Morgunblaðið - 04.02.1979, Page 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 1979
Smfðum Neon- 09 pfastljósaskilti.
Einnig ýmiss konar hluti
úr Acríl plasti.
Nconþjömislaif ht Smjðjuwgi 7, Slmi 41777
Veitinga-
salir b m *
til skemmtana 4
og f undahalda
Höfum til ráðstöfunar 2 sali 100—300 manna, til
funda- og skemmtanahalds, einnig til bingó og
spilakvölda.
Opið daglega alla daga aöra en sunnudaga frá kl.
8.30—6.00 að kvöldi.
I Framreiðum rétti dagsins ásamt öllum tegundum
grillrétta. Útbúum mat fyrir mötuneyti, einnig
heitan og kaldan veislumat, brauð og snittur.
Sendum heim ef óskað er.
Pantið í síma 86880 og 85090.
VAGNHÖFDA 11 REYKJAVÍK
SÍMAR 86880 og 85090
AÐALFUNDUR
Stjórnunarfélags íslands
verður haldinn að Hótel Sögu (Bláa sal)
fimmtudaginn 8. febrúar n.k. og hefst kl. 12:15.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf
2. Önnur mál.
Aö loknum aöalfundarstörfum
mun Tómas Árnason fjármála-
ráðherra flytja erindi um „Áhrif
efnahagsráðstafana ríkisstjórn-
ar á stjórnun opinberra fyrir-
tækja og einkafyrirtækja“.
Vinsamlegast tilkynnið þátttöku á skrifstofu
Stjórnunarfélagsins f síma 82930.
Stjórnunarfélag íslands
Núllgrunns áætlanagerð
Stjórnunarfélag íslands mun efna til námskeiðs um
núgggrunns áætlanagerð. Námskeiðið verður haldið
að Hótel Esju dagana 12., 13. og 14. febrúar kl.
14—19 dag hvern.
Á námskeiðinu verður kynnt aðferð við
gerð fjárhagsáætiana, þar sem öll
útgjöld eru á kerfisbundinn hátt tekin til
endurskoðunar frá grunni og þau rök-
studd ítarlega ef stofna á til þeirra á ný.
Námskeiöiö á mest erindi til þeirra
sem vinna aö fjárhagsáætlanagerö hjá
stærri fyrirtækjum og stofnunum. Viö
kennsiuna veröa m.a. notaðar segul-
bandsspólur með fyrirlestrum á ensku.
Björn Friöfinnsson
Leiðbeinendur verða Björn
Friðfinnsson lögfræöingur og
Þórður Sverrisson viðskipta-
fræðingur.
Þátttaka tilkynnist til
Stjórnunarfélags íslands í
síma 82930.
Þórður Sverrisson
í tveggja manna fjölskyldu
hef ég komizt að þeirri niður-
stöðu að hin heimavinnandi
húsmóðir hafi 20 stunda raun-
verulega vinnu á viku. En ég
helminga strax þessar vinnu-
stundir og segi; aðeins 10
stundir eru framleiðsla, þ.e.a.s.
þær tíu stundir, sem segja má
að unnar séu „fyrir hinn
aðilann". Hinar tíu stundirnar
eru þá eigin neyzla. í fjölskyldu
með tvö börn verður vinnufram-
Hin
heimavinnandi
húsmóðir
SÆNSKUR prófessor hefur beint umræðum Svía
um vandamál þjóðfélagsins inn á algjörlega nýjar
brautir. Tölur hans og sjónarmið eru sterkasta
vörnin, sem fram hefur komið hingað til gegn
þeirri lítilsvirðingu á framlagi heimavinnandi
húsmæðra, sem svo oft hefur verið látin í ljósi á
síðustu árum. Það er hægt að hefja hin hefðbundnu
störf kvennanna innan heimilisins tii vegs og
virðingar á nýjan leik með því að meta þau í
krónum og aurum, segir hann.
eftir Tom Höyem
Hvers virði í krónum og
aurum er sú vinna, sem heima-
vinnandi húsmæður leysa af
hendi? Þessa spurningu lögðu
nokkrir vinir fyrir Hugo Hege-
land, prófessor í þjóðhagfræði í
Gautaborg. Svarið varð hár-
nákvæmt: Störf heimavinnandi
húsmæðra í Svíþjóð einni er 60
milljarða sænskra króna virði.
Það samsvarar um 17 prósent-
um af heildarþjóðarframleiðslu
Iandsins eða fimm sinnum
hærri upphæð en þeir fjármun-
ir, sem Svíar verja árlega til
allra sinna landvarna.
Með þessu svari hefur Hege-
land prófessor beint öllum
umræðum Svía um þjóðfélags-
leg vandamál inn á algjörlega
nýjar brautir. Útreikningar
hans eru sterkasta vörnin, sem
komið hefur fram hingað til,
gegn þeirri lítilsvirðingu, sem
heimavinnandi húsmæður hafa
orðið fyrir á síðasta áratugi.
An hinna heimavinnandi
húsmæðra myndi sjálft þjóð-
félagið einfaldlega leggjast í
rúst, einnig efnahagslega.
