Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjanúar 1979næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910

Morgunblaðið - 27.01.1979, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 27.01.1979, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 1979 25 • • « Orn 0. Johnson „Skylt er að haía það heldur, er sannara reynist“ Varla mun það hafa farið framhjá landsmönnum að alvarleg átök eiga sér nú stað innan Flugleiða. Stafa þau af margþættum ágreiningi, ýmist hagsmunalegum, tilfinningalegum eða hvorttveggja og svo virðist sem ekki hafi allir sætt sig við sameiningu flugfélag- anna og hyggist standa gegn því að sú sameining nái fram að ganga í þeirri endanlegu mynd, sem fyrirhugað var. Ekki þarf að því orðum að eyða hve alvarlegar afleiðingar, það muni hafa í för með sér fyrir félagið, starf þess og starfsfólk allt, nái menn ekki áttum í þessum málum innan tíðar, enda ærnir erfiðleikar utan steðjandi, sem erfitt verður við að ráða og vonlaust nema snúið sé saman bökum. Mikið hefir verið skrifað og margt sagt, í fjölmiðlum og annarsstaðar, um þessi mál á undanförnum vikum. Ég hefi valið þann kost að forðast þátttöku í þeirri orrahríð, enda tel ég þann vettvang lítt til þess fallinn að greiða fyrir lausn viðkvæmra vandamála. Tel ég mig þó til þess neyddan að víkja nokkuð frá þeirri stefnu að sinni, enda nú svo komið að farið er að beita hreinum ósannindum sem tilefni fundarsamþykkta, sem síðan eru birtar í fjölmiðlum til framdráttar hæpnum málstað. Tilefni þessara síðbúnu skrifa er grein, sem stjórn Félags Loftleiðaflugmanna ritaði í Morgunblaðið þann 12. desember s.l. undir fyrirsögninni „Nafn Loftleiða þurrkað út“ og „Loftleiðaflugmenn mót- mæla harðlega". Er þar mótmælt þeirri ákvörðun stjórnar Flugleiða, að Flug- leiðir yfirtaki í eigin nafni rekstur beggja flugfélaganna og að jafnframt verði lagt niður nafn Loftleiða (og raunar einnig nafn Flugfélags íslands, sem þó er ekki andmælt). Jafnframt er mótmælt þeirri ákvörðun stjórnar félagsins, að nafn þess á erlendum vettvangi verði framvegis „Icelandair". í grein þessari er vikið harkalega að mér undirrituðum og sagt að ég „hyggist nú reka endahnútinn á yfirtöku Loftleiða með því að afmá nafn félagsins, þurrka það út, þannig að þess sjáist ekki merki, að Loftleiðir hafi nokkru sinni starfað" og ennfremur að „sjálfsagt gæti þá líka verið stutt í það, að nauðsynlegt teldist að breyta nafni Flugleiða, þannig að félagið yrði kennt við landið og látið heita Flugfélag Islands. Þarmeð væri endanlega búið að koma nafni Loftleiða fyrir kattarnef, en sá mun vera tilgangurinn". Svo mörg voru þau orð. Nú getur það auðvitað hent hina beztu menn að draga rangar ályktanir af ákvörðunum og atburðum, vegna fljót- færni eða af öðrum ástæðum, og taldi ég ekki fráleitt að svo kynni að vera í þetta sinn, þótt ætla verði gætnum mönnum og grandvörum að huga nokkuð að stað- reyndum áður en þeir leiða „andstæðing" til aftöku. Þótt þessar aðdróttanir í minn garð ættu sér ekki stoð í veruleikanum lét ég hjá líða að mótmæla þeim á sama vettvangi. Atta dögum eftir birtingu þessarar samþykktar stjórnar Félags Loftleiða- flugmanna í Mbl. þurfti ég að sitja kvöldstund á samningafundi með þeim sömu mönnum, sem þarna áttu hlut að máli. Af hálfu Flugleiða sátu þennan fund þrír menn úr stjórn og varastjórn örn Ó. Johnson. félagsins, auk mín, og er einn þeirra flugstjóri og félagi í Félagi Loftleiðaflug- manna. Notaði ég nú tækifærið og kom á framfæri hinu sanna um það á hvern hátt málið hefði borið að og verið afgreitt í stjórn Flugleiða og ástæðuna fyrir þeirri afgreiðslu. Bað ég viðstadda stjórnar- og varastjórnarmenn að staðfesta framburð minn, sem þeir að sjálfsögðu gerðu. Þóttist ég nú viss að skammt yrði að bíða