Morgunblaðið - 02.02.1979, Qupperneq 1
32 SÍÐÚR
27. tbl. 66. árg. FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1979 Prentsmiðja Morgunblaðsins.
„Lýðveldi íslams komið á —
útlendingar gerðir burtrækir”
— sagði Khomeini við
komuna til Teheran í gær
Teheran, 1. febrúar. AP. Reuter.
„ÉG MUN koma á ríkisstjórn í íran með stuðningi fólksins og þar sem
tvær stjórnir geta ekki verið samtímis í sama ríkinu verður hin
ólöglega stjórn Bakthiars að fara frá,“ sagði íranski trúarleiðtoginn
Ayatollah Ruhollah Khomeini við komuna til Teheran í dag. Khomeiiífr
kvað sigur múhameðstrúar í landinu aðeins mundu geta náð fram að
ganga ef „hendur útlendinganna“ verða höggnar og erlend áhrif í íran
upprætt. Er talið að með þessum ummælum hafi Khomeini einkum átt
við bandarísk áhrif.
Þota Khomeinis lenti snemma í
morgun á flugvellinum í Teheran
en þar var saman kominn gífurleg-
ur fólksfjöldi til að taka á móti
trúarleiðtoganum, sem ekki hefur
stigið fæti á íranska jörð í nærfellt
hálfan annan áratug. Eitt þúsund
manns var boðið í sérstaka mót-
töku í flugstöðinni, en þaðan flaug
Khomeini í þyrlu inn í borgina.
Khomeini var sigri hrósandi og
sagði í ræðu sinni við komuna, að
hann og stuðningsmenn hans væru
á sigurbraut og héðan í frá yrði
ekki komið í veg fyrir að íranska
þjóðin sameinaðist undir merkjum
Islams. I ræðu sinni hét Khomeini
á herinn að veita sér stuðning og
sagði að herafli landsins yrði eftir
sem áður að vera öflugur, en án
tengsla við vestræn ríki.
Herinn hafði hægt um sig í dag,
en flestir foringjar hans eru taldir
hollir keisaranum og stjórn
Bakhtiars. Engin átök urðu í
Teheran við komu Khomeinis og í
fyrsta sinn í nærri því ár, er talið
að ekki hafi verið hleypt af einu
einasta skoti í borginni.
Stjórn Bakhtiars lét ekki frá sér
heyra í dag og er talið að forsætis-
ráðherrann bíði átekta á meðan
fagnaðarlætin vegna komu Khom-
einis ganga yfir. Bakhtiar hefur
marglýst því yfir, að hann muni
ekki nokkurn tíma afsala sér
völdum í hendur Khomeinis og er
uppgjör milli þeirra tveggja af
flestum talið óhjákvæmilegt innan
skamms.
Khomeini og fylgdarlið hans
hafa fengið til umráða skólahús í
borginni, en búizt er við að hann
haldi bráðlega til hinnar helgu
borgar Gom í um 150 km fjarlægð
frá Teheran, en þar var hann
trúarleiðtogi áður en keisarinn
vísaði honum úr landi árið 1964.
Khomeini hélt að mestu kyrru
fyrir eftir komuna á aðseturstað
sinn og búizt er við að hann hvílist
á morgun, föstudag, á hvíldardegi
múhameðstrúarmanna.
Khomeini í bíl á leið til Teheran frá flugvellinum umkringdur fylgismönnum sínum. Talið er að um tvær
milljónir manna hafi fagnað komu hans til borgarinnar í gær. (Símamynd AP)
„Sovétríkin seilast
til áhrifa í Kína”
- segir Teng Hsiao-Ping í Bandarík junum
Atlanta. 1. febrúar
AP — Reuter
KÍNVERSKI aðstoðarforsætis-
ráðherrann Teng Hsiao-Ping, sem
nú er í opinberri heimsókn í
Bandaríkjunum, sakaði Sovétrík-
in í kvöld um að reyna að koma
Kína inn á áhrifasvæði sitt. Teng
sagði að þjóðskipulagið í Sovét-
ríkjunum bæri ekki merki um
sannan sósíalisma heldur sósíal-
íska heimsvaldastefnu. Teng lét
þessi orð falla á fundi með frétta-
mönnum í borginni Atlanta í
Georgíufylki, en þangað kom
hann í dag í fyrsta áfanga fimm
daga ferðar sinnar vftt og breitt
um Bandarfkin.
Teng mun skoða fyrirtæki og
stofnanir í ferð sinni og kynna sér
ýmsar tækninýjungar af eigin
raun. Hópur andstæðinga
Rauða-Kína stóð framan við hótel
Tengs í Atlanta og mótmælti
komu hans, en ekki kom til neinna
átaka.
Áður en Teng hélt frá Washing-
ton í morgun var gefin út sameig-
inleg tilkynning hans og Carters
Bandaríkjaforseta um viðræður
þeirra að undanförnu. Segir þar að
leiðtogarnir hafi átt vinsamlegar
og gagnlegar viðræður. Jafnframt
segir að báðir leiðtogarnir leggist
gegn tilburðum annarra ríkja til
þess að leggja undir sig eða
drottna yfir öðrum og telja frétta-
skýrendur að hér sé um augljósa
sneið til Sovétríkjanna að ræða.
í frétt sovézku fréttastofunnar
Tass í dag frá Washington er farið
harkalegum orðum um ummæli
Tengs á meðan á dvöl hans í
Washington stóð og Bandaríkin
eru krafin skýringa á því hver
afstaða þeirra sé til niðrandi
ummæla Tengs um Sovétríkin.
í gærkvöldi átti Teng óvæntan
fund með Sihanouk fyrrum þjóð-
arleiðtoga í Kambódíu. Hittust
þeir í gestahúsi Bandaríkjastjórn-
ar, þar sem Teng dvaldist meðan
hann var í Washington. Ekkert
var látið uppi um hvað þeim Teng
og Sihanouk fór í milli.
Ayatollah Khomeini, trúarleiðtogi múhameðstrúarmanna í Iran,
stígur út úr júmbóþotu franska flugfélagsins Air France í Tehcran í
gær ásamt fylgdarliði sínu eftir 14 ára útlegð. (Símamynd AP)
Spjótum beint að bama-
spítölum í Bretlandi
Llkum sökkt í sjó?
London, 1. (ebrúar. Reuter — AP
VERKFÖLLUNUM í Bretlandi linnir ekki. Verkfallsmenn ákváðu í
dag að beina spjótum sínum næst að barnaspítölum í London og
ákvað samhand opinberra starfsmanna að starfsfólk í eldhúsi og
göngum í Ormond Street-barnaspítalanum skyldi leggja niður
vinnu í fjóra tíma í dag. Jafnframt var boðað 24 tíma verkfall
þessara aðila á sama spítala og iiðrum harnaspítala frá og með
miðnætti. Callaghan forsætisráðherra fordæmdi þessar aðgerðir
mjög harðlega í þinginu í dag og sagði það ekki sæmandi að meina
sjúklingum, börnum eða fullorðnum. um mat og aðhlynningu. í
Ormond Street-spítalanum dveljast fyrst og fremst börn með
langvarandi sjúkdóma.
Thatcher, leiðtogi brezka í-
haldsflokksins, hvatti í dag
stjórnina til að skipuleggja
sveitir sjálfboðaliða til að koma
læknum og hjúkrunarliði til
aðstoðar á þeim spítölum, sem
orðið hafa fyrir barðinu á verk-
föllum.
Víða í London og í öðrum
borgum Bretlands eru nú stórir
haugar af sorpi, sem stefnt geta
heilbrigði íbúanna í háska, og
verkföll starfsfólks í skólum
hefur lamað starfsemi þeirra
víða í landinu.
í Liverpool hefur komið til
tals að sökkva likum í sjó á hafi
úti, en greftrunarmenn í borg-
inni eru í verkfalli og hafa
safnast fyrir ógrafin lík. Ástand
þetta er talið geta skapað alvar-
leg heilbrigðisvandamál innan
tíðar. Verkfallsmenn féllust í
dag á að grafa þau 60 lík, sem
mest lá á að grafa.
Verkfall vörubílstjóra virðist
vera á enda og kom stór hluti
þeirra aftur til starfa í dag eftur
fjögurra vikna verkfall, sem
leiddi til 21% launahækkunar.