Morgunblaðið - 02.02.1979, Page 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1979
í
I
s
!
Ágúst
tilÍBV
AGUST Hauksson unglinga-
landsliösmaður úr Þrótti hef-
ur tilkynnt félagaskipti yfir í
Tý í Vestmannaeyjum og mun
hann leika með IBV í 1. deild
næsta sumar.
Agúst hefur verið fastamað-
ur í liði Þróttar tvö s.l. ár og
hann hefur einnig verið fasta-
maður í íslenzka unglinga-
landsliðinu í knattspyrnu.
Agúst er framherji og þykir
mjög efnilegur leikmaður.
- hkj/SS.
Sigur hjá Njarðvík
Því fór þó fjarri að leikurinn væri
þeim svo auðunninn sem lokatölurn-
ar gefa til kynna. Raunar voru
stúdentar öllu sprækari meginhluta
fyrri hálfleiksins og léku á þessum
kafla prýðisvel. Undir lok hálfleiksins
sóttu Njarðvíkingar þó í sig veðriö og
höfðu, sem fyrr segir 3ja stiga forskot
í hálfleik.
Framan af síöari hálfleiknum var
leikurinn mjög jafn, en Njarðvíkingar
voru þó mun sterkari á lokasprettin-
um og sigurinn var þeirra.
Hinn nýi leikmaöur stúdenta, Prent
Smock, lék sinn fyrsta leik í gær-
kvöldi. Er þar greinilega á ferðinni
afburöagóður leikmaöur. Þrátt fyrir
greinilegt æfingaleysi átti hann mjög
góöan leik, sérstaklega þó í fyrri
hálfleiknum en þá skoraöi hann 20 af
29 stigum sínum í leiknum. Kemur
hann án efa til meö aö veröa stúdent-
um mikill styrkur í þeirri baráttu sem
framundan er. Bjarni Gunnar Sveins-
son á nú hvern stórleikinn á fætur
öörum og er nú allt annaö aö sjá til
Úrslitaleikur í
kvennabiakinu
LEIKUR sem hæglega gæti orðið
úrslitaleikurinn í 1. deild kvenna
í blaki. fer fram í íþróttahúsinu
að Laugum í Suður-Þingeyjar-
sýslu i' kvöld og hefst hann klukk-
an 21.00. Þá leika Völsungar og
Þróttur í 1. deild kvenna. Sigri
Völsungar, má segja að þær
standi með pálmann í höndunum,
þær hafa til þessa 8 stig eftir 5
leiki, en Þróttarar eru í öðru sæti
með 6 stig eftir 4 leiki. Vinni
Þróttur verður mótið hins vegar
galopið, a.m.k. fram að næstu
leikjum.
Ljósm. Mbl. Kristján.
Guðrún Sveinsdóttir og Björn Skúlason, efnilegt frjálsíþróttafólk, sem
nú hefur haldið til Svíþjóðar til æfinga og keppni.
ÞAO var orðið harla fátt um fína
drætti í seinni hálfleik leiks
Stúdenta gegn Njarðvíkingum í
Kennaraskólanum í gærkvöldi.
Njarðvíkingum gekk pó öllu betur
að fóta sig í Þeim villta stríðsdansi,
sem Þarna var stiginn og stóðu uppi
sem sigurvegarar pegar yfir lauk.
Staðan í hálfleik var 46—43, Njarð-
víkingum í hag, en leiknum lyktaði
með 14 stiga sigri peirra, 101—87.
hans en í upphafi íslandsmótsins.
Jón Héðinsson og Gísli Gíslason áttu
báöir mjög góöan leik, en sá síöar-
nefndi fékk sína fimmtu villu í upphafi
síöari hálfleiks og er ekki gott aö
segja hvernig fariö heföi, ef hans
heföi notið viö allan leikinn.
Sem fyrr leggja Njarövíkingar allt
kapp á pressuvörnina, sem óneitan-
lega eykur mjög hraöann í leiknum,
en þaö er einmitt viö slík skilyröi,
sem liöiö nýtur sín best. Sóknarleikur
þeirra er oft á tíðum bráöskemmti-
legur á aö horfa; boltinn gengur mjög
hratt milli leikmanna, mikið ber á
snöggum gegnumbrotum, einkum
hjá Ted Bee og Gunnari Þorvarðar-
syni. Bestu menn þeirra í leiknum
voru, auk þeirra tveggja, þeir Geir
Þorsteinsson og Guðsteinn Ingimars-
son, en sá síðarnefndi er án efa
orðinn einn af okkar bestu
varnarmönnum.
STIGIN FYRIR ÍS: Prent Smock 29, Bjarni
Gunnar 22, Jón Héðinsson 16, Gfeli Gfslason
14, Ingi Stefánason 4 og Jón Oddsaon 2.
STIGIN FYRIR UMFN: Ted Bee 30, Geir
borsteinsHon og Gunnar Þorvarðarson 14
hvor, Árni Lárusson 13, Guðsteinn Ingi-
marsson 10, Guðjón Þorsteinsson 9, Stefán
Bjarkason 8, Júlfus Valgeirsson 2 og Jónas
Jóhannesson 1.