leiðréttingar í fjölmiðlum af hálfu Loftleiðaflugmanna, og hugðist því sjálfur ekki hafast frekar að í málinu. En dagarnir liðu og urðu að vikum og engin leiðrétting sá dagsins ljós — hvað þá afsökunarbeiðni. Þegar ég svo las í dagblöðum borgarinnar hartnær mánuði síðar, þann 19. þ.m. frásagnir af blaðamannafundi stjórnar Félags Loft- leiðaflugmanna, sem haldinn hafði verið daginn áður, rann það allt í einu upp fyrir mér að það kynni svo að fara, að enginn leiðrétting myndi koma frá þeim ágætu mönnum, því svo segir í dagbl. Tímanum: „Þeir minntust á plagg frá Starfsmanna- félagi Loftleiða, sem Tíminn birti sl. laugardag, þar sem bæði var mótmælt að nafn Loftleiða væri lagt niður og vítt valdastaða Arnar Ó. Johnson, og kváðust /"alldór /i. Jónsso,,/ K. K,iln„ Otscn KrlstjAn Guólaogsson 1 'ÍÍLCÆl. íU fyrir sitt leyti ekkert hafa við efni hennar að athuga, þótt ekki væri plaggið frá þeim komið.“ Sennilega er það staðreynd, sem oft heyrist nefnt, að þeir sem takst á hendur ábyrgðarstörf verði að vera við því búnir að sæta hvorttveggja, gagnrýni og aurkasti. Verða menn þá að gera það upp við sig að hvaða marki þeir reyna að verja sig fyrir því, sem þeir telja ómaklegar árásir og aðkast, og hlýtur slíkt þá að miðast við aðstæður og ástæður hverju sinni, auk þess að vera einstaklingsbund- ið. í því máli, sem hér er um að ræða, mótast afstaða mín sérstaklega af því, að innan Flugleiða starfa á annað þúsund manns auk þess, sem félagið telur á fjórða þúsund hluthafa. Þessu fólki er það ekki óviðkomandi, hvort þær mikils- verðu ákvarðanir, sem nú hafa verið teknar og hér hefir verið lýst, voru teknar af löglega kosinni stjórn félagsins, að lokinni eðlilegri yfirvegun, eða hvort þær urðu til fyrir einhver „bolabrögð" aðila, sem gegnir störfum sem einn af for- stjórum félagsins og stjórnarformaður. Af þessari ástæðu hefir stjórn Flug- leiða hf samkvæmt minni ósk undirritað eftirfarandi yfirlýsingu. YFIRLYSING „Undirritaðir stjórnarmenn Flugleiða hf staðfesta hér með eftirfarandi: 1. Á stjórnarfundi Flugleiða hf þann 2. nóvember 1978 var samþykkt að framvegis skuli aðeins hið íslenzka nafn „Flugleiðir hf“ notað í stað nafnanna Flugfélag íslands hf og Loftleiðir hf. Á sama fundi var jafnframt samþykkt að nota skuli aðeins eitt erlent hejti á félaginu, nafnið Icelandair, alfarið i Evrópu og, eins fljótt og ráðlegt er vegna markaðsaðstæðna, einnig í Vestur- heimi. 2. Tillagan um þetta mál kom frá markaðsdeild félagsins, en ekki frá formanni félagsins og aðalforstjóra, Erni Ó. Johnson. 3. Allir viðstaddir (aðal) stjórnarmenn samþykktu tillöguna. 4. Formaður viðhafði nafnakall við atkvæðagreiðslu og tjáði sína afstöðu síðastur stjórnarmanna. 5. Á umræddum stjórnarfundi voru mættir allir aðalmenn í stjórn félags- ins nema Ottarr Möller. Reykjavík, 25. janúar 1979. Bergur G. Gíslason, Einar Arnason, Halldór H. Jónsson, E. Kristinn Olsen, Kristján Guðlaugsson, Sigurður Helga- son, Sigurgeir Jó>nsson, Svanbjörn Frímannsson, Örn ó. Johnson, Grétar Br. Kristjánsson (varamaður), Ólafur Ó. Johnson (varamaður), Thor R. Thors (varamaður)“. Allir stjórnar- og varastjórnarmenn, sem sátu umræddan stjórnarfund 2. nóvember s.l. hafa undirritað ofan- greinda yfirlýsingu, nema Dagfinnur Stefánsson, flugstjóri, sem nú dvelst erlendis, og Alfreð Elíasson, forstjóri, sem ekki óskaði að ljá hanni nafn sitt. Reykjavík, 25. janúar 1979. Örn Ó. Johnson.

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
110
Fjöldi tölublaða/hefta:
55340
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
30.12.2023
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 22. tölublað (27.01.1979)
https://timarit.is/issue/117375

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

22. tölublað (27.01.1979)

Aðgerðir: