Morgunblaðið - 02.02.1979, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1979
15
Skæruliðar komnir
inn í Phnom Penh?
Bankok, Thailandi, 1. febrúar.
_Reuter
SKÆRULIÐAR^ sem hliðhollir
eru Pol Pot fyrrverandi lcið-
toga Kambódíu og átt hafa f
útistöðum við innrásarheri
Vfetnama að undanförnu, sögðu
í dag að þeir hefðu ráðist inn í
Phnom Penh bæði nótt sem dag
að undanförnu.
Teng Hsiao-ping varaforsætis-
ráðherra Kína hefur að sögn AP
gefið í skyn að Kínverjar kynnu
að láta til skarar skríða gegn
Víetnömum. Teng sagði, að sögn
AP, á fundi með bandarískum
öldungadeildarmönnum að Kín-
verjar væru að íhuga leiðir og
aðgerðir til að styrkja stöðu Pol
Pots, og „við kynnum að vera
Veður
víða um heim
Akureyri -12
Amsterdam 4
Apena 17
Barcelona 12
Berlfn 4
BrUssel 7
Chicago -6
Frankfurt
Qenf -1
Helsinki -4
Jerúsalem 17
Jóhannesarborg
Kaupmannahöfn -2
Lissabon
Londan
Los Angeles
Madríd
Malaga
Mallorca
Miami
Moskva
Ósló
París
Reykjavík
Rio De Jan.
Rómaborg
Stokkhólmur
Tel Aviv
Tókýó
Vancouver
Vínarborg
12
9
14
10
14
13
25
2
-7
7
-6
26
5
-6
19
18
-16
4
alskýjað
rigning
heiöskírt
alskýjaö
skýjað
skýjað
snjókoma
vantar
skýjað
skýjað
heiðskírt
vantar
skýjað
heiðskírt
rígning
rigning
rigning
alskýjað
alskýjað
heiðskírt
skýjað
snjókoma
skýjað
alskýjað
skýjað
skýjað
skýjað
heiðskírt
skýjað
skýjað
skýjað
neyddir til að grípa til aðgerða
sem okkur eru ekki að skapi," er
Teng sagður hafa sagt.
Þá staðfesti Teng það á fundi
með fréttamönnum í Washing-
ton að Kínverjar hefðu sent
hersveitum Pol Pots hergögn að
undanförnu, og hygðust halda
Þetta geróist
því áfram „svo lengi sem þörf
krefði".
Samkvæmt áreiðanlegum
heimildum úr leyniþjónustu
Bandaríkjanna í Washington,
eru Kínverjar um þessar mundir
með um 10 til 20 herdeildir á
landamærum Kína og Víetnams.
2. febrúar
1972 — Múgur brennir brezka
sendiráðið í Dyflinni.
1970 — Loftbardagar ísraels-
manna og Egypta og skriðdreka-
bardagar ísraelsmanna og Sýr-
lendinga.
1961 — 600 farþegar „Santa
Maria“, sem var rænt, ganga á
land í Recife í Brazilíu.
1924 — Embætti tyrkneska
kalífsins lagt niður.
1920 — Eistlendingar semja
frið við Rússa og lýsa yfir
sjálfstæði.
1878 — Grikkir segja Tyrkjum
stríð á hendur.
1848 — Stríði Bandaríkjanna
og Mexíkó lýkur með friðnum í
Guadeloupe Hidalgo og Banda-
ríkin fá Texas, Nýju Mexíkó,
Arizona og Kaliforníu fyrir 15
milljón doilara.
1808 — Frakkar taka Róm.
1797 — Mantua, Ítalíu, gefst
upp fyrir Frökkum.
1635 — Hollendingar innlima
Nýju Amsterdam (New York).
1535 — Buenos Aires stofnsett.
1534 — Schwaben-bandalagið
leyst upp.
Afmæli: Nell Gwyn, ensk leik-
kona (1651-1687)= Fritz
Kreisler, austurískur fiðlu-
leikari (1875—1962)= James
Joyce, írskur rithöfundur
(1882—1941)= Jussi Björling,
sænskur tenór (1911 — 1960)=
Jascha Heifetz, rússnesk-
ættaður fiðluleikari (1901—).
Andlát: Giovanni di Palestrina,
tónskáld, 1594.
