavík -5 snjókoma Rómaborg 15 skýjað San Francisco 13 bjart Stokkhólmur -5 snjókoma Aviv 19 sól Tókíó 16 bjart Vancouver 5 rigning Vínarborg -1 skýjað Af jarðskjálftum í fyrra olli jarðskjálftinn í Iran 16. september mestu manntjóni. Þá er talið að 15.000 hafi beðið bana. Mesti jarðskjálftinn í fyrra mældist 7.9 stig og varð í Suð- ur-Mexíkó þar sem að minnsta kosti átta biðu bana. Sá jarð- skjálfti olli verulegu tjóni í Mexíkóborg og í fylkinu Oaxaca. Sá jarðskjálfti sem olli öðru mesta manntjóni varð í Norð- ur-Grikklandi 20. júní, kostaði 50 manns lífið og mældist 6.6 stig. Tuttugu og tveir fórust í 7.5 stiga jarðskjálfta í Japan 12. júní og 18 í 6.7 stiga jarðskjálfta 14. janúar, einnig í Japan. Árið 1976 biðu 700.000 manns bana í jarðskjálftum, aðallega í Kína. Aðeins einu sinni hefur áður orðið meiri jarðskjálfti en þá, í Kína 1556 þegar 830.000 fórust. Verðbólgan jókst um 7,5% 1978 BrUstsel, 26. janúar, AP. VERÐBÓLGA í rikjum Efnahags- bandalags Evrópu jókst um 0,5 af hundraði í desember, og um 7,5 af hundraði á öllu árinu, samkvæmt upplýsingum sem birtar voru opinberlega í dag. Á Bretlandseyjum jókst verð- bólgan í desember um 0,8% á Ítalíu um 0,7%, í Vestur-Þýzka- landi, Frakklandi, Belgíu og á írlandi um 0,4%, í Danmörku um 0,1%. Verðbólga jókst ekki í Luxemborg í desember og í Hol- landi minnkaði verðbólgan um 0,1% í desember. Fyrir árið 1978 var verðbólgan á Ítalíu 12,1%, í Danmörku 10%, í Frakklandi 9,3%, í Bretlandi 8,2%, á írlandi 7,7%, í Belgíu 4,5%, í Hollandi 4,2%, í Luxemborg 3,1% og í Vestur-Þýzkalandi 2,6%. Búist er við því að Spánn, Portúgal og Grikkland gangi í EBE á næstu árum, en árið 1978 var 25,2% verðbólga í Portúgal, 16,5% verðbólga á Spáni og 11,5% verðbólga í Grikklandi. iz ii n mt? rvr v liL 11 UIVIJlí ÍIM 1 þessi torráðna gáta „Einræðið farið — komið með ainræöiö." Klökkur keisari kvaddur við brottförina dögunum. Kissinger sakar Banda- ríkjamenn um svik viðíran Henry Kissinger, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, kvað upp úr með það í gær, föstudag, sem hefur verið í hugum margra að Bandaríkin hefðu farið í meira lagi ódrengifega að ráöi sínu viö íran. Hann sagði aö Bandaríkin væru um sumt ábyrg fyrir þeirri pressu sem íranskeisari var beittur og varð slík að hann neyddist loks til að hverfa úr landi. „Við eigum ekki svo marga bandamann og vini, aö við höfum efni á að svíkja þá fáu tryggu," sagöi Kissinger. Það hefur líka komið á óvart víða og hefur verið vikið að því áður í fréttaskýringu hér hve undarlega skjótt Bandaríkja- stjórn söðlaði um. Nú er svo eftir að vita hvaöa afstöðu Bandaríkjamenn tækju til Khomeiny, verði lyktir þær að hann komist til íran, að ekki sé nú minnzt á hvert verður framhaldið á því eftir aö hann kæmi heim. Þeir eru raunar margir sem ekki treysta sér almennilega til aö hugsa þá hugsun til enda. Þar til fyrir fjórum mánuðum eða svo — þegar Khomeiny hóf herferð sína gegn keisaranum fyrir alvöru — var hann lítt eöa ekki þekktur utan Irans. En um þær mundir tóku þýöingar af ræðum hans og prédikunum sem hann hafði flutt fyrir nokkrum árum og sent á segulböndum til írans að ber- ast í hendur vestrænna frétta- manna og þar með var boltinn farinn að rúlla. Því má með nokkrum rétti kenna vestræn- um fréttastofnunum um að hafa ýtt undir veldi Khomeinys meö þeirri athygli sem hverju orði hefur verið sýnt sem fram af hans vörum hefur gengið. í þessum ræöum hans segir til dæmis á einum stað að íranir vilji leiðtoga sem er reiðubúinn að höggva hendur af syni sínum ef hann verður uppvís að stuldi og grýta ástvin sinn sem drýgði hór. Hann leggur á það áherzlu aö karlar eigi ekki að kenna í skólum þar sem stúlkur eru og konur eigi alls ekki að kenna drengjum — og raunar helzt alls ekki að kenna. Frekar en hann vill að kona sjáist öðruvísi á almannafæri en hjúpuð svartri skikkju frá hvirfli til ilja og þó á hún auðvitað helzt að vera heima hjá sér aö elda mat handa fjölskyldu sinni og sinna hús- verkunum og fara sem allra minnst út. Khomeiny telur aökallandi að loka öllum kvik- myndahúsum í landinu, hann er haldinn skefjalausu hatri í garð ísraelsríkis, enda þótt hann segist ekki vera Gyðinga- hatari, og hann kveöst munu slíta öll tengsl viö ísrael þegar hann kemur heim og tekur við. Þó hafa Khomeiny og helztu ráögjafar hans reynt að draga nokkuð úr „forneskjustefnu“ sinni síðustu vikur og jafnvel neita aö hann hafi tekiö jafn djúpt í árinni og haft er eftir honum. Khomeiny er þó um- fram allt heltekinn af persónu- legu hatri á keisaranum og hefur haft það aö lífshugsjón aö leggja veldi Pahlavi-ættar- innar í rúst. Þegar hann var lítill drengur var faðir hans drepinn og sumir sögðu að þar hefðu veriö að ferðinni útsendarar keisarans, Reza, föður núver- andi keisara, en þaö var aldrei sannað. Áriö 1977 lézt annar sonur Khomeinys í írak, að því er læknar sögöu af hjartaáfalli, en Khomeiny er sannfærður um að útsendaar SAVAKS hafi myrt hann. íranir eru sjálfir á báðum áttum hvaö varðar pólitíska hæfni Khomeinys. „Við höfum ekkert á móti því að hafa íslamska ríkisstjórn, en við viljum bara fá aö vita hver fjárinn það er,“ sagði einn af forvígismönnum Þjóðfylkingarinnar, og and- stæöingur keisarans. Aðrir eru þeir og þeim fer fjölgandi sem búast við því að valdastreita milli Khomeinys og stjórnmála- manna írans sé óhjákvæmileg. „Khomeiny er gamall maður sem lifir í liðinni tíö,“ sagði einn íranskur blaöamaður og bætti viö: „Þegar fólk hrópar nafn hans, meinar það ekki aö það þrái að hann komi. Hann er orðinn eins konar tákn eins og fáninn.“ Mörgum ber saman um að meiri hófsemi gæti í yfirlýsingum þeim sem Khomeiny hefur gefið síðustu daga — eöa minnsta kosti þar til upp fyrir honum rann sá möguleiki að honum yrði varnað þess að snúa heim. Stjórnmálafréttarit- arar höfðu talið aö þetta gæti verið fyrirboði þess aö Khomeiny myndi ekki verða eins öfgakenndur og yfirlýsing- ar hans höföu borið vott um. En nú eftir siöustu atburöi og með þaö í huga hvaða afstöðu Khomeiny hefur tekið vegna aðgerða hersins, og þeirrar andúðar sem hanh hefur látið í Ijós á stjórn Bakhtiars, verður þetta mál, enn flóknara og gátan Khomeiny aldrei tor- leystari en nú. — h.k. Singh aftur í stjórnina Nýju-Dclhi 26. jan. Reuter. FJÓRIR ráðherrar í stjórn Indlands, sem sögðu af sér fyrir nokkrum mánuðum í mótmælaskyni við að Charan Singh var látinn vikja, hafa nú komið aftur til starfa eftir að Singh hefur nú verið skipaður aðstoðarforsætisráðherra og fjármála- ráðherra. Singh var látinn víkja í júní sl. eftir að hafa lent saman við Desai forsætisráðherra. Undanfarnar vikur hafa verið sögusagnir á kreiki um að Singh myndi ganga til liðs við Indiru Gandhi og hóf Desai þá fljótlega viðræður við Singh til að jafna ágreininginn með þeim afleiðingum, að Singh hefur tekið við störfum á ný svo og hinir ráðherrarnir fjórir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 22. tölublað (27.01.1979)
https://timarit.is/issue/117375

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

22. tölublað (27.01.1979)

Aðgerðir: