Morgunblaðið - 04.02.1979, Page 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 1979
amalt
og
ott...
OFT ER undan því kvartað í ræðu og riti, að íslensku máli
fari hrakandi og mun það enda máia sannast, að tungan á
meira í vök að verjast nú um stundir en oft áður. Þó að
fornritin, þjóðsögurnar og annar íslenzkur fróðleikur prýði
bókahillur á flestum heimilum er gjarna fremur litið á
bækurnar sem stofustáss en þá menningarlegu uppsprettu
sem þær gætu verið.
Af þessum sökum meðal annars verður farið hér af stað
með dálítinn þátt með ýmsu smálegu frá gamalli tíð.
Heldur verður leitast við að sneiða hjá því sem einkum
hefur verið birt í sýnisbókum íslenzkra bókmennta og
ýmsum úrvalsritum þó ekki verði með öllu hjá því komizt.
4T
Ur
íslandsljóðum
Ég ann bínum mætti í orði Þungu,
ég ann Þínum leik í hálfum svörum,
grætandi mál á grátins tungu,
gleðimál í Ijúfum kjörum.
Ég elska Þig, málið undurfríða,
og undrandi krýp að lindum pínum.
Ég hlýðí á óminn bitra, blíða,
brimhljóð af sálaröldum mínum.
Mig dreymdi eitt sinn í dagsins blíðu,
Þú drottning allra heimsins tungna,
ég heyrði Þig af fólki fríöu,
frjálsu og upplitsdjörfu sungna.
Menn lutu ei öðru en eigin lögum
og íslands heill var Þeirra gifta.
Menn höfðu augu á eigin högum
með alúð Þess, sem vill ei skipta.
Einar Benediktsson.
ÚR 1>JÓÐSÖGUM:
Túnið á Tindum
Eitt sinn bjó sá bóndi á Tindum
í Svínavatnshrepp í Húnavatns-
sýslu sem Árni hét Þorleifsson.
Hann var búhöldur góður og þótti
fremur fjölkunnugur.
Eitt sumar var það að tún
spruttu mjög illa vegna kulda og
hafísa. Lét þá Árni bóndi tún sitt
standa óslegið lengi fram eftir svo
að það sprytti sem bezt. Allir aðrir
slógu tún sín um sömu mundir og
vant var. Þegar þeir voru búnir að
hirða tún var Árni ekki farinn að
hugsa til að slá Tindatún. Nokkru
eftir þetta bað hann kölska að slá
fyrir sig túnið á einni nóttu. Kölski
spurði til hvers væri að vinna.
Bóndi bað hann sjálfan kjósa sér
laun fyrir. Kölski kvaðst þá vilja
fá hann sjálfan í staðinn, en aðrir
segja barn það er kona Árna gengi
með. Árni játti því ef hann slægi
túnið á einni nóttu og væri búinn
að því áður en hann kæmi á fætur
um morguninn.
Tindatúni var svo varið að það
var ákaflega grýtt og seinunnið, en
þó tók tóftarbrot eitt út yfir sem
var neðarlega í túnjaðrinum og hét
Gníputóft, en til forna kvað þar
hafa verið bænhús; þar varð ekki
slegið svo eitt ljáfar að ekki kæmi
í stein.
Nokkru síðar býr Árni bóndi út
mörg orf og bindur í þau dengda
ljái, og um kvöldið sama segir
hann heimafólki sínu að liggja
kyrru fyrir og hreyfa sig ekkert út
um nóttina. Fólkið gjörði eins og
hann bað nema kerling ein. Hana
langaði til að vita hverju fram
færi úti, fór á fætur og gægðist út
um rifu á bæjardyrahurðinni; sá
hún þá púka á hverri þúfu, en varð
jafnskjótt sjónlaus á því auganu er
hún horfði út með og vitskert upp
frá því.
Um morguninn þegar bóndi kom
út var kölski búinn að slá allt
túnið nema tóftarbrotið niður í
túninu. Þar var hann að hjakka og
var orðið heldur bitlítið hjá hon-
um; var hann þá að raula, þegar
Árni kom til hans, þessa vísu:
„Grjót er nóg í Gníputóft,
glymur járn í steinum;
þó túnið sé á 'J’indum mjótt
tefur það fyrir einum.“
Þá var hann búinn að slá allt
nema tvær þúfur innan í tóftinni;
Að ósi skal á stemma.
Sá, sem eldinn vill haía,
hlýtur reykinn að þola.
Fé veldur frænda rógi.
Það er frétta fljótast, sem
í frásögn er ljótast.
Máiugum er mein að
þegja.
Enginn fitnar af fögrum
orðum.
Falls er von af fornu tré.
Öllum trúa ekki er gott,
en engum hálfu verra.
ANNÁLAR:
Ur Setbergsannál
1684. Var góður vetur og snjólítill.
Skiptapi varð í Garði suður með 9 mönnum.
Þá höíðu allmargir lestarhlut og margir meira. Hlutalítið var undir
Eyjafjöllum og austur þaðan.
Vorið kalt, þurrt og seingróið. Sumar graslítið.
Fiskileysi og harðindi var að heyra af Langanesi norður og um
nálægar sveitir.
Ifengdur maður fyrir þjófnað á alþingi, er Vilchin hét, ættaður úr
Landeyjum, og annar hálshöggvinn, er í kirkjuferð hafði barið
nágranna sinn, hvar af hann deyði. Þar var og drekkt tveimur konum.
Önnur átti harn við bræðrum tveimur, en önnur kastaði út barni sínu
og sagðist dautt fætt hafa. Þá voru og höggnir fingur 3 af manni, er
undir heilagrar þrenningar nafni hafði skrifað á móti sínum
óvildarmanni óforsvaranleg illyrði.
á aðra þeirra hafði Árni lagt
biblíuna, en á hina Daviðs saltara,
og sneiddi kölski hjá þeim. Kvað
Árni hann þá vera af kaupinu og
bað hann aldrei aftur koma.
Gníputóft ber enn þetta nafn og
sér nú móta til hennar fyrir neðan
túnið á Tindum og er mýrarsund
fyrir neðan hana; en auðséð er að
túngarðurinn hefur áður legið
fyrir utan tóftina og hún þá verið
inni í túninu.
„Oft er Ijótur
draumur fyrir
litluefni“
EINU sinni vaknaði kerling í
rúmi sínu fyrir ofan karl sinn
með gráti miklum. Karl leitaðist
við að hugga hana og spurði
hana hvað að henni gengi. Kerl-
ing sagði sig hefði dreymt ógn-
arlega ljótan draum. „Hvað
dreymdi þig, skepnan mín?“
segir karl. „Minnstu ekki á
það,“ sagði kerling og fór að
snökta; „mig dreymdi að guð
ætlaði að taka mig til sín,“ Þá
mælti karl: „Settu það ekki fyrir
þig; oft er ljótur draumur fyrir
litlu efni.“
„Hvað hét hún
móðir hans Jesús?“
EINU sinni voru tvær kerlingar
á bæ og hófst önnur þeirra upp
úr eins manns hljóði um jólaleyt-
ið eftir lestur og sagði við hina
kerlinguna: „Hvað hét hún móð-
ir hans Jesús?“ „Og hún hét
María,“ sagði hin. „Og ekki hét
hún María.“ „Og hvað hét hún
þá?“ sagði hin. „Og veiztu ekki
hvað hún móðir hans Jesús hét?
hún hét Finna.“ „Finna?“ sagði
hin. „Víst hét hún Finna, heyrð-
irðu ekki hvað sungið var í
sálminum:
í því húsi ungan svein
og hans móðir finna;
hét hún þá ekki Finna?“ Kerl-
ingin lét aldrei af sínu máli að
hún hefði heitið Finna og séu
þær ekki dauðar eru þær að
deila um þetta enn I dag.
Úr fornritum:
Úr Hávarðar sögu ísfirðings
í Hávarðar sögu ísfirðings
segir frá viðskiptum þeirra
Þorbjarnar Þjóðrekssonar
goðorðsmanns á Laugabóli í
Isafirði og Hávarðar karls á
Blámýri. Þorbjörn drap Ólaf,
son Hávarðar, og vildi ekki
bæta enda Þorbjörn kunnur
að yfirgangi og ójöfnuði við
aðra menn þó að hér færi á
annan veg en hann ætlaði.
Við grípum hér niður í
sögunni á einum stað:
„Þar er nú til máls að taka,
að þau Hávarður og Bjargey
sj)yrja þessi tíðendi, fall
Ólafs, sonar síns. Hávarður
karl blés við mjög og gekk til
sængur sinnar. Var og svo
sagt, að alla þá tólf mánuði
næstu lá hann í rekkju og
reis aldrei úr. En Bjargey tók
það ráð, að hún reri á sjó
hvern dag með Þórhalli, en
hún vann um nætur það, er
hún þurfti. Fór nú svo fram
þau misseri, og er kyrrt allt.
Verður ekki eftirmál um
Ólaf. Þótti mönnum og ekki
líklegt, að nokkur rétting
myndi frændum hans koma,
því að Hávarður þótti þá til
einskis fær, en við slíka stór-
eflismenn að eiga og eigi
mjög væna til jafnaðar, og
liðu þau misseri.
Var það einn morgun, að
Bjargey gekk til funda við
Hávarð karl og spurði hann
hvort hann vekti, en hann
kvaðst vaka og spurði, hvað
hún vildi.
„Það vil ég,“ segir hún, „að
þú standir upp og farir á
Laugaból og finnir Þorbjörn
og beiðir hann bóta eftir
Ólaf, son þinn. Það er karl-
mannlegt mál, að hann, sem
til engra harðræðanna er
fær, spari þá ekki tunguna að
tala það, er honum mætti
verða gagn að. Muntu vera að
ekki mikilþægur, ef honum
fer vel.
Hann svarar: „Eigi hygg ég
gott til þess, en þó skaltu
ráða.“
Eftir það býst Hávarður
karl og fer þar til, er hann
kemur á Laugaból. Þorbjörn
fagnar honum vel. Hávarður
tók kveðju hans.
Síðan mælti Hávarður
karl: „Svo er mál með vexti,
Þorbjörn," mælti hann, „að
ég er kominn að heimta bæt-
ur eftir Ólaf son minn, er þú
drapst saklausan."
Þorbjörn svarar: „Kunnugt
er það, Hávarður, að ég hefi
margan mann drepið. Þótt
menn hafi saklausa kallað, þá
hefi ég engan fé bætt. En með
því að þú áttir vaskan son og
þér féll svo nær, þá ætla ég
betur gert að minnast þín í
nokkru, þó að lítið sé. Er hér
hestur fyrir ofan garð, er þeir
sveinarnir kalla Dött. Hann
er grár að lit, afgamall og
baksár, og hefir jafnan legið
afvelta hingað til, en nú hefir
hann verið á moðum nokkra
daga, og ætla ég hann batnað
hafa. Far þú heim með hest-
inn, ef þú vilt, og eig.“
Hávarður roðnar og mátti
engu svara. Fór hann þegar á
brott og var stórlega reiður,
en Vakur æpti að honum. En
hann gekk ofan til báts síns
og fór allbjúgur, en Þórhallur
hafði þar beðið á meðan. Síðan
reru þeir heim. Gekk Hávarð-
ur þegar til hvílu sinnar og
lagðist niður og stóð aldrei
upp á hinum næstum tólf
mánuðum.
Spurðist þetta nú, og þótti
Þorbjörn enn sýnt hafa
ójöfnuð og illmennsku í þess-
um svörum. Líða nú þau
misseri."