DÓMARAR VORU: Erlendur Eysteinsson
og Jón Otti Ólafsson.
Gl
Trent
Smock
löglegur!
STJÓRN KKÍ, Köríuknattleiks-
ráðs fslands, tók í gær fyrir bréf
frá ÍS, varðandi nýja Bandaríkja-
manninn Trent Smock, sem leysa
AGANEFND alþjóðaknattspyrnusambandsins stendur jafnan í
ströngu eftir hverja umferð Evrópukcppninnar í knattspyrnu.
Þarf þá að taka fyrir hin ýmsu kærumál, óspektir áhorfenda,
óspcktir leikmanna o.s.frv. Aganefndin kvað nýlega upp dóm 1
þeim málum sem hún hafði með höndum eftir síðustu umferðina.
Miðherji Ipswich, Paul Mariner, fékk tveggja leikja bann fyrir
ósæmilega framkomu á leikvelli. Þá var félag hans Ipswich dæmt i
2400 Bandarikjadala sekt fyrir framkomu liðsmanna í garð
dómgæslumanna.
Spænska félagið Valencia fékk og sekt. Næst þegar félagið á
heimaleik í Evrópukeppni, verður að leika minnst 300 km í burtu.
Ástæðan er sú að áhorfendur helltu úr límkrús yfir annan
línuvörðinn og köstuðu í hann skemmdum appelsínum.
4 leikmenn Hadjuk Split fengu refsingu fyrir að móðga
dómarann, 2—4 leikja bann, og skoska liðið Glasgow Rangers fékk
fjársekt vegna þess, að nokkrir áhorfendur freistuðust til að beina
flugeldum sínum niður á völlinn í stað þess að skjóta þeim á loft,
þegar Rangers sió óvænt holiensku meistarana PSV Eindhoven úr
keppni meistaraliða.
Drengja-, sveina-, stúlkna-
og meyjameistaramót
í frjálsum íþróttum
Drengja-, sveina-, stúkna- og meyjameistaramót íslands innanhúss
fer fram í íþróttahúsi Varmárskóla í Mosfellsveit 11. febrúar n.k.
og hefst kl. 14.00.
Keppnisgreinar verða:
Stúlkur f. 1961 — 1962: Hástökk. langstökk án atr.
Meyjar f. 1963 og síðar: Ilástökk, langstökk án atr.
Sveinar f. 1963 og síðar: Hástökk, langstökk án atr., þrístökk án
<itr hástökk án str
Drengir f. 1961 — 1962: Hástökk, langstökk án atr., þrístökk án
atr., hástökk án atr.
Keppni í kúluvarpi og stangarstökki drengja fer fram síðar.
Þátttökutilkynningar ásamt þátttökugjaldi kr. 100, fyrir hverja
grein skulu hafa borist til Jóns S. Jónssonar, Varmadal II,
Kjalarnesi, sími 66672, í síðasta lagi þriðjudaginn 6. febrúar.
UMF Afturelding — FRÍ.
Frá Austf jörðum
til Svíþjóðar
til æfinga
Tveir okkar efnilegustu milli-
vegalengdahlaupara héldu f
morgun til Gautaborgar í
Svíþjóð, þar sem þeir hyggjast
dvelja við æfingar og keppni
fram í júní. Hér er um að ræða
Austfirðingana Guðrúnu Sveins-
dóttur og Björn Skúlason, en þau
komu talsvert á óvart með ágæt-
um árangri sinum f millivega-
lengdahlaupum á síðasta ári.
Bæði urðu þau landsmótsmeist-
arar og auk þess varð Guðrún
íslandsmcistari og þá keppti hún
fyrir hönd íslands í Kalott-keppn-
inni.
Þau Guðrún og Björn eru bæði
frá Borgarfirði eystra. Kepptu þau
undir merkjum UIA, en mikill
kraftur var í frjálsíþróttafólki
þess sambands á síðasta ári. Áður
en Guðrún og Björn héldu ytra
hitti Mbl. þau að máli.
Guðrún og Björn sögðust fara til
Svíþjóðar fyrir atbeina Brynjólfs
Hilmarssonar, en Brynjólfur er
efnilegur langhiaupari sem búið
hefur í mörg ár í Svíþjóð.
Brynjólfur er aðeins 18 ára gam-
all, en hann hljóp 5 km á um 16
mínútum á síðasta ári. Þau
Guðrún og Björn munu æfa og
keppa með félagi Brynjólfs ytra.
Guðrún Sveinsdóttir tjáði Mbl.
að hún hefði ekki getað æft af eins
miklum krafti það sem af væri
vetri eins og hún vildi að verið
hefði, en í desember var gerð
aðgerð á fótum hennar. Hún er þó
að komast í gang á ný og ætti að
hafa mjög gott af dvölinni í
Svíþjóð.
Guðrún sem er 19 ára, sinnti
frjálsíþróttum lítið þar til á síð-
asta ári, en þá hljóp hún 800 m á
2:19,5 mínútum og 1500 m á 4:58,6
mínútum. Sagðist Guðrún vænta
góðs af dvölinni í Svíþjóð og að
hún bætti sig í sumar.