Innlent: Útför Herra Sveins
Björnssonar 1952= Hótel ísland
brennur 1944= Heitdagur Norð-
lendinga 1365= d. Jón Halidórs-
son biskup 1339= Gísli Konráðs-
son 1877= Landsnefndin síðari
skipuð 1785= f. Jón Sveinbjörns-
son konungsritari 1876= Tveir
komast til byggða eftir 15 sólar-
hringa hrakninga í öræfum
1883= Frumvarp um Fram-
kvæmdabanka samþykkt 1953=
Alþjóðadómstóllinn úrskurðar
sér lögsögu í landhelgismálinu
1973= d. Olafur Lárusson' 1961=
f. Ólafur Björnsson 1912.
Orð dagsins: Við höfum 40
milljón ástæður fyrir mistökum,
en ekki eina einustu afsökun —
Rudyard Kipling, enskur rit-
höfundur (1865-1936)
Andre Previn og Mia Farrow. Myndin var tekin á Listahátíð í
Laugardalshöllinni 1974.
Farrow sœkir um
skilnað frá Previn
London, 1. febrúar, AP.
LEIKKONAN Mia Farrow hef-
ur sótt um skilnað frá manni
sínum, hljómsveitarstjóranum
Andre Previn, að því er blaðið
Daily Mirror skýrði frá í dag.
Farrow hefur sótt um skilnað í
Dóminíkanska lýðveldinu, en
þar ganga slík mál mjög fljótt
fyrir sig.
Farrow fór í júní síðastliðnum
til Kyrrahafssvæðisins þar sem
hún hefur unnið að kvikmynda-
gerð. Tók hún þá með sér þrjú
börn þeirra hjóna og þrjú víet-
nömsk börn sem þau ættleiddu.
Previn og Farrow gengu í
hjónaband í september 1970, en
þau hafa búið skammt fyrir
utan London í níu ár. Áður var
Farrow gift leikaranum Frank
Sinatra, en frá honum fékk hún
skilnað „með hraði" í Mexíkó
1969 eftir þriggja ára hjóna-
band.
Samkvæmt lögum í
Dóminíkanska lýðveldinu tekur
hjónaskilnaðarmál ekki nema
vikutíma, jafnvel þótt annar
makinn sé víðs fjarri.
Velheppnaðri
ferð páfa lokið
Rómaborg, Vatikaninu,
1. febrúar, Reuter — AP.
JÓHANNES Páll páfi annar kom
í dag til Rómaborgar úr vel
heppnuðu vikulöngu ferðalagi
sínu um Mexíkó, Dómínikanska
lýðveldið og Bahama-eyjar, og
fögnuðu þúsundir manns honum
þegar hann ók inn á Péturstorgið
í Vatikaninu. Mannfjöldinn hróp-
aði „lifi páfinn, lifi páfinn“ f
sífellu og margir héldu á borðum
mcð áletruninni „velkominn
heim, boðberi friðar“. Þúsundir
barna dreifðu hvítum og rauðum
garðnellikum í slóð páfa um
Péturstorgið.
Jóhannes Páll sagði við heim-
komuna að ferðalag sitt um lat-
nesku Ameríku hefði í alla staði
verið mjög ánægjulegt. „Kirkjan
er í mjög nánu sambandi við
mexíkönsku þjóðina. Þjóðin sýndi
Guði einlægni og tryggð sem erfitt
er að lýsa í fáum orðum," sagði
páfi.
Þegar páfi gekk undir klukkna-
bogann við kirkju heilags Péturs
inn í Vatikanið heilsaði honum níu
manna svissneskur heiðursvörður
með heiðurskveðju og í höll postu-
lanna héldu kardinálar móttöku-
athöfn. Undir klukknaboganum
staðnæmdist páfi þó rétt sem
snöggvast og þakkáði með handa-
bandi lögregluþjónum sem fylgdu
honum á mótorhjólum frá flug-
vellinum að Vatikaninu.
öórkosMeg
nljomplötuutsala
VERÐ A LP
PLÖTUM FRÁ
1.950.00—3.500.00
iar
°9 Gl^Sibse
Ótrúlega mikill
afsláttur.
HLJOMDEILD
KSgSXKARNABÆR
r Laugavegi 66, s. 28155, Glæsibæ, s. 81915, Austurstræti 22, s. 28155.