Morgunblaðið - 02.02.1979, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1979
5
Hilmar Þorbjörnsson
lögregluvarðstjóri:
Hvad
eru
mann-
rétt-
indi?
í dag las ég í Morgunblaðinu
írétt þess efnis að dómsmálaráðu-
neytið hefði sent út tilskipun til
allra lögreglustjóra á landinu
þess efnis, að þeim bæri að láta
fjarlægja sjónvarpstæki úr varð-
stofum lögreglunnar fyrir 1. júní
næstkomandi. Tekið er sérstak-
lega fram, að útvarpstæki megi
vera á stöðvunum, enda geti þau
verið nauðsynleg í mörgum til-
fellum. Svo var nú það.
Frétt þessi vakti mikla kátínu
meðal lögreglumanna í morgun,
enda varla á öðru von. En það var
bara 1. febrúar en ekki 1. apríl, og
menn líta hver á annan. Getur það
raunverulega verið að frétt þessi
sé rétt? Ójá!
Það á að banna lögreglumönn-
um að horfa á sjónvarp.
Mér er spurn? Hvenær kemur að
útvarpinu og blöðunum? Eiga lög-
reglumenn von á því á næstunni?
Ég vil taka það fram, að ég er
ekki neinn sérstakur sjónvarps-
unnandi, síður en svo, en ég óttast
svona bönn. Ég tel það sjálfsögð
mannréttindi að eiga þess kost að
mega hlusta og horfa á ríkisfjöl-
miðla á mínum vinnustað þegar
stund gefst. Ég vil ekki fullyrða
um lágalega hlið þessarar tilskip-
unar, en lýðræðisleg er hún ekki.
Stór hópur lögreglumanna vinnur
á vöktum alla daga ársins og fer
margs á mis sem aðrir njóta. Það
er hlutskipti þeirra. Hins vegar
vona ég að samtök lögreglumanna
hvar sem er á landinu láti fara
fram athugun á því hvort tilskipun
þessi eigi við lög að styðjast.
Með vinsemd,
Hilmar Þorbjörnsson,
lögregluvarðstjóri,
Reykjavik.
Laugar-
nesbúar
Eins og ykkur mun kunnugt er
hafin bygging fyrri áfanga
safnaðarheimilis við Laugarnes-
kirkju. í þessum hluta byggingar-
innar er samkomusalur, eldhús,
snyrting og lítil herbergi.
Ákveðið er að ganga frá grunni
og steypa botnplötu í vetur. Við
stefnum að því að gera þennan
hluta heimilisins fokheldan næsta
sumar. Ekki þarf að rökstyðja hve
þýðingarmikið það er að geta
gengið frá svæðinu umhverfis
bygginguna sem allra fyrst. En
þetta kostar mikið fé. Fjáröflunar-
nefnd safnaðarheimilisins hefur
ákveðið að hafa almennan
söfnunardag í Laugarnessókn á
morgun, laugardaginn 3. febrúar,
og næstu daga.
Gengið verður í hús og fólk beðið
um fjárframlag. Gjafir til
safnaðarheimilisins eru skatt-
frjálsar.
Við treystum því þessu verði vel
tekið og fólk leggi eitthvað af
mörkum, hver eftir sinni getu, til
stuðnings þessu mikilsverða máli.
Minnumst þess að margt smátt
gerir eitt stórt.
Þorsteinn Ólafsson
formaður sóknarnefndar
Laugarnessóknar.
Súperútsalan
okkar margumtalaða
Orugglega ein stór-
kostlegasta útsala
sem haldin hefur
veriö
afsláttur
í fullum gangi í 6 verzlunum samtímis
-- ""v"" — — — ““ —““ \
Þetta getið þið fengið á útsölunni:
Föt m/ og án vestis úr terelyne, 100% ull og
riffluöu flaueli. Verö frá kr. 25.900.-
Staka blazer og tweedjakka ......................Kr. 19.900
Herra- og dömu fiauels- og tereiynebuxur.........Kr. 7.900
Herra- og dömu denimbuxur........................Kr. 6.900
Axlabandabuxur fulloröinna.......................Kr. 8.900
Axlabandabuxur unglinga og barna.................Kr. 5.900
Dömudragtir úr fínflaueli ...................... Kr. 25.900
Dömu punkjakkar úr kakhi.........................Kr. 10.900
Herra sjóliðajakkar og
vatteraöir mittisjakkar..........................Kr. 14.900
Vatteraöar kakhi mittisúlpur.....................Kr. 9.900
Stórkostlegt úrval af:
Herrapeysum ★ Dömupeysum ★ Skyrtum ★ Blússum
Bolum ★ Pilsum ★ Kjólum ★ Kápum og ýmsum barna-
fatnaöi og skóm.
---------------—-------------------------
Nokkur sett af fermingarfötum úr
riffluöu flaueli Verö kr. 19.900
TlZKUVERZLUN UNGA FÓLKSINS
Wkarnabær
Laugaveg 66 Austurstræli 22 Glæsibæ Simi 28155
Vi
)