Björn Skúalson sagðist hafa
hreyft sig tiltölulega lítið frá því
að Reykjavíkurleikarnir voru
haldnir á síðasta sumri, en nú væri
ætlunin taka til við æfingar af
fullum krafti á ný. Björn sagðist
einnig vonast til að bæta sig
talsvert.
Björn er 25 ára, en hann tók
fyrst þátt í frjálsíþróttakeppni á
síðasta ári. Hljóp hann þá 800 m á
1:57,3 mínútum og 1500 m á 4:08,0
mínútum. Ef að líkum lætur á
Björn eftir að bæta árangur sinn
verulega, því hann er mikill
keppnismaður.
Ekki er að efa að þau Guðrún og
Björn eiga eftir að hafa gott af því
að fara erlendis til æfinga, því þar
eru aðstæður állar, ekki sízt
veðráttan, betri og hagstæðari til
æfinga en gerist hér heima.
Gaman verður að fylgjast með
þeim í keppni næsta sumar.
— ágás.
á af hólmi Dirk Dunbar, sem ekki
getur leikið út keppnistímabilið
vegna meiðsla. Vitað var, að ýmis
félög hefðu í hyggju að kæra ÍS
fyrir að tefla fram ólöglegum
leikmanni, en í reglum KKÍ
stendur, að félögin hafi átt að
vera búin að tilkynna þá erlendu
leikmenn sem þau hugðust nota
fyrir 15. október síðastliðinn.
Vegna þessa þótti mikilvægt, að
KKÍ drægi ekki á langinn að
fjalla um málið.
Úrskurður KKÍ var þannig, að
það keppnisleyfi sem ÍS fékk fyrir
Dunbar, myndi -endast út þetta
keppnistímabil fyrir Trent Smock,
því að tilkynning liðsins um Dun-
bar kom fyrir 15. október og fyrir
7. febrúar barst KKÍ læknisvott-
orð frá IS, þar sem staðfest var að
Dunbar væri vegna meiðsla sinna
óhæfur til að ljúka keppnistíma-
bilinu.
KKÍ hefur því úrskurðað, að
Trent Smock sé fullkqmiega lög-
legur leikmaður með IS. Eigi að
síður hefur heyrst, að þau lið sem
kunni að bíða lægri hlut fyrir ÍS,
muni kæra leikina og láta þannig
reyna á úrskurðinn.
— gg.
Maraþon
3. FLOKKUR HK í Kópavogi
hefur hug á að slá íslandsmetið í
maraþonhandbolta og hefst aðför
þeirra að metinu í Kársnesskóla í
kvöld. Hefst leikurinn klukkan
19.00. Áheitaseðlar hafa verið
seldir með venjulegum hætti, en
maraþon þetta er eins og þau
fyrri í vetur hugsað sem f járöflun
fyrir félagið. Áheitin hljóða upp á
100 krónur á klukkustund. Ætli
piltarnir að slá gildandi met,
verða þeir að leika í yfir 20
klukkustundir.
Bikarkeppni HSÍ:
Risaslagur
í Hafnarfirði
DREGIÐ hefur verið í næstu
umferð bikarkeppninnar í hand-
bolta, bæði í karla- og kvenna-
flokki. Hér er um að ræða 16 liða
úrslit hjá körlunum og 8 liða
úrslit hjá konunum. I drætti
karlaliðanna kennir margra
grasa, en aðeins í 2 tilvikum
drógust saman lið úr 1. deild,
Fram og HK og FH — Haukar.
En risarnir Víkingur og Valur fá
mótherja úr 3. deild. Víkingar
leika gegn UBK og ættu að
afgreiða Blikana léttilega, svo
fremi sem ekki gæti vanmats,
a.m.k. Valsmenn gætu hæglega
átt crfiðan leik fyrir höndum, en
þeir fara til Vestmannaeyja og
leika þar gegn Tý, efsta liðinu í 3.
deild, sem aðeins hefur tapað einu
stigi í íslandsmótinu til þessa og
hugsar nú gott til glóðarinnar að
fá að skemmta Valsmönnum.
Drátturinn lítur þannig út, en
félögin ákveða með sér hvenær
leika skal:
KR eða Þór Ak. — Ármann
KA — Stjarnan
ÍR — Grótta eða UMFN
Fylkir — Þróttur
Týr — Valur
UBK - Víkingur
FH — Haukar
Fram — HK
Einum leik úr síðustu umferð-
inni lauk á þriðjudagskvöldið. Þá
sigruðu Víkingar ÍBK 33—14. Er
það vel af sér vikið að skora 33
mörk í 50 mínútna leik og fátítt í
kvennahandbolta. Það er einnig
athyglisvert, að Víkingar eru
næstneðstir í 1. deild en IBK er
efsta liðið í 2. deild, þannig að
munurinn á deiidunum virðist
vera svimandi. Drátturinn var
þessi:
Haukar — Fylkir
Þór Ak — Fram
KR — Valur
UMFG eða FH - Víkingur.