Löngu staðnaðar
fullyrðingar
Það kostar þjóðfélagið mikið
fé að þvinga hinar heima-
vinnandi húsmæður út á vinnu-
markaðinn. Hið nýja mat á
störfum heimavinnandi
húsmæðra er samtímis reglu-
legt sprengiefni undir fjöldann
allan af löngu stöðnuðum
fullyrðingum í umræðum
manna um þjóðfélagsvandann.
„Þetta er hættuleg bók,“ sagði
Ingemund Bengtsson, félags-
málaráðherra úr flokki sósíal-
demókrata um bók Hegelands,
„Börn, konur, heimavinna".
„Bókin mun gera það að verkum,
að konur hætta að krefjast
jafnréttis." Alveg þvert á móti,
segir Hegeland: Umræður þær,
sem hingað til hafa farið fram
um jafnrétti kynjanna, hafa að
mestu leyti byggst á tilfinninga-
semi og orðagjálfri. I viðtali sem
blaðamaður Berlingske Tidende
átti nýlega við prófessor Hugo
Hegeland í Stokkhólmi, útskýrði
prófessorinn nánar sjónarmið
sín og það sem af þeim kann að
leiða.
„Tölur mínar eru reiknaðar út
af mestu hófsemi. Hliðstæðar
rannsóknir t.d. í Bandaríkjun-
um og í Frakklandi spanna
hærri fjárupphæðir, en það á að
nokkru leyti rætur sínar að
rekja til þess að tímakaupið er
ákvarðað hærra í þessum
löndum, og sumpart er það
vegna þess, að fleiri störf eru
reiknuð þar til heimilisstarfa.
Ég hef aðeins látið mína
útreikninga ná til allra
nauðsynlegustu þátta venju-
legra heimilisstarfa, sem inna
verður af hendi til þess að halda
fjölskyldulífinu í gangi, og
þjóðfélagið yrði sjálft — en
þetta er mergur málsins! — að
taka að sér að annast þessi
störf, ef ekki væri neinum
heimavinnandi húsmæðrum til
að dreifa. Jafnframt hef ég
unnið -eftir hinum vanalegu
reglum þjóðhagfræðinnar, enda
þótt þær séu í einu atriði
svolítið fáránlegar og minnki
fjárupphæðina mjög verulega.
Þjóðhagslega séð er aðeins litið
á þá vinnu sem framleiðslu, sem
innt er af hendi fyrir aðra. Sú
vinna, sem unnin er fyrir mann
sjálfan, telst hins vegar neyzla.
lag heimavinnandi húsmóður 48
stundir á viku. Þar sem vinnu-
framlag þetta er undanþegið
skatti, reikna ég henni aðeins 15
sænskar krónur (um 1200 ísl.
kr.) í tímakaup.
Heimavinnandi húsmæður:
Þið eruð sænska þjóðfélaginu að
minnsta kosti 60 milljarða
króna virði. Án ykkar framlags
hefði þjóðfélagið alls ekki efni á
þeim dýra munaði að hafa svona
margar mæður og marga feður í
vinnu utan heimilisins. Þegar á
heildina er litið, er óhætt að
segja, að þetta útivinnandi fólk
borgi ekki eina einustu krónu til
sameiginlegra útgjalda þjóð-
félagsins, svo sem skóla, dag-
vistunarstofnana, sjúkrahúsa og
svo framvegis. Það er alveg
þvert á móti: Þetta fólk, sem
vinnur utan heimilis, leyfir sér
þann munað, sem eingöngu er
mögulegur, af því að vinna
ykkar heimavinnandi húsmæðra
hefur hingað til verið metin á
kr. 0,00.“
Þessi hörðu og egnandi um-
mæli krefjast víst svolítið
nánari skýringar.
„Það skal ég gjarnan gera.
Tökum dæmi. Foreldrar, sem
vinna báðir utan heimilis, hljóta
beinlínis fáránlegar skattaíviln-
anir. Við skulum taka fjölskyldu
með tvö börn, sem hefur 100.000.
sænskar krónur í heimilistekjur
á ári. Ef annað hjónanna hefur
þessa upphæð í tekjur eitt sér,
þá verður fjölskyldan að greiða
12.000 kr. hærri skatt heldur en
hún hefði þurft, ef bæði hjónin
hefðu unnið fyrir 50.000 krónum
hvort um sig, með því að vinna
hluta úr degi.
En það er ekki nóg með þetta:
Ef bæði hjónin vinna utan
heimilisins, þá verður þjóðfélag-
ið að annast um börnin. Þegar
útgjöld fjölskyldunnar sjálfrar
á hvert barn hafa verið dregin
frá, þá verða eftir nettó-útgjöld
vegna hvers einstaks barns, sem
nema 25.000 krónum og ríkið
verður að greiða þessi áföllnu
útgjöld, það er að segja, þaö eru
meðal annars hinir heimavinn-
andi skattgreiðendur, sem borga
þessi útgjöld fyrir hina úti-
vinnandi.
Ríkið færir því þessum hjón-
um, sem eiga tvö börn, en bæði
hjónin vinna utan heimilisins,
50.000 krónur í gjöf á ári og
lætur þau auk þess sleppa við að
greiða kr. 12.000 í skatt, miðað
við aðra fjölskyldu með tvö