Morgunblaðið - 02.02.1979, Qupperneq 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1979
Sigríður Gísladótt-
ir—Minningarorð
Fædd 20. júlí 1897.
Dáin 26. janúar 1979.
Stundum gerist það á lífs-
leiðinni, þegar okkur liggur ef til
vill við að örvænta um mannkynið
í öllum þess grimmilegu æðisköst-
um og vonskuverkum, að óvænt
birtir í kringum okkur, ekki frá
rafmagnsljósi, tungli eða sól,
heldur frá mannveru sem orðið
hefur á leið okkar, og þá förum við
aftur að trúa því að mannkynið
geti náð þroska og átt framtíð
fyrir sér. Eitt slíkt ljós er nú
nýverið slokknað, en bjarmi þess
lifir áfram innra með þeim sem
fengu að njóta þess.
Það var þegar við hjónin höfðum
sest að á Ljósvallagötu 32 hér í
Reykjavík og búið þar skamma
hríð, að barið var létt á hurðina
hjá okkur. Inn kom bjartleit kona,
nokkuð við aldur, fríð sýnum, og
sagðist vera í leiðinlegum erinda-
gerðum. Hún kom ofan af efri
hæðinni og erindið var að færa
okkur hitareikning, því hún hafði
það embætti að reikna út hlut
hverrar íbúðar í sameiginlegum
hitakostnaði. Þessi kona var
Sigríður Gísladóttir sem bjó á efri
hæð hússins ásamt eiginmanni
sínum, Guðmundi Bjarnasyni sem
nú er kominn á tíræðisaldur, en í
fæði hjá þeim var Sveinn, bróðir
Guðmundar, elsti maður hússins,
sem nú er að verða 98 ára gamall.
Hún átti oft síðan eftir að koma
niður til okkar með hitareikning-
inn, þessi bjartleita kona, en aldrei
þótti okkur það leiðinleg heim-
sókn, miklu fremur eins og okkur
hefði í hvert skipti verið færð
blóm, því Sigríður staldraði að
jafnaði dálítið við, og skein af
henni hýran, þegar hún talaði, og
var bæði greindarleg og skemmti-
leg.
Dóttir okkar, sem þá var sex ára
gömul, fann það undireins ekkr
síður en við hjónin, að frá þessari
konu stafaði birtu og hlýleik. Hún
laðaðist því fljótlega að henni og
fór að venja komur sínar upp á efri
hæðina til hennar, þar sem hún
sat að jafnaði með prjónana sína,
og ævinlega var litla stúlkan
velkomin og gat verið eins lengi og
henni þóknaðist hversu mikið sem
hún talaði og hvernig sem henni
datt í hug að vilja leika sér. Það
var iðulega, ef illa lá á dóttur
okkar og hún vissi ekki hvað hún
ætti að taka sér fyrir hendur eða
eitthvað ieiðinlegt hafði gerst eða
eitthvað dapurlegt, að hún sagði:
Má ég ekki fara upp til Sigríðar?
Og það brást aldrei, að þegar litla
stúlkan kom aftur frá Sigríði,
hafði hún tekið gleði sína. Hún
hafði í rauninni eignast nýja
ömmu í húsinu, þolinmóða, hjarta-
hlýja og skilningsríka ömmu, sem
hún gat leitað til þegar þörfin
knúði hana. Þarna sat þessi bjarta
kona með reynslu áranna á
herðum sér og stafaði frá sér elsku
og friði, reynslu og gleði, en þrátt
fyrir árin mörgu, var eins og hún
gæti ekki orðið gömul, birta sálar-
innar var alltaf jafn skær og yngdi
hana upp, svo nú furðar okkur á
því að hún skuli vera horfin okkur,
þó hún væri í sannleika komin á
níræðisaldur.
Hún var fædd 20. júlí 1897 að
Felli í Mýrdal. Foreldrar hennar
voru Gísli Kjartansson prestur og
kona hans Elín Guðbjörg
Guðmundsdóttir frá Háeyri á
Eyrarbakka. Faðir Sigríðar þjón-
aði á ýmsum stöðum og stundaði
um tíma skrifstofustörf í Reykja-
vík. Þar var Sigríður á unglingsár-
um sínum, en þegar hún var
sextán ára og búin að stunda nám
einn vetur í Kvennaskólanum, var
faðir hennar beðinn að taka að sér
prestskap austur á Sandfelli í
Öræfum, og varð að ráði að húri
færi með honum þangað, en móðir
hennar var áfram í Reykjavík með
önnur börn þeirra hjóna, og skyldi
koma seinna austur að Sandfelli,
sem þó ekki varð.
Þar fyrir austan vötnin ströngu,
undir ægishjálmi jökulsins,
kynntist Sigríður ungum og gervi-
legum manni, Gumundi Bjarna-
syni, ættuðum frá Hofi í Öræfum,
og felldu þau hugi saman. Þau
giftu sig árið 1920 og hófu búskap
þar austurfrá undir jöklunum,
órafjarri höfuðjborginni, kvenna-
skólanum og menntuninni, jöklar
efra, sandar neðra, illvíg vötn að
vestan, svo jafnvel spánska veikin
komst ekki yfir þau tveimur árum
áður, þegar hún lagði undir sig
landið. En þessi afskekkta sveit
bjó engu að síður yfir stórfenglegri
fegurð í andstæðum gróðurs og
hrikalegra jökla, stórfljóta og
eyðisanda. Og á Skaftafelli í Öræf-
um, þar sem þau hjónin bjuggu
var hlýtt á sumrum, þegar tíð var
góð. Var oft gestkvæmt á þeim bæ.
Þarna bjuggu þau Sigríður og
Guðmundur í mörg ár og eign-
uðust mannvænlegar dætur. En
hugur Sigríðar, sem sextán ára
gömul hafði komið austur undir
jöklana, hvarflaði oft til Reykja-
víkur, þar sem hún hafði verið á
unglingsárunum, og hún þráði alla
tíð að komast þangað aftur. Og
með því að búskapur var erfiður
austur þar, varð að ráði í lok
kreppunnar, að þau fluttust til
Reykjavíkur árið 1939 og settust
að í því húsi, þar sem ég sit nú og
festi þessi orð á blað. Hér höfum
við notið þess að umgangast
greinda konu og skemmtilega,
hýra og spaugsama, oft eins og
brosandi og alvörugefna í senn, en
þó umfram allt einlæga, svo sem
vel kemur fram í fáeinum ljóðum
sem ég sá eftir hana skömmu áður
en hún dó, haglega gerð ljóð sem
hún ekki flíkaði, ég hafði til dæmis
ekki fyrr en þetta hugmynd um
hagmælsku hennar. Hún var mjög
söngelsk og lærði dálítið á orgel í
æsku, en hafði ekki tækifæri til að
halda því námi áfram, gat þó notið
þess í ellinni að taka í orgel sem
henni hafði verið gefið og heyra
aðra leika á það.
Þau hjónin Sigríður og
Guðmundur eignuðust fjórar
dætur. Þær voru Þuríður Elín, sem
lést 1960, Katrín sem er gift
Ragnari Kjartanssyni myndlistar-
manni, Ragna Sigrún giftist
Bjarna Runólfssyni stýrimanni, en
missti hann 1961, og Theódóra er
gift Ragnari Ólafssyni deildar-
stjóra á Skattstofunni.
Og við höfum kynnst fólkinu
hennar Sigríðar. Og allt var það á
sama veg, engu líkara en konan
bjartleita, sem eitt sinn barði svo
létt og hæversklega á hurðina hjá
okkur, hafi geislað út frá sér þeim
krafti mannúðar og hlýju sem hafi
haft áhrif á allt umhverfis hana.
Og þannig hafði hún einnig áhrif á
okkur sem nú sendum henni þakk-
ir yfir höfin breið, því ljósið sem
áður blasti við okkur og skein á
okkur, það lifir nú innra með
okkur.
Jón Óskar.
Hinn 26. þ.m. andaðist frú
Sigríður Gísladóttir, Ljósvallagötu
32 hér í bæ, eftir löng og erfið
veikindi, Hún hafði þó oftast
fótavist, þar til síðustu vikurnar á
sjúkrahúsi.
Eg heyrði hennar fyrst getið
haustið 1920, þegar ég gerðist
kennari við barnaskólann á Eyrar-
bakka, lítt reyndur og öllum
ókunnur þar. Atvikin höguðu því
svo til, að ég kynntist þar einna
fyrst frú Guðbjörgu Guðmunds-
dóttur frá Háeyri og fjölskyldu
hennar, en Sigríður var elst henn-
ar barna og farin að heiman, þegar
hér var komið sögu. Hún hafði
farið með sr. Gísla föður sínum
austur í Öræfi, sem síðar segir frá.
En hér minnist ég þess, að ég
heyrði fjölskylduna tala um þessa
fjarlægu stúlku á sérstakan hátt,
mér skildist með meiri ást og
virðingu en almennt gerist um
skyldmenni. Ég man, að mig lang-
aði til að kynnast þessarri stúlku.
Það varð líka mörgum árum
seinna, því að hér mun minn eigin
örlagavaldur hafa gripið í taum-
ana. Hjá þessarri fjölskyldu
kynntist ég systur frú Guðbjargar,
Sólveigu, er síðar varð ástrík
eiginkona mín og tryggur föru-
nautur til hinstu stundar. Svo var
lítill aldursmunur þeirra frænkna,
Sigríðar og hennar, að þær voru
nær því að vera systur en frænd-
konur.
Ég kynntist því Sigríði nokkrum
árum seinna, þegar við bæði áttum
orðið heima hér í bæ. Hún hefur
því verið tryggðavinur minn um 40
ára skeið. Og eigi ég að lýsa Sigríði
með einu orði, verður það svo, að
elskulegri manneskju hefi ég ekki
þekkt. Það er ótrúlegt, en satt, að
ég hefi aldrei heyrt henni
hallmælt.
Ég mun nú reyna að segja sögu
hennar í svo stuttu máli, sem unnt
er, enda þótt ég finni vanmátt
minn til þess.
Sigríður var fædd að Felli í
Mýrdal 20. júlí 1897, en faðir
hennar, Gísli Kjartansson, var þá
prestur Myrdalsþinga. Móðurfor-
eldrar Sigríðar voru hjónin
Guðmundur ísleifsson, óðalsbóndi
og útgerðarmaður á Eyrarbakka
og k.h. Sigríður Þorleifsdóttir,
„ríka" á Stóru-Háeyri, en föður-
foreldrar Kjartan Jónsson, prestur
í Ytri-Skógum og Ragnhildur
Gísladóttir, kona hans. Eru þetta
Bergsveinn Ólafsson
vélvirki — Minning
Fæddur 23. febrúar 1951.
Dáinn 22. janúar 1979.
Guð leiði þig en likni mér,
sem lengur má ei fylgja þér.
En ég vil fá þér englavörð,
mér innsta hjarta beenavörð.
Guð leiði þig.
(Matthfas Jochumsson þýddi).
Bergsveinn Ólafsson var fæddur
í Reykjavík 23/2 1951, sonur hjón-
anna Ólafs Andréssonar járn-
smiðs og Geirþrúðar Hjartardótt-
ur og eru þau bæði látin. Geirþrúð-
ur lést í júní 1974 og Ólafur lést í
júní 1976. Bemmi, eins og hann var
oftast kallaður af okkur ættingj-
um hans, var yngstur af fimm
börnum þeirra. Hin eru: Hrafn-
hildur, fædd 3. maí 1937, gift Rósa
J. Arnasyni, eiga þau fimm börn;
Andrés vélstjóri, fæddur 16. marz
1940, kvæntur Kristbjörgu Helga-
dóttur, eiga þau tvær dætur; Hjör-
dís, fædd 1. ágúst 1941, gift Sigurði
Kristjánssyni, eiga þau fjögur
börn; og Eggert rafvirkjameistari,
fæddur 1. desember 1942, kvæntur
Þóru Gunnarsdóttur og eiga þau
fimm börn.
Bemmi ólst upp með foreldrum
sínum á Nesvegi 46 til 24 ára
alduís. Þar bjó einnig Hrafnhildur
systir hans og fjölskylda hennar.
Mikil breyting varð á högum
Bemma þegar hann missti móður
sína og föður sinn tveim árum
seinna, en þeir voru mjög sam-
rýndir. Þar við bættist að hann
fluttist í annan borgarhluta.
