Morgunblaðið - 02.02.1979, Side 11

Morgunblaðið - 02.02.1979, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1979 11 Könnun áút- breiðslu fjöl- miðlanna „I ÞEIM umræðum, sem fram hafa farið um nauðsyn upplagseftirlits, hefur meðal annars komið í ljós nauð- synin á reglubundnum fjöl- miðlakönnunum, ekki aðeins hvað varðar upplag og dreifingu, heldur einnig önnur atriði varðandi það, hvernig fjölmiðlarnir eru notaðir, og hverjir nota þá. Þessi fjölmiðlakönnun er frumraun á þessu sviði en viðræður gefa góðar vonir um reglubundnar fjölmiðla- kannanir, sem ekki aðeins auglýsingastofur stæðu að heldur og fjölmiðlar almennt“, sagði Ólafur Stephensen formaður Sambands fslenzkra aug- lýsingastofa er hann ásamt forráðamönnum Hagvangs hf. kynnti í gær framkvæmd f jölmiðlakönnunar, sem Hag- vangur hf. hefur unnið á vegum S.Í.A. Sigurður Helgason fram- kvæmdastjóri Hagvangs hf. kynnti síðan framkvæmd könnun- arinnar. Hann sagði að í upphafi hefði verið ráðgert að fjölmiðlar yrðu þátttakendur að henni með auglýsingastofunum, en þegar til kom náðist ekki samstaða fjöl- miðlanna þar um, né heldur óskaði neinn einn þeirra eftir þátttöku. Það varð því úr að könnunin var gerð á vegum SÍ A eins og beindist því að fjölmiðlanotkuninni fyrst og fremst, þ.e. hvernig menn nota fjölmiðla, en ekki til dæmis hvað þeir lesa í blöðum eða tímaritum, eða um önnur áhugamál varðandi efni fjölmiðlanna. Spurningaeyðublöð voru send út í miðjum október og var aldur svarenda ákveðinn á bilinu 16—67 ára. Reiknistofnun háskólans valdi úrtakið eftir fæðingarskrám og var fjöldi einstaklinga alls 2621. Alls bárust 1465 svör og fjöldi endursendra spurningablaða var 97. Hlutfallstala innsendra svara var því: Heildarúrtak 2621 + Endursend 97 „Nettóúrtak" 2524 Ekki svarað 1059 Innsend svör 1465 Af nettóúrtaki 58.04% Aðilar að SÍA eru nú sjö auglýs- ingastofur og auk þeirra keypti auglýsingadeild Sambandsins, sem ekki er í SIA, niðurstöður könnun- arinnar svo og Morgunblaðið, Dag- blaðið og Vísir. Greiddi hver aðili 400 þúsund krónur fyrir niðurstöð- urnar. Þeim sem tóku þátt í könnun- inni var boðið til happdrættis og hlutu eftirtaldir vinninga: Kanarieyjaferð fyrir einn: Sig- ríður Vagnsdóttir, Fremri Bakka, Nauteyrarhreppi, Norður-ísa- fjarðarsýslu. Hljómplötu að eigin vali: Herdís Eyjólfsdóttir, Rjúpu- felli 21, Reykjavík. Þorvaldur S. Hermannsson, Faxastíg 3, Vest- mannaeyjum. Guðríður Erna Ósk- arsdóttir, Hávallagötu 3, Reykja- vík. Guðmundur Ingólfsson, Lækj- argötu lOb, Hafnarfirði. ísólfur Guðmundsson, ísólfsskála, Grindavík. Ólína Halldórsdóttir, Laugalæk 28, Reykjavík. Val- gerður Jónsdóttir, Núpabakka 5, Reykjavík. Iris Karlsdóttir, Barmahlíð 2, Reykjavík. Pétur Georgsson, Búlandi 2, Reykjavík. Ómar Traustason, Fjarðarstræti 2, ísafirði. Runebergs- vaka Suomi- félagsins HIN árlega Runebergsvaka Suomifélagsins verður að þessu sinni haldin í Norræna húsinu sunnudaginn 4. febrúar kl. 20.30. Ávarp flytur formaður félagsins Barbro Þórðarson. Ræðumaður verður séra Ólafur Skúlason dómprófastur. Ein þekktasta