Morgunblaðið - 07.02.1979, Side 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. FEBRÚAR 1979
Ingi R. Helgason:
Hr. ritstjóri
Ég get ekki orða bundist eftir ræðu Gunnars Thoroddsen
utan dagskrár í Sameinuðu alþingi miðvikudaginn 31.
janúar s.l. sem birt var orðrétt í Morgunblaðinu síðastliðinn
föstudag. Með því að ég hef nú ekki verið að íþyngja
ritstjórn eða lesendum Morgunblaðsins um dagana með
tilskrifum þá leyfi ég mér að vænta þess, að eftirfarandi
athugasemdir, af þessu tilefni, verði birtar í blaði yðar.
Þær upplýsingar, að Elkem
Spigerverket hefur samningsbund-
ið neitunarvald varðandi öll atriði
rafmagnssamningsins milli Járn-
blendifélagsins og Landsvirkjun-
ar, hafa að vonum vakið verð-
skuldaða athygli.
Ekki síst vekur þetta furðu,
þegar það upplýsist jafnframt, að í
fyrsta skipti, sem reynir á þetta
neitunarvald, er því beitt af hálfu
Elkem Spigerverket.
Sú spurning er æði áleitin, hvort
neitunarvaldið fari ekki í bág við
heimildarlögin um Járnblendi-
félagið og þá hvort iðnaðar-
ráðherra, Gunnar Thoroddsen,
hafi ekki á sínum tíma farið út
fyrir valdsvið sitt er hann gaf
hinum norsku viðsemjendum sín-
um þetta neitunarvald.
Ég læt liggja milli hluta af
hvaða tilefni neitunarvaldinu var
beitt nú (frestun gangsetningar á
ofni 2 um 6—9 mánuði) en bendi á,
að neitunarvaldið gildir í 20 ár
gagnvart öllum atriðum raf-
magnssamningsins, og er þá sjálft
rafmagnsverðið meðtalið.
Til að varpa skýrara ljósi á
málið en kom fram í ræðu þing-
mannsins, er örstutt söguleg upp-
rifjun nauðsynleg.
Á dögum viðreisnarstjórnarinn-
ar sálugu, eða í mars 1971, knúðu
fulltrúar Union Carbide hér dyra
og áttu viðræður við íslenzk
stjórnvöld um hugsanleg kaup á
raforku og byggingu stóriðjufyrir-
tækja í samvinnu við íslendinga.
Um það leyti, sem vinstri stjórn-
in undir forustu Magnúsar
Kjartanssonar haustið 1971 tók
ákvörðun um að virkja Sigöldu á
grundvelli heimildarlaga, skipaði
Magnús sérstaka starfsnefnd
ráðuneytis síns til að hafa með
höndum viðræður við erlenda
aðila, sem vildu ræða um sam-
vinnu við Islendinga um hugsan-
legan orkufrekan iðnað. Auk
Jóhannesar Nordal, var nefndin
skipuð mönnum úr þáverandi
stjórnarflokkum og var ég einn
nefndarmanna. Ræddi nefndin við
fjölmarga aðila.
I október og nóvember 1971 fóru
fram viðræður nefndarmanna við
Union Carbide, sem vildi reisa hér
járnblendiverksmiðju í samvinnu
við Islendinga á þeim grundvelli,
að Union Carbide hefði meiri-
hluta í félagi um verksmiðjuna og
að verksmiðjan fengi rafmagn á
föstu verði til langs tíma eins og
Alusuisse.
Magnús Kjartansson hafnaði
þessum samningsgrundvelli alfar-
ið og kvað ekki koma til mála
annað en að íslendingar ættu
meirihluta í eignarfélagi um járn-
blendiverksmiðju, ef stofnað yrði
með erlendri þátttöku. Lagði hann
ríka áherslu á, að slíkt félag væri
sem hvert annað fslenskt félag,
háð íslenskum lögum í einu og
öllu og lyti meirihlutastjórn
íslensku ríkisstjórnarinnar.
A augabragði slitnaði upp úr
öllum viðræðum við Union
Carbide, þegar nefndin tjáði full-
trúum fyrirtækisins þessa afstöðu.
Löngu seinna, eða 18. janúar
1973, komu fulltrúar Union
Carbide aftur og tilkynntu við-
ræðunefndinni, að þeir vildu, að
athuguðu máli, ganga að skilyrð-
um Magnúsar og hefja samninga
að nýju um málið. Hinn 29. júlí
1973 var undirritað samkomulag
um að hefja samningsviðræður á
þeim grundvelli, að eignaraðild
G'rirtækisins yrði 65% í höndum
Islendinga og 35% í höndum
Union Carbide. Þær samninga-
viðræður tóku nokkurn tíma en að
þeim loknum lágu fyrir drög að
heimildarlögum, aðalsamningi og
Síðan gerðist það haustið 1975
vegna „aðstæðna á lánamörkuðum
og í markaðsmálum fyrir járn-
blendi" að frestað var hönnun og
byggingu verksmiðjunnar meðan
gagnger endurskoðun fjárhags-
áætlana færi fram. Þegar niður-
stöður þessarar endurskoðunar
lágu fyrir vorið 1976, óskaði Union
Carbide að draga sig út úr fyrir-
tækinu. Var á það fallist gegn
greiðslu skaðabóta og meðal ann-
ars fékk Landsvirkjun 1.9 milljón
bandaríkjadollara í bætur. Jafn-
hliða úrgöngu Union Carbide hóf-
ust samningar við Elkem Spiger-
verket um að koma í staðinn.
Skopleg var afstaða Gunnars til
hinnar margumræddu viðræðu-
nefndar, sem nú er aflögð. Hann
breytingar á því tímabili, sem
samningurinn spannaði yfir. Hinn
ágæti lögmaður Hjörtur Torfason
hrl. átti mikinn þátt í samnings-
gerðinni.
Þessi samningur var, eins og
samningar eru jafnan, gerður milli
tveggja aðila, sem hvor um sig er
bær til að gera samninga. Hér
voru það tvö islenzk fyrirtæki
íslenzka Járnblendifélagið h.f. og
Landsvirkjun, sem bæði starfa
samkvæmt sérstökum lögum og
hafa sínar lögheimildir. Hvergi í
samningnum er ákvæði, sem
skerðir sjálfræði aðilanna eða
skilorðsbindur samningsheimildir
þeirra. Ég man ekki eftir að hafa
heyrt því fleygt innan viðræðu-
nefndarinnar í þann tíma, að
„eðlilegt" væri og „sanngjarnt" að
Skrattinn úr
sauðarleggnum
rafmagnssamningi og fleiri
samningum í byrjun árs 1974.
Þegar hér var komið sögu, var
olíukreppan skollin á og ný viðhorf
höfðu skapast í orkumálum Islend-
inga. Brýnt var að beina orku-
neyslu landsmanna yfir á innlenda
orkugjafa og draga úr innflutningi
á olíu. Magnús lét þá fara fram
mjög ítarlega sérfræðilega rann-
sókn á því, með hverjum hætti á
sem skemmstum tíma væri hægt
að stórauka notkun raforku og
jarðhita til upphitunar húsa og
breyta annarri orkuneyslu úr olíu-
notkun í rafmagnsnotkun. Nauð-
synlegt var að skoða samnings-
drögin um járnblendiverk-
smiðjuna í ljósi hinna nýju
aðstæðna, ekki síst með tilliti til
fjármögnunar- og framkvæmda-
atriða þeirra stórverkefna, sem
blöstu við í orkubúskap þjóðarinn-
ar.
Magnús Kjartansson lagði því
aldrei fyrir Alþingi frumvarpið að
heimildarlögum fyrir járnblendi-
félagið vorið 1974. Kosningar riðu
svo yfir, ný ríkisstjórn tók við
völdum og Gunnars þáttur Thor-
oddsen hófst í iðnaðar- og orku-
málum íslendinga.
Gunnar hóf strax viðræður við
Union Carbide að nýju. Þótt hann
væri alveg mótfallinn stefnumörk-
um Magnúsar Kjartanssonar um
my'ndugt íslenzkt hlutafélag, er
lyti öruggu meirihlutavaldi ís-
lenska ríkisins, treysti hann sér
ekki að snúa alveg við blaðinu.
Hann lækkaði meirihlutann úr
65% niður í 51% en þorði ekki yfir
strikið í þeirri lotunni. Þannig
voru fyrri heimildarlögin nr.
10/1975 um járnblendiverksmiðj-
una samþykkt á Alþingi hinn 26.
apríl 1975. Þeim lögum fylgdi
rafmagnssamningur milli verk-
smiðjunnar og Landsvirkjunar,
sem viðræðunefndin hafði unnið
að og sá samningur var síðan
undirritaður í fullu samræmi við
heimildarlögin 28. dag maímánað-
ar 1975.
lagði nefndina ekki formlega niður-
heldur setti hana af á þann meist-
aralega hátt, sem honum einum er
lagið: með því að fjölga í henni og
láta hana hætta að taka þátt í
viðræðum! Þannig tók ég aldrei
þátt í viðræðum eftir að Gunnar
kom til skjalanna, hvorki við
Alusuisse, Union Carbide né
Elkem Spigerverket og fjallaði því
sem nefndarmaður aldrei um
samningana við Elkem Spiger-
verket og þá að sjálfsögðu ekki um
viðaukann við rafmagnssamning-
inn, þar sem meirihlutavald ís-
lenska ríkisins innan Járnblendi-
félagsins er að engu gert með því
að veita Elkem Spigerverket
neitunarvald.
Rafmagnssamningurinn frá 28.
maí 1975, þ.e. grundvallarsamn-
ingurinn varð til í viðræðunum við
Union Carbide. Landsvirkjunar-
menn lögðu fram mestan efnivið-
inn í þann samning en viðræðu-
nefndin ræddi einkum grundvall-
aratriðin og rafmagnsverðið og
Union Carbide hefði neitunarvald
um allar breytingar á samningn-
um í þau 20 ár, sem hann átti að
gilda. Af þeim ástæðum, sem ég nú
hef rakið, voru eftirfarandi ákvæði
sett í samninginn um það, hvernig
honum yrði breytt:
„23. grein. Breytingar.
Breytingar á samningi þessum
skulu einungis gerðar með skrif-
legum og löglega undirrituðum
viðbótarsamningi milli Lands-
virkjunar og kaupanda og með
skriflegri tilkynningu til ríkis-
stjórnarinnar og Union Carbide.“
I þessu ákvæði samningsins er
framangreindu grundvallaratriði
um samningslegt sjálfræði aðil-
anna slegið föstu á svo ljósan hátt
sem mest má vera.
Enginn, sem að þessari samn-
ingsgerð vann, gekk þess hins
vegar dulinn, að samningur þessi
var hluti af stærri „pakka“ þ.e.
fleiri samningum um það ætlunar-
verk að stofnsetja og starfrækja
járnblendiverksmiðju á Islandi í
samvinnu við erlendan aðila.
Samningar þessir voru að sjálf-
sögðu mjög tengdir hver öðrum.
Það haggaði þó ekki þeirri
grundvallarforsendu allra samn-
inganna, að íslenzka ríkið átti að
hafa meirihlutavald í Járnblendi-
félaginu.
Sjálfsagt þótti hins vegar, að
tilkynna formlega Union Carbide
breytingar á samningnum, ef gerð-
ar yrðu, eins og samningsgreinin
gerir ráð fyrir. Union Carbide varð
þá að meta mikilvægi breyting-
anna, t.d. hvort forsendur fyrir
áframhaldandi samstarfi var
brostið eða ekki.
Þegar Union Carbide fór út úr
myndinni og Elkem Spigerverket
var komið í staðinn sem samnings-
aðili, höfðu allar tímaáætlanir um
uppbyggingu verksmiðjunnar far-
ið út um þúfur. Sérstaka þýðingu
hafði tímasetningin á afhendingu
rafmagns, sem hafði breyzt til
muna og var því nauðsynlegt að
breyta rafmagnssamningnum með
tilliti til þess. Landsvirkjun og
Járnblendifélagið urðu sammála
um nauðsyn slíkra breytinga' og
fyrsti viðaukinn við rafmagns-
samninginn var gerður 31. des.
1976.
En um leið og þessar
óhjákvæmilegu breytingar eru
gerðar á rafmagnssamningnum er
í þessum fyrsta viðauka marg-
nefndu grundvallaratriði breytt og
samningslegt sjálfræði Járn-
blendifélagsins gagnvart Lands-
virkjun tekið af því og þar með
meirihlutavald íslenzka ríkisins
innan Járnblendifélagsins í þess-
um efnum að engu gert.
Breytingarákvæði viðaukans (5.
gr. 6. tl.) er svohljóðandi:
„Breytingar á samningi þessum
skulu einungis gerðar með skrif-
legum og löglega undirrituðum