Bemmi vann um langt skeið í
Vélsmiðjunni Héðni og lærði hann
þar einnig vélvirkjun.
Bemmi var í eðli sínu mjög
góður maður, glaður og rólegur og
vildi öllum hjálpa, sem til hans
leituðu og það gerðum við systur-
börn hans oft. Við þökkum honum
fyrir ógleymanlegt ferðalag til
Vestfjarða síðastliðið sumar. Þeg-
ar hann kom til okkar á jóladag,
hress og kátur að vanda þá grun-
aði okkur ekki að þetta yrðu
síðustu jólin hans í lifandi lífi. Það
er erfitt að hugsa sér að hann skuli
vera farinn svona snögglega, að-
eins 27 ára gamall.
kunnar ættir, sem ekki verða
raktar hér.
Sigríður ólst upp hjá foreldrum
sínum, fyrst á Felli og síðan í
Reykjavík, þegar faðir hennar
varð að láta af embætti sökum
heilsubrests 1903 og fluttist til
Reykjavíkur. En árið 1905 fluttist
fjölskyldan að Stað í Grunnavík til
sr. Kjartans Kjartanssonar,
bróður sr. Gísla. Var hann
aðstoðarprestur bróður síns næstu
4 árin. Síðan fluttust þau hjón
aftur til Rvíkur með börn sín og
vann sr. Gísli þá skrifstofustörf í
nokkur ár, því að hann var fjöl-
hæfur verkamaður, glæsimenni í
sjón og þótti ágætis prestur, þegar
hann naut sín vegna veikindanna.
Og alltaf þráði hann preststarfið.
Svo skipaðist nú til um heilsufar
hans, að honum var veitt Sand-
fellsprestakall í Öræfum 1912 og
var hann skipaður þar 1913. Þá
höfðu þau frú Guðbjörg eignast 10
börn, hvar af 6 voru á lífi, það
yngsta fætt 1913. Það þótti því
ekki ráðlegt að flytja fjölskylduna
alla þessa leið í einangraða og
fjarlæga sveit. Þá varð það að ráði,
að elsta dóttirin, Sigríður, flytti
með föður sínum austur og gerðist
ráðskona hans. Hún hafði þá verið
við nám í Kvennaskóla Rvíkur og
tekið þaðán próf með mjög hárri
einkunn, því að hún var skarp-
greind og námfús.
En hér skipti sköpum í ævi
hennar. Hún varð áfrám verndar-
vættur hins veika föður síns, því
að heilsu hans hrakaði svo aftur,
að honum var veitt lausn frá
embætti 5. maí 1916. Fjölskylda
hans komst því aldrei austur í
Öræfi, en dvaldi í Reykjavík og á
Eyrarbakka þessi og næstu ár...
Hins vegar varð hlutverk Sigríðar
eins og flestra annarra myndar-
kvenna að hún giftist árið 1920
góðum og gjörvulegum manni,
Guðmundi Bjarnasyni í Skafta-
felli. Hann var einn 5 bræðra, er
En vitum, þar sem virðist fölnað allt.
ok visin lauf og dálnn sumarljómi
og vonlauN auðn og ömurlega kalt
er undirbúið naeata vor ok blómi.
(Þórlr Berg88on).
Sagt er að þeir sem guðirnir elska
deyi ungir.
Við huggum okkur við að þeir
sem kynntust honum muni eiga
um hann góðar minningar.
Guð leiði hann yfir móðuna
miklu.
Með þökk fyrir allt og allt.
Fjölskyldan Nesvegi 46.
bjuggu þar félagsbúi með móður
sinni„ Þuríði Runólfsdóttur, er
þótti skörungskona að allri gerð.
Nú fluttist Sigríður á þetta
heimili með föður sinn veikan.
Naut hann þar hinnar bestu
aðhlynningar hjá ágætri dóttur
sinni og tengdafólki hennar, og
þar dó hann 12. sept 1921.
En svo við höldum áfram sögu
ungu hjónanna, þá bjuggu þau
þarna í sambýlinu til ársins 1939,
að þau fluttust til Reykjavíkur og
bjuggu sjálfstætt úr því.
Ekki þarf mikla glöggskyggni til
að sjá, að þessi ár hafa verið erfið
fyrir unga konu, sem átti orðið 4
börn. Allir vita að þriðji og þó
einkum fjórði áratugur aldarinnar
ver erfiður íslenskum bændum.
Auk þess var Öræfasveitin algjör-
lega einangruð af stórvötnum. O
þótt fagurt sé í Skaftafelli, er ég
ekki viss um, að gott sé að búa þar.
Að minnsta kosti þarf þar mikinn
mannafla til smalamennsku og
selveiða, og illt er að gera jarðar-
bætur í grennd við bæina.
Unga konan í Skaftafelli komst
aldrei í heimsókn til fjölskyldu
sinnar þessi ár, en hafði stöðugt
samband við hana. Elsti bróðir
hennar dvaldi eystra um tíma og
fyrir kom, að önnur eldri systkini
komu í heimsókn. Það voru
sólskinsdagar í lífi Sigríðar. Ein
aðalástæða til þess að þau hjónin
fluttu frá Skaftafelli var auðvitað
löngunin til þess að veita börnum
sínum betra tækifæri til lærdóms
og þroska en unnt var að veita í
innilokaðri sveit. Enda tókst þeim
það með dugnaði og framsýni,
enda þótt hér verði ekki talað um
skólagöngu hvers og eins þeirra.
En hins verður að geta, að
Guðmundur fékk strax góða
atvinnu hér í bæ og hefur unnið
eins og víkingur, enda létu kona og
börn ekki sitt eftir liggja. Það varð
þeim happ að eignast húsið á
Ljósvallagötu 32, þar sem
fjölskyldan hefur nú haft aðsetur
um árabil.
Hér skulu nú talin börn þeirra
Sigríðar og Guðmundar í aldurs-
röð:
1. Þuríður Elín. Var heilsulaus
mestan hluta ævinnar og á fram-
færi foreldra sinna. Hún aldaðist
1959.
2. Katrín, húsfreyja hér í bæ,
gift Ragnari Kjartanssyni mynd-
höggvara. Þau eiga 4 börn. Hún er
einnig fulltrúi í Útvegsbanka
íslands.
3. Ragna Sigrún, starfsmaður
röntgendeildar Landspítalans.
Hún var gift Bjarna Runólfssyni
skipstjóra frá Höfn í Hornafirði,
en hann fórst með vélskipinu
Helga árið 1961. Þau áttu 5 börn.
Hið elsta dó í frumbernsku. 4 eru á
lífi.
4. Theodóra, húsfrú, gift Ragn-
ari Ólafssyni deildarstjóra hjá
Skattstofu Reykjavíkur. Börn
þeirra eru þrjú.
Barnabarnabörn Sigríðar eru
orðin 11. Allir afkomendur þeirra
hjóna eru hið myndarlegasta fólk
og góðir borgarar, þau, sem
fullvaxta eru. Nöfn þeirra nefni ég
ekki hér, vil þó ekki láta þess
ógetið, að eitt barnabarnið er
þjóðkunnur leikari og leikrita-
höfundur, en annar þjónandi
prestur. Öllu þessu fólki þjónaði
hin látna með ást og umhyggju,
sem mamma og amma og naut í
staðinn einlægrar velvildar
þeirrar og virðingar, svo og
tengdabarna sinna.
Þegar litið er yfir æviferil
hinnar látnu vinkonu minnar
verður ekki sagt að hún hafi baðað
í rósum hin fyrri ár ævinnar. Hún
naut að vísu uppeldis ágætra
foreldra og nokkurrar skólagöngu
ásamt því að dveljast með ágætum
systkinahópi. En veikindi vörpuðu
dimmum skugga á bernsku henn-
ar. Síðar tókst hún sem fyrr segir
á hendur þá miklu ábyrgð vegna
fjölskyldu sinnar að annast föður
sinn veikan árum saraan, enda
naut hún einstakrar ástar og
virðingar fjölskyldu sinnar alla
tíð ... Sjálf kvartaði hún aldrei og
ætlaðist ekki til nokkurra launa.
Svo vel var hún af guði gerð.
Þegar til hjúskapar og barna-
uppeldis kom átti hún aftur styrk
hjá sínum ágæta manni, sem var
hennar stoð og stytta. Þau unnu