söngkona Finna Taru Valjakka syngur við undirleik Agnesar Löve. Valjakka söng hér á Iista- hátíð fyrir tæpum 7 árum og hefur hún sungið víða um lönd bæði í vestur- og norðurálfu. Þá flytur Einar Bragi skáld þýðingar sínar á finnskum ljóð- Gamah fólk gengur m hcegar Vinstri flokkarnir í Eyjum: Samþykktu 25% álag á f ast eignagj öldin Á SÍÐASTA hæjarstjórnarfundi Vestmannaeyja lá fyrir að ákveða stefnu í tekjuöflunarleiðum bæjarsjóðs. Meirihluti bæjarstjórnar. vinstri flokkarnir, lagði til að fasteignaskattur yrði innheimtur með 25% álagi eða 0,625% af fasteignamati. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fluttu um það tillögu að álaginu yrði sleppt. þ.c. rciknað með 0.5% af fasteignamati. Finnska söngkonan Taru Val- jakka mun skemmta á Rune- bergsvökunni. um en hann hefur verið styrk- þegi Finnsk-íslenska menning- arsjóðsins. Loks verða boðnar fram Runebergskökur með kaff- inu í kaffistofu hússins. Öllum er heimil þátttaka í vökunni og er aðgangur ókeypis. Aðalfundur félagsins verður haldinn fyrir vökuna og hefst hann kl. 20. Rökin fyrir þeirri tillögu eru eink- um þau, að milli ára hækkar stofninn um 40% þannig að eftir sem áður er um hækkun að ræða, þótt áiaginu sé sleppt. Á þessu ári og þeim næstu munu leggjast á fasteignaeigendur þungir skattar varðandi gatnagerðargjöld og inntak hitaveitu. Gjöld sem ekki hafa áður verið lögð á í svo ríkum mæli. Einnig er skattheimta hins opinbera orðin svo óheyrileg að eðlilegt er að bæjaryfirvöld komi nokkuð til móts við fasteignaeigendur og lækki sín gjöld nokkuð. Það er stefna sjálfstæðismanna að reynt verði að draga úr þeirri óhóf- legu skattab.vrði sem nú er hjá ríki og bæ. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisfl. bentu á að þeir myndu koma með tillögur um niðurskurð á móti þessum tekju- missi þ.e. um 30 milljónir. Meirihluti vinstri manna felldi tillögu sjálfstæð- ismanna um lækkun með 5 atkvæðum gegn 4. Lítum aðeins á tvö dæmi. Hús sem var í fyrra metið á 10 milljónir borgaði þá 62.500 kr. í fasteignaskatt. Nú hækkar þetta sama hús í 14 milljónir og þarf að borga samkv. tillögu vinstri manna 87.500 krónur. Samkv. tillögu sjálfstæðismanna hefði sami húseigandi þurft að borga 70 þúsund krónur. Annað dæmi: Hús sem var í mati á 15 milljónir í fyrra borgaði 93.700 krónur. Matið hækkar í 21 milljón á þessu ári. Samkv. tillögu meirihluta vinstri manna borgar þessi húseigandi 131.200 kr. Hefði tillaga sjálfstæðismanna verið samþ. hefði sami aðili þurft að borga 105.000 krónur. tilböð í viku 325.000 kr. sambyggt stereosett á 214.900 60% afgang á 2 mánuðum vaxtalaust Hvernig MEÐ ÞVÍ AÐ: 1 Gera sérsamning viö verksmiöjuna. 2 Forðast alla milliliöi. 3 Panta verulegt magn meö árs fyrirvara. 4 Flytja vöruna beint frá Japan meö Síberíu-lestinni frægu til Þýzkalands sjóleiöina til íslands. Lang hagkvæmasta flutningaleiðin. -H': ALLT I EINU TÆKI tf FRÁ CROWN Pantið strax ídag 50% út á 4 mánuðum Staðgreiðsluafsláttur BUÐIN *—»— / Skipholt 19 Sími 